Tíminn - 05.05.1962, Page 2

Tíminn - 05.05.1962, Page 2
ERFITT AÐ VERA JAPÖNSK GEISHA Shirley MacLaine er meðal vinsælustu leikkvenna amer- ískra, og hún er vissulega sérstæð um margt. Hún er falleg og fjörleg, leikin dans- mær og ágæt leikkona í þokkabót. Og það, sem e. t. v. er þyngst á metunum, er, að frægð hefúr henni eingöngu hlotnazt fyrir eigin verðleika. Hún hefur ekki þurft nein hjálparmeðul, eins og hneykslismál, til að vekja á sér eftirtekt. Manninum sínum hefur hún verið' gift, síðan hún giftist hon- um! Og þó að þau hafi, vegna at- vinnumöguleika sinna, orðið að Shirley og eiginmaður hennar,' Steve Parker. vera aðskilin langtímum saman, er hjónaband þeirra eitt af fyrir- myndarhjónaböndunum í Holly- wood. Japönsk geisha Shirley hefur leikið hlutverk af ýmsu tagi, bæði alvarlegs eðlis og af léttara taginu. Nýlega lék hún í „The Childrens Hour“, þar sem hún fór með alvarlegt hlutverk, lék ikennslukonu sem illgirnislegt slúður varð fjötur um fót og eyði- lagði að lokum alveg líf hennar. . Næsta mynd leikkonunnar var með léttari brag. Hún heitir „My Síld á Ólafsvík Ólafsvík, 27. apríl Fimm bátar eru farnir á síld veiðar héðan, og veiðist síldin hérna rétt fyrir utan í víkinni. Ekki er nema 15—20 mínútna sigl- ing á veiðistað. í dag kom Stein- un með 1200 tunnur af s'íld. Síldin fer í bræðslu, en hún er heldur horuð og mikil áta í henni. Hér í Ólafsvík er aðeins ein lítil bræðsla og tekur hún við um 300 —500 tunnum á sólarhring, en nú er verið að undirbúa byggingu annarrar bræðslu, sem á að geta tekið á móti 1500 tunnum á sólar- hring. Skaröið ekki rutt enn Siglufirði, 27. apríl Veður hefur verið gott hér að undanförnu, og vegir í bænum eru yfirleitt allir orðnir nokkuð góðir. Siglufjarðarskarð hefur verið ó- fært síðan snemma í haust, og ríkir nú mikill áhugi meðal manna um að farið verði að ryðja skarðið á næstunni, enda er þetta eina land- leiðin út úr bænum. Ekki er snjór í skarðinu neitt óvenjulega mik- ill. B. Geisha“ og er framleidd af eigin- manni Shirley, Steve Parker, tek- in í Japan. Myndin fjallar um Meðal þess, sem Shirley varð að leggja á sig, var að tritla um tím- um saman með samanbundin hné. fræga kvikmyndastjörnu í Holly- wood, sem er í þann veginn að eyðileggja hjónaband sitt með því að setja leikferil sinn og metnaðargirni öllu ofar, en upp- götvar á réttu augnabliki, að það er mikilvægara að ver'a góð hús- móðir en fræg kvikmyndastjarna. Hvernig skyldu stjörnurnar í Hollywood taka því? Það tók sérfræðinginn Frank West more þrjá tíma á hverjum morgni að breyta Shirley í japanska geishu Venjulegt brennivín Maðurinn sem grunur lék á að hefði blindazt af neyzlu tré- nótt s.l. sunnudags, fór af Lands spítalanum í fyrradag, jafngóðtir ag talið er. Má nú heita sannað, ag hann hafði ekki drukkið annað áfengi en brennivín frá Áfengisverzlun ríkisins frá klukkan 18 á laugar- daginn til kiukkan 1 á sunnu- dagsnóttina, en klukkustundu síð ar var hann fluttur á læknavarð stofuna. Um þetta ber fólk, sem var að drykkju meg honum frá klukkan 18 til 1. Maðurinn taldi sig hafa keypt áfengi á gosdrykkj arflösku af leigubílstjóra um kvöldið. Leigubílstjórinn hefur fundizt og viðurkennt að hafa selt manninum brennivín á brenni vínsflösku á umræddum tíma Maðurinn kannast við bílstjór ann í sjón, þótt hann gæti ekki sagt til hans meðan hann lá á spítalanum. Áfengið sem hann keypti af bílstjóranum, fór hann meg í drykkjuna með því fólki sem nú hefur verið yfirheyrt. Rannsóknin hefur því ekki leitt í ljós að maðurinn hafi neytt tré spírituss, heldur virðist benda til, að hann hafi aðeins drukkig það brennivín, sem menn leggja sér til munns daglega. MeS Yves Montand Shirley er sjálf bæði fræg leik- kona og góð og hamingjusöm eig- inkona. Eiginmaður hennar, Steve Parker, hefur nú í nokkur ár haft ótakmarkaðan áhuga á öllu, sem viðkemur Japan og hef- ur bæði séð um sjónvarpsþætti og kvikmyndaframleiðslu þar í landi. Og nú ákvað Shirley að fara til hans og leika aðalhlut- verkið í myndinni hans „My Geisha". Og þannig er það í myndinni einnig. Shirley leikur kvik- myndastjörnuna, sem dulbýr sig sem japönsk stúlka af því að eig- inmaður hennar — sem leikinn er af franska kvennagullinu Yves Montand — hefur ekki þá trú, að Hollywoodstjarnan geti leikið japanska geishu. Með samanbundin hné Það varð ekki tekið út með sitjandi sældinni fyrir aumingja Shirley að breyta sér í japanska geishu. Hún losnaði að vísu við að láta reyra fætur sína, en hún hún vai'ð að læra að trítla rétt, og til þess varð hún að trítla tím- unum saman með samanbundin hné. Hún segist varla vera búin að ná sér eftir-þaðienn þá. ■n í>ó var það ekki það versta. Hún varð að þola enn meira vegna augnanna. Þó að augu Shirley séu frá náttúrunnar hendi í smærra lagi, þá eru þau þó ekki skásett. Og því varð að klemma upp skinnið við gagnaugun til að ná hinum japanska svip. Auk þess varð Shirley að bera lita- linsur í augunum, því að japansk- með hinum síunga Bob Cumings, sem cinnig leikur í kvikmyndinni. Hollywood. Eða kannske var það einmitt þess vegna. ar konur hafa brún augu, en augu Shirley eru blá. Madame Butterfly Á hverjum morgni varð Shirley að ganga í gegnum þriggja tíma „klössun“ til þess að líkjast jap- anskri geishu, þótt hún hefði haft með sér sinn eigin „make- up-man“, Frank Westmore, frá Og í margar vikur áður en upptökur hófust á myndinni, dvaldist hún i Kyoto til þess að nema þá list að vera geisha, temja sér siði þeirra, hreyfingar, hlátur þeirra og dans og læra söngvana, sem þær syngja. Þegar myndatökurnar hættu, fannst Shirley hún vera orðin ósvikin madame Butterfly! Eins og fiskurinn í sjónum Shirley MacLaine hefur alltaf Shirley MacLaine var þeirri stund fegnust, þegar hún gat drcgið hina óþægilegu japönsku sandaia af fót um sér og gengið í almennilegum skóm. viljað leggja sig fram til hins ýtrasta, hvort sem um er að ræða gamanhlutverk eða alvarlegs eðlis, hefur hún lifað sig Jnn í það og tekið það svo föstum tök- um og af svo miklum dugnaði og krafti, að flestar stöllur hennar í Hollywood öfunda hana af því. Hún vill ekki gera neitt hálft. Þess vegna lærir hún allt um þá manngerð, sem henni er falið að leika í það og það skiptið, sekkur sér bókstaflega á kaf í hlutverkið. Þeir segja líka, að' hún sé blátt áfram óviðjafnanleg í geishu- hlutverkinu, hún eigi þar heima, eins og fiskurinn í sjónum! Það er nú tæpast hægt að fiska eftir betri viðurkenningu. Ekkert slúður Áður en Shirley fór til Japan Shirley og franska kvennagullið Yves A^ontand hvíla sig vlð upp- töku. til þess að leika í þessari mynd, lét hún í ljós ótta sinn um, að nú mundu slúðursögur myndast um hana og Yves Montand, þar sem þau áttu að leika saman. Þannig var það, þegar Marilyn Monroe hafði þetta franska kvennagull sem mótleikara. En ótti Shirley reyndist ástæðu laus. Kjaftakerlingarnar þögðu í þetta sinn, og slúðurdálkar blaðanna sögðu ekki eitt orð um samleik þeirra. Shirley sneri heim aftur að myndatökum lokn- um og hjónin eru alveg jafn hamingjusöm og ánægð og fyrr. Til allrar hamingju eru nefni- lega til Hollywood-hjónabönd, sem endast meir en heila sóla! Og í dag er Shirley oi'ðin jafn Edward G. Robinson, sem venju- lega leikur glæpamenn í kvikmynd um, lætur sér nægja að leika kvik- myndaframleiðanda í „My Ge!-ha". hrifin af Japan og öllu, sem jap- anskt er, eins og eiginmaður hennar hefur verið árum saman. Og þó — líklega má undanskilja skásettu augun! Alvarleg jáfning Gatnagerð er höfuðverkefni hverrar borgar, og sú fram- kvæmd, sem brýnast er að vinna og leysa vel og svikalaust af hendi á hverju ári, jafnframt því sem borgin byggist. Gatna gerðin er sú framkvæmd, sem öðru fremur og einvörðungu er unnin af árlegum framlögum borgaranna til verklegra fram- kvæmda. Ýmsar aðrar fram- kvæmdir, svo sem hitaveitu, vatnsvcitu og hafnargerð er unnt að vinna í stökkum og stórum áföngum, vegna þess að til þeirra er unnt að fá lán, er- lend og innlend. Þær fram- kvæmdir eru þess eðlis. En til gatnagerðar er yfirleitt ekki unnt að fá stór lán. Þess vegna er það skylda og brýn nauðsyn, að borgaryfirvöldin láti gatna- gerð ekki dragast aftur úr svo að nokkru nemi. Sé það gert lendir allt í óefni, sem örðugt er að leysa úr, og með því eru framtíðinni bundnir baggar, sem þungir verða og draga mjög úr afköstum við önnur brýn borgarmál. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú fram tíu ára gatna- gerðaráætlun upp á hartnær þúsund milljóinir króna, felst I því þyngri og óumdeilanlegri áfellisdómur, en menn gera sér ef til vill Ijóst í fljótu bragði eða við fyrstu yfirsýn. Sú áætl un er fyrst og fremst játning um það, að gatnagerðin hafi verið herfilega vanrækt mörg undanfarin ár, og nú eigi að leggja þá bagga á fólkið í borg inni, sem lagðir hafi verið til hliðar áður, eða að sóað hafi verið í gagnsleysi því fé, sem lagt var til gatnagerðar eða átti að fara til hennar. Þetta er sá boðskapur til Reykvíkinga, sem felst í hinni „heljar miklu áætl un um gatnagerð“, svo að not- uð séu orð Mbl. Eins og verkefni eftir styrjöld A undanförnum árum hefur Þórður Björnsson oft á hverju einasta ári gagnrýnt gatnagerð ina og borið fram tillögur til úrlausnar. Hann hefur bent á sleifarlagið, vöntun á skipuleg um undirbúningi, skort á réttri tækni til gatnagerðar, notkun barnabfla, samvinnuskortinn inilli bæjarstofnana og margt fleira. Þessari gagnrýni hefur yfirleitt verið tekið með þögn og tillögum stungið undir stól. Allt setið í sama farinu og sí- fellt sigið á ógæfulilið — sífellt þyngdur sá baggi, sem geymd- ur var framtíðinni. Á bæjarstjómarfundi í fyrra kvöld rakti Þórður nokkuð þessa athyglisverðu sögu. Hann benti á, að verkefni það, sem nú biði í gatnagerðinni væri fullkomlega hliðstætt því, sem ýmsar borgir hefðu átt við að etja eftir eyðileggingu styrjald arinnar í gatnagerð hjá sér. — Þetta þýðir einfaldlega það, að óstjóm íhaldsins í Reykjavík á þessum málum er slík, að hún er orðin borgurunum engu léttbærari en sú eyðilegging, sem margra ára styrjöld og loft árásir ollu öðrum borgurn. — Verkefnið er nú orðið eins erf itt, eins viðamikið og kostnað- arsamt og þegar borgir verða að bæta slíka eyðileggingu. Aftur á bak Þórður nefndi táknræn og talandi dæmi um „eyðilegging- una“, sem íhaldsvanrækslan hefur valdíð. Árið 1820 voru (Framhald á 15. síðu) 2 T í M I N N , laugardaginn 5. maí 19G2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.