Tíminn - 13.01.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.01.1962, Blaðsíða 4
n Þrálnn Valdlmarsson Þeir hafa flutt í Tjarnargötuna Framsóknarflokkurinn og FulltrúaráS Framsóknarfé- laganna í Reykjavík fluttu nýverið skrifstofur sínar í nýtt húsnæði að Tjarnar- götu 26, en þær voru áður í Edduhúsinu við Lindar- götu og Framsóknarhúsinu. í nýja húsinu er bjart og rúmgott og aðstaðan hin bezta á allan hátt. Hafa nú skapazt skilyrði fyrir stór- aukna félagsmálastarfsemi í þessari bækistöð flokksins hér í Reykjavík. Fréttamaður Tímans brá sér þangað að skoða híbýlin. í Tjarnargötu 26 hittum við tvo menn, sem þar vinna að stað- aldri, Þráin Valdimarsson, framkvæmdastjóra flokksins, sem veitir miðstjórnarskrifstof- unni forstöðu, og Þórarin Sig- urðsson, framkvæmdastjóra fulltrúaráðsins í höfuðborginni. Þar var einnig staddur Kristján Benediktsson, formaður full- trúaráðsins, en hann hefur manna mest tekið þátt í samn- ingum um þetta nýja húsnæði, og notaði ég því tækifærið og spurði hann nokkurra spum- inga. ★ Befra að vera hérna megin — Eigið þið ekki hús hin- um megin við Tjörnina? — Jú, það er alveg rétt. Flokkurinn á Framsóknarhús- ið, en í haust var gerð breyt- ing á rekstri þess og skipt um leigjendur, en skrifstofur full- trúaráðsins hafa verið þar að undanf.örnu. Nýi leigjandinn vildi taka allt húsið á leigu, svo að við töldum heppilegra að flytja skrifstofurnar. — Hver tekur þetta nýja húsnæði formlega á leigu? — Það er Fulltrúaráð Fram- sóknarféla,ganna í Reykjavík. Biskupshús Við spyrjum Kristján enn, hvort þetta sé ekki ágætishús.. — Jú, þetta er mikið hús, mörg herbergi, miklar stofur. Og hér bjó einu sinni biskup- inn yfir íslandi, Jón Helgason- en Egill Benediktsson á þetta hús og hefur búið hér á undan förnum ámm. — Og hvað ætlar Framsókn- arflokkurinn að gera með bisk- upshúsið? — Segja má, að húsið sé fullnýtt. Niðri eru 3 stofur og eldhús, en á efri hæðunum 8 herbergi. Eiginlega höfum við hugsað okkur að reka þetta sem félagsheimili Framsóknar- félaganna í Reykjavík. Skrif- stofurnar verða hér uppi, en niðri verður fundarsalur i þrem samliggjandi stofum, sem nota má bæði til fundahalda og ýmiss konar félagsstarfsemi. Eldhúsið er ómetanlegt í sam- bandi við veitingar, og hér hef- ur nú skapazt bezta aðstaða fyrir Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík, sem rek- ur margþætta starfsemi. Tafl og bridge — Hve mörg félög mynda fulltrúaráðið? — Þau þrjú, Framsóknarfé- lag Reykjavíkur, Félag Fram- sóknarkvenna í Reykjavík og Félag ungra Fr'amsóknarmanna í bænum. —- Og hverju sinná þessi félög? — Ýmsum málum. T. d. hafa konurnar bæði fundi og skemmtikvöld, og FUF hefur lengi haft í undirbúningi og dreymt um að koma á fót alls konar félagsmálastarfsemi fyrir ungt fólk, svo sem taflklúbb og bridgefélagi eða einhverju sliku. — Telurðu ekki mikilvægt, að þið hafið nú fengið svona góð- an samastað? — Því er til að svara, að við höfum verið mjög heppnir að fá þetta húsnæði fyrir starf- semina og bindum við það miklar vonir. f fleiri horn að líta — Er ekki rekin hér önnur stai'fsemi en sú, sem snertir flokksstarfið hér í Reykjavík, og mundirðu ekki telja æski- legt, að fleiri aðilar hafi hér $ aðstöðu? — Jú vissulega. Geta má þess, að Félagsmálaskóli Fram- sóknarflokksins verður hér til húsa, en hann hefur verið á hrakhólum síðan hann missti aðstöðu sína í Framsóknarhús- inu. Einnig er gert ráð fyrir, að allii' smærri fundir flokks- ins, t. d. 80—90 manna fundir, verði haldnir hér, en stærstu fundirnir verða eftir sem áður haldnir í Framsóknarhúsinu. Loks er þess að geta, að skiif- stofa miðstjórnarinnar, sem um árabil hefur verið við hlið- ina á Tímanum i Edduhúsinu, hefur nú verið flutt hér niður eftir, og hafa bækistöðvar Fram sóknarflokksins því verið settar hér undir sama þak, sem að mörgu leyti er mjög æskilegt. — Héfur ekki fulltnúaráðið fastráðna starfsmenn? — Jú að sjáHsögðu verðum við að hafa okkar starOmenn, og hin síðari ár höfum við haft hér fastráðino starfsmann. Núver- andi framkvæmdastjóri full- trúaráðsins er Þórarinn Sigurðs- son, sem veitir skrifstofu þess hér forstöðu. Krlstján Benedtktsson — Hvað viltu segja að lok- um, Kristján? — Ég vil taka fram, að hér hefur nú fengizt góð aðstaða fyrir flokksstarfsemina í Reykja vik og vona, að flokksmenn verði samtaka um að nota sér hana til að vinna rösklega í fé- lagsstarfinu og þá ekki hvað sízt við undii'búning þeirra bæjarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara í vor. Eldheitir áhugamenn Við snerum okkur til Þórar- ins Sigurðssonar og lögðum fyr- ir hann nokkrar spurningar. — Hvað ertu búinn að vera framkvæmdastjóri fulltrúaráðs- ins lengi? — Tæp tvö ár. — Hvenær opnaði fulltrúa- ráðið skrifstofu hér í bænum, og hverjir hafa verið forstöðu- menn hennar? — Lengi vel sá skirifstofa miðstjórnarinnar um störf á vegum félaganna hér í Reykja- vík auk þess sem hún fylgdist með flokksstarfinu. úti á landi. Koma þar ýmsir menn við sögu, en einkum þeir Daníel Ágústín- usson og Þráinn Valdimarsson. Árið 1952 var svo opnuð skrifstofa á vegum fulltrúaráðs- ins, og fyrsti starfsmaður henn- ar var Hannes Jónsson félags- fræðingur. Síðan komu þeir Bergur Óskarsson og næst á Framhalr) a 15 si'ðu ■ \V"T', \ ■ r • Tjarnargata fyrrum biskupshús TIMINN, laugardaginn 13. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.