Tíminn - 17.03.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1962, Blaðsíða 6
ÞINGF RETTiR Hafa tvofaldað tolla og skatta silan 195S Stjómarfrumvarpið um að lækka skatta á félögum kom til 1. umr. í neðri deild í gær. Gunn ar Thoroddsen mælti fyrir frv. og hélt sömu ræðuna og hann hafði haldið í efri deild, en henn ar hefur áður verið getið og efni frumvarpsins rakið. Hélt hann því enn fram t.d., að sparnaður yrði mikill af hinni nýju fyrir huguðu framkvæmd á skatt heimtunni, þ.e. skattaumdæmi, skattstjórar, ríkisskattstjóri og undirskattstjórar í hverju sveit arfélagi. Eysteinn Jónsson sagði, að ein veigamesta breytingin er í frum varpinu fælist, væri lækkunin á skattaprósentunni úr 25% í 20%. Skatturinn lækkaði þó nokkru meira, þar sem varasjóðsfrádrátt ur hlutafélaga væri aukinn úr 20% í 25%. Þetta þýddi, að í stað 20% raunverulegs skatts á hrein an ágóða kæmu 16%. Sagðist Ey- steinn vera andvígur þessari lækkun. Kvaðst hann hafa beitt sér fyrir þvi á árinu 1958, að skatt- ar á félögum voru stórlega lækk aðir frá því sem áður var og lög fest ein skattaprósenta 25% í staðinn fyrir stighækkandi skatt stiga. Eftir þessa leiðréttingu 1958 eru skattar til ríkisins mun lægri hér á landi en í nágranna- löndunum. — Einnig hafa af- skriftir verið hér frjálslegar, því að leyft hefur verið að afskrifa mjög hratt. 1960 voru gerðar breytingar á sköttum einstaklinga og nú er þeim gert að greiða 03% af skatt- skyldum tekjum umfram 90 þús. krónur. Einstaklingar hafa enga möguleika til að leggja í vara- sjóð og fá þannig frádrátt og verður að teljast ranglátt að ætla einstaklingum að greiða skatta eftir næstum helmingi hærri skattaprósentu en félög- um er ætlað að greiða af gróða sínum. Þessi fyrirhugaða lækk- un á skattprósentu félaga er þvl í litlu samræmi við skattana á einstaklingum. — Ef um al- menna skattalækkun væri að ræða í landinu og álögur minnk aðar á þjQðarheildina, mætti segja eðlilegt að samfara því færi lækkun á sköttum félaga. — En sliku ástandi er nú síður en svo að heilsa. Síðan 1958 hafa tollar og skattar til ríkisins ver ið hækkaðir um meira en helm- ing. 1958 voru skattar og tollar tæpar 700 milljónir, en eru áætl aðir á þessu ári 1431 milljón. Hinir nýju söluskattar, sem hafa verið lögleiddir, sópa hundr uðum milljóna inn í ríkissjóð og dýrtíð hefur magnazt svo á sl. tveimur árum, að erlendar vör- ur hafa hækkað um 50—90%. Til viðbótar þessum gífurlegu álögum á almenning, hefur rík isstjórnin beitt sér fyrir auka sköttum á atvinnuvegi. Á síðastl. sumrl var lagt á útflutningsgjald á útfluttar sjávarafurðir og átti það að renna í lánasjóði útvegs- ins. Útvegsmenn snérust ein- huga og af einurð gegn þessu og samtök þeirra knúðu að lokum fram undanhald hjá ríkisstjórn inni og neyddist hún til að skila útvegsmönnum aftur inn í rekst urinn til greiðslu á vátrygging- ariðgjöldum fiskiskipa. Þá ákvað ríkisstjórnin með bráðabirgðalögum í sumar, að hækka álögur á bátaútveginn og láta renna í hlutatryggingasjóð. Nú er komið í ljós, að þetta álag er ætlað til að greiða töp togara útgerðarinnar. Taka sæti á Alþingi í gær tóku sæti á Alþingi þeir Daníel Ágústínusson, fyrrv. bæjar. stjóri á Akranesi, og Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli, 1. og 2. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Taka þeir sæti þeirra Ásgeirs Bjarnasonar og Halldórs E. Sigurðs- sonar. Ásgeir Bjarnason er farinn utan á fund Norðurlandaráðs, en Halldór E. Sigurðsson hverfur nú af þingi um sinn sökum erhbættis- anna. Daniel Ágústínusson hefur áður tekið sæti á Alþingi, en Gunnar Guðbjartsson ekki. Kjörbréf hans var samþykkt og undir- ritaði hann eiðsfafinn í Sameinuðu þingi í gær. Daníel Ágústínusson Ásgeir Bjarnaso.n Og enn kemur ríkisstjórnin með nýjan skatt, hyggst leggja 2% launaskatt á bændur, lækka kaup meðalbóndans um 2% og töldu þó margir það langt um of lágt. Þar í ofan á að leggja nýjan söluskatt á allar landbúnaðaraf urðir. Þannig virðist sem ríkis- stjórnin sé haldin einhverju skattaæði. Það má teljast furðulegt, að ríkisstjórnin skuli leyfa sér við þessar aðstæður og með hinar þungu álögur á almenning í huga, ætla að lækka skatta á hreinan ágóða félaga. Það má teljast eðlilegt, að end urskoðuð verði þau möt, sem fyrningarafskriftir eru miðaðar við, því að gjörbylting hefur orð ið í verðlaginu á síðustu tveimur árum og kvaðst Eysteinn fylgj- andi þeirri meginstefnu, sem í ákvæðum frumvarpsins um það atriði fælist og sagði það í sam- ræmi við þá stefnu Framsóknar- flokksins, að skattar séu einung is lagðir á raunverulegar hrein- ar tekjur félaga og einstaklinga. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir að varasjóðsfrádráttur út- gerðarfélaga og samvinnufélaga sé lækkaður Lýsti Eysteinn sig algerlega mótfallinn þeirri ráð- stöfun. Útgerð væri viðurkennd langsamlega áhættusamasti at vinnureksturinn hér á landi Samvinnufélögin eru alls ekki sambærileg við önnur félög að þessu leyti. Varasjóður hlutafé- laga er persónuleg eign hluthaf anna og honum má skipta upp á milli þeirra sem einkaeign og þeir ráðstafa honum að vild Með tilkomu fríhlutabréfa verða slík uppskipti á varasjóðum hlutafélaga einnig gerð auðveld ari en áður. Varasjóðir samvinnu félaganna eru allt annars eðlis Þeim verður aldrei skipt upp milli félagsmanna og þá má ekki flytja út úr byggðarlaginu, sem samvinnufélagið starfar í. Varasjóðirnir eru eign byggðar- lagsins og þótt samvinnuféfagið hætti störfum, heldur byggðar- lagið varasjóðnum og hann verð ur til ráðstöfunar, ef annað fé lag kemst á fót, sem stundar sams konar atvinnurekstur. Þannig er varasjóðsfrádráttur samvinnufélaganna til að mynda sjóði til almenningsþarfa í við- komandi byggðarlögum, en ekki einkasjóðir, sem lagðir eru til Þingstörf í gær Fundur var í sameinuðu þingi til rannsóknar á kjörbréfi Gunnars Guðbjartssonar og var það samiþykkt. í efri deild mælti Emil Jóns son fyrir frumvarpi um skipu- lagslög og fyrir frumvarpi um aðstoð við fatlaða. Einnig mælti hann fyrir frumv. um atvinnu bótasjóð og tóku auk hans til máls þeir Páll Þorsteinsson og Sigurvin Einarsson____í neðri deild var frumvarp um kirkju- byggingasjóð afgreitt til e. d. og frumvörp um heilbrigðissam þykktir, skólakostnað og aðstoð við vangefið fólk afgreitt til 3. umr. Fylgifrumvörpum útsvars frumvarpsins var vísað til nefndar og 2. umr. Gunnar Thoroddsen mælti fyrir frum- varpinu um lækkun skatta á félögum, er var til 1. umr. í deildinni eftir atgreiðslu í efri deild. Auk hans tóku til máls Eysteinnv Jónsson og Lúðvík Jósefsson. a mmfmammmm ■■■■ hliðar af éinkagróða fárra ein- staklinga. Eysteinn taldi rétt að benda i þessu sambandi á, að í öðrum löndum, þar sem samvinnufélög starfa ríkir meiri skilningur á sérstöðu samvinnufélaga, í at- vinnurekstri og þjónustustörf- um og samvinnufélög í nágranna löndunum borga mun minni skatt en önnur félög og njóta í hvívetna meiri sérstöðu en hér- lendis. Eftir þær skattabreyting- ar, sem núverandi ríkisstjórn (Framhaid á 3. síðu). Atvmnuauknmgarfé aðeins þriðjungur af því, sem var Frumvarpið um atvinnubóta- sjóð kom til 1. umr. í efri deild í gær. Það hafði verið afgreitt frá neðri deild og breytingartillögu Framsóknarmanna til leiðrétting ar á frumvarpinu felldar. Emii Jónsson fylgdi frv. úr hlaði. Páll Þorsteinsson benti á, að frumvarpið kvæði aðeins á um 10 milljón króna framlag árlega til atvinnuaukningar. Um all langt skeið hefur verið lagt fram fé á fjárlögum til atvinnuaukn ingar og til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Á árunum 1957 til 1959 nam þetta fé frá 13.5— 15 milljónum króna árlega. Síð an hafa átt sér stað miklar verð hækkanir og öll atvinnutæki hækkað mjög í krónutölu, en samt væri fyrirhugað að minnka framlagið. Afleiðingin hlyti að verða sú, að annað hvort nytu mun færri aðstoðar en áður eða dregið yrði stórlega úr stuðningi við hvern einstakan Atvinnu- aukningarféð hefur átt geysimik inn þátt í eflingu atvinnulifsins og framieiðsluaukningu einkum í sjávarplássum þar sem fjár magn er litið fyrir. Þjóðin er í örum vexti og koma þarf í veg fyrir óeðlilega fólksflutninga ti) fárra staða eða lítilla svæða landsins. Æskilegast og öllum í hag væri að atvinnulífið gæti staðið hvarvetna með blóma og gæði lands og^ sjávar nýtt sem bezt landið um kring. Þegar veitt ar voru 15 milljónir króna til þess ara þarfa voru heildarútgjöld fjárlaga um 800 milljónir Nu hafa útgjöld fjárlaga nær tvö- faldast en samt á þetta framlag að lækka og bað Páll nefnd, er fengi málið til athugunar, að gæta að, hvort ekki gæti talizt fært að hækka framlagið. Emil Jónsson sagði að miðað við meðaltal áranna 1951—’61, væri framlagið óbreytt, þvi að á þessum 10 árum hefði samtals verið veitt um 100 milliónir til atvinnuaukningar. Ekki væri rétt að bera saman útgjöld fjár laga nú og meðan útflutnings- sjóður starfaði, þvi að nauðsyn legt væri að bæta við útgjöldum útflutningssjóðs. Páll Þorsteinsson sagði að út gjöld útflutningssjóðs hefðu gengið út og inn í dæminu og gengisfellingin hefði leyst útflutn ingssjóð af hólmi. Sigurvin Einarsson sagði að ó- þarfi væri að karpa um hvernig reikna bæri áhrif útflutnings- sjóðs á þetta. Óumdeilanlegt væri að hann hefur nær tvöfald ast á síðustu tveimur árum og það sem hefði verið hægt að fá fyrir 15 milljónir 1958, kostaði 25 til 30 milljónir nú. Ef þessi stuðningur á að vera einhvers virði og vera eitthvað svipað við það, sem hann áður var, þurfa framlögin að hækka til samræm is við hækkun stofnkostnaðar- ins. öðruvísi mér áðtir brá í umræðum um Stofnlánadeild landbúnaðarins gerði landbún- aðarráðherra búnaðarmálasjóð óg Bændahöllina að umræðu- efni. Páll Þorsteinsson svaraði þessu og benti ráðherranum á, að hækk un á búnaðarmálasjóðsgjaldi, um V2% hefði verið gerð 1958 í samræmi við samþykktii búnað arþings og aðalfundar Stéttar- sambands bænda. Þá hefði Ing- ólfi Jónssyni ekki þótt nógu var lega farið með því að fylgja ráð um bændasamtakanna, heldur hefði hann þá borið fram breyt ingartillögur svohljóðandi: 1 Gjöld þessi skulu teljast með framleiðslukostnaði landbún- aöarvara og skal tekið tillit til þess við verðlagningu þeirra. 2. Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu, skal Búnaðarfé- lag íslands hlutazt til um að fram fari um ,þau aimenn at- kvæðagreiðsla í öllum hreppa búnaðarfélögum landsins. Þau taka gildi, ef meirihluti þeirra bænda sem þátt taka í at- kvæðagreiðslunni. er þeim samþykkur. Nú vill þessi ráðherra fara öðru vísi að, þar sem hann berst nú fyrir því að fá lögfestan sér- stakan skatt á bændastéttina, sem nemur miklu hærri íjárhæð en sú hækkun á búnaðarsjóðsgj., er lögfest var 1958. T I M I N N, laugardagur 17. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.