Tíminn - 10.05.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1962, Blaðsíða 2
ÞEGAR HEMINGWAY SELDI ÞEKKINGU Bandaríski rithöfundurinn W. J. Lederer gegndi her- þjónustu í síðari heimsstyrj- öldinni og dvaldist þá -m.a. um nokkurt skeið í Kína. Á þeim árum var mjög erfitt að verða sér úti um vínföng, og sú staðreynd leiddi ti! kynna hans við Ernest Hemingway. Þessir tveir rithöfundar gerðu all óvenjulega verzlun sín á milli, og segir Lederer frá þeim skemmtilegu við- skiptum í eftirfarandi grein. Fyrir 20 árum gegndi ég her- þjónustu á einum af fallbyssubát- um ameríska flotans. Fallbyssu- báturinn hafði heimahöfn í Chungking í Kina. Ég var aðeins undirliðsforingi, en af hreinustu tilviljun varð ég allfrægur, þó að ekki væri það fyrir störf mín í þágu hersins. Það bar til á þann veg, að ég fór á kínverskt uppboð og gerði þar boð í stóran innsiglaðan kassa með óþekktu innihaldi. Hann var þungur sem blý, og allir viðstadd ir vom sannfærðir um, að hann væri fullur af grjóti, því að upp- boðshaldarinn var þekktur fyrir spaugsemi sína. Neitaði öllum tilboðum Eg hafði boð'ið 30 dollara í kass ann, Þegar uppboðshaldarinn benti á mig og hrópaði: — Kass- inn er yðar!, heyrði ég, að menn sögðu sín á milli: — Enn einn, sem honum tek^t að leika á. En þegar ég opnaði kassann, heyrði ég vonbrigðastunurnar allt í kringum mig. Menn ætluð'u að rifna af öfund. í kassanum voru tveir kassar af whisky — og það var vara, sem ekki var á hvers manns borði í Chungking á þess- um tímum. Maður einn frá brezka sendiráðinu bauð mér 30 dollara fyrir eina flösku af þessum dýr- mæta vökva. Ég fékk fjölmörg önnur tilboð, hvert öðru girni- legra, en ég sagði nei við þeim öllum. Ég átti brátt að flytjast til annarrar bækistöðvar, og ég hafð'i áformað að halda sjálfum mér kveðjusamsæti. Hemingway býður í Um þetta leyti kom Ernest Hemingway til Chungking. Eins og svo margir aðrir, þjáðist hann af þorsta, þar sem svo erfitt var að komast yfir áfengi á þessum tímum. Dag einn kom hann niður að skipinu, sem ég var á, USS Tutuila. — Ég hef heyrt, að þér hafið komizt yfir tvo kassa af whisky, sagð'i hann. — Hétt er það. — Hve mikið viljið þér fá fyr- ir scx flöskur? — Það þýðir ekki fyrir yður að gera nein boð, svaraði ég. Flöskurnar eru ekki til sölu. Eg hef ákveðið að geyma þær, þang- að til ég verð sendur héðan til annarrar bækistöðvar, því að þá ætla ég að halda kveðjusamsæti. Samningar fakast Hemingway drö álitlegan bunka af peningaseð'lum upp úr vasa sínum. — Ég skal borga yður það, sem þér setjið upp, fyrir sex flöskur, sagði hann. — Alveg sama, hvað ég set upp? — Nefnið aðeins verðið. Ég hugsaði mig lengi um. — Allt í lagi sagði ég loks. Eg skal láta yður hafa sex flöskur af whisky, en í staðinn kennið þár mér í sex kcnnslustundum, hvern- ig maður á að verða rithöfundur. — Nú, það er ekkert smáræði! Fjandinn hafi það maður minn, ég hef árum saman verið að leita þekkingar minnar. — Og ég hef árum saman tapað stórfé á uppboðum, áður en ég hlaut stóra vinninginn. Hemingway hló. — Gott og vel!, sagði hann, ég geng að þessu. Fékk talsvert fyrir sinn snúð Ég rétti honum flöskurnar sex. Næstu fimm daga kom hann dag- lega til mín. Hann var frábær kennari. Og hann hafði sérstak- lega gaman af góðu spaugi. Eg gerði oft góðlátlegt gaman að honum og þá einkanlega fyrir verzlun okkar, sem ég taldi mig óneitanlega hafa farið mun betur út úr. — Ja, ég skal segja yður það, hr. Hemingway, að það borgaði sig aldeilis fyrir mig að taka áhættuna á uppboðinu því arna. Fyrst lék ég á kínverska uppboðs- haldarann. Svo gaf ég öllum þeim pabbadrengjum, sem ekki þorðu að bjóða í, langt nef. Og að lok- um fæ ég mesta rithöfund Banda- ríkjanna til þess að kenna mér list þá, sem hann hefur numið með súrum sveita, fyrir sex flösk- ur af whisky. Stúlkur og whisky Hemingway brosti breitt. — Já, þér eruð slunginn í viðskiptum, það skal ég viðurkenna. En mér þætti annars gaman að vita, hve mörgum flöskum þér hafið sop- ið úrý — Ég hef ekki tekið tappann úr einni einustu þeirra, svaraði ég, ég ætla að geyma hvern dr'opa, þangað til ég held kveðju- samsætið. — Ungi maður, má ég gefa yð- ur eitt persónulegt ráð. Maður á aldrei að draga það að kyssa snotra stúlku eða npna whisky- flösku. í báðum tilfellum riður á að hafa snör handtök. TakiS hlutina eins og þeir eru Hemingway varð að fara frá Chungking fyrr en hann hafði reiknað með. Ég elti hann út á flugvöllinn til þess að fá sjöttu og siðustu kennslustundina. — Ég var ekki búinn að gleyma yður, sagði hann. Ég stend við minn hluta samningsins. Það drundi í hreyflum flugvél- arinnar, og hann kom með munn- inn fast að eyra mér. — Áour en þér getið skrifað um aðra, verðið' þér að læra að verða siðmenntaður maður. Til þess þarf tvcnnt: samúð og hæfi- lcika til að taka því, sem að hönd- um ber. Maður á aldrei að hlæja að' þeim, sem misstíga sig. Og cf eitthvað gengur illa fyrir yður, megið þér ekki missa stjórn á yður. Takið hlutina, eins og þeir eru. Og verið fyrir alla muni ekki hræddur við að byrja alveg upp á nýtt, cf eitthvað mistekst. Alltaf jafn þýðingarmikið — Ég get ekki skilið, hvers vegna það er svo þýð'ingarmikið fyrir rithöfund, sagði ég. Ég var ekki alveg viss um, hvað hann átti við. — Það er alveg sama, hvað maður aðhefst í þessu lífi, sagði hinn mikli xithöfundur með hægð. Þetta er alltaf jafn þýð'ing- irmikið. Farþegarnir voru teknir að tín- ast um borð, og Hemingway gekk af stað í átt til vélarinnar. A leið- inni sneri hann sér við og hróp- aði til mín, þar sem ég stóð í sömu sporum: — Þér ættuð annars að bragoa á veigunum, áður en þér bjóðið til veizlunnar. Allar fullar af te Augnabliki sið'ar horfði ég á eftir flugvélinni, þangað til hún hvarf sjónum í skýin. Þegar ég kom til klefa míns á skipinu, dró ég fram minn dýrmæta kassa. Eg tók tappann úr einn flöskunni og bragðaði á innihaldinu. Eg var sem steini lostinn. Eg tók tapp- ann úr þeirri næstu — og þeirri næstu. Þær voru allar fullar af te! Svo að uppboðshaldarinn hafði samt sem áður leikið á mig! Hemingway hlýtur að hafa vit- að þetta frá fyrsta degi. En hann hafði ekki minnzt á það einu orði, og hann hafði ekki í eitt einasta skipti dregið dár að mér. Með bros á vör hafði hann haldið sinn hluta kaupmála okkar. Nú skildi ég .hvað hann hafði átt við með siðmenntuðum manni. UNGFRlj SVÍÞJÓÐ 1962 Hér kynnum við fyrir ykkur „Ungfrú Sviþjóð 1?62". Hún heit ir Karin HyldgSrd—Jensen frá Gautaborg, tvítug að aldri. Karin er dóttir tveggja kennara. Faðir hennar, Karl, sem fæddur er í Danmörku, kennir þýzku við há- skólann í Gautaborg, og móðir hennar, Anna Lísa, er mennta- skólakennari. Sjálf er þessi fagra mær að búa sig undir framtíð sína sem mtðskólakennari og er sem stendur nemandi í kennara- skóla, auk þess sem hún kennir í barnaskóla. Karin er mikil málamanneskja, talar þýzku, ensku, frönsku, spönsku og dönsku. Hún hefur gaman af eldhússtörfum og vill helzt sauma fötin sín sjálf, Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum, einkum sund- og skíðaíþróttinni. Hún teiknar og málar, syngur og leikur á píanó. Já, hún virðist kunna sitt af hverju, stúlkan sú. Auk þess á hún unnusta, sem hettir Ulf Mossberg. Karin Hyldgárd-Jenscn var krýnd opinberlega í Stokkhólmi 6. maí. Hún mun taka þátt í al- heimsfegurðarsamkeppninni á Langasandi í sumar. Hún er sögð „týpiskur Svíi" í útliti, há og grönn, Ijós á hörund og hár. — Sýnist ykkur ekki, að hún hafi nokkra möguleika? Ur blárri bók 1950 f bláu bókinni 1950 sagðist Sjálfstæðisflokkurinn á því kjörtímabili, er þá færi í hönd, sérstaklega vilja beita sér fyrir „að haldið verði áfram vísinda- Iegum rannsóknum til þess að fá sem haldbezt efni og lientug ar aðferðir til gatnagerðarinn- ar“, — og ennfremur, „að sér- staklega séu rannsakaðir mögu leikar tll endurbóta á gatna- gerðinni .í nýjum íbúðarhverf- um“, og í þriðja lagi, „að liin- um ýmsu starfsgrcinum sé á hverjum tíma séð fyrir nægjan iesrum nýtízku vélakosti og stór viirkum vcrkfærum“. Svo liðu fjögur ár og allt hjakkaði í sama fari. Meirihlut inn sýndi cnga viðleitni til að efna þcssi lofv. , og tillögur minnihlutans í þessa átt, voru ýmist felldar eða þeim vísað frá. Úr blárri bék 1954 Svo komu aftur borgarstjórn- arkosningar 1954. Þá voru lof- orðin sízt minni. Var þá lofað enn meiru en 1950 og flest það upp talið, sem nefnt var 1950. Stóð þá meðal annars í bláu Skáldu: „Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir, að lialdið verði áfram að rannsaka mögu- leika til endurbóta á gatnagerð- lini í nýjum íbúðarhverfum, sérstaklega með hliðsjón af þörfum úthverfanna". Enn liðu fjögur ár og enn sat við sama ófremdarástandið, moldargötur einar lagðar, sem urðu að forarleðju í votviðri, en ólíft fyrir moldarryki, þegar menn áttu að geta notið sum- ars og sólar, ef rétt liefði verið á gatnagerðinni haldið. Tækni í gatnagerðinni var næstum ó- þekkt, henrii miðaði lítið sem ekkert, þótt útsvörin hækkuðu ár frá ári. Úr blárri bék 1958 Svo kom enn að kosningum 1958 og ekííi stóð á loforðunum frekar en fyrri daginn. Þá var áfram Iofað stórbættum vinnu- brögðum í gatnagcrðinni og „að áfram verði unnið að þvi að afla sem beztra tækja til notk- unar við gatna- og holræsagerð ina, einkum stórvirkra vinnu- véla og byggð verði ný og full- komin mulningsstöð fyrir grjót nám“, — og enn fremur, „að gerðar verði eins nákvæmar jarðvegsrannsóknir og unnt er, áður en gata er ákveðin og gatnagerð hafin“. — Þetta sama sumar malbikuðu ísl. aðalverk- takar á Keflavfkurflugvelli 4 km. á einum sólarhring, en vinnuflokkar borgarinnar 90 m. á öllu sumrinu. Tækni var enn bví sem næst óþekkt fyrirbrigði í gatnagerðinni. Óhemju fé fór í að skipta um jarðveg í götum, sem ákveðnar höfðu verið án nokkurrar fyrirhyggju. Mestur hluti þess fjár, sem varið var til gatnagerðar, Ienti í kostnað við vörubílaakstur, enda voru meirihluti bílanna IV2 tonn að stærð og greitt sama fyrir hverja ferð og urn 10—15 tn. bíla væri að ræða, en tækni- menntaðar þjóðir nota ekki nema stóra vöruflutningabíla við slík störf. Allt hefur hjakk- að í sama farinu í gatnagerð- inni, engin tilraun er gerð til þess að bæta ástand gatnanna í úthverfunum og hlutfallið á milli malbikaðra gatna og mold argatna verður óhagstæðara með hverju árinu sem líður. í blárri bók 1962 Og nú er enn komið að kosn- (Framh. á 15. síðu). 2 T í M I N N, fimmtudagur 10. maí 1962. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.