Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 6
X"
LARUS JONSSON:
UPPSALABRÉF
AÐ ÞES'SU SINNI ætla ég að
ræða íslenzk málefni.
Ég hef séð á blöðum, að mjög
er kvartað um kal á túnum víða
um land. Vilja menn ýmsu um
kenna. Virðist mér að kal sé orð-
inn nokkuð tíður gestur og ekki
smátækur í garði íslenzkra bænda.
Nú er augljóst, að ég get ekki
lesiS í lófa mér hér ytra hverjar
eru orsakir þessa kals, en þó vil
ég fara um það nokkrum orðum,
Fullur áratugur er síðan dr.
Sturla Friðriksson gerði sínar at-
huganir á kali túna (Rit landbún-
aðardeildar B-fl. nr. 7). Þessar at-
huganir hljóta að skoðast sem
frumathuganir, en þeim hefur
ekki verið fylgt eftir. Það er aug
ijóslega ekki orsök kalsins, en
mikil er skömm tilraunaráðs jarð-
ræktar að hafa ekki tekið málið
fastari tökum.
Kal er margskonar að eðli til.
Ég læt nægja að vísa til rits Sturlu
um lýsingu á kalinu. Það er óvé-
fengjanlegt að grastegundir (og
stofnar) eru mismunandi þolnar
gegn kali. Varla er til nokkur við-
hlítandi tilraun, sem lýsir þoli
grasstofna við íslenzkar aðstæð-
ur. Hér koma þó fleiri atriði til.
Stundum virðast stórir skammtar
köfnunarefnis geta aukið kal-
hættu. Vissar rannsóknir erlendar
benda til þess, að aukið köfnunar-
efni auki vöxt ofanjarðarhluta
grasanna meir en rótanna og dragi
jafnvel úr vexti róta við þessar
aðstæður. Slíkt myndi að sjálf-
sögðu stórauka kalhættu ef ætti
sér stað. Engin tilraun hefur verið
gerð til þessa, til þess að athuga
þetta við íslenzkar aðstæður.
Breytinga er vissulega þörf.
Enn er þó eitt veigamikið atr-
iði órætt. Það er framræsla og
jarðvinnsla. Við vitum að standi
vatn á túnum að vetri til er kal-
hætta mikil, hreinasta mildi ef
ekki kelur. Mikils er því um vert,
að fyrir því sé séð, að yfirborðs-
vatn renni auðveldlega af túnum
og þurrkun þeirra sé að öðru leyti
góð. Fyrsta skilyrði fyrir því að
svo megi verða er, að skurðbakk-
ar séu vel teknir niður og slétt-
urnar kýfðar. Það er ljóst að því
lengra sem er milli skurða, þeim
mun erfiðara er að fá sléttuna full
nægjandi kýfða, en því skemmra
sem er milli skurða, þeim mun
minni eða mjórri verður skákin
Kann það að valda erfiðleikum við
nýtingu stórvirkra véla, auk þess
sem þéttir skurðir eru dýrir í
stofnun. Því hefur mér komið til
hugar hvort ekki mætti hefja
gömlu beðaslétturnar til vegs að
nýju. Væru rásirnar ekki krappari
en svo, að vel mætti aka hvaða
vél sem væri þvert á þær án telj-
andi hindrana, þá er lítils um-
vert þótt botn rásarinnar kali, ef
aðrir hlutar sléttunnar eru heilir.
Þetta, ef ekki tekst að finna við-
hlítandi lokræsatækni.
JARÐVINNSLAN.
Jóhann Franksson á Stórólfs-
velli ritar ágæta grein um jarð-
vinnslu og jarðvinnsluverkfæri í
5. tbl. Búnaðarblaðsins. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu, sem ég
hygg rétta, að alltof víða sé pott-
ur brotinn um verkfæraeign rækt-
unarsambanda. Ég hefi ekki miklu
við að bæta, en vil þó benda á eitt
atriði í sambandi við skerpiplóg-
inu. Mér hefur sýnzt plæging með.
honum afar misjöfn. Það vill I
brenna við, þar sem strengir eru !
svo digrir, að þeir falli ekki vel
niður. Holrými myndast undir
strengjunum hér og þar. Ofan í
þau fellur þurr og laus mold við
frekari vinnslu. Strengirnir gegn-
umhverfast ógjarnan. Skiptast á
þéttari strengir og lausari rákir á
milli. Mismunandi spirunarskilyrði
og missig eru óhjákvæmilegar af-
leiðingar til hinnar mestu bölvun-
ar. Hafi ekki verið plægt út á alla
skurðbakka síga þeir minna en
„innlandið" og verða gjarnan
hæstu hlutar sléttunnar, öfugt við
það, sem vera ber. Ekki liggja fyr-
ir nokkrar tilraunaniðurstöður,
sem geta orðið að liði við val á
verkfærum til jarðvinnslunnar.
Það er Ijóst, að mörg Ijón eru
veginum til „viðreisnar". Eitt er
að sjálfsögðu kostnaður og getu-
leysi ræktunarsambanda við útveg
un fjölbreyttra verkfæra. Annað
er skorturinn á raunhæfum til-
raunum til þess að byggja valið
á. Eitt er þó víst, að eins og nú
er ástatt er ekki hægt að sitja
með hendur í kross og bíða eftir
niðurstöðum tilrauna, sér í lagi
ef þær eru aldrei hafnar,. Við verð
um því enn einu sinni að byggja
á þeirri reynslu, sem ráðunautarn-
ir hafa aflað í starfi sínu. Mér er
kunnugt um að hún er mikil, en
ég er ekki viss um að hún nýtist
sem skyldi. Ráðunautarnir eiga
vopn, sem bítur. Það er að ekki
taka út aðrar sléttur en þær, sem
vel eru frá gengnar í alla staði.
Slíkt er raunar skylda þeirra. En
þetta er biturt vopn og snýst í
hendi þeirra, ef þeir gefa sér ekki
tíma til þess að fylgjast vel með
jarðyrkjustörfum og að fræða
bæði bændur og jarðvinnslumenn
um hversu skuli frágengið á hverj-
um stað. En það er raunar þeirra
starf, og til þess verður að sjá,
að þeir séu ekki ofhlaðnir öðrum
störfum svo þeir geti ekki sinnt
sínum eiginlegu verkefnum.
Eitt vandamál, og ekki hið
minnsta er, að tryggja kunnáttu-
menn til þess að fara með jarð-
yrkjuverlcfærin. Ekki kunnáttu-
menn um vélar, þeir eru nú á
hverju strái. Heldur kunnáttumenn
um jarðyrkju. Það er mjög mikils
virði að hafa sömu mennina ár-
um saman við jarðyrkju, eins og
við önnur störf. Kannski er ein
leið að hjálpa duglegum áhuga-
mönnum til þess að sjálfir eignast
vélarnar og verkfærin og með
samningum tryggja ag þeir vinni
fyrir ræktunarsambö^idin.
Ég hygg að það bezta, sem við
getum gert að sinni (því víst ligg
ur á), sé að ráðunautarnir leggi
meiri tíma í að fræða bændur og
jarðyrkjumenn um hverjar leiðir
þeir telji heppilegastar við hverj-
ar aðstæður og síðan nota öll til-
tæk ráð, til þess að sjá til þess að
þeirra fyrirmælum sé fylgt.
Ef við ofan þetta bætum ein-
hvers konar sýninga- og verðlauna
starfsemi, hygg ég að árangur
muni nást.
Þetta léttir þó engan vegin á-
byrgð eða skyldum af tilraunaráð-
inu. Síður en svo. Það sem verður
að gera skipulegar tilrkunir með
er þol útsæðis, áhrif áburðar á þol
stofnanna og jarðvinnsla Það sið-
astnefnda er vissulega flóknast og
örðugast viðfangs, en það er eng-
in afsökun fyrir því að ekki sé
reynt.
Eg lík svo þessu rabbi mínu um
kalið með því að segja:
Það er skoðun mín að eins og nú
er ástatt séu rannsóknir á kali túna
margfalt þýðingarmeiri íslenzkum
Margir votheysturnar byggðir
í sumar hefur verið mikið unnið að því að steypa votheysturna, einkum sunnan lands og vestan. Eru notuð
tll þess hagkvæm tæki og gengur verklð fljótt og vel. Á stórbýlum eru gjarnan byggðir tvelr eða þrír, eins
og sést á þessari mynd. .
bændum og vænlegri til árangurs
en efnagreiningar á jarðvegi. —
Þetta þrátt fyrir að ýmis samtök
hafa í beztu meiningu rokið upp
til handa og fóta og gefið fjárfúlg-
ur til hins síðarnefnda á meðan
hins fyrrnefnda sést aðeins getið í
fréttum og viðtölum af lands-
byggðinni.
SÝNINGAR.
Ég nefndi að koma mætti á fót
einhvers konar sýninga- og sam-
keppni'sstarfi í jarðræktinni svipað
því sem notað er í búfjárrækt. —
Þetta auðvitað til þess að efla og
Vekja á.huga, jafnt bændá sem
þeirra, sem jarðvinnslu fram-
kvæma. Ég vil nefna það hér, að
um nokkurra ára skeið hafa ver-
ið háðar heimsmeistarakeppnir í
plægingum. Jarðvinnslan er álitin
svo þýðingarmikil meðal ræktunar
þjóða, að þær kosta til flutning-
um á fólki og verkfærum heims-
álfa í milli í þeim tilgangi að vekja
athygli á. gildi vandaðrar vinnu í
jarðrækt. Nú er það svo, að hjá
akuryrkjuþjóðum er plægt árlega,
aðeins er sáð til eins árs, oftast. En
hversu mjög þarf þá ekki að vanda
jarðvinnsluna, þegar sáð er til
fleiri ára eins og á íslandi. Slík
starfsemi, sem hér er drepið á,
hlýtur að leiðast og skipuleggjast
af ráðunautum Búnaðarfélags ís-
lands. En einnig hér þarf að létta
af ráðunautunum ýmsum störfum,
sem hingað til hafa gert þeim ó-
kleift að sinna leiðbeiningastarf-
inu sem skyldi. Jarðræktin þarf
aftur að koma til vegs og virðing-
ar hjá Búnaðarfélagi íslands.
/ Úr því að ég fór að minnast á
leiðbeiningaþjónustu á annað
borð, þá er bezt að halda áfram.
Mjög hefur borið á því upp á
síðkastið að rígs gæti milli bænda
og bæjarfólks, milli framleiðenda
og neytenda landbúnaðarvara. —
Þetta hefur aukizt við hinar hat-
römmu deilur, sem orðið hafa um
búvöruverðið.
Því miður heyrast oft hinar fá-
ránlegustu hugmyndir um lífsaf-
komu og aðstöðu sveitafólks. —
Slíkur rigur, slík fáfræði gagnar
engum. Ég hygg að tími sé til þess
kominn að Bf. ísl. ráði mann, sem
hefur það aðalstarf að fræða neyt-
endur um starfsaðstöðu og starfs-
háttu bænda.
Auðveldast er trúlega að byrja
í skólanum. Ef okkur tekst að
auka skilning unga fólksins og
menntafólksins á lífsskilyrðum
bændastéttarinnar er stærsti björn
inn unninn. En efalaust eru ýmis
stéttasamtök fús til samvinnu, því
kynning og aukinn skilningur milli
stétta er brýn nauðsyn, ekki hvað
sízt í svo litlu þjóðfélagi sem hinu
íslenzka.
Starfsemi þessa manns á ekki að
beinast að áróðri fyrir því, að fólk
geri landbúnað að atvinnu. Það er
ekki þar, sem skórinn kreppir. —
Försvarsmenn landbúnaðarins hafa
nóg verkefni að sjá til þess að
þeim, sem nú stunda landbúnað
sé kleift að lifa af búskap sínum,
og þeir, sem nú búa geta, ef vel
er að þeim búið, fullnægt kröfum
þjóðarinnar að sinni fyrir mjólk
og kjöt. Þetta hindrar ekki að vist
þarf að efla og auka hlut land-
búnaðariris í fólksfjölguninni, 'en
einkum rrieð nýjum búgreinum.
Það sem á að gera er að fræða
fólk um hvaða vopn bóndinn notar
í baráttunni við veður og vind og
hvað hinar og þessar ráðstafanir,
sem gerðar eru, þýða, hlut land-
búnaðar í þjóðarbúskapnum, já,
það er af nógu að taka.
Annan starfsmann vantar Bún-
aðarfélagið nauðsynlega. Það er
æskulýðsráðunautur, sem skipu-
leggur og veitir forystu unglinga-
fræðslu í. sveitum og skipuleggur
bændaklúbba o.fl. Það má ekki
lengur dragast að ráða slíkan
mann, en hann er vandfundinn.
Eg tel að hvort tveggja sé inn-
an verksviðs Búnaðarfélags fs-
lands.
iögur á ferð
Leikflokkurinn „Fjögur
á ferð" hefur nú sýnt gam-
anleikinn „Eg vil eignast
barn" 30 sinnum á Austur-,
Norður- og Vesturlandi.
Fjórmenningarnir komu
hingað á þriðjudagsmorg-
un eftir að hafa verið mán-
uð á ferðinni. Um næstu
helgi munu þau hefja sýn-
ingar sunnanlands: Selfossi
föstudag, Kirkjubæjar-
klausfri, laugardag og
Hvolsvelli, sunnudag.
Myndin sýnir þau Jón Sigurbjörnsson, Þóru Friðriksdótrur og Slgriði
Hagalín í hlutverkum sínum f ,,Ég vil eignast barn".
T í MIN N, föstudagi'iD 10. ágúst 1962
6