Tíminn - 05.01.1962, Blaðsíða 12
Myndirnar tvær hér að ofan eru af teikningum sem nefn-
ast Galdrakarlinn, og Sund í himinblámanum, eftir 12—13
ára stúlkur frá Austurríki og Hollandi.
Hvað dreymir fólk — í svefni og vöku? Austurrískum
kvikmyndaframleiðanda, dr. Ervin Alberti, hugkvæmdist
það eina andvökumótt að snúa sér til barna frá mörgum
löndum heims og biðja þau að teikna fyrir sig úr draumum
sínum myndir. Með því hugðist hann skyggnast inn í hug-
arheim þeirra.
8500 börn urðu við tilmælum hans. Þau voru frá Svíþjóð,
Þýzkalandi, Frakiklandi, Englandi, Indlandi, ítalíu, Japan,
Hollandi, Belgíu, Austurríki, Tyrklandi og Bandaríkjunum.
(Framhaid á 11 síðu)
ÓLYMPÍULEIKVANGUR-
INN í INNSBRUCK ’62
Þótt Austurríkismenn hafi
ávallt staðið í fremstu röð
skíðaiðkenda heimsins — og
átt beztu og frægustu skíða-
menn í alpagreinum —, hef-
ur það þó ekki fallið í hlut
landsins að halda Vetrar-
Ólympíuleika, hver sem ástæð
an kann að vera, en hins veg-
a r hafa vetrarleikirnir tví-
vegis verið háðir í nágranna-
landinu Sviss, 1928 og 1948 í
St. Moritz, En nú er röðin
komin að Austurríkismönn-
um, og eftir rúm tvö ár verða
níundu vetrarleikirnir háðir í
Innbrucks, glæsilegri íþrótta-
miðstöð í þessu mikla íþrótt-
anna landi.
Austurríkismenn hafa fyrir
löngu hafið undirbúning til að
geta tekið sem bezt á móti þeim
mikla fjölda, sem sækja mun leik-
I Frc m k» I rt a < •• í A i.
170 ára Súdan-
bú3 lézt í gær
í Reykjavík dó fyrir skömmu
kona, sem var meira en hundr
að ára. En þetta þætti ekki
hár aldur í Súdan, því að það-
an barst sú fregn í gær, að
látinn væri þar 170 ára gam-
all maður. Það þykir ekki með
ólíkindum, að hann hafi ver-
ið elzti maður heimsins.
Þessi aldurhnigni maður hét
Ablúlla Súliman. Hann hefur fæðzt
um það bil einum áratug eftir að
Móðuharðindin gengu yfir ísland.
Hann var liðþjálfi í tyrkneska
hernum, þegar Súdan var hluti af
ríki soldánsins. Hann tók sér
fyrstu konuna árið 1811, fáum
misserum eftir að Jöiundur hunda
dagakonungur ríkti hér á landi,
en alls eignaðist hann sjö konur.
Dó hin síðasta þeirra rétt fyrir
aldamótin síðustu, og hugði Súli-
man þá ekki framar á kvonfang,
enda var hann þá orðinn meira
en hunclrað ára.
Abdúlla Súliman var blessaður
með mörgum niðjum. Meðal þeirra
eru fimmtíu barnabörn hans, sem
öll hafa eignazt afkomendur.
Hann var Múhammeðstrúarmað-
ur, og Allah og spámaðurinn voru
leiðarstjörnur hans.
Stórmannleg gjöf
Hallgrímur Finnsson, veggfóðr-
arameistari, Brekkustíg 14 Reykja
vík, sean verður 70 ára í dag, hef
ur afihent Slysavamafélagi íslands
kr. 10.000.00, — tíu þúsund krón-
ur, í tilefni af afmælinu, og þá
sérstaklega til minningar um son
smn, Andrés, sem var bátsmaður
á b.v. Júlí og fórst með skipinu í
ofviðrinu á Nýfundnalandsmiðum
7. febrúar 1959, og er það ósk gef
andans, að þessu fé verði varið til
aukinna slysavarna.
Hallgrímur Finnsson er kunnur
og mætur borgari í Reykjavík.
hann hefur verið formaður í Meist
arafélagi veggfóðrara og dúklagn
ingarmanna, undanfarin 21 ár, og
frá upphafi hefur hann átt sæti
í stjóm þessara samtaka og jafn
framt stjórnað verzltan fyrirtækja
þeirra, Veggfóðraranum h.f. Hverf
isgötu 34.
Stjórn Slysavarnarfélags íslands
og starfsfólk félagsins árnar Hall
grími og konu hans, Sesselju Þórð
ardóttur allra heilla í sambandi
við þessi merku tímamót og flyt
ur þeim innilegar þaikklr fyrir
þetta ráusnarlega framlag ^peirra
til aukinna sjysavarna.