Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 9
Við sáfum inni í visflegri stofu hjá Gunnari Bjarnasyni með kaldan, norðlenzkan snjó allt í kring, þegar litið var út um gluggana á Hólum. Skóla- stjórinn spjallaði við okkur um búskap og sagði okkur af hugmyndum sínum um skól- ann og skólabúið og hvernig ætti að reka það framvegis. Hann var fullur áhuga, enda nýtekinn við staðnum og leysti greiðlega úr öllum spurning- um. — Er ætlunin að breyta bú- rekstr'arforminu? — Já, ág hef mikið verið að hugsa um það. Faðir minn var út- gerðarmaður, og ég þekki því til bátaútgerðar, þar sem sjómenn voru ráðnir upp á hlutaskipti. Þetta voru dugmiklir sjómenn og 'hagsýnir, sem gættu þess að fara vel með alla hluti. Og útgerðar- maðurinn og sjómenn hans höfðu sameiginlegan áhuga á, að nettó- •hlutur bátsins yrði sem mestur. Þegar ég svo fer að reka hér bú, sakna ég þessa andrúmslofts, og fyrir vikið verður öll stjórn verka og fjármála örðugri og dýrari. Til þess, að búskapui'inn gangi ákjós- anlega, þarf maður að hafa svo mikið úrvalsfólk, að langt er yfir meðaltali. En af stórum starfshóp er ekki hægt að ætlast til þess, við verðum að geta byggt á meðal- manninum og þeim almennu við- horfum, sem gilda í landinu gagn- vart vinnu, vandvirkni og dugn- aði. Eg hef fylgzt með ríkisfyrir- tækjum og veit, hvernig andrúms- loft ríkir á slíkum stöðum. Og ég er ekki einn um þá vitneskju. Hún er opinbert leyndarmál. Búskapur- inn er svo erfiður atvinnurekstur, að það er alls ekki hægt að láta hann bera sig með ríkisrekstrar- andrúmslofti. Það þarf hver maður að vera sinn eigin verkstjóri og vaka yfir verki sínu og fara með hverja skepnu og hvert verkfæri, eins og hann eigi það sjálfur. Er- lendis hafa margar tilraunir verið- gerðar með samvinnubúrekstur og arðshíutarekstur' í einhverri mynd. Nú væri hægt að gera tilraunir eftir erlendum fyrirmyndum, en þar sem við eigum í landinu æva- fornt arðshlutar'ekstrarform, gert af vitrum útvegsbændum, og ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu, að það henti jafnvel búskap og sjávar útvegi, hef ég mikla löngun til að gera tilraun með slíkan rekstur hér á skólabúinu. Hérlendis er varla hægt að tala um stórbú, og ég held, að þróun stórbúskapar hafi strandað á því, að ekki sé enn fundinn hinn hagfræðilegi farveg- ur hans. Það er ljóst, að því stærra j sem búið er og því fleiri sem vinna, því betur er hægt að hag- nýta sér samstarf manna og sam-j vinnu og auka þannig framleiðni hverrar vinnandi handar. Ef ís- lenzkur búskapur á ekki að leggj-; ast í rúst á næstu árum, verður að ] leysa þetta vandamál. Þeir, sem: nú kalla sig stórbændur hér áj landi, hafa stækkað bú sín meðj auknum þrældómi, stundum jafn-j vel barnaþrældómi, en málið á ekki að leysa með líkamlegu afli, heldur mannviti. Hver sú stofnun eða ríkisstjórn og þá sérstaklega landbúnaðarráðherra, sem fer aí einlægni inn á þessa braut, skilur þýðingu verkefnisins og lætur gera tilraun til að leysa það, mun lifa lengur í þessu landi en stóllinn, sem hann situr í. Það á ekki að leigja búið — Er eitthvað hæft í því, sem flogið hefur fyrir, að þér hafi þótt búskapurinn of erfiður og ætlir að leigja búið? — Árferðið hefur verið ei'fiti og byrjunarörðugleikar miklir, en ég er eins og útigangshesturinn _að vetrinum, kemst ekki úr haga mín- um. Og þeir þekkja mig illa, sem halda, að ég yfirgefi hálfleyst verk | ! I vinnurekendur, sem allir telja mál' menni sá maður var, er þann þræl Hesfurinn og hiartað GUNNAR BJARNASON, skólasfjóri ið mjög merkilegt. Ýmsu ábótavant vegna ;j fjárskorts — Þegar þú komst hingað í vor, hvað þótti þér þá helzt skorta á, að skólinn og aðstaðan á Hólum til búrekstrar og kennslu væri, eins og þú hefðir óskað? — Hólar í Hjaltadal eru einn mer'kasti staður á íslandi, og sem dreng norður í Þingeyjarsýslu hefði mér aldrei dot|ið í hug, að láta mig dreyma um, að fyrir mér lægi að verða þar húsbóndi. En til að kenna nútímabúskap síðan verk fræði og önnur vísindi komust inn í búfræðina, þá væri betra að hafa aðstöðu Páls í Gunnarsholti, sem byggir upp stóibúskap á jörð, sem var eyðisandur fyrir einum til tveimur áratugum. Hann getur klætt búskap sinn í hin nýju föt, en ég þarf að klæðast hér fötum, sem sniðin voru fyrir búskap forns ííma. — Hvað geturðu sagt mér um skólahúsið? átti, er slí'k stórræði þorði á hsnd- j ur að takast“. Ég vil fá að byggja ný hús — Er ekki fjós skólabúsins orð- ið úrelt? — Jú, það var gott á sínum tirna þó að aldrei væri það vel fullgert, mjólkurhús vantar, þakið lekur' og klafabindingar eru afleitir. Nu geta 2 menn hirt 64 gripi í þessu fjósi, en þurfa þó aðstoð vegna þess, að fóðurbætisgeymsla er eng in og vinnuaðstaða ekki fullkom- in. Eg vil fá að byggja úr þessari byggingu aðra nýja, stærri og full komnari og nota þar til vinnuspitrn aðar og aukins hreinlætis mína eigin uppfinningu, þ. e. járnrimla flórinn. Þá get ég haft 100 naut- gripi, 80 mjólkandi kýr á einum stað. Og hirðing þeirra hundrað gripa yrði léttara verk en 60 nú. Þetta kostar hins vegar fjárfram- lag frá hinu opinbera, sem ég vona, að dragist ekki, þangað til ég verð orðinn áhugalaust gamal- menni. Mig langar til að geta sýnt — Ekki get ég talað við þig án þess að minnast á hestana. — Þar komstu nú við hjartað í mér. Á Hólum hefur verið hrossa- kynbótabú síðan 1944. Það hefur eiginlega aldrei fengið nein fram- lög hins opinbera og því ekki get- að starfað með eðlilegum hætti. Nú hef ég ráðið hingað vin minn og landsþekktan hestamann, Pál Sigurðsson og á næstu árum lang- ar okkur að sýna þjóðinni í rækt- uðum stofni það fegursta og bezta, sem íslenzki hesturinn á til. Það er svo með hestinn í dag, að hann er ekki lengur metinn í kúgildum. Samt hefur hann e. t. v. aldrei ver- ið þjóðinni meira verðmæti. Hon- um hefur verið lyft úr því að vera vinnuþræll og matur upp í heim erfðalistar og merkilegrar, ger- manskrar þjóðmenningar, eins og betur og betur mun koma í ljós hér á landi og erlendis á næstu árum. Og hversu sem búskapur dafnar hér á landi, þá mun frægð íslenzka bóndans í heiminum og vitnisburður um listeðli hans og verðum að ákaflega vel með Samtal viS Girnnar B jarnason um búrekstur og hændaskóla á Hólum efni. Mér er ómögulegt að leysa vandamál búsins með því að krefj- ast meii’i vinnu af fólki en aðrir gera, greiða lægra kaup en aðrir „^ðg fara út í einhvers konar brask. Eg reyni að kynnast lögmálumúiátt úrunnar og mannlegs eðlis. Fræði- leg lausn vandamálanna byggist a að skilja þetta tvennt og nenna að lifa sig inn í hlutina. — Veitti ekki ráðuneytið heim- ild til að bieyta rekstrarformi skólabúsins hér frá því sem verið hefur? — Nei, það hefur ekki faliizt á það. Eg hef lagt fram ákveðnar tillögur, byggðar á samningi við ágæta og vel menntaða unga menn, um að gera tilraun til að reka Hólabúið á arðshlutagrundvelli. Eg mun kynna þessar tillögur opin- berlega, áður en langt um líður, því að ég hef boi'ið þær undir mai'ga merka bændur og aðra at- — Eldri hluti skólahússins er byggðp^ ir'Ql^e^jr, ^ldamótin og sá yngri tuttugu ' arum síðar. Rikis- valdið hefur sem vitað er ekki haldið við og endurbætt þessi hús eins og þurfti. Ástand rafmagns- mála, skolps, vatns og herbergja á efstu hæð hússins var þannig, að ég taldi ekki viðunandi. Fé var ekki á fjárlögum til endurbóta Annaðhvort varð ég að bæta hér um samkvæmt þeim kröfum, sem ég geri til híbýla manna og þrifn- aðar eða loka stofnuninni og íara. Að athuguðu máli og að loknum lestri í sögu Geirmundar heljar- skinns ákvað ég að taka hlutskipti þrælsins Atla og gera upp á mi .t eindæmi það, sem mér fannst nauð syn vegna sóma staðarins, sjáifs mín • og þjóðarinnar, hafandi í huga orð þrælsins, þegar hami svaraði Geirmundi: „Það kom raér til þess, að ég vildi þann veg sýna, hversu mikið göfugmenni og stór- bændaefnunum, hvernig tveir menn geta með léttu móti og með hreinlæti fengið mikinn arð úr 100 gripa fjósi. Það er lærdómur, sem ég er viss um, að ungir menn mundu vilja kynnast. — En hvað um sauðféð? — Páll i Gunnarsholti lætur einn mann hirða 1000 fjár. Ég tók við tveim gómlum fjárhúsum, og eru 4 km. a milli þeirra. Með mik- illi vinnu getur fjármaður minn aðeins sinnt einni kind, meðan fjármaður Páls hugsar um tvær. í fjárrækt langar mig til að kynna íslenzkum bændasonum hinn nýja tíma, þ. e. byggingartæknina og vinnuskipulagið, sem hér ræður mestu um árangur. Gömlu húsin á Hólum eru bergkastalar, sem ég vil láta standa sem sögulegar minj ar um fyrri tíma, þegar menn byggðu í burstum, vinnan kostaði ekki neitt og verkfræði var óþekkt í búskap. Hins vegar vil ég fá að byggja nýtt fjárhús, betur hugsað en nokkurt annað fjárhús, sem þekkist, með hliðsjón af því, sem þegar er reynt, þar sem einn mað- ur hirðir þúsund fjár án þess að bugast af þreytu eða þrældómi. ' hæfileika verða borin fram af hest inum hans, sem hann hefur alið og ræktað um aldir. — Hafa verið hér svín og liænsni? j — Nei, ekki svo að orð sé á ger andi. Auðvitað er mikilvægt að kenna hænsna- og svínarækt nú á dögum, en ætli Sunnlendingar leggi ekki meiri áherzlu á þessar búgreinar en Noiðlendingar svona fyrst um sinn. Þar hafa Þorvaldur í Síld og fisk og aðrir góðir menn tekið frumkvæðið af bændaskólun- um. Sér heim að HólastaS — kirkjan til hægrl, en skólahúsiS til vlnstri. Betri vélakostur , — Er ekki mikill kostnaður við :Vélar og viðhald þeirra á stóru búi? — Jú, en hann gæti verið miklu minni. Við eigum að geta kynnt 'allar nýjustu vélar og kennt með- ferð þeirra í nútímabændaskóla. ! Og við getum endurnýjað vélakost !inn ár frá ári og haft alltaf nýjustu | vélar, ef skynsamlega er á málum haldið. Þaö væri til dæmis hægt | með því að fá ríkið til að gefa eft- [ ir tollana á vélum til bændaskól- |anna og innflutningsfyrirtækin til að sleppa álagningunni. Þegar nýj- ar vélar koma á markaðinn, eigum við svo að selja bændum eldri vél- arnar á sanngjörnu verði. Það er hægt að græða á búskap og gera hann að miklu áhrifaríkari atvinnu grein en hann er nú. Það er hægt að gera hann að heillandi verk- efni, sem kallar á vinnufúsar hend ur, en til þess þarf ýmsu að breyta, og við verðum að fylgjast ákaflega vel með. —- Þannig lauk þessu kvöldsamtali við Gunnar Bjarnason á Hólum. Áhugi hans og eldmóður hafði síð- ur en svo slokknað, þrátt fyrir það, að dagana á undan hafði hann stað ið í ströngu, af því að nemendur hans voru óánægðir, eins og fyrir getur komið í öllum skólum. Hinn fornfrægi staður hafði dregið að sér athygli, og þess vegna fór svo, að í stað þess að spjalla við Gunn- ar í Reykjavík, lá leið fréttamanns ins norður í Hjaltadal og viðtalið fór fram í stofu húsbóndans. Við þökkuðum honum fyrir við- talið og sváfum af nóttina, en vökn uðum til nýs vetrardags með biit- ingunni. Og Hólabyrða reis hvít að baki staðarins, þegar við ókum úr hlaði. — T í MIN N, fimmtudaginn 25. janúar 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.