Tíminn - 05.01.1962, Síða 7

Tíminn - 05.01.1962, Síða 7
Framsóknarmenn sýndu strax f sumar fram á, að gengislækkun- in þá, var hið versta verk, gerð í bræði og til að hræða almenn- ing frá því að leita annarra úr- ræða sér til lífsbjargar en frá ríkisstjórninni væru runnin. Hún var til að skjóta fólki skelk í bringu. Efnahagsleg rök fyrir gengis- lækkun voiu ekki fyrir hendi. Verð á síld til bræðslu og sölt- unar hækkaði, þrátt fyrir kaup- hækikunina. Iðnaðurinn þurfti ekki að hækka sitt verðlag, enda fékk það ekki yfirleitt, þegar til kom, nema sem svaraði hráefn- ishækkun vegna gengislækkun- arinnar. Verð á iðnaðarvörum hefði því getað lækkað, ef vextir hefðu verið lækkaðir og dregið úr rekstrarfjárskorti fyrirtækja með því að lána sparifé landsmanna út, í stað þess að frysta hluta af því inni í Seðlabankanum. Frystihúsum mátti gera kleift að bera kauphækkunina, með því að lækka vextina og bæta lánsfjárkjör þeirra að öðru leyti. Með þessum aðferðum var í Iófa lagið að halda verðlagi inn- an þeirra takmarka, sem kjara- samningar áskildu (innan við 5% hækkun á framfærslukostnaði), og þar með var kominn grund- völlur að varanlegum kjarabót- um og vinnufriði. Ekki hefur. þessum rökum ver- ið hnekkt, hvorki á Alþingi, né utan þess. Eina tilraunin að réttlæta þess ar aðfarir í sumar, hefur verið fólgin í þeirri fullyrðingu, að yfirvofandi gjaldeyrisskartur hafi gert gengislækkunina óum- flýjanlega. Við Framsóknarmenn bentum á strax í sumar, að von væri aukins útflutnings vegna meiri síldveiði, og því stóraukinna gjaldeyristekna. Væri því fá- sinna að byggja gengislækkun- artilræðið á slíkri tylliástæðu. Hvað kemur svo í ljós núna, þegar farið er að gera upp árið? Mjög aukinn útflutningur og gjaldeyristekjur, vegna vaxandi afla. Og ekki á þessi aukni út- flutningur að neinu leyti rót sína að rekja til gengislækkun- arinnar. Síður en svo. Þegar gengið var fellt, sá lík- isstjórnin sem sé svo um með bráðabirgðalögum um skatt- heimtu af útveginum, að báta- útvegurinn fengi ekki elna krónu af hækkun útfluttu vörunnar til sín beint i reksturinn, en allar innfluttar nauðsynjar til útvegs- ins hækkuðu auðvitað um 13%; Og veiðhækkun á útflutnings- birgðum í landinu var tekin eignarnámi af útflytjendum (sennilega a.m.k. 120 milljónir) og sett í ríkissjóð, svo að fjár- málaráðherra gæti tilkynnt af- gang á ríkisbúskapnum núna um hátíðarnar. Kallaði forsætisráð- heira líka hag ríkissjóðs þá góð- an orðinn um áramótin eftir þess-a eignaupptöku honum til handa. Mikils hefijr þótt við þurfa að bæta þessari eignaupp- töku ofan á mikla tollahækkun, sem leiddi af gengisfellingunni. En svo mikið varð fjármála- ráðherra um þessa „björgun", að hann tilkynnti í útvarpinu í fyrrakvöld, að ríkissjóður væri farinn að safna fé í Seðlabank- ann. Mega þá sjávarútvegsmenn og aðrir sjá, hvort það fé þurfti í greiðslur af ríkisábyrgðarlán- um, sem af þeim var tekið i ríkissjóð með bráðabirgðalögun- um í sumar (120 milljónir eða svo). Þær upplýsingar, sem nú koma fram við áramótin. um útflutn- inginn og gjaldeyristekjurnar á árinu 1961, sópa frá síðustu Ieif- unum af blekkingariyki stjórn- arflokkanna, varðandi gengis- lækkunina í sumar. Hún var ó- happaverk og ófyrirsynju gerð. Allt er þetta einnig í samræmi við það almenningsálit, sem orð- ið var í landinu um þetta efni, og staðfesting á réttmæti þess. Það var sorglegt ó„..^p^ að ríkisstjórnin skyldi ekki bera gæfu til að notfæra sér kjara- samningana frá í sumar til að tryggja varanlegar kjarbætur og vinnufrið, eins og beint lá við — en leggja í staðinn út í þá fá- sinnu að magna dýrtíðina með nýrri gengislækkun. Við hana hefur allt verðlag í landinu hækkað svo, að mörgum hundr- uð milljónum nemur í fyrstu um ferð, og skapar það flóð ótelj- andi vandamál, sem nú er verið að byrja að glíma við. Að nefna tollalækkun á nokkr um vörutegundum í haust, sem bót á því máli, er sambærileg- ast því, að sá sem hrifsað hefði 100 krónur, hrósaði sér af því að skila aftur 5 krónum. Vafalítið sjá ráðherrarnir meira en lítil missmíði á þvi, sem þeir gerðu í sumar. Það gægist meðal annars fram í því, að Bjarm Benediktsson, segir í áramótagrein sinni í Mbl., að Seðlabankinn hafi talið nýja skráningu gengisins, óhjákvsemi- lega í sumar! Nú á sem sé að fara að kenna Seðlabankanum um. Allir, sem til þekkja, vita þó. vel, að það var ríkisstjórnin, sem réð þessu, en ekki Seðla- bankinn. En þessi málflutningur segir sína sögu. En því miður leysist ekki vandinn, þótt sökin sannist svo sem nú hefur gerzt, og jafnvel ekki heldur, þótt óbein játning komi fram. Enn fremur bætir það lítið úr skák við að leysa vandann, þótt forsætisráðherra troði áróðri sín um um þessi mál inn í hátíða- dagskrá útvarpsins um áramót- in og láti þar skiptast á fortölur og hótanir. í þessu greinarkorni verður ekki reynt að gera úttekt á því ástandi, sem nú er í landinu eftir 3ja ára starf þeirrar valda- samsteypu, sem við tók í árs- lok 1958. Stefnan hefur verið sú, að leita jafnvægis í þjóðarbúskapn- um með því að magna dýrtíðina, gera jafnframt torveldara en áð- ur að ná í fé og gera lánsfé dýrara. (Frysting sparifjár, sam- dráttur lána, vaxtaokur o. fl. o. fl,). Draga á þennan hátt úr neyzlu og fjárfestingu. Léggja svo í leiðinni grunn að nýju þjóðfélagi, þar sem hin „efna- hagslega“ fjárfesting ein eigi fullan rétt á sér, en dregið að sama skapi úr stuðningi við fjár- festingu almennings, sem ekki hefur fullar hendur fjár. Eftir þriggja ára búskap þessar ar valdasamsteypu ber mest á tvennu, þótt á hvorugt væri minnzt í áróðursdembu ríkis- stjórnarinnar nú um áramótin í Ríkisútvarpinu og blöðunum: Vegna dýrtíðar verður alls ekki lifað' mannsæmandi lífi, af því kaupi, sem almennt er aflað á venjulegum vinnudegi, og þá ekki heldur af þeim tekjum, sem bændum eru ætlaðar. Ýmsir reita þó saman allmiklar tekj- ur með ofboðslegum þrældómi, en á slíku byggist ekki, til lengd ar, farsælt líf né þjóðarbúskap- ur. Kostnaður við framkvæmdir, byggingar, ræktun, bústofn, báta kaup og vélakaup til framleiðslu og iðnað'ar, svo fátt eitt sé nefnt, er svo gífurlegur orðinn, saman borið við tekjuvonir manna og lánsfé það, sem gefinn er kost- ur á, að nærri stappar lömun ein staklingsframtaksins og þeirrar uppbyggingar á vegum inörg þús und heimila í landinu, sem ís- lenzka þjóðin hefur byggt á sókn sína úr örbirgð í bjarg- álnir. Þessi gífurlegu vandamál, sem búið er að skapa, verða ekki leyst með því að benda á fáein- ar gjaldeyriskrónur, sem komizt hafi inn í reikning með aðferð- um, sem þetta hafa í för með sér og hefna sín svo grimmilega. Viðvörunarraddir berast úr öðrum löndum, um að fjárfesting á íslandi sé allt of lítil og verði að stóraukast á næstunni, ef vel eigi að fara. Einmitt þetta hlaut að verða afleiðing samdráttarstefnunnar, þótt sökudólgar 'reyni að felast um stundarsakir bak við afrakst ur þess, sem búið var að gera áður, en, yjfir. skaii. • Sá stórfelldi vandi, sem nú er "á höndum, verður ekki leystur með því, að erlendir auðhringar komi hér upp einu eða tveimur fyrirtækjum, og þaðan af síður með því að útlendingar verði látnir taka hér við atvinnu- rekstri almennt, þótt þeir finn- ist e.t.v. sem finnst slíkt heillaráð. Eysteinn Jónsson Heldur ekki með því að búa til framkvæmdaáætlun á pappír, og halda samt þvingunarráðstöfun- um samdráttarstefnunnar áfram. Kalla samdráttarstefnuna fram- kvæmdaáætlun. Út úr sjálfheldunni verðúr að brjótast með því að Ieysa þau öfl úr læðingi á ný, sem stjórnar stefnan hefur fært í fjötra, en þau öfl eru fyrst og fremst ís- lenzkt einstaklingsframtak og íslcnzkt félagsframtak. Það verður að taka upp á ný þá stefnu, að styðja uppbyggingu einstaklinga og félaga og byggð- arlaga, í stað þess að leggja stein í götu hennar, éins og nú hefur verið gert undanfarið. Fjármagn þjóðarinnar verður að vera í umferð til eflingar auk inni og nýrri framleiðslu og til stofnunar nýrra heimila, og með viðráðanlegum kjörum. Og fá verður erlend lán til viðbótar því, sem til fellur innanlands. Dauðadæma verður þá stefnu rikisstjórnarinnar í lánamálum, að hættulegt sé þjóðarbúskapn- um, að sparifé hennar sé í urn- ferð til eflingar atvinnurekstri og uppbyggingu. En það skiptir nú orðið hundruðum milljóna, sem ríkisstjórnin hefur látið draga úr umferð af sparifé, auk annarra margvíslegra og um- fangsmikilla ráðstafana, til þess að draga úr fjármagni innan- lands, gera það sem dýrast, og með öllu móti sem óaðgengi- legast að ráðast í nýjungar og fjárfestingu. Ríkisvaldinu verður að beita hiklaust og skynsamlega til stuðnings þeim, sem vilja bjarga sér, þótt þeir hafi ekki fullar hendur fjár, svo sem gert var fullum fetum þangað til hinn „nýi siður“ var innleiddur og slíkur stuðningur fordæmdur. Leiðin er ekki sú, að hér verði svo að segja allt á vegum félaga hinna ríku, en allur almenning- ur þjóni þeim og verði flest til þeirra að sækja þ.á.m. „nógu“ smáar íbúðir fyrir „nógu“ háa leigu. Það liefur verið eitt höfuðein- kenni íslenzks þjóðarbúskapar, að hér hafa tiltölulega fleiri en annars staðar verið efnalega sjálfstæðir, tekið beinan þátt í atvinnurekstri, eða átt sín eigin heimili. Nú er verið að brjóta þetta niður. Því viljum við ekki una. Og vonandi verðum við nógu mörg sammála um það, og nógu samtaka næst, þegar hægt er úr að bæta. Reynsla siðustu áratuga hér sýnir okkur hvað hægt er að gera, ef ríkisvaldið styður heil- brigt og dugmikið einstaklings- framtak og félagsleg átök al- mennings. En þá þarf að hnekkja þeim þingmetrihluta, sem nú ræður og knýja fram heilbrigða stefnubreytingu. Horft um öxl - enginn reiður i. Þegar litið er yfir liðið ár, og til þess eru áramót vel fall in, kemur margt í huigann. Slík sýn til baka, einmift um áramót, virðist gagnleg. Stjórn málamenn, sem neyta allrar orku sinnar hvern venjulegan dag til þess að segja hver öðr um á óvægilegan hátt til synd anna, verða jafnvel mildari í dómum um þessi tímamót. Svo langt gefpr gengið, að þeir við urkenni, að andstæðingarnir séu líka menn, sjónarmið geti með eðlilegum hætti verið mis jöfn og jafnvel að málefni geti haft tvær eða fleiri hliðar. Hætt er við, að þegar frá líður þessum tímamótum, sæki í sama horf og áður um áfök þeirra, en gott er, meðan vel viðrar. Samvinnufélögin hafa ekki farið varhluta af ásökunum á síðasta ári. Ekki' er um það að sakast. Það er eðlilegt, að ýmsa menn skorti skilning á eðli þeirra og tilgangi og búi ekki yfir nægilegri þekkingu á sögu þeirra. Það er einnig eðlilegt, að einbverjum finn- ist þau vera fyrir sér og grípi inn á verksvið, þar sem þeir telja sér æskilegt að vera ein- ráðir. Mörguin hæftir til að láta sér sjást yfir þær stað- reyndir, að menn með ólíkar skooanir oig ólíka hagsmuni geti Iifað saman í friði i landi þar sem þegnarnir eru svo lán samir að njóta frelsis og mann réttinda. f öllum frjálsum þjóð félögum geta menn ekki kom- izt hjá að vinna saman á marg víslegan hátt og engin sam- vinna á sér stað, án þess að þeir, sem hluf eiga að máli. verði einhverju áð fórna hver fyrir annan. Ekkert yfirlit skal hér gert um þau sakarefni, sem and- stæðingar samvinnufélaganna töldu sig hafa á hendur þeim. En nokkuð má nefna. Lengi árs urðu samvinnumenn og leiðtogar þeirra fyrir hinum þyngstu ásökunum vegna þess að kaupfélögin og Sambandið áttu þátt í að leysa alvarlegar vinnudeilur og verkfall. Þær ásakanir voru ekki á rökum reistar, eins og sýnt hefur ver- ið. Kjarni málsins var sá, að verkfall var skollið á og at- vinnutækin ýmist að stöðvast eða stöðvun þeirra á næstu grösum. Allar sáttatilráunir höfðu mistekizf. Kaupfélögin og Sambandið höfðu ekki hnýtt þann harða hnút, sem atvinnu málin vorn komin í. Hafi lausn vinnudeilunnar og verkfalls- ins leitt til erfiðleika, voru þeir erfiðleikar þegar fyrir hendi og ekki kaupfélögunum að kenna. Hafi lausnin leitt til þess, að vinna hófst að nýju og hélí áfram, verksmiðjur stöðvuðust ekki, skip hættu ekki að sigla, síldarflotinn lá ekki við land yfir sfldvciðitím ann, virtist enginn geta fund ið þá lausn nema kaupfélögin og Sambandið. í þessum heitu átökum var því haldið fram, að Sambandið væri „skuldugasta fyrirfæki landsins“, og leiðtogar þess væru að óska eftir gengisfell- ingu til þess að „velta skuldum þess yfir á ahnenning“. Allir, sem vilja, vita, að svo er ekki. Mörg fyrirtæki eru hlutfalls- lega miklu skuldugri.^Samband ið stendur í skilum og skuldir ,þess eru vel tryggðar. Það ósk aði sannarlega ekki eftir geng- isfellingu. Síðar á áriuu og reyndar oft fyrr, var það sakað um að vera „auðhrinigur". Svo langf hefur gengið, að í það er látið skína, að þörf sé löggjafar gegn auð- hringum vegna SÍS. Allir þeir, sem vilja, vita um þann regin- mun, sem er á auðhringum og samvinnufélögum. Um allan heim berjast samvinnufélögin gegn þeim. Ef löggjöf verður sett til þess að forða frá ofríki auðhringa, verða þegar fyrir í landinu öflug samtök kaupfé- lagsmanna úr öllum stéttum og öllum flokkum, sem unnið hafa gegn þeim og munu gera svo áfram. P.H.J. Eysteinn Jónsson: Til ihugunar upp úr áramótum TÍMINN, föstudagurinn 5. janúar 1962. 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.