Tíminn - 15.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.07.1962, Blaðsíða 15
Sprengisandsvegur Framhald af 16. síðu. í haust og vetur. Hún tekur um þriggja tonna hlass, eða sem svarar j einum Dodge Weapon bíl. í haust ( verður stálverkið sett upp en kláf-j urinn fullgerður fyrir vorið. Eftir kláfinn á Tungnaá er engin ( stórá á þessari leið, af því að ekki þarf að fara yfir Köldukvísl. Að vísu getur Fjórðungskvísl á mið- hálendinu dag og dag orðið erfið litlum bílum, en venjulega er hún lítil sem lækur. Stapp vegna Galfalækjar En nú er önnur á orðin meiri farartálmi og það í byggð. Tím- inn skýrði frá því í vor, að brúin á Galtalæk væri orðin ónýt, en hún er einkaeign bóndans þar. Ekki hef ur verið gert við hana, þar sem stendur í stappi milli bóndans og vegamálastjórnar um, hver eigi að gera við hana. Telur Srgurjón á Galtalæk, að brúin hafi lengi verið til almenningsnota fyrir alla, sem fara inn í Landmannalaugar og norður í öræfi og sé hún þar með komin á ábyrgð vegamálastjórnar, en vegamálastjóri mun ekki telja brúna viðgerðar virði, heldur þurfi síðar að gera þarna almennilega brú. Þarna verður allt ferðafólk, sem ætlar í Landmannalaugar, að sull- ast yfir Galtalæk á djúpu og leið- inlegu vaði, sem er þarna við brúna. Það hefur oft komið fyrir, að jafnvel jeppar hafa setið fastir í læknum. Vaðið fer síversnandi vegna þungrar bílaumferðar, svo að nú má heita ófært inn í Land- mannalaugar á öðrum en stórum bílum, en í fyrra fór blaðamaður Tímans á 15 ára gamalli Morris tík alla leið inn eftir. Árskógarsandur ruddur f vor var farið með jarðýtu og hefil yfir allan Árskógssand frá Tröllkonuhlaupi við Búðarfell orð- ur að Haldi, svo þar er nú þráð- beiriii't>g góður vegur. Sjálfboða- liðar meðal Holtamanna og menn Sigurjóns Rists hreinsuðu veginn á eftir heflinum. Þessari sömu að- ferð vill Sigurjón beita við fjall- vegi landsins. Ef ekki kostar nema hálfa aðra milljón að gera greiðfæran sum- arveg milli landsfjórðunga yfir Sprengisand, má telja það ákaflega hagstætt. Þar með opnast allt mið- hálendið fyrir ferðafólki, svo ekki sé talað um öll þægindi fyrir hvers kyns rannsóknir á þeim slóðum, og Norðanmenn fá samgönguleið beint til Suðurlands. Græn mjólk Framhald ai 1. síðu — Víða tíðkast að setja þessi fúkalyf í litlum mæli í fóður hús- dýra í von um að auka hreysti þeirra. Við það þróast ónæmir sýklar í skepnunum, og mennirnir, sem hirða þær, bera sýklana á milli manna. júgurbólgu. Ef minnsti vottur af penicilíni er í mjólkinni, verður hún græn — og náttúrlega^ekki til annars en að hella henni. AÓvörun á umbúðum Páll A. Pálsson yfirdýralæknir sagði blaðinu, að hér heima væri fylgzt vandlega með þróuninni í þessum málum. íslendingar eru betur settir en margar aðrar þjóð- ir að því leyti, að hér er fúkkalyfj um ekki blandað í kjarnfóðrið. Hins vegar er penicilin notað hér til að lækna júgurbólgu, sam- kvæmt tilvísun lækna. Páll sagði okkur, að umbúðirnar um penicilínið væru merktar að- vörunum frá heilbrigðisyfirvöldun- um um að selja ekki mjólkina úr þessum kúm, fyrr en í fyrsta lagi fjórum dögum eftir síðustu penisi- líndælingu, en erfitt væri að fylgj- ast með því, hvort þessum regl- um sé fylgt. Málið verður erfiðarar fyrir þær sakir, að ekki eru til nógu fljót- viikar aðferðir fyrir mjólkurbúin til að finna strax penicilínmengaða mjólk. LffuRaraðferðin fekin upp Páll sagði, að mjög kæmi til mála að taka hér litunaraðferð Dananna. Hún hefði enn sem kom- ið er nokkra annmarka, en gefur góðar vonir, því stöðugt er verið að endurbæta hana. Ef árangurinn verður góður, verður þessari að- ferð beitt hér þegar á þessu ári. Þá verður penicilínmenguð mjólk græn á litinn, svo að hver og einn getur séð að ekki má drekka hana. Leifar í mjólk Framhald af 7. síðu. lyklinum að framtíðinni. Nú voru þeir minna rómantískir og raunsærri en áður og nú líktust þeir fremur hermönn- •. um“en farandsöngvurum. Þegar kreppan ágerðist tóku aðrir hópar æskumanna, sem nefndu sig Nazista og Komm- únista, að gera upp sakir sínar í götubardögum. Æskulýðs- hréyfingin gerðist æ róttækari undir forustu hins þjóðsagna- kennda leiðtoga síns, „Tusk“, ■þar til loks að sumum meðlim um hennár fannst þeir endur- óm sinna eigin hugsjóna hjá National-sósíalismanum'. Hugs- un og dómgreind sljógvuðust og fjöruðu að lokum út, og þýzka æskulýðshreyfingin dó í víðum, sálarvana faðmi Hitlers-æskunnar. LAQUEUR segir hina löngu, sorgelgu, fjarstæðukenndu og margbrotnu sögur afar vel og fallega. Hann er þýzkur Gyð- ingur og var 12 ára, þegar Hitl er kom til valda. Laqueur er menntamaður og hlífist við að kveða upp almenna dóma, en hann leggur áherzlu á, að Þriðja ríkið hefi verið algert brjálæði. Enga stofnun þess •megi því líta á sem eðlilegan og líkan viðtakanda þeirrar stofnunar, sem hún kom í stað inn fyrir. Lesandinn mun fús að já,ta, að Hitlersæskan — sem aðeins var skráning allra drengja og stúlkna til þjónustu við illan tilgang Nazismans, — var engu nær því að vera fuUkomnun þýzku æskulýðshreyfingarinn- ar en til dæmis Frjálsa þýzka æskan, sem enn er til á áhrifa svæi Sovétríkjanna. Og þó er ósvarað þeirri spurningu, hvort hin sögufræga, þýzka æskulýðs hreyfing hafi á einhvern hátt stuðlað að því að undirbúa Þýzkaland undir eyðilegging- ÞAÐ, sem mestan ugg vekur í frásögn Laqueur, er ekki hin augljósa sýking þýzks ungdóms kynslóð fram af kynslóð, held- ur lotningin, sem hinir full- orðnu virðast hafa borið fyrir vanþroska skoðunum hans. — Fjölskylduagi er strangur í Þýzkalandi, en hann er samof- inn hefðbundnum flótta frá því að reyna að skilja æsk- una og ná trúnaði hennar. Er ef til vill það sama að gerast nú í Bretlandi? Vera má, að það sé batavott- ur, að æskulýðsbreyfingin á yfirráðasvæði Bonn-stjórnarinn ar er sundurlaus og þegjanda- leg, að svo miklu leyti sem hún hefur yfirleitt verið endurvak in. Evrópubandalagið hefur auðvitað sín ákveðnu áhrif og meðan hið „fjárhagslega krafta verk“ dr. Erhards er enn að gerast, er ekkert til að rísa gegn. Nú til dags er það meira að skapi hinnar glæstu, þýzku æsku ag þjóta í hraðgengum bílum eftir bílabrautunum en þramma langar leiðir inn í skóga. Sanjjt. sem áður er litið á ‘Tiimsem' éðlilegt og jafnvel að- d&unahvert, að æskufólk Sam- bandslýðveldisins hafi tilhneig ingu til að ganga í flokkum ein kennisbúið. Enn í dag getur það komið fyrir, að ferðamað ur ,sem leggur leig sína um Harzfjöll eða Svartaskóg, mæti þar einkennisklæddum flokk- um þýzks æskufólks, klifjuðum ýmiskonar útbúnaði, en gítar- inn er greinilega kominn í stað lútunnar. Unga fólkið syng ur stundum, en talar sjaldan. Það þrammar áfram með fjar- rænan glampa í bláum, kátínu vana augunum. Hver veit, hvert leið þess liggur? (Þýtt rú The Daily Telegraph). Heimta kosningar Framhald af 3 síðu arandstaðan í Bretlandi hefur lýst því yfir, að nú komi ekki annað til mála en að efnt verði fil nýrra kosninga í landinu. Leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins, Hugh Gaitskell, sagði eftir að honum var kunnugt um hinar miklu breytingar, að ekki væri hægt' að túlka þetta skref ríkisstjórnarinnar á annan hátt en þann, að um algerlega pólitíska uppgjöf væri að ræða af hálfu stjórnarinnar. Foringi frjálslyndra, Jo Grimm ond, hefur krafizt nýrra kosninga og styður þá kröfu sömu rökum og Gaitskell. Það ætti hverjum manni að vera Ijóst, að nú er ekki um annað fyrir stjórnina að gera, en segja af sér, sagði Grimmond. Ein mikilvægasta breytingin, sem gerð var er, að Butler, innanríkis- ráðherra, verður nú varaforsætis- ráðherra og talið er, að hann muni bjóða sig fram í næstu kosn- ingum og sennilega taka við af Macmillan. r Skemmtiferð Framsóknarfél. Skemmtiferð Framsóknar félaganna verður farin sunnudaginn 22. júlí. Farið verður um Rangárþing og m. a. skoðaðir sögustaðir. Byrjað verður að taka á móti farmiðapöntunum í dag á skrifstofu flokksins á Tjarnargötu 26 — símar 15564 og 12942, og verða þar veittar allar nánari upplýs- ingar um ferðina. Mjög verð ur til ferðarinnar vandað að venju og er fólk vinsamlega beðið að panta farmiða sína tímalega. Héraðsmót í Rangárvallasýslu Framsóknarmenn halda héraðsmót í samkomuhúsinu Hvoli, Hvolsvelli, laugar- daginn 21. júlí n.k. kl. 9 s.d. Ræður flytja: Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins og Björn Björnsson, alþing- ismaður. Skemmtiatriði: Einsöngur, Erlingur Vigfússon, undir- leik annast Ragnar Björns- son. Karl Guðmundsson gam anleikari skemmtir. — Dans Carol sextett frá Selfossi, söngvari með hljómsveit- inni Hjördís Geirsdóttir. Framsóknarmenn fjölmenn ið á þessa ágætu skemmtun. — En þetta er ekki einn ókost- urinn. Leifar þessara fúkalyfja geta leynzt bæði í kjöti og mjólk, og haft óæskileg áhrif á ofnæmi fólks, sem neytir þessarar fæðu. Að sumu leyti getur það haft skað- leg áhrif á mótstöðuafl neytenda gegn vissum sjúkdómum-og fram- kallað útbrot hjá ofnæmissjúkling- um. Fúkalyfsleifar í mjólk — sagði prófessorinn — er heilbrigðislegt vandamál því einn peli af mjólk með smávegis af penicilíni getur verið alvarlegt mál fyrir ofnæmis- sjúklinga. Eins og mjólk ér snar þáttur í neyzlu manna, gefur auga leið, að hún verður að vera gersam lega laus við fúkalyf. Þetta er hægt að varast með því að nota litarefni, sem þrír danskir dýralæknar hafa ' gert tilraunir með. Þeir hafa sett sérstakt efni í það penicilín, sem nota skal við ORYGGISMÁL Framhald af 9. síðu. Hér skal nú lá.tið staðar numið. Mér þykir að sumu leyti heldur fyrir því að vera e.t.v. að hrella jafn ágætan mann og skipaskoð- unarstjóra nú i hásumarblíðunni með athugasemdum mínum að nokkru varðandi virðulegt embætti hans. En það er nú oft þannig, að hafi manni á annað borð orðið það á að segja A, verður maður einnig að segja B — og stundum meira. Ég bið hann án tilefnis að líta nú sem í fyrra skiptið á hugleiðingar mínar um þessi mál sem vilja, til þátttöku í vekjandi umræðum o.g gagnlegum aðgerðum tii úrbóta. Þetta slysavarnamál laðar ekki til hlédrægni. En þótt það sé rætt hér allmjög í spurnarformi, ætlast ég engan veginn til þess, ag skipaskoðunarstjóri svari þeim frekar en honum sjálfum sýnist, enda •sumum spurningúnum alls ekkj sér- staklega beint til hans. ITitt er aðalatriði þessa máls, að GERT SÉ það, sem GERA ÞARF, og vil treystb honum til þess að eiga þar góðan hlut í æskilegri lausn mála. Til þess hefur hann bæði þekk- ingu og valda-aðstöðú' Góðvilja hans efast ég ekki um. Sovézkar flugvélar Framhald af 3. síðu Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Nehru kom úr viku ferðalagi til Bangalore. — Nehru lagði á það áherzlu í lok fundarins, að ástandið væri enn óbreytt í Galwan-dalnum, þar sem um 400 kínverskir hermenn hafa setið um afskekkta indverska varð stöð í nokkra daga. Reykjavík, 12. júlí 1962. Baldvin Þ. Kristjánsson. RÖST S/F. Laugaveg 146. Simi 11025. Höfum icaupendur að nýjum og nýleguro Volkswagen. Opel Caravan Ford Taunus öllum gerðum ai jeppum og ýmsum öðrum tegundum bifreiða Þér. sem nyggizt selja bifreið vðar gjörið svo vel og hafið samband við Bifreiðasöluna RÖSl Kaupendur bifreiða Bifreiða salan ROST liefur nú þegar mikið úrva; af flestum tegund um biíreiða Kynntð vður hvort RÖST hefur PKki rétta bílinn RÖST S/F. Laugavegi 146. Simi 1 1025. : M I N N, sunnudagurinn 15. júlí 1962 Auglýsið í TÍMANUM sími 19523 Ferðafólk! Til leigu 26 til 46 manna bif- reiðar í lengri og skemmri ferðir. I Laugardal hefi ég sumar- hús, er ég lána ferðafólki sem borðsal og ballsal, ásamt tjaldstæði, hitunar- tæki og fleiru. Hefi daglega sérleyfisferðir til Laugarvatns, Gullfoss og Geysis. BifreiSastöð ísladns Sími 18911. Ólafur Ketilsson. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALLDðR Skólavörðustíg 2. Trúlofunarhringar - Fljót afgreiðsla. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. 15 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.