Tíminn - 10.08.1962, Side 9
Kom á fót heimilishagfræði-
deild við háskdlann á Hawai
Rætt við frú Dóru Lewis, fyrrverandi há-
skólakennara frá New York, sem hér
er 1 heimsókn hjá vinum og ættingjum. -
Frú Dóra Lewis fyrrverandi háskólakennari í New York.
staðnum og vinnslu sjávaraf-
urða, rekur meðal annars litla
250 mála síldarverksmiðju og
síldarsöltun.
— Hverjir veita þessu fyrir-
tæki forystu?
— Framskvæmdastjóri þess
er Sigurður Tryggvason, en
formaður Vilhjálmur Sigtryggs
son, oddviti. Annars er fé-
lag þetta svo grundvallað, að
Kaupfélag Langnesinga á 40
prósent hlutafjár, Þórshafnar-
hreppur 30 og einstakir útvegs-
menn 30 prósent.
Útgerðin gengur vel
— Hvernig gengur útgerðin?
— Héðan róa milli 20 og 30
smábátar og í sumar hafa þeir
alveg rótfiskað. Svo er nú kom-
ið, að sumir bátarnir hafa þeg-
ar aflað eins mikið og þeir
gerðu allt síðastliðið ár. At-
vinna er hér geysimikil og að-
eins skortur á vinnuafli.
Náttúruhamfarir
— Ef ég man rétt, þá urðu
Framhald af 8 síðu
Á íslandi á ég miklu fleiri
skyldmenni en í Bandaríkjun-
um og það er ákaflega gaman
að koma og hitta þau, sagði
frú Dora Lewis, fyrrverandi
háskólakennari frá New York.
— Faðir minn var Sumarliði
Sumarliðason, gullsmiður, hélt
frú Lewis áfram, samtímamaður
og sveitungi Matthíasar Jochums-
sonar. Var hann einn þeirra, sem
hjálpaði Matthíasi til að komast
í skóla. Hann flutti fyrst til Norð-
ur-Dakota, en þaðan til Washing-
tonríkis. Móðir mín var einnig
fædd á íslandi og hún kenndi mér
að lesa og tala íslenzku, en ég hef
lítinn tíma til að lesa hana nú-
orðið.
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þér komið til íslands?
— Nei, það er í þriðja sinn, en
í gær fór ég í fyrsta sinn til Ak-
ureyrar að heimsækja frænda
minn Kristin Jónsson, forstjóra
Flugfélagsins. Við erum systra-
börn. Og nú eru hér staddar
frænkur mínar frá Æðey og fjöl-
mörg önnur skyldmenni, sem mér
vinnst of lítill tími að ræða við.
— Þér hafið lengi fengizt við
kennslu í fjölskyldufræðum. Vi'ð
hvaða stofnanir hafið þér einkum
kennt?
— Síðast veitti ég forstöðu heim
ilishagfræðideild við Hunter Coll-
ege í New York-borg, en þar áður
var ég prófessor við New York
háskóla. Eirinig hef ég starfað sem
námsstjóri á fleiri en einu kennslu
svæði. Með skemmtilegustu verk-
efnum, sem mér hafa verið feng-
in, voru að skipuleggja heimilis-
hagfræðideild háskólans á Hawaii
árið 1929, en það var skömmu eft-
ir að ég hóf kennslu. Árið 1946
var mér falið að starfa með. her-
liði Bandaríkjamanna í Japan. Var
ég þar til ráðuneytis í upplýsinga-
þjónustu fyrir almenna borgara.
Var það fjölbreytt starf og ánægju
legt. Síðar hefur mér verið boðið
til Indlands og Grikklands til
starfa, en þau boð hef ég ekki
getað þegið vegna anna.
— Eruð þér hætt kenhslustörf-
um?
— Já, að minnsta kosti í bili og
er það af tvennum ástæðum. Mér
finnst, að ég verði að ætla mér
meiri tíma til ritstarfa, en ég hef
skrifað kennslubækur í fjölskyldu
fræði og ritstýrt mörgum fræði-
ritum í þeirri grein. Eru margar af
bókum mínum einnig notaðar við
kennslu utan Bandaríkjanna.
Þá finnst mér einnig æskilegt
að geta varið enn meiri tíma til
starfa fyrir Soroptimist-félagsskap
inn, en ég er forseti bandarísku
deildar þess alþjóðlega félagsskap-
ar.
Soroptimistafélögin eru kvenna-
samtök, hliðstæð Rotaryfélögum
karlmannanna, og beita sér einkum
fýrir því að stuðla að aukinni
menntun kvenna, auk alhliða menn
ingarstarfs á hverju félagssvæði.
Ég er hér á ferð að þessu sinni
vegna þess, að ég er á leið á átt-
unda alþjóðaþing samtakanna i
Helsingfors.
— Veitir félagið þá námsstyrki?
— Já, allar félagsdeildir veita
einhvers konar námsstyrki. Oft
veita deildir á hverjum- stað
menntaskólastúlkum styrki, en al-
þjóðasamböndin veita einkum há-
skóla- og vísindastyrki. Það er ein-
dregin skoðun mín, að ef konur
ætla að gera kröfu til jafnréttis-
_ stöðu á við karlmenn, þá verði
^ þær að afla sér hliðstæðrar mennt
unar og karlmennirnir hafa. Kon-
ur valda ekki ábyrgðarstöðum án
menntunar, fremur en karlar.
Auk sérstyrkja, veitir félagsskap
ur okkar fé til menntunar kvenna
gegnum alþjóðastofnanir eins og
UNESCO og UNICEF (menningar
málastofnun Sameinuðu þjóðanna
og barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna). Hef ég setið þing þessara
stofnana, sem fulltrúi félagsins,
en það hefur, eins og fleiri alþjóða
stofnanir, tillögurétt á fundum
þeirra. Allt þetta starf er tíma-
frekt, en mjög ánægjulegt. Til
Suður-Ameríku hef ég tvisvar far-
ið á vegum þessa félagsskapar og*
þar spretta upp nýjar félagsdeild-
ir svo að segja árlega.
Tekjurnar af bókum mínum
leyfa mér að fórna tíma í þessi
störf og mér* finnst alþjóðlegt sam
starf kvenna á þessum vettvangi
einkar ánægjulegt og líklegt til
árangurs.
— Hvaða grein fjölskyldufræða
kennduð þér einkum?
— Kénnsla mín fjallaði einkum
um samband barna o.g foreldra, en
fjölskyldufræði eru margþætt og
þar gripur hvað inn í annað. Það
er nauðsynlegt að læra til þeirra
verka, sem heimilishald krefst,
vita skii á hollu mataræði, kunna
að útbúa aðlaðandi vistarverur og
vita deili á fatnaði- En ekkert af
þessu megnar að skapa lífsham-
ingjuna, sem menn sækja þó
sannasta í gott fjölskyldulíf. Sam-
band einstaklinganna í fjölskyld-
unni er það, sem allt veltur á. Það
væri ósköp gott ef allar fjölskyld-
ur væru góðar og fullkomnar, en
það eru þær nú ekki og því er svo
mörgum nauðsyn á að fyrir þeim
sé brýnt hvaða ábyrgð fylgi fjöl-
skyldustofnun, hvaða möguleika
fjölskyldulífið býður til þroska og
hamingju. Ef hægt er að fá ein-
staklingana til að hugsa um þetta
í einlægni og styðja þá í viðleitn-
inni til að skapa fagurt persónu-
samband, þá er auðvelt að læra
hina verklegu tækni, sem þarf til
að skapa ytri ramma fjölskyldu-
lífsins. En við verðum að halda
áfram að leita nýrra leiða til að
kenna og fræða.
En þér ættuð ekki að ýta undir
mig að ræða um þetta efni, þá verð
ég alltof margorð, segir frú Lewis
brosandi. Mín heimilishamingja
varð skammvinn og má vera að
það sé þess vegna, sem áihugi
min er svo brennandi fyrir því að
reyna að aðstoða aðra, sé það
mögulegt. Ég giftist strax og ég
lauk menntaskólanámi. Maðurinn
minn var í hernum og féll ári eftir
að við giftumst. Það ár var dá-
;amlegt og söknuðurinn því sár.
Ég hélt áfram háskólanámi við
Washington-háskólann og kennara-
háskólann í Colombia. Seinna fékk
ég styrk frá Rockefellersjóðniur.
til framhaldsnáms við háskólana
í Minnesota og Cincinnaty. Ég lauk
aldrei doktorsprófi — rrie.-t vegna
annríkis, en vegna reynslu minu-
Framhald á bls. '13
** í MIN N, föstndaginn 10. ágúst 1962
9