Tíminn - 31.05.1962, Blaðsíða 1
B-lista-
s<Þ«mnitun
SJA BAKSÍSU
B-lista-
skemmtun
SJÍ MKSWU
123. tbl. — Fimmtudagur 31. maí 1962 — 46. árg.
Hinir vonsviknu flóttamenn rétta fram hendurnar eftir fijúg-
andi matarpökkum, sem nokkrir íbúar í Hong Kong fleygja
til þeirra, er lestin rennur af stað í átt tH hins rauða Kína.
Flóttamannastraumurinn til Hong Kong er orðinn svo gífur-
legur, að það verður að vísa fjölda flóttafólksins aftur tll
Kína. Sumir flóttamannanna gerðu örvæntingarfullar tilraunir
til að stökkva úr lestinni, áður en hún kom að landamærunum.
Pólitískt
taugastríð
hjá Dönum
Mikilla tíðinda er að vænta
úr dönsku stjórnmálalífi, áður
en þessi vika er á enda. Verð-
ur þá úr því skorið, hvort á-
greiningurinn um söluskatts-
frumvarp stjórnarinnar leiðir
til þess úrræðis, að stjórnin
segi af sér og verði efnt til
nýrra þingkosninga.
Talið er, að Kampmann, for-
sætisráðherra sem nú er að rísa af
sjúkrabeði, hafi lagt frumvarpið
fram í trausti þess, aS fulltrúar
Grænlendinga og Færeyinga í
þinginu, sem eru tveir frá hvor-
um aðila, myndu styðja framgang
Dungal fær 2 milljónir til
krabbameinsrannsókna
Undanfarna mánuði hafa
birzt erlendis læknaskýrslur
um krabbamein, sem hafa vak
ið feiknalega athygli um öll
Vesturlönd. Áhugi á krabba-
í
Hækkar
allt í
verði
f 'gær hækkuðu verð'bréf
aftur í verði um a'llan heim
eftJir hrunið mikla, sem
varð á verðbréfum í kaup
hölfinni í New York á mánu
daginn. Sums staðar var
útlit fyrir, að verðbréfin
mundu aftur hækka jafn
mikid og þau höfðu áður
lækkað, þannig að vedð-
bréfaViðskipti kæmust í
í-vima far og áður var. f
Vestur-Þýzkalandi hækkuðu
verðbréfi.n svo ört í gær
að banbar, sem inna víxlara
störf af höndum, urðu að
grípa til ■ sérstakra ráðstaf
ana, svo að ekki skapaðist
nýtt öngþveiti, þótt á öfug
an veg væri. Sums staðar
annars sfcaðar urðu skyndi
Iegar verðhækkanir fyrri
Framhald á 3. síðu.
meinsvörnum hefur aukizt
mjög mikið og ekki síður hér
heima heldur en erlendis, þótt
hið opinbera sinni málinu lít-
ið. Krabbameinsfélag íslands
er þessa dagana að flytja í
nýtt og rúmgott húsnæði í
hjarta bæjarins, þar sem að-
staða verður fyrir stórauknar
rannsóknir, og formaður fé-
lagsins, próf. Niels Dungal,
hefur nú fengið tveggja millj-
óna íslenzkra króna styrk frá
Bandaríkjunum til þess að
gera undirbúningsrannsóknir
á magakrabbameini í öllu land
inu.
Stjórn Krabbameinsfélagsins
skýrði blaðamönnum frá þessu í
gær um leið og þeim voru sýnd
hin nýju húsakynni að Suðurgötu
22, en félagið hefur keypt hálfa
þá húseign með eignarlóð fyrir
alls 1,1 milljón króna. Áður hafði
félagið til umráða eitt lítið her-
bergi í Blóðbankanum, svo að hér
verða mikil umskipti.
Níels Dungal fékk fyrir um það
bil viku tilkynninguna frá opin-
berri krabbameinsstofnun í Was-
hington, National Institute of
Cancer, þar sem honum var skýrt
frá tveggja milljóna styrkveiting-
unni. Rannsóknir þessar munu
standa yfir í tvö ár og verða Dun-
gal til aðstoðar próf. Júlíus Sigur-
jónsson og bandarískur vísindamað
ur, Warwick Armstrong að nafni,
auk annars starfsfólks.
Reyktur matur?
Þessar rannsóknir eiga að leiða
í ljós, hvernig magakrabbi er út-
breiddur eftir landshlutum og
hvort sjúkdómurinn er algengari
meðal einnar stéttar frekar en ann
arrar. Níels Dungal hefur áður
leitt rök að þvi, að í sumum sýsl-
um sé magakrabbi mun algengari
en í öðrum og einnig, að sveita-
fólki sé mun hættara við honum
en fólki við sjávarsíðuna, og bent
í því sambandi á mismunandi mat
aræði fólksins. Verður þetta nú
reynt með ýtarlegum rannsóknum.
Bandaríkjaamðurinn mun m. a.
taka sýnishorn af jarðvegi, drykkj
Framhald á 3. síðu.
i málsins, og á þeirra atkvæðum
| hefði han hugsað sér að koma
| fvumvarpinu í gegn. Til þess að
tryggja sér fylgi þeirra betur,
hefði þgn því skipað Grænlending
ráðherra í stjórn sinni.
Nú er hins vegar svo komið, að
stjórnin telur ekki öruggt, að
meirihluti þingmanna muni ljá
frumvarpinu óbreyttu jáyrði sitt,
og hefur hún því hafið umræður
, við meðjimi stjórnarandstöðuiinar
á breiðum grundvelli, ef takast
! mætti að ráða málinu til lykta
I með samningum og firra þjóðina
I nýjum þingkosningum. Stjórnar-
I andstaðan hefur reynzt fús til
samningaviðræðna og hafa a.m.k.
vinstri thenn látið ölvírætt þá skoð
un í ljós, að samningaleiðina skuli
reyna til þrautar.
í gær og í fyrradag sátu deilu-
aðilar á löngum samningafundum.
Á fundinum í gær flutti settur
forsætisráðherra, Jens Ottó Krag
ræðu, þar sem hann gerði grein
fyrir sjónarmiðum stjórnarinnar,
og þeim miðlunartillögum, sem
hún hefði fram að færa.
Endanlegrar niðurstöðu af þeim
fundi var ekki að vænta fyrr en
i dag eða á morgun,
Dönsk blöð telja, að ef í ljós
komi, og í síðasta lagi á föstudag,
að grundvöllur fyrir því, að málið
verði leyst með samningum, reyn-
ist ekki fyrir hendi, sé ekki annað
fyrirsjáanlegt, en frumvarpið verði
lagt undir atkvæðagreiðslu í þing-
inu. Fari svo, að frumvárpið verði
fellt, komi það af sjálfu sér, að
stjórnin fari frá, og nýjar þing-
kosningar fari fram.
Af skrifum dagblaðanna má
ráða, að þau óski þess, að samn
Framhald á 3. síðu.
NY
AÐ
ALMA VIGD
HRAFNISTU
Á sunnudaginn verður sjómanna
dagsins minnzt í 25. sinn, og þann
dag vcrður lýst opnun nýrrar vist-
mannabyggingar að Hrafnistu.
Venja hefur verið, að einhver
skemmtiatriði hafi farið fram á
laugardaginn fyrir sjómannadag-
inn, en að þessu sinni verður að-
eins kvölddagskrá fyrir vistfólk í
Hrafnistu, og stendur sjómanna-
dagsnef 1 að -enni.
Háti in á sjómannadaginn
hefjast kl. 10,30 með hátíðamessu
i Laugarásbíói, þar sem biskupinn
yfir íslandi, Sigurbjörn Einarsson
prédik. .. ,-ð lokinni -essu ur
lýst opnun vistmannabyggii jarinn
ar, en rr verður rúm fyrir ,6
nýja vistmenn. Einnig verður af-
hjúpað málverk af Sigurgeir Sig-
urðssyni biskupi, sem sjómanna-
dagurinn afhendir Hrafnistu við
þetta tækifæri. Hin nýja bygging
verður til sýnis fyrir almenning
frá kl. 14 til 17 á sunnudag. En
seinni hlutann í næstu viku verð
ur byggingín fulbúinn til þess að
taka við nýjum vistmönnum. Með
þessari viðbót er nú rúm fyrir 190
vistmenn á dvalarheimilinu.
Útihátíðahöld Sjómannadagsins
hefjast á Austurvelli kl. 13,30 með
því að Lúðrasveit Reykjavíkur leik
ur. Stundarfjórðungi síðar verður
þar mynduð fánaborg með sjó-
mannafélagsfánum og íslenzka fán
anum, og kl. 14 hefjast þaðan ræð-
ur og ávörp, sem flutt verða af
svölum Alþingishússins.
Að loknum hátíðahöldum við
Austurvöll verður kappróður og
sjóskíðasýning í Reykjavíkurhöfn.
Þá munu sjómannakonur selja
kaffi í Hafnarbúðum og ér það ný
mæli, en auk þess munu þær selja
kaffi í Sjálfstæðishúsinu eins og
verið hefur undanfárin ár. Allur
ágóði rennur til. jólaglaðnings vist
fólks í Hrafnistu.
Sjómannadagsblaðið kemur nú
út í 25. sinn og einnig má geta
þess, að Sjóniannadagsráð sér í
annað sinn um dagskrá í Ríkisút-
varpinu. __—