Tíminn - 17.03.1962, Blaðsíða 9
sá sem
Elliheimilið. — Herberg
ið' panelklætt og' lítið
með þakglugga, sem gerir
sólargeislann ferhyrndan á
gólfinu. Sigurður stendur
gleiður í sólargeislanum í
blárri peysu og treður tób
aki í aðra nösina, og það
er enn þá sjómaður í hreyf
ingunum og kvika í augun-
um, þótt hann sé orðinn
gamall og hífi ekki í segl
framar. Reyndar var hann
bóndi líka, en það er miklu
meiri seltukeimur af hon-
um en gróðrar-.
— Ég er fæddur á Banni á
Skarðsströnd, en ég var alls
staðar á flækingi um Breiða-
fjörðinn. Það var bölvað sull
við það.
Mér féll aldrei við hana, bölv-
aða.
— Höfðuð þið ekki brenni-
vínstár til þess að hVessa ykk-
ur á?
— Jú, við höfðum stöku sinn
um br'ennivín, en það hressir
bara aldrei, heldur slappar. Það
er eins og að pissa í skóinn
sinn, yljar aðeins sem snöggv-
ast og svo verður manni miklu
kaldara á eftir.
— Þú ert þá bindindismað-
ur?
— Ja, ég smakkaði það svo-
lítið hérna einu sinni, en svo
hætti ég því alveg.
— En þótti þeim ekki gott
að súpa á vermönnunum undir
Jökli?
— 0, það var ekkert. Þeir
fengu sér eina og eina flösku
í öllu bróðerni og fóru svo bara
í bændaglímu.
— Þú rérir undir Jökli, var
það ekki?
— Jú, jú, ég reri margar ver-
tíðir þar.
— Komstu ekki stundum í
hann krappann?
— 0, jú. Það var oft bölvað
sull. — Einu sinni fórum við
frá Fagurey undir Jökul í ver-
tíðarbyrjun og vorum í tveim
skipum, sem voru hlaðin ver-
gögnum. Ég var vinnumaður
í Fagurey og var formaður á
öðru skipinu, Mariu, í þessari
ferð, en sá sem var með hitt
skipið, hét Júlíus. Við lögðum
af stað snemma morguns og
komum til Stykkishólms um
nóttina. Þá voru ísalög að byrja
Hann hét Ásbjörn,
stýrði með mér.
— En Júlíus?
— Júiíus gafst upp. Þeir
voru þrír lagstir fram í bark-
ann. Það bjargaöi. að Jón Skúla
son, húsbóndi okkar. hafði far
ið að leita að okkur með flokk
manna og fann okkur fljótlega.
Það héidu allir, að við hefðum
farizt.
— Voruð þið hinir ekki að-
framknmnir líka?
— Ég komst inn á eldhús-
gólfið og datt þar niður. Hinir
voru eitthvað skárri.
— Varstu ekki líka í skútu-
harki?
— Jú, jú, ég var á mörgum
skútum. Byrjaði á „Fortuna"
frá Dýrafirði. Það var skonorta.
Svo var ég formaður á ,.Rask“
um tíma. Hann fórst við Hæla
víkurbjarg skömmu eftir að ég
hætti á honum og öll áhöfnin
fannst ekkert af þeim nema
kannske fóturinn af honum
Guðmundi veturinn eftir. Eg
var á „Kong Helga“. þerar
stríðig kom, en fór af
honum og tók við póst
bátnum á Akureyri, en hann
var svoddan hlandkollur, að
það var ekki hægt að halda á-
ætlun á honum, svo að ég hætti
við hann. En „Kong Helgi“ var
skotinn niður við Shettlands-
eyjar. Þar fóru fínir drengir.
— Þú hefðir farið með hefð-
urðu verið á honum.
— Það er ekki víst, að það
hafi verið neitt verra. Þetta
voru félagar mínir og beztu
//
Þetta var óttalegt sul
— Varstu við sjómennsku
þar?
— Já, þetta var óttalegt sull,
straumar miklir og mikill sjór
og alltaf á opnum bátum. Ég
var bæði á Flatey og Sviðnum,
fólkið var margt og varð að fá
nóg.
Hann lætur sig síga á rúm-
stokkinn og setur meira tóbak
í nösina.
— Lifðuð þið ekki mikið á
sel í eyjunum? '
— Jú, við átum selinn. Það
var hressandi að rota hann, en
verra að eiga við hann, þegar
við veiddum hann í netin. Hann
vafði þeim upp á sig og gerði
allar kúnstir. Svo vildi hann
bíta mann, bölvaður.
— Fénguð þið marga í hvert
sinn?
— Stundum fjörutíu til fimm
tíu. Þeir skriðu upp í eyjar og
gutu þar. Það er/ eimhver
býsn af þeim, og fólkig vann'
allt að þessu, kerlingamar líka.
Þær voru sumar karlmanns-
ígildi, þessar kerlingar. Þær
þættust of fínar til þess núna,
vildu heldur fara á ball, segir
hann og glottir. — Þær vilja
heldur dansa, bætir hann við
og glottir enn meira.
— Vildu þær ekki dansa líka
hinar?
— O, jú, jú, þær .dönsuðu nú
sumar, en þær voru ekki of fín-
ar fyrir selina.
— Voru selirnir góðir? — á
bragðið meina ég.
— Góðir? — Maður át allt,
sem kom að'kjaftinum. Selkjöt-
ið var ágætt, en mér var aldrei
vel við lundakofuna, hún var
svo fjandi feit. — Ógeðslegt að
eiga við hana, grafa sig inn
eftir holunum í hvaða veðri
sem var Við lágum í úteyjunum
heila viku í tjaldgarmi meðan
við vorum að fást við hana.
rætt við Sigurð Samsonarson sjómann og bónda
og ísinn lagði fyrir Hólminn,
svo að við komumst ekki út og
voram tepptir í tvo daga. Þeg-
ar við loksins komumst út,
þurfti ég að fara til Akureyjar
til þess að taka mann, sem átti
að róa hjá okkur á vertíðinni.
Það var þá gott veður, en kólgu
loft. Júlíus fór svokallaða
Tveggjalambaleið, en ég fór
Bolla'leiðina, — sem er kennd
við sker, sem heitir Bolli. Sú
leið er miklu grynnri og hættu
Iegri. Þegar við vorum búnir
að taka leiðina, var kominn
stórsjór og þreifandi bylur, svo
að við rétt grilltum í Melrakka
ey, sem var á aðra hönd, en
sáum hvergi Bollann, sem var
á hina, fyrr en allt í einu, að
hann skaut upp kollinum rétt
við hliðina á okkur. Það mun-
aði ekki nema handarbreidd að
hann bryti okkur. Við komumst
svo inn á Grundarfjörð og sett
um þar upp allan farangur, þar
á meðal tunnur, fullar af sel og
kofu. Um nóttina gerði vitlaust
veður, tunnurnar fóru út. og ég
lofaði guð fyrir það.
—Varstu feginn að vera laus
við kofuna?
— Nei, báturinn var svo hlað-
inn með tunnunum. Um nóttina
kom brezkur togari inn á Grund
arfjörð, og hann lagði af stað
um leið og ég morguninn eftir
í ágætu veðri. Hann tók okkur
svo í slef út undir Ólafsvík, en
þar fór hann að toga og við
héldum áfram út að Sandi i
blankalogni. Áður en við náð-
um þangað var kominn hrollur
og þegar ég ætlaði að lenda.
sá ég fólk í sandinuni, sem gaf
mér merki um að það væri ekki
fært. Við biðum og biðum eftir
lagi, en veðrið versnaði, svo
að það var ekki um annað að
ræða en setja upp segl á gömlu
konunni og reyna að lenda. —
Bölvað ólagið náði okkur, þeg-
ar við vorum rétt komnir. Ég
hélt ég myndi fara f sjóinn,
þegar skaflinn kom en tókst að
hanga á henni, og þeir voru
fljótir til gömlu formennirnir,
sem biðu okkar í fjörunni og
gátu gengið undir hana, svo að
hún lagðist ekki.
— Hvern’g var með Júlíus
á sínu skipi?
— Hann lagðist á hlið
ina, í fjörunni og það
hrökk maður út og náði
sér ekki á fætur. Það var svo
þungur sandurinn. Við leituð-
um að honum á eftir, fórum
hönd í hönd niður í fjöruna.
Ég rak fótinn í hann og gat
náð honum. Lækninum tókst
að vekja hann, en það hafði
farið sandur ofan í hann og
hann dó um veturinn. Fékk
berkla eða einhvern skrattann.
Einu sinni í vertíðarlok urð-
um við að hleypa undan Jökli.
Við vorum átta á skekktunni.
Það var suð-austan rok og við
tókum frá bóg og ætluðum að
ná landi þannig, en réðum ekki
neitt við neitt og tókum þá
landibóginn aftur og komum
upp undir Rif, sem er á milli
Ólafsvíkur og Sands. Ætluðum
svo að berja inn eftir á móti
veðrinu, en þá brotnuðu árarn
ar undan átökunum. Ég vildi
að við settum seglið á bugtjna
og létum ráðast, hvað vildi, en
þá vildi Júlíus, sem var formað
urinn, ekki stýra, og ég tók
stýrið. — Seglráin mölvaðist og
við urðum að setja upp skautið,
en þá slitnaði dragreipið. Okk-
ur tókst þó að koma upp pjötlu
og stefndum á bugtina. Klukk-
an var fjögur um daginn, þegar
við hleyptum undan og við vor
um alla nóttina að reyna að ná
landi. Um morguninn náðum
við upp undir-Brjót og ætluð-
um að reyna að lenda í Amey.
en sundið stóð. Við fórum þá
að berja inn með Langey í eilífð
artíma, slöguðum svo og náðum
landi. Þegar okkur varð litið
um öxl sáum við ísspilduna
koma út af Hvammsfirðinum.
Hún hefði brotið skipið í hönd
unum á okkur og drepið okkur
alla.
— Varst þú alltaf við stýrið?
— Við skiptumst á tveir.
drengir.
— Svo fórstu að búa?
— Já, við hófum búskap í Sel
árdal í Súgandafirði, ég og kon
an mín, Rósinkransa Svein-
björnsdóttir.
Gaztu lynt við búskapinn?
— Mér féll vel við hann, þeg
ar allt lék í lyndi. Ég var fyrsti
maðurinn í sveitinni til þess að
kaupa hestverkfæri. Þeir héldu
nágrannar mínir. að ég væri
sjóðandi vitlaus, þegar ég
keynti hestkerru, diskaherfi og
rótherfi, réðst á þúfurnar og
demdi þeim um, en eftir að
fyrsta Sléttan var kominn,
komu þeir að skoða, og svo byr j
u.a þeir sjálfir. Þeir héldu líka
að ég væri búinn að tapa mér.
þegar ég bjó til votheysgryfju.
Slík endemi þekktust ekki þar
þá. Við vorum nítján ár í Sel-
árdal en fórum svo á malirnar
á Suðureyri. Ég hafði samt
lengi fé þar og heyjaði túnið,
en svo fór jörðin í eyði, öll hús
fuku og hún stóð eftir slipp og
snauð. Þetta var bezta jörðin
í sveitinni.
Hann þagnar við og þurrkar
tQbaksdropa af nefbroddinum./
— Ég hafði nú samt alltaf bát,
þar sem ég var, segir hann síð-
an, eins og við sjálfan sig eða
fortíð sína.
BIRGIR
Þeir voru átta á skektunni og hleyptu undan Jökli í ofsa-
roki og stórsjó. — Hröktust alla nóttina um Breiðafjörð
í vetrarmyrkri, brutu árar og rár og voru allir taldir af.
— Hann sat við stýrið og varði bátinn ólögum og á
næstu grösum var ísrekið — og dauðinn.
M;I N N, laugardí'gur 17. marz 1962