Tíminn - 30.01.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1962, Blaðsíða 2
MALVERK KOMA I STAD MEÐALA Lífstíðarfangl málaði þessa mynd Vi3 ýmis stærri fangelsi erlendis er mjög algengt að hafa sjúkrahús fyrir fang- ana. Víða eru þessi sjúkra- hús þó aðeins til mála- mynda og aðstaða öll í lak- ara lagi, enda verður að senda fangana í venjuleg sjúkrahús, ef eitthvað meira háttar er að. í Danmörku er sjúkrahús, er nefnist Vestre, Fængsel. Innan veggja þess er sjúkraþús, sem á síðustu árum hefur tekið mikl- um stakkaskiptum. Árið 1956 var þar allt grát.t og ömurlegt og útbúnaður allur gamaldags og ófullkominn. Nú er öldin önnur. Ryðgaðir rimlarnir fyrir glugg unum hafa verið málaðir hvítir, gangar og sjúkrastofur hafa feng ið á sig fíngerða og fágaða liti, gólfin hafa verið gerð upp, og gömlu baðherbergin hafa fengið á sig nýtízkulegan svip. Flest sjúkraherbergin eru tveggja manna herbergi, og hverju her- bergi fylgir útvarp. Jersild yfirlæknir telur það Fangi af erlendum uppruna gerir dauðann og djöfulinn nálægan í máiverki sínu. í TILEFNI af bréfi, sem birtist hér í þættinum á laugard^ginn frá Ein- ari Farestveit um bandarískan mann af íslenzkum ættum, sem bið- ur um upplýslngar um ættingja sína austur á Jökuldal, hefur Bene dikt Gíslason hringt til blaðsins. Kvaðst Benedikt þegar hafa skrifað nefndum manni, John D. Nieolson, um efni það, sem hann biður um. Segist Benedikt hafa skýrt honum frá ættum hans og ættfólki því, sem nú er að finna austan lands. Sé þetta fólk m. a. á bæjunum Brú í Skeggjastaða- hreppi og Hákonarstöðum á Jökul- dal, einnig i Snjóholti i Eiðaþing- há og Bursfafelll og Ytrihlíð í Vopnafirði. Er þá vel leyst úr vand ræðum mannsins og ætti hann að eiga vlnum og frændum að fagna, þegar hann kemur. KANNSKE FÁUM við bráðum kven- prest í þjóðkirkjuna. Um þessar mundir er ung kona að taka guð- fræðipróf, og hver veit nema hún sæki um brauð og vigslu. Hún er önnur konan, sem slíkt próf tek- ur, en hin fyrri sótti ekki um vígslu. Allmargir prestar hafa að- spurðir látið það álit í Ijós í dag- biaði, að þeir væru fylgjandi, fögn- uðu því jafnvel, að kona vígðlst til pres'fs og stigi í stólinn. Þetta ber prestastéttinni gott vltni, og von- andi fáum vlð sem alira fyrst að sjá íslenzka konu i prestshempu. Eg er sannfærður um, að söfnuður inn mundi fagna þeim presti vel og er líka sannfærður um að góð kona mundi verða ágætur sálu- sorgari. MEÐ ÞVÍ VEKTI íslenzk kirkja lika á sér athygli með stórmannlegu og frjálslegu viðhorfi fil jafnræðis og mannréttinda. — Hárbarður. Einangrunarklefi mikilvægt, að umhverfið sé upp- örvandi. Hann. kallar þessar breytingar tilraun til að gera sjúkrahúsið að stað, sem liefur bætandi áhrif á fangana og ger ir þeim kleift að fylgjast með því, sem skeður utan veggja fangelsisins, í stað þess að hegna þeim. Loftið orðið blátt Það er ekki svo langt síðan að öryggisklefarnir líktust grafhýs- um. Nú er loftið þar orðið blátt og veggirnir málaðir í ljósum lit. Sálsýki sú, sem svo oft gríp- ur fanga, er ekki lengur skoðuð sem óþekkt, sem ber að refsa honum fyrir. Sjúklinguirinn er aðeins settur í einangrunarklefa til þess að koma í veg fyrir, að hann skaði sjálfan sig. Þarna eru sex einangrunarldefar, en þeir eru sjaldan notaðir í hinum upp- runalega tilgangi. í dag ráða menn yfir svo áhrifamiklum ró- andi meðulum, að það er ekki þörf fyrir einangrunarklefana, eins og áður. Föngunum er hjálpað' til að finna sjálfa sig í listsköp- un. Eitt herbergið er fullt af mál verkum, saumuðum ábreiðum og púðum ,allt handaverk fanga. Málverkin eru einkum eftirtekt- arverð. Yfirlæknirinn hefur sagt, að það sparist mikið af róandi meðulum með því að veita föng- unum tækifæri til að vinna að listsköpun í einhverri mynd. Margir fanganna líða sárlega af gieðflælcjum, og listsköpunin dreifir huga þeirra og skapar jafnvægi í sádinni. Bæði í fang- elsinu og sjúkrahúsinu vinna allir að því sem einn maður að lyfta föngunum upp úr því eymdarástandi, sem þeir oft eru í, þegar þeir koma þangað. Sérfræðinga á öllum sviðum Þar er einnig að finna allfull- komna rannsóknarstofu, en því miður er hún alltof lítil. Röntgen- myndataka fer fram í mjög litlu herbergi, og þetta takmarkaða rúm til rannsókna hefur m.a. or- sakað það, að hjúkrunarmenn hafa smitazt af berklum af föng- um. Berklar virðast 'vera' 7—9 sinum algengari meðal innilok- aðra fanga en meðal venjulegra manna. Meðal fanga finnast einn- ig mörg tilfelli kynsjúkdóma, og því hefur eftirlit með kynsjúk- dómum Verið aukið mjög á sjúkrahúsinu í Vestre FængseL — Það er einkennandi, segir Jersild yfirlæknir, að þeir, sem koma í fangelsið hérna, eru ákaf- lega kærulausir um heilsu sína. Furðulega margir þarfnast lækn- (Framh. á 13. siðu.) 1 Tekjuskipting Nú um áramótin hefur mik ið verið ritað um stjórnar- stefnuna og álirif hennar á Iframvindu m'ála. Fulltrúar rík isstjórnarinnar hafa talið „við reisninni" flest til ágætis, og bent á, að hún væri þegar far in að verka til góðs í þjóðlíf- inu oig henni bæri að fylgja á- fram. Aðrir telja að álirifa „viðreisnarinnar“ eða stjórnar- stefnunnar sé að vísu þegar far | ið að gæta allóþyrmilega, en í um flest séu þau áhrif nei- : neikvæð og snúi af leið upp- bygginigarstefnunnar, sem fylgt hcfur verið á undanförnum ár- um. Eitt atriði í þessum um- ‘i ræðum hlý’tur að vekja sér- staka athygli, en það er tekju- skiptingin. Það er staðreynd, sem flestir viðurkenna, að þjóð artekjurnar hafa orðið drjúg- H um meiri á síðasta ári en nokkru sinni fyrr, en þrátt fyr i ir það hefur meginþorri þjóð- j arinnar búið við mun lakari Ikjör en áður. Þetta gildir um bændur, verkamenn og flesta launþega. Þálfaski! Hér liafa orðið þáttaskil af völdum „viðreisnar“, sem sýna að einn aðalþáttur stjórnar- stefnunnar er sá," að koma á breyttri tekjuskiptingu. Viss- um stórum (ríkum) aðilum, hefur verið gert kleift að hrifsa til sín alla tekjuaukn- imguna og meira til, á kostn- að alls fjöldans. Þetta er leið in til „hinna gömlu, góðu laga“. Þessi rangindi og öfugþróun þarf að leiðrétta. Hér er ekki eingöngu um réttlætismál að ræða, heldur er réttlát, og sem jöfnust skipting þjóðar- teknanna, eitt grundvallaratr- iði allra eðlilegra framfara og bættra lífskjara. Franileiðslustefna Með ranglátari tekjuskipt- ingu leysum við úr læðingi framtak hinna mörgu og tryggj um þátttöku þeirra í fjárfest- ingunni og aukum uppbygg- inguna. Sú stefna, sem oftast var fylgt á undanförnum árum og fram til 1959 og Framsóknar- menn hafa alltaf stutt, hafði ,, sem höfuðtakmark að auka þjóðartekjurnar og jafna sem mest skiptingu þeirra milli allra Iandmanna. Framsólcnar- menn hljóta því að snúast gegn núverandi stjórnarstefnu með- an hún stuðlar að auknu órétt læti í skiptingu þjóðartekn- anna. (Einherji). 8 siimdir Bfarna Bjarni Benediktsson liefur kjörið sig sérstakan riddara styttingar vinnudagsins. Núverandi ríkisstjórn hefur gert fólki með öllu ókleift að lifa af launum 8 stunda vinnu- dags. Enginn ábyrgur aðili hef ur fengizt til að reikna það út, hvernig unnt sé fyrir fjöl- skyldu að lifa af verkamanns- launum. Margir hafa þó sæmi- lega í sig og á með því að reyta saman tekjur með ofboðslegum þrældómi, yfirvinnu og auka- vinnu, myrkranna á milli. — Vinnudagar refsifanga Rússa i Síberíu er mun skemmri. — Allir, sem til þckkja, vita að hin ofboðslega skerðing kaup máttarins var með ráðum gerð og með henni var 8 stunda vinnudagurinn raunverulega af numinn. Svo segist Bjarni ekk ert vilja fremur en að tíma- kaupið sé svo hátt að menn Bgeti lifað af 8 stunda vinnu- degi! 2 TIMINN. þriðjudagur 30. janúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.