Tíminn - 30.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1962, Blaðsíða 8
— Það er Leikfélag Kópa- vogs í kvöld, segir stúlkan í miðasölugatinu og horfir of- an í svart símtólið, — já, Gildran. Fimmtánda sýning. Já, takk fyrir, á tólfta bekk. Hún leggur símtólið frá sér og blaðar í miðunum. — Hvar er Rauðhetta? — Rauðhetta er uppi á lofti. Hann Árni veit hvar hún er. Árni finnst, en hann er ekki !hjá Rauðhettu og Rauðhetta ekki hjá honum — sennilega er hún „KvendiS" úti í skógi hjá úlfinum. Kannske er hann búinn að éta hana. Það er eins gott fyrir hann, að hann éti ekki Árna líka. Þá springur hann, því að Árni er stór og þrek inn. Það er líka eins gott fyrir leikfélagið, því að Árni er formað ur þess. — Fólkið var rétt að koma, segir Árni. Það fær sér í svanginn fyrst. Vinnur allan daginn, æfir svo á kvöldin. Bölvað púl, ekki satt? Og ekkert kaup fyrir að leika. Öll vinna sjálfboðavinna. — Leiðin upp á loftið er krók- ótt eins og skógarstígur. Loftið einn stór salur, ófrágenginn, og dimmur eins og frumskógur, — úlfurinn í leyni á bak við sements poka. í einu horninu er ofurlítið afþiljað hreiður, þar sem Rauð- hetta er að skríða úr egginu. — Við verðum að vera hérna í horninu meðan salurinn er svona, segir Árni og stígur inn í hreiðrið. — Hvernig gengur? — Vel, segir leikstjórinn, Gunn vör Braga Sigurðardóttir, og vindi ur ofan af strigastranga, og græn tré og blóm koma í Ijós á strigan- um. — Skógurinn? — Já, við erum að ganga frá leiktjöldunum. Þetta er prufa. — Hvernig er stykkið? — Það er sögumaður, sem segir söguna, og setur bömin inn í, hvað er að gerast á sviðinu. Eiginlega átti hann að syngja líka. En okkar sögumaður hefur ekki söngrödd, svo að ég bætti þrem köttum inn í leikritið, sem syngja fyrir hann. — Sem sagt kattarbreim? — Nei, yndislegur barnasöngur. Kettirnir eru nefnilega börn. Ann ars fylgir stykkið sögunni — nema höfundur leikritsins, Burkner, hef ur bætt inn tveim skrítnum og spaugilegum körlum, malara og skraddara. — Ertu ekki húsmóðir um leið og þú ert leikstjóri? — Jú, jú, ekki ber á öðru, segir Gunnvör og brosir. — Áttu börn? — Átta stykki. Nei, annars, þau eru víst níu, bætir hún við og hlær. — Níu grátandi börn og eigin- maður heima? — Nei, eiginmaðurinn er hérna líka. Úlfurinn, Sigurður Grétar Guð- mundsson, horfir með matarást á Rauðhettu, Sigrúnu IngólfSdótt- ur, þar sem hún stendur, saklaus eins og lamb við hliðina á móður sinni, sem verður amma hennar í leikritinu og ætlar að láta úlf- inn éta sig henni til samlætis. Rauðhetta er svarafá, en segist ekk ert hafa á móti því að láta úlfinn éta sig. Hún lék í Línu langsokk og dansaði í Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu, svo að hún hef- ur talsvert komizt í kynni við leik sviðið áður. — Hvernig smakkast Rauðhetta? —- Vel, segir úlfurinn, og sleik- ir út um. — Þú ert ekki enn kominn í úlfs haminn? — Nei, það er verið að sauma hann á mig. Ég ætla að hafa laus- an haus, svo að ég geti grett mig meira framan i börnin. — Verða þau þá ekki hrædd? \ — Sögumaðurinn róar þau. — Og svo urrarðu. — Grrnr, alveg ferlega, held hrókaræður, dansa og geri allar hundakúnstir, syng víst líka. Ég fékk hlutverkið, af því að ég hef svo ljóta söngrödd. Það fannst eng inn jafn ljót í öllum Kópavogi. — Hvernig ferðu að því að éta Rauðhettu? — Það er leyndarmál, segir leik stjórinn íbygginn. Eftir hálfan mánuð verður Rauð hetta sett á svið, og þá verðum við að horfa aðgerðarlaus upp á það, hvernig úlfurinn fer að því að éta hana og ömmu hennar. En ef til vill er það ekkert verra en lenda í „Gildrunni'*. Jafnvel í bún ingsklefanum er andrúmsloftið geigvænlegt, hvað þá inni á svið- inu. Leikarar og leikstarfsmenn eru önnum kafnir við að undirbúa sýninguna á „Gildrunni". — Ljósa meistarinn fitlar við ljósin og \ beinir þeim á réttar brautir. Leik- sviðsstjórinn gengur frá sviðinu,. og ótal hendur eru á lofti í senn. Lögregluforinginn í leikritinu, Sveinn Halldórsson, gengur inn í búningsklefann og ber sig virðu- lega eins og tign hans sæmir. — Hann hefur verið þrjátíu ár á leiksviði, segir Árni og er stolt- ur. — En ég er alltaf taugaóstyrkur, segir Sveinn. Ég held alltaf, að engir áhorfendur komi — Sveinn er bölsýnismaður, seg ir Pétur (Daníel Corban), grettir sig framan í spegilinn og málar augabrýnnar svartar. — Hann er svartur í gegn. Hanri smitar stuháuma okkur'bú,nir á sviP,. °g ^a um giæpi síð- ..... Í'L. .Iiefll íTilrtt CirrriHtm CnnJUnU hina, segir Magnús (Brótííf Max- imin). — Eruð þið heiðarlegir menn í leikritinu? — Það kemur í ljós. — En í lífinu? — Það kemur ekki í ljós. — Ég hef alltaf leikið blendnar persónur, segir Magnús. Það er lík lega útlitið. — Hefur það haft varanleg á- lirif á þig? — Ég hef alltaf leikið þær, — ekki verið þær. /' Pétur grettir sig enn meira fram an í spegilinn og er orðinn rauður í framan af lit og áreynslu. Magn- ús málar sig í kringum augun og verður enn blendnari á svipinn, og það eru helgidagar í andlitinu á Sveini. Gestur Gíslason (umrenn- Þeir sitja í „Gildrunni" Rauðhetta kyssir úlfinn. Ljósmyndir: Snorri Karlsson ingur) horfir fram fyrir sig bleik- mánóttur í framan af lit og lit- leysi, og dettur hvorki af honum né drýpur. Úti við vegginn standa tveir franskir lögregluþjónar, þung ■«stu viku. Sigríður Sandholt, sem er kvendið í leikritinu og þar að auki leiktjaldamálari, hefur svart- an borða um höfuðið og gerir helgi dagana í andlitinu á Sveini að virk um dögum. Leikritið er eftir franskan höf- und, Robert Thomas og gerist í fjallakofa í Ölpunum. Leikstjóri er Benedikt G. Árnason. Efni þess má ekki segjast, en . . . . . — Hvar eru byssurnar? spyr Árni. — Hvern á að drepa? — Vertu óhræddur. Það verður enginn drepinn með þeim. — Það er einn drepinn. Hann deyr alltaf einu sinni í viku. — Með hverju? — Startbyssu. Magnús er orðinn svo illilegur til augnanna, að það er ekki þor- andi að horfa í þau. Hann hnyklar brýnnar, dregur aðra upp að hárrótum og sökkur hinni niður á kinn, og það e^ guðsorð í öðru auganu, glæpur í hinu. — Ég nota sitt hvort augað, eftir því hvort ég horfi á Svein eða Pétur, segir hann og glottir með verra auganu. — Þrífur skyndilega niður í vasa sinn, smellur, ög hönd in bregður blikandi hnífsblaði á loft: — Ég geng með þennan í sama vasa og Bíblíuna. — Mig vantar greiðu, segir Sveinn. — Og mig vantar púðurdósina mína, segir Pétur. Púðurdósina með túkallinum í. — Það er búið' að hirða túkallinn. — Elsku, mundu að hringja, svo að heyrist, segir Sveinn við hvíslarann, sem er ung stúlka með gleym-mér-ei augu, nýútskrifuð af leiknámskeiði, sem leikfélagið heldur á hverju ári. — Ég hringi alltaf svo heyrist, segir hún hyghreystandi. Túkallinn er horfinn, en Pétur dregur rúblur upp úr vasanum og horfir^ ástfanginn á þær: — Ég hefði viljað eiga allar þess ar rúblur, þegar ég var í Rúss- (Frarah á 13. síðu ' v TÍMINN. þriðjudagur 30. janúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.