Tíminn - 05.01.1962, Síða 5
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóí-i: Tómas Arnason RiL
stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb >. Andrés
Kristjánsson .lón Helgason Fulltrúi rit
stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsinga-
stjóri: Egil) Bjarnason - Skrifstoíur 1
Edduhúsmu - Simar 1830U—18305 Aug
lýsingasimi 19523 Afgreiðslusími 12323
— Prentsmiðjan Edda h.f -
Askriftargjaid kr 55 00 á mán innanlands
í lausasölu kr 3.00 eintakið
Gjaldeyrisstaða
bankanna
Sjaldan hefur verið haldið uppi furðulegri áróðri en
þeim, sem hefur birzt í blöðunum undanfarna daga í sam-
bandi við gjaldeyrirstöðu bankanna.
Dag eftir dag hafa stjórnarblöðin þrástagazt á því, að
gjaldeyrisstaða bankanna sýndi bezt hinn mikla árangur
„viðreisnarinnar“. Þá hefur þessu verið laumað inn í út-
varpsfréttir með ýmsu móti. Meðal annars var Seðlabank-
inn látinn birta um þetta tilkynningu í tilefni af því, að
hann greiddi samningsbundna afborgun. Það hefur ekki
brugðizt áður, að ísland greiddi samningsbundnar af-
borganir og það þótt svo sjálfsagt, að ekki hafa opin-
berlega verið birtar tilkynningar um það. Nú er hins
vegar rokið til þess í því skyni að koma fram áróðri um
hina góðu gjaldeyrisstöðu.
Það rétta í þessum efnum, er vitanlega það„ að gjald-
eyrisstaða bankanna segir raunverulega ekkert til um
það, hver afkoman er út á við í raun og veru. Sæmileg
gjaldeyrisstaða þeirra í bili, getur t.d. stafað af lántökum
ríkis og einstaklinga. Gjaldeyrisafkoma bankanna getur
því á stundum verið sæmileg á sama tíma og hin raun-
verulega aðstaða út á við versnar.
Þess vegna segir gjaldeyrisstaða bankanna ekkert til
um hina raunverulegu afkomu þjóðarinnar.
Jafnframt því, sem stjórnarblöðin hælast yfir
gjaldeyrisstöðu bankanna nú, gera þeir lítið úr
gjaldeyriSstöðu þeirra í árslok 1958. Hún var þó
hagstæð þá um 230 millj. kr. Hinn 1. nóv. síðastl.
var hún hins vegar hagstæð um 393 millj. kr. Frá
þeirri upphæð ber hins vegar að draga stutt vöru-
kaupalán, sem einkafyrirtækin fá að taka nú, en
fengu ekki 1958. Þau námu 1. nóv. síðastl. 277
millj. kr. Þegar þau hafa verið dregin frá, verður
gjaldeyrisstaða bankanrsa raunverulega ekki hag-
stæð nema um 116 millj. kr. Það er helmingi lak-
ari staða en í árslok 1958.
Þetta er þá allt, sem stjórnarblöðin hafa að státa
aí. Gjaldeyrisstaða bankanna er mun lakari en þegar
vinstri stjórnin skildi við og allt átti að vera í rústum að
dómi þeirra.
Hitt ber hins vegar að viðurkenna, að gjaldeyrisstaða
bankanna hefur farið batnandi á þessu ári, þótt hún sé
enn lakari en 1958. Það er ný sönnun þess, að gengis-
lækkunin var óþörf.
Og vitanlega er þessi batnandi gjaldeyrisstaða bank-
anna ekki að þakka „viðreisninni“ því að útflutningur
hefur stóraukizt, þrátt fyrir hana vegna góðs árferðis,
útfærslu fiskveiðilandhelginnar og tækjaöflunar, sem
rekja rætur til aðgerða vinstri-stjórnarinnar. „Viðreisn- »
in“ hefur dregið úr útflutningsframleiðslunni á- margan
hátt, t.d. valdið meiri og minni stöðvunum, svo að það
er henni síður en svo að þakka, þótt útflutningur hafi
vaxið. Hann hefði einmitt orðið stórum meiri ef hún
hefði ekki komið til sögu.
En það er í samræmi við annan málf1"+ning stjórnar-
blaðanna að þakka ,,viðreisninni“ gott árferði og árang-
ur af verkum fyrri stjórna.
Minnsta fullvalda ríki veraldar
Island er þaí ekki lengur eftir aí Vestur-Samoa hlaut sjálfstæfti
ISLAND er ekki lengur
minnsta fullvalda ríki í heim-
inum, eins og það hefur verið
seinustu áratugina. Um ára-
mótin bættist í tölu fullvalda
ríkja nýtt ríki, sem er enn
minna en ísland. Félksfjöldi
þess er ekki nema 116 þúsund
ibúar. Þetta ríki nær til nokk-
urra smáeyja á Kyrrahafi, og
hefur hlotið nafnið Vestur-
Samoa.
í tillefni 'af fullveldiistök-
unni hófust mikil hátíðahöld
á eyjum þessum á nýársdag, og
lýkur þeim ekki fýrr en í kvöld.
En þótt fullveldisins sé þann-
ig hátíðlega minnst, ætlar hið
unga ríki að berast lítið á út
á við. Það ætlar hvergi að hafa
sendiherra og ætlar m. a
k. ekki að svo stöddu að sækja
um þátttöku í Sameinuðu þjóð-
unum. Yfirlýsingin um þetta
síðarnefnda var gefin af for
sætisráðherranum í ræðu, sem
hann hélt í nýlendumálanefnd
allsherjarþingsins á síðastliðnu
hausti. Þessi yfirlýsing vakti
að sjálfsögðu verulega athygli,
því að öll ný ríki hafa látið
það verða fyrsta verk sitt að
sækja um inngöngu í S. Þ.
Þá lýsti forsætisráðherrann
og yfir öðru, sem ekki vakti
minni athygli. Hann sagði
stjórn sína hafa áhuga fyrir
því, að óska ekki eftir neinni
efnahagslegri aðstoð frá stærri
ríkjum.
T6 fc* ^ m m
ÞÓÍT ÞeTTÁ nýja ríki ætli
ekki að sækja um inngöngu í
S. Þ., á það þó þeim sjálfstæði
sitt mjög að þakka.
Það voru Hollendingar, sem
fyrstir fundu Samoa-eyjar um
1720. Evrópumenn komu þang
að þó sjaldan fyrr en á síðari
hluta 19. aldar, þegar mikið
kapphlaup" hófst milli stórveld
anna um þau lönd í Asíu og
Afríku, sem ekkert þeirra hafði
enn helgað sér. Margir girntust
þá Samoa-eyjar, og kom þetta
mál meðal annars fyrir Berlín
arráðstefnuna 1889. Þar náðist
samkomulag um að leysa þetta
mál þannig, að lýst var yfir
sjálfstæði Samoaeyja. Þetta
samkomulag var hins vegar illa
haldið, því að stórveldin héldu
áfram að keppa um yfirráðin
þar. Árið 1901 náðist nýtt sam-
komulag á þá leið, að Þjóðverj-
ar fengu yfirráðin yfir aðal-
eyjunum, sem síðan hafa borið
nafnið Vestur-Samoa, en Banda
ríkin fengu yfirráð yfir nokkr-
um minni eyjum, er hafa nú
um 20—30 þús. íbúa. Þær eyjar
lúta enn bandarískri stjórn und
ir eftirliti S. Þ.
Þjóðverjar misstu yfirráðin
yfir Vesimr-Samoa fljótlega
eftir að fyrri heimsstyrjöldin
hófst 1914. Síðan hafa Ný-Sjá-
lendingar farið þar með stjórn,
fyrst undir eftirliti Þjóðabanda
lagsins og síðar undir eftirliti
S. Þ. Eftir síðari heimsstyrjöld
ina hófst strax sjálfstæðis-
hreyfing á Vestur-Samoa og
komu Ný-Sjálendingar á móts
við hana með því að veita íbú-
ÍBÚAR Vestur-Samoa eru í
ætt við frumbyggja Hawai og
svipar mjög til þeirra. Þeir eru
hins vegar tiltölulega lítið
blandaðir og halda enn siðum
og háttum forfeðrann'a að
mestu leyti. Stjórnarfar Vest-
ur-Samoa er því að mörgu leyti
óvenjulegt. Það byggist að veru
legu leyti á ættarfélögum.
Hvert ættarfélag velur sér
FRÁ VESTUR-SAMOA
unum stöðugt víðtækari heima-
stjórn. Á síðastliðnu vori fór
svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um það, hvort Vestur-Samoa
skyldi verða fullvalda eða í
tengslum við Nýja-Sjáland. Yfir
gnæfandi meirihluti samþykkti
hið fyrrnefnda.
Biómarós á Vestur-Samoa
sérstakan forsvarsmar.n og þeir
mynda síðan þann kjarna, sem
þing og stjórn byggist á. Þetta
veldur því m.a. að enn eru
ekki til neinir pólitískir flokk-
ar eða stéttasamtök á Vestur-
Samoa.
Landbúnaður er aðalatvinnu
vegur landsmanna og þarf lítið
fyrir ræktuninni að hafa. At-
vinnuhættir eru frumstæðir.
Aðeins ein borg er á Vestur-
Samoa eða höfuðborgin Apia,
sem hefur um 20 þús. íbúa.
Yfirleitt hafa íbúarnir lítið
þurft fyrir lífinu að hafa, nema
þegar náttúruhamfarir valda
sérstökum áföllum,, eins og
átti sér stað á þessu ári og olli
miklu tjóni á uppskeru. Eitt
mesta vandamál íbúanna er
það, að þeim fjölgar mjög ört,
en landrými er takmarkað. Má
heita, að senn sé hver ræktan-
legur blettur eyjanna fullset-
ir.n. Aðalbyggðin er á tv£imur
eyjum, sem byggðar eru upp af
eldfjöllum, sem talin eru út-
dahð fyrir löngu.
Talsvert er rætt um að gera
móttöku ferðamanna að sér-
stakri atvinnugrein, en Vestur
Samoa hefur oft verið nefnd
Paradís Kyrrahafsins. Forráða-
menn eyjarskeggja eru þó hálf
ragir við að stíga slíkt spor,
því að þeir vilja gera sem
minnst til að raska fornum hátt
um og menningu. Miklar ferða
mannakomur myndu óhjá-
kvæmilega hafa slíkt í för með
sér. Þ. Þ.
S.l. laugardag voru verð-
laun veitt úr Rithöfundasjóði
Ríkisútvarpsins, og fór sú at-
höfn fram í salarkynnum
Þjóðminjasafnsins. Verðlaun-
um sjóðsins að þessu sinni var
skipt milli tveggja Ijóðskálda,
Jóns í Vör og Matthíasar Jó-
hannessen.
Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja
vörður, formaður sjóðstjórnar, á-
varpaði skáldin og gesti og skýrði
Rithöfundasjóöur útvarpsins
verðlaunaöi tvö Ijóðskáld
frá veitingunni að þessu sinni.
i Hann gat þess, að tilgangurinn
með styrkveitingu þessari væri
m. a. sá, að gera rithöfundum
kleift að fara til útlanda og til
þess hugsað um leið, að ríkisút-
varpið njóti að nokkru nýrra rit-
verka frá liendi höfunda á verð-
launaári, án þess að slíkt væri
nokkurt skilyrði.
Síðan afhenti formaður styrk-
ina. Auk dr. Kristjáns eiga sæti í
sjóðstjórn Vilhjálmur Þ. Gíslason
og Andrés Björnsson af hálfu
Ríkisútvarpsins en Helgi Sæ-
mundsson og Ólafur Jóhann Sig-
urðsson af hálfu rithöfundafélag-
anna .
TÍMINN, föstudagurinn 5. janúar 1962.
5