Tíminn - 10.08.1962, Page 4
Nánari tildrög þessa atburðar
voi'u þau, að skömmu eftir að vest-
ur-þýzku herskipin þrjú, sem flytja
þriðju flotadeild þýzka hersins,
höfðu lagzt við festar á Löngulínu,
safnaðist þar saman um 200 manna
hópur, sem vildi sýna með nær-
veru sinni mótmæli gegn flotaheim
sókninni.
Formaður dönsku móttökunefnd
arinnar flutti ávarp til fólksins og
bað það að halda leiðar sinnar í
ró og spekt.
En fólkið lét sér ekki segjast og
fóru nokkrir úr hópnum að einu
herskipanna og gerðu hróp að
þýzku hermönnunum.
Einn úr hópnum réðst að lög-
reglumanni og rétti honum tvö vel
úti látin kjaftshögg, svo að flytja
varð manninn á slysavarðstofu.
Hófst þá lögreglan handa um að
dreifa mannfjöldanum og skömmu
síðar hafði verið komið á ró við
höfnina og nýjar vegatálmanir sett
ar við lægi herskipanna.
Myndirnar sýna hvar
lögreglan er aö draga
suma úr hópnum upp í
lögregluhíl. Þeir höfðu
fengið sér sæfi í mót-
mælaskyni og neifoðu að
standa upp.
T f MI N N . föstudaginn 10. áffúst 1962
)