Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 1
I
AFGLAPAVERKIÐl
SJA LEIÐARA
DAUÐAKLEFINN
SJA 2. SIÐU
Auglýsing í Tímanum
kemur daglegá fyrir
augu vandláfra blaða-
lesenda um allf land.
Tekið er á móti
auglýsingum frá
kl. 9—5 í Banka-
stræti 7, sími 19523
180. tbl. — Föstudagur 10. ágúst 1962 — 46. árg
DAGATAL
MONROE!
Þegar Marilyn Monroe andaSist, rifjaSist þaS upp fyrir mörgum aS frægS
hennar hófst meS mynd af henni, sem birtist á dagatali. Hún var þá til
þess aS gera lítt þekkt, en byrjuS aS leika í kvikmyndum. Lfósmyndari
fékk hana til aS sitja fyrir klæSlausa, og seldi myndina síSan á dagatal.
— Myndin er tekin skömmu eftir dauSa Monroe, þegar kaupahéSinn viS
Broadway í New York hafSi hafiS úísölu á dagatalinu, er gerSi hana fræga.
Geislasjúk
síld veidd
við Noreg?
NTB — Álasundi, 9. ágúst.
Þess hefur áður verið getið
í fréttum, að í Sunnmære og
Romsdal hefur orðið vart við
einkennilegan sjúkdóm í smá-
síld, sem þangað hefur bor-
itz með öðrum afla.
Sunnmærposten skýrir frá því
í dag, að nú hafi niðurlagningar-
verksmiðja ein neitað að taka á
móti síldinni, þar sem hún sé óhæf
til niðurlagningar.
í afla margra skipa hafa fund-
izt smásíldar með einkennilegum
sárum á stærð við nögl. Á sumum
síldanna hafa sárin verið svo djúp,
að stórt gat hefur ginið við á baki
síldarinnar.
Sár þessi eru með nokkuð mis-
munandi litbrigðum, en oftast rauð
leit eða gul.
Þá hafa einnig fundizt síldar,
Samveldið úr sögunni
gangi Bretiand í EBE
NTB — Canberra, 9. ágúst.
Ef Bretland gerist aö-
ili að Efnahagsbandalagi
Evrópu, hverfur brezka
samveldiö úr sögunní sem
samfélag frjálsra og sjálf-
stæðra rikja. Þessa yfir-
lýsingu gaf forsætisráð-
herra Ástraiíu, Róbert
Menzies, í ástralska þing*
inu i dag, þar sem hann
fluifi langa ræðu og gerði
grein fyrir fjögurra víkna
ferðalagi sínu til Bret-
lands, nokkurra annarra
Evrépulanda og Banda-
ríkjanna.
Menzies sagði méðal annars, að
það væri skoðun sín, að Bretar
óskuðu ekki eftir allsherjar sam-
,fiteypu Evrópulanda með einni
yfirstjórn, en hins Tegar væri
engum blöðum ucn það að fletta,
að pólitískar afleiðingar aðildar
að EBE yrðu þær, að öll þjóða-
mörk þurrkuðust út.
Brezka stjórain einblínir á þau
hagstæðu áhrif, sem hún álítur
að aðildin að EBE muni hafa á
efnahag og stjórnmál í Bretla'ndi
sjálfu, öðrum Evrópulöndum og
á Vesturlöndum yfirleitt. Men-
zies sagði einnig, ag ef Bretar
gerðust aðilar að bandalaginu,
yrði ekki lengur hægt að tala um
brezkt samveldi. Efnahagslega
samstaðan, sem EBE miðar að,
myndi brátt ná til stjórnmálanna
einnig, og þegar svo er komið, er
hætt við, að greinir verði milli
samveldislandanna og Breta
sjálfra.
Þá neitaði forsætisráðherrann
þeim fullyrðmgum, að of mikið
væri gert úr þeim hættum, sem
Ástralíu stafaði af aðild Breta að
EBE. Ekki væri hægt að gera sér
Framh. á 15. síðu
sem augu og ugga vantaði á. Sér-
fræðingar hafa aldrei séð annað
Framh. á 15. síðu.
Ljómaöi
af fjotu
Fréttirnar, sem hafa
birzt í Tímanum fyrir stuttu,
um cldhnctti, sem menu
hafa talið sig sjá austur í
sveitum, hafa orðið til þess,
að ýmsir hafa hringt til
blaðsins og talið sig hafa
séð svipað í austri frá
Reykjavík, og það kvöld eft-
ir kvöld.
Einn mældi hraða Ijós-
depils, sem hann sá þrjú
kvöld í röð, rétt fyrir mið-
nættið, hreyfast suður og
upp í austurátt. Taldist hon-
um til að hann hreyfðist um
þrjár gráður á 2% mínútu.
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur fór að athuga
þetta fyrir blaðið. Kom þá í
ljós, að þotur frá Keflavík-
urflugvelli höfðu einmitt
verið á ferli á þessum slóð-
um þessi kvöld. Þær fljúga
um miðnættið í sólskini, þvi
þær eru í 10 kílómetra hæð
og getur því glampað af
þeim eins og af stjörnu.
Hins vegar telur Páll, að
eldhnötturinn, sem menn
sáu springa austanfjalls,
hafi verið loftsteinn eða
vígahnöttur.
4 fórust
Fjórir létu lífiö f hörðum árekstri, sem varð á þjóðveginum við Tjæreby skammt frá Korsör í Danmörku
síðastliðinn mánudag. Þetta er með hroðalegri bilslysum sem gerzt tiafa í Danmörku. Báðir bílarnir köstuð-
ust í loft upp við áreksturinn og allir sem í bílunum voru, sjö að tölu, köstuðust út. í öðrum þeirra var fimm
manna fjölskylda. — Eins og myndin ber með sér þá eru bílarnlr gjörónýtir.