Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 2
Fangavörður San Quentin segir: Ctiessman var hættulegur Clinton T. Duffy var um árabil yfirfangavörður í San Quentin fangefsinu í Kali- forníu. Hann hefur nú ritað bók um störf sín þar og reynslu og kynni sín af ýms- um sakamönnum, sem þar hafa dvalizt innan veggja. meðal Þeirra var Caryl Chessman, og Duffy segir álit sitt á honum í upphafi þess kafla bókarinnar, sem hér fer á eftir: „Caryl Chessman var tólf ár í dauðagangimím í San Quentin. Sem fangavörð'ur þekkti ég hann vel — og ég tel hann hafa verið einhvern hættulegasta mann, sem ég hef fvrir hitt. Hann sam- einaði gáfur vísindamanns og sið fræði úrþvættis, fágun fyrir- mannsins og hugarfar þorpar- ans. Glæsilegur, hrokafullur Hann vann hug nær því allra, sem hann komst í kynni við. Hann var glæsilegur ungur mað- ur, hár og axlabreiður með djúpt liggjandi dökk augu. En hann hataði alla. Hann leit á þjóðfélagið sem eðlilegan óvin sinn, og þeirri tilfinningu hélt hann til dauðadags. Hann var erfiður fangi, auvirðilegur, hroka fullur og þrjózkur, versti fanginn í sögu dauðagangsins. Verði hann talinn pislarvott- ur, er það skrumskæling ein. Eg kynntist honum fyrst árið 1941, þegar hann kom til San Quentin til að taka út fimm ára fangelsi fyrir vopnað rán. Hann var þá ágætur fangi, greindur og framtakssamiír. Sex árum síð- ar var hann aftur kominn í fang- elsið, dæmdur fyrir að vera sá alræmdi glæpamaður Rauðu lukt arinnar, sem iðkaði rán og nauðg anir á ástarstigum San Francisko borgar. Hann var niðurlútur, þegar ég kom til hans, og hann sagði: — Eg hef víst ekki hagað mér eins og þér ætluðust til, fangavörð- ur. Síðan kom gamli þrjózkuglamp inn aftur í augu hans: — Eg er einskis nýtur ræfill, fangavörð- ur. Eg verð aldrei annað. En hitt get ég sagt yður, — ég er ekki glæpamaður Rauðu luktar- innar. Eg ætla að berjaát í þessu máli. Eg lét Chessman fá allt, sem hann vildi — ritvél, pappír, rit- föng. í tólf löng ár bætti hann við skrifi eftir skrif til að kom- ast undan gasklefanum. Aftöku hans var frestað átta sinnum, og hann horfði á eftir meira en hundrað mönnum inn i gasklefann. Það olli honum sál- arkvölum, sem engin orð geta lýst. Slíkt á ekki að láta nokk- urn mann ganga í gegnum. . En allt var þetta til einskis. Hann endaði líf sitt í gasklef- anum í San Quentin þrátt fyrir þetta allt. — Caryl Chessmann er greind- ur, en ekki vitur, sagði einn fyrr- verandi fangi um hann eitt sinn. Eg hef aldrei vitað manninum betur lýst. Koma gasklefans Caryl Chessman dó að minnsta kosti fljótt og án sársauka. Nokkr um árum fyrr htfði hann látizt á gálga. Þegar ég kom fyrst i San Quentin fangelsið var Jim Holohan fangavörður. Hann var fylgjandi dauðarefsingu, en hafði óbeit á hengingunni, sem þá var ennþá opinber aftökuaðferð. Um skeið datt honum í hug að reyna að fá rafmagnsstól, en það cr allt að því eins hræðilegt tæki og gálginn. Undirbúningurinn er meira taugadrepandi. Það verður a5 raka höfuðið á þeim dæmda og skera á buxurnar til að koma rafplötunum fyrir. Afmyndunin á andliti og líkama fórnarlambs- ins er allt að því eins mikil við rafmagnsaftöku og hengingu. Stóri Jim fékk sér þess vegna gasklefa í staðinn, átthyrnt her- bergi með tveimur stólum og gluggum á öllum hliðum fyrir vitnin. Fyrsta aftakan Eitt af fyrstu verkum mínum eftir að ég varð fangavörður, var að undirbúa aftöku laglegs tuttugu o.g sex á.ra gamais manns, sem hét Everett Parman. Þegar ég kom að litla húsinu, sem gas- klefinn er í, beið böðullinn mín. — Allt er tilbúið, sagði hann. — Ágætt, svaraði ég stuttlega. Síðan fór ég til fundar við Par- man. Hann stóð við hlið prests- ins í bæn. Þegar því var lokið, spurði hann mig: — Hvað á ég að gera, þegar ég kem þangað inn, fangavörður? — Hallaðu þér eins vel aftur og þú getur. svaraði ég. — Eg lcgg til að þú biðjist fyrir í eitt eða tvö andartök, en líttu síðan til mín. Þegar cg kinka kolli, skaltu draga djúpt inn andann. Það verður léttara þannig. — Tekur það langan tíma? — Aðeins örfáar sekúndur. Eg kvaddi hann með handa- bandi. Vig gasklefann höfðu á- horfendur safnazt saman. Klukk- an nálgaðist tíu. Gengið var úr skugga um að' klefinn læki ekki. — Allt er í lagi, sagði ég. Rödd mín hljómaði eins og hún til- heyrði öðrum manni. Varðmenn færðu fangann inn. Hendur hans voru bundnar saman. Eg var þurr í hálsinum, þegar varðmennirn- ir bundu hann fastan við stól- inn. Hlustunartækinu við brjóst honum var komið í samband við slöngu, sem lá út úr klefanum. Þegar varðmennirnir voru komnir út úr klefanum, gaf ég merki um að halda áfram. Böð- ullinn tók í stöng, og vifta dældi nokkru af loftinu út úr klefan- um. Þá opnaði aðstoðarmaður hans fyrir leiðsluna sem leiddi gasið inn í klefann. Meðan þetta gerðist laut Par- man höfði í bæn. Hann leit upp og horfði á mig. Eg sá, þegar eimurinn byrjað'i að stíga upp. Þegar hann var kominn að brjósti Parmans ,hneigði ég höf- uðið. Hann hallaði sér aftur á bak, lokaði augunum og dró inn andann. Líkami hans tók kipp og höfuðið féll niður. Skjálftinn hélt áfram í nokkrar mínútur, en Parman var meðvitundarlaus og fann ekki til sársauka. Eg fylgdist með lækninum, sem hlustaði hjartsláttinn. Hann gaf mér að lokum merki, og þessu var lokið. Eg fór aftur til skrifstofu minnar. Á leiðinni þangað. fann ég að ég hraðaði mér. Mér fannst þetta allt svo ótrúlegt. Þegar ég lyfti upp símtólinu til að tilkynna ríkis- stióranum aftöku Parman<!. hugs- aði ég: — _ Eg er nýbúinn að deyða mann. Parman var sá fyrsti, sem ég varð að taka af lifi sem yfir- fangavörður San Quentin. En það var jafnerfitt með marga aðra en hann. Algengasta spurn- ingin, sem dauðadæmdir menn spurðu mig, var: — Hverju er það líkt? í fyrsta skipti sem ég var spurður þeirrar- spurningar, ^varaði ég. — Það er eins o,g að falla í svefn. Síðan komst ég að því, að fangarnir töluðu um dauð ann sín á milli sem „svefninn mikla“. Vann að gerS gasklefsns Sumir menn segja, að dauða- refsing dragi úr morðum. Væri svo, myndi enginn fyrrverandi fangi fremja morð, því að allir sem koma í fangelsið verða varir við nálægð gasklefans. Eg þekki meira að segja einn mann, sem átti þátt í að smíða gasklefann og endaði ævi sína í honum. Alfred Wells hét hann, og var í San Quentin vegna inn- brota, þegar gasklefinn var byggð CARYL CHESSMAN ur árið 1938. Hann var afbragðs verkmaður, og undir yfirsjón verkfræð'inga sá hann um að leggja allar leiðslur til klefans. Verkið tók nokkra daga og leysti hann það vel af hendi. Þegar hann kom aftur í klefa sinn, létu samfangarnir rigna yfir liann spurningum um gasklefann. Og Wells lauk alltaf máli sínu um hann með orðunum: — Eg vil aldrei komast í nánari kynni við hann en ég hef þegar gert. Skömmu síðar var hann náðað- ur. En dag einn árið 1941 drap hann bróður sinn, mágkonú sína og vinkonu hennar. Og hann vann ekki það verk í æðiskasti. Þessir vandamenn hans höfðu reynt að bregð'a fæti fyrir ásta- samband, sem hann hafði við hálfsystur sína, og hann ráðgerði kalt og skipulega að svipta þau lífi. Og gasklefinn, sem hann þó þekkti vel, kom aldrei í huga hans. Wells kom aftur til fangelsis- ins, þessu sinni til dauðagangsins. Hann reyndi að fremja sjálfs- morð nokkrum sinnum. í gas- klefann gekk hann með bæn á vör og lét lífið örfáum skrefum frá þeim leiðslum, sem hann hafði lagt svo meistaralega fá- einum árum fyrr. Rökin gegn dauðarefsingu Eg hata dauðarefsingu. — Gálgi, gasklefi, rafmagnsstóll, skotsveit .. allt kemur þetta í sama stað nið'ur. Eftir hræðilegar sálarkvalir í mánuði eða ár deyr mað'ur í pín- ingartæki og oft í hátíðarutn- hverfi, en þjóðfélagið, sem reyn- ir að snúa sér undan og sjá ekki, leggur blessun sína 'yfir allt. Ríkir menn eru aldrei teknir af lífi. Einungis fátæklingarnir enda feril sinn í dauðaklefanum. Morð er morð og dauðarefsing er dauðarefsing, en þessir tvíbur- ar finnast ekki nema, þegar morð inginn er blankur. Eg hata dauðarefsinguna, af því að það er jafnrangt hjá rík- inu að svipta menn lífi og hjá einstaklingum; af því að hún cr ómannúðleg; af því að hún er óréttlát; af því að það er hætta á, að rangur maður sé tekinn af lífi; af því að hún er sóun á mann legri getu; af því að hún dregur ekki úr afbrotinu. Og ég er þess fullviss að meg- inástæða þess að hún er enn við lýði, er sljóleiki almennings, en ekki hitt, að almenningur sé henni fylgjandi.“ Líki CHESSMANs ekiS út úr fangelsinu eftir aftökuna, „Ósmekklegt“ Þetta er nafn smáleiðara í Morgublaðinu í fyrradag. Er þar rætt um dagskrárlið út- varpsins í tilefni af frídegi verzlunarmanna og ráðizt að út varpinu og þeim, sem að þeim þætti stóðu, fyrir það, „hve einliliða efni var valig til flutn- ings .... viðtöl við nokkra menn, sem teljast mega til verzlunarstéttar, eða hafa gert það, en leitaði ekki út fyrir eitt ákveðið fyriræki, þ.e.a.s. SÍS »g dótturfélag þess, KRON,“ eins og Mbl. orðar það. Hér mun sveigt að viðtölum þeim, sem Örlygur Hálfdanar- son átti við nokkra menn í þess um þætti, og af þvi að hér er ómaklega á mann ráðizt, er rétt að máltð sé uipplýst svolítið betur. Þáttur þessi mun hafa verið á vegum landssiamtaka íslenzkra verzlunarmanna, og kusu sam- tökin þríggja manna nefnd til þess að annast útvarpsþáttinn. Varð sú verkaskipting nefndar- innar m.a., að Örlygur Hálf- danarson, einn nefndarmanna, tók að sér að eiga viðtöl við nokkra starfsmenn samvinnu- félaganna, og tilkynnti hann þeim nefndarmanna, sem falin hafði umsjá þáttarins, hvaða menn það myndu verða, og að viðtöl þessi myndu taka 30 mín- útur í þættinum. Umsjá þátt- arins var að öðru leyti í hönd- um hinna. En þegar þátturinn birtist í útvarpinu kom í ljós, að þeir menn höfðu einskis efnis aflað að sínum hluta en m.a. lengt þáttinn með því að fá í hann einhvern gamanþátt eftir Gunn- ar M. Magnúss. Örlygur Hálf- danarson bar því enga ábyrgð á þættinum í heild en annað- ist aðeins þau viðtöl, sem nefnd in fól honum við tiltekna menn. Hlutur hinna, lá eftir. Þetta verður því að teljast „ósmekklegt" af Mbl., en öðr- um ekki. 700 starfsmenn Mergurinn málsins er sá, að Morgunbla'ðinu finnst hlutur samvinnumanna gerður helzt tfl mikill, og er það ekki ný bóla. Hins vegar má minna það blað á, að ekki var með öllu óviðeigandi, að hlutur sam- vinnuverzlunarmanna væri að nokkru getið á þessum hátíðis- degi verzlunarmanna, og má á það benda, að einmitt þennan í, dag átti KRON 25 ára afmæli Iog á þessu ári var 60 ára af- mæli SÍS og 80 ára afmælis elzta kaupfélagsins. f Verzlunar mannafélagi Reykjavíkur eru um 700 starfsmenn SÍS og KRON, og í Landssambandi verzlunarmanna er um helm- ingur meðlimanna samvinnu- starfsfólk, og satt að segja hef- ur hlutur þess í dagskrá verzl- unarmannadagsins ekki verið í hlutfalli við þessa staðreynd fram að þessu. Þetta er Mbl.- skriffinnum hollast að hugleiða, áður en þeir halda áfram fárán Iegum árásum af þessu tilefni. vfirnáttúrlega Það cr nú frægt orðið um allt land, þegar Morgunblaðið birti forystugrein til þess að sanna þjóðinni, að góðærið væri „viðrcisninni“ og stefnu stjórnarinnar að þakka. Þar með var sagt berum orðum, að Ií landinu sæti ekki mannleg ríkisstjórn, heldur yfirnáttúr- leg og nærri því guðleg, sem réði fiskigöngum, grassprettu og veðurfari. Mun þetta í fyrsts Framhald á 13. sfðu ———————1 S 2 TÍMINN, föstudaginn 10. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.