Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 12
✓ 'rV'!!111!'!1." 1,11 'tímím IÞRDTTIR f..•..*... IÞRDTTIR ’ •••■-'' X í;$;í.; S yífflÍ ■■■• •• v.y'.v.y.vX-.vjvfrtí RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Valsmenn hyggja á stórvirki á knattspyrnusviðinu í siunar — og það er ekki að ástæðu- lausu, að þeir eru bjartsýnir á góðan árangur. Síðan Óli B. Jónsson byrjaði að þjálfa hjá Val hefur slíkur áhugi skapazt hjá félagsmönnum, að dæmi eru ekki slíks síðan á gullaldar- tímabili félagsins, sem hófst fyrir tæpum 30 árum og stóð í 15 ár. Æfingar eru fjölsóttar og varla kemur fyrir, að úr falli æfing hjá þeim, sem á annað borð hafa byrjað. Iðulega eru mættir um 30 harðsnúnir piltar — og er aukningin margföld yji frá í fyrra, og sá neisti, sem Óli " B. hefur kveikt er að’ verða að stórbáli. Æft ■ r i snjo Myndimar hér á síðunni sýna þetta vel. Ljósmyndari Tímans, Guðjón Einarsson, brá sér á Valssvæðið við Hlíðarenda á sunnudagsmorgun, og þá var aldeilis l£f í tuskunum, þótt völlurinn væri þakinn snjó. — Piltarnir létu það ekki á sig fá, og ösluðu um í snjónum með knöttinn á tánum, og ekki var um þa® fengizt þótt þeir fengju smávegis kaffæringu í snjósköfl unum á milli. Ánægjan og kraft urinn ljómaði á hverju andliti: ánægja þeirra, sem eru í góðri l.íkamlegri þjálfun. Og á minni myndinni sjáum við fyrirliða Vals, Ormar Skeggjason, að vísu svolítið kuldalegan, en samt með bros á vör — og það bros á sennilega eftir að fær- ast á andlit eldri Valsmanna, þegar þeir mæta á leiki Valsliðs ins í sumar. vestur á Mela eða inn í Laugardal. Og Óli B. lét ekki þessa einu æfingu nægja á sunnudag. Um sjöleytið um kvöldið voru pilt- arnir aftur mættir að Hlíðar- enda, og þá var æfing i hinu myndarlega íþróttahúsi Vals; inniæfing í leikfimi og knatt- tækni — en það var ekki laust við að sumir söknuðu snjósins. á íþrótta- svæöi Vals Lofsamlegir dó skozkra um Þórólf Þórólfur Beck fékk mjög góða dóma í skozku blöðunum eftir leikinn s.l. laugardag, þegar hann skoraði fjögur mörk gegn Raith Rovers. Hann var aðalmaður framlínu St. Mirren — og nafn hans og ís- lands var óspart notað, jafnt í fyrirsögnum sem meginmáli greinanna. Úrdráttur úr þess- um greinum fer hér á eftir. Scottish Sunday Express segir: Raith réð ekki við manninn frá fs landi, miðherja St. Mirren, Thorolf Beck. Hraði hans, leikni og skot- kraftur færðu honum fjögur mörk. ÍR vann Víking fslandsmótið í handknattleik hélt áfram á þriðjudagskvöldið að Hálogalandi. Fóru þá fram tveir leikir. Hinn fyrri var í meistara- flokki karla, 2. deild, milli Ár- manns og Keflavíkur. Ármenning- ar höfðu mikla yfirburði í leikn- um og skoruðu 35 mörk, en Kefl- víkingar aðeins 11. Ármenningar eru liklegustu sigurvegararnir í deildinni. Þá léku Víkingur og ÍR í meist- araflokki karla, 1. deild. Það var skemmtilegur leikur, en nokkuð harður. ÍR sigraði með 22 mörkum |egn 21 — eða eins marks mun. IR skoraði fyrsta markið í leikn- um, en síðan tók Víkingur við. — Þegar langí var liðið á síðari hálf leik hafði Víkingur orðið fjögurra marka forustu, en missti það niður. Nánar verður sagt frá þessum leikj um síðar hér á síðunni. Beck sýndi það á 31. mínútu, að hann var á skotskónum. fslending urinn fékk lága sendingu frá Fern ie og sendi knöttinn með kraftmik- illi hægri fótar spyrnu í markið. Ög hið fyrsta af þremur mörkum Becks í síðari hálfleik var skorað á 59 mínútu. Línuvörðurinn veifaði rangstöðu á McLean, en Beek hélt áfram og skoraði eftir sendingu Stewarts. Leikmenn Raith mót- mæltu — en dómarinn dæmdi mark. | Á 72. mín. fékk Beck sendingu frá McLean, náði valdi á knettin- um á frábæran hátt og beið með spyrnuna þar til markmaðurinn, Thorburn, var hjálparlaus. Átta mínútum síðar bar óeigingjörn sending Þórólfs uppskeru, þegar ÍMcLean spyrnti á mark, en mark- I maðurinn varði. Hann hélt þó ekki knettinum og Þórólfur sendi hann í markið. Fimmta mark St. Mirren var skorað af McLean eftir frá- bæra sendingu frá — þarf ég að segja það — Beck. Fyrirsögnin í blaðinu var „Saint 4-goal Iceland- er rocks crippled Raith“. Valinn á síðustu mínútu „Four-goal Beck blasts Raith“, segir The Feople í fyrirsögn og seg ir síðan: Þórólfur Beck, drengur- inn frá íslandi, var hið „heita skot“ St. Mirren í þessum þýðing- armikla leik. Hann var valinn á síðustu mínútu sem miðherji, og hann hitti markið með fjórum mörkum, sem gerir það að verkum að St. Mirren hefur fengið fjögur stig í tveimur síðustu leikjum sín- um. Beck batt framlínuna vel sam an og notfærði sér tækifærin einn ig. Hann var að auki lykilmaðurinn að fimmta markinu sem MacLean skoraði. Beck og hægri útherji, Henderson, voru þýðingarmestu menn framlínunnar, og ef hún hefði notfært sér helminginn af hinum auðveldu tækifærum, hefði markatalan virkilega getað orðið há. Blaðið gefur hverjum manni einkunn (hæst er gefið 10) og lít- ur listinn þannig út: Brown 6, Doonan 6, Wilson 7, Stewart 8, Clunie 7, McTavish 7, Henderson 7, Mc Lean 5, BECK 9, Fernie 6, Miller 5. Bezta einkun hjá Raith fær Forsyth, 8, miðvörðurinn, sem gætti Þórólfs. Nú er það Tottie ~~ "H , Sunday Mail. segir í fyrirsögn: „Saints Beck comes Ijacjc.jto four goal glory“. Gréin blaðsins hefst þannig: Þeir urðu að breyta nafni- Thorolfs Beck í sérstakt gælunafn þeirra eigin. Og þess vegna er hinn ljóshærði íslendingur, sem hatar að leika á frosnum leikvöllum nú aðeins Tottie hjá öllum knatt- spyrnuunnendum í Paisley. Hinn feimni unglingur frá ís- landi, sem eftir að hafa verið sett- ur úr framlínu St. Mirren fyrr í vikunni, sagði aðeins. „Eg er settur úr liðinu vegna þess að ég er ekki nógu góður’-, og hann skoraði nú fjögur mörk og það hefur ekki skeð á Love Street (Ieikvelli St. Mirren) í mörg ár. Aðdáendur heimaliðsins hafa ekki haft tæki- færi til að syngja orustusöng þeirra „Whcn the Saints go march- ing in . . . “ með meiri ánægju þetta keppnistímabil. Og nú var al deilis tekið undir. Blaðið ræðir síðan um leikinn og mörk Þórólfs, og segir, að Mc- Lean hefði ekki þurft nema ýta knettinum í mark, svo nákvæm var sending Þórólfs. Að Iokum segir blaðið, að félagar Þórólfs hefðu ekki kunnað sér læti, þegar hann skoraði fjórða maik sitt. Þeir hóp- uðust í kringum hann, og sennilega (Framh á 13 síðu Meistaramót í körfubolta Meistarainót íslands í körfuknatt Ieik hefst 10. febrúar n.k., og er það ellefta meistaramótið í þessari íþróttagrein. Keppt verður í meist ara-, 1., 2., 3. og 4. flokki karla, og meistara- og 2. flokki kvenna. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til KKRR, Hólatorgi 2, fyrir 31. þessa mánaðar. 12 TIMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.