Tíminn - 10.08.1962, Page 12

Tíminn - 10.08.1962, Page 12
Akureyri sigraöi Færeyska landsliðið í knatt- spyrnu lék á Akuceyri í fyrrakvöld gegn beztu leikmönnum Akureyr- ar. Akureyringar léku ágætlega og sigruðu með sex mörkum gegn einu. Jakob Jakobsson lék nú með Akureyri, en hann er nýkominn heim frá Þýzkalandi. Setti Jakob mikinn svip á framlínuna og var hennar bezti maður, þótt svo, að þrír menn, sem leikið hafa í lands liðinu í sumar léku í framlínunni með lionum. Mörk Akureyringa skoruðu Steingrímur Björnsson þrjú, Jakob tvö og Skúli Ágústs- son eitt. Færeyingar skoruðu sitt eina mark í byrjun síðari hálf- leiks. Næsti leikur Færeyinga verður á Akranesi á sunnudaginn. RITSTJORI HALLUR SIMONARSON ISLENZKA LANDSLIÐIÐ LÍHANDSi Á hinu mikla heimsmóti æskunnar í Helsinki kepptu margir heimsfrægir íþrótta- kappar, en nær eingöngu frá kommúnistaríkjunum. — Heimsmethafinn í hástökki, Valery Brumel, sigraði með yfirburðum í sinni grein að venju og stökk hæst 2,22 m. — Á myndinni sést liann stökkva þessa hæð. Ljósm.: Politiken. J íslenzka landsliðið í knatt- spyrnu heldur til frlands í dag, en á sunnudaginn verður fyrri leikur íslands og írlands í Evrópukeppni landsliða. í för inni verða 16 menn, 13 leik- menn og þrír fararstjórar, og koma þeir heim aftur á mánu- dagskvöld, nema Þórólfur Beck, sem bætist í hópinn í Glasgow, og verður þar eftir. Helgi Daníelsson, Akranesi, Árni Njálsson, Val, Bjarni Felixson, KR, Garðar Árnason, KR, Hörður Felixson, KR, Sveinn Jónsson, KR, Skúli Ágústsson, Akureyri, Þórólf- ur Beck, St. Mir'ren, Ríkharður Jónsson, Akranesi, fyrirliði, Ellert Schram, KR, og Þórður Jónsson, Akranesi. Yfir 50 metra Á miðvikudaginn kepptu þrír starfsmenn Landssmiðjunnar í kringlukasti á Melavellinum. Var hér um keppni að ræða og kepptu tveir gegn einum, það er að segja, áraugur þeirra var lagður saman. Þeir Hörður Einarsson og Halldór Guðmundsson köstuðu samanlagt 51.36 metra. 25.52 og 25 84 metra. og sigruðu þvi Þorstein Löve. sem kastaði 50.09 metra Þorsteinn er í keppnisbanni, og er þessi árang- ur hans því ekki skráður. íslenzka liðið er skipað óvenju reyndum leikmönnum að þessu sinni og er aðeins einn nýliði í því, Skúli Ágústsson frá Akur- eyri. Liðið er annars þannig skip, að, talið frá markmanni að vinstri útherja: Helgi Daníelsson, Akranesi; Ámi Njálsson, Val; Bjarni Felix- son, KR; Garðar Árnason, KR; Hörður Felixson, KR; Sveinn Jóns son, KR; Skúli Ágústsson, Akur- cyri; Þórólfur Beck, St. Mirren; Ríkharður Jónsson, Akranesi, fyr- irliði; Ellert Schram, KR og Þórð- ur Jónsson, Akranesi. Flesta landsleiki af þessum mönn um hefur Ríkharður Jónsson leik ið, 26 að tölu. Næstur kemur fé- lagi hans, Helgi Daníelsson með 2, leik. Árni Njálsson og Þórður Jónsson hafa leikið 12 landsleiki : hvor, Þórólfur Beck tíu, Hörðar ; Felixson^ níu, Sveinn Jónsson og | Garðar Árnason átta hvor, Ellert Schram fjóra og Bjarni Felixson einn, en hann lék sinn fyrsta lands leik gegn Norðmönnum í sumar. f Evrópukeppni landsliða taka þátt 32 lönd — og er útsláttar- keppni þannig, að helmingurinn fellur úr eftir fyrstu umferðina. Tveir leikir eru háðir, heima og að heiman, og ræður markatala, ef löndin verða jöfn að stigum, það er vinni hvort um sig annan leikinn. Verði báðir leikirnir jafn tefli — eða markatalan verður á annan hátt hin sama, þurfa lönd in að keppa að nýju þar til úrslit hafa fengizt. Þetta er í annað sinn, sem slik Evrópukeppni lands liða er háð. Sovétríkin sigruðu í hinni fyrstu. Léku þau til úrslita við Júgóslavíu í París og sigruðu með eina markinu i leiknum. — Fyrsta keppnin vakti ekki sér- lega mikla athygli og voru þátt tökuþjóðir miklu færri en nú — fyrir þau lönd, sem komast eitt- hvað áleiðis í henni. Knattspyrnu samband Evrópu kom þessari keppni á, þegar á daginn kom hve gífurlegur hagnaður hefur orðið af Evrópubikarkeppninni, en í henni leika meistarar hvers lands, og rennur hagnaðurinn því til fé- laganna. Þá er og önnur Evrópu- keppni háð — milli þeirra liða, sem sigra í bikarkeppni landanna, en hún hefur nokkuð fallið í skugga hinnar fyrri. Sigri t. d- sama liðið bæði í deilda- og bikar keppni lands síns — velja forráða mennirnir alltaf Evrópubikar- keppnina og má þar til dæmis benda á, enska liðið Tottenliam og spánska liðið Real Madrid. Eins og áður segir heldur lands liðið utan í dag. Aðalfararstjóri verður Björgvin Schram, en auk hans í fararstjórn þeir Áxel Ein- arsson frá KSÍ, og Haraldur Gísla son frá landsliðsnefnd. Þjálfari er enginn með liðinu — en fyrir- liðinn, Ríkharður Jónsson, hefur annazt þjálfunina jafnframt, sem hann leikur með liðinu. Leikur- inn verður í Dublin á sunnudag og hefst klukkan 2,30 eftir islenzk um tíma. Lýsingu á báðum hálf- leikjum verður útvarpað beint og mun Sigurður Sigurðsson annast hana. Blaðamenn munu hins veg- ar ekki verða með í förinni — enda leikurinn á sunnudag og því til lítils að sækja fyrir morgun- blöðin. Eins og skýrt var frá á síðunni í gær leika eingöngu leikmenn frá enskum atvinnuliðum í írska landsliðinu — og eru því allt at- vinnumenn í því. Liðið er mjög sterkt og litlar líkur til, að ís- lenzka landsliðinu takist að stand ast því snúning. í liðinu eru þess- Framhald á bls. 13. Langt frá sínum bezta árangrí en sigraii samt í keppninni íslandsmeistaramótið í frjáls- um íþróttum, keppni í fimmt- arþraut, 3000 m hindrunar- hlaupi og boðhlaupum, fór fram á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld, en aðalhluti móts- ins verður á laugardag og sunnudag og hefst báða dag- ana klukkan þrjú Á mótinu í fyrrakvöld sigraði Valbjörn Þorláksson, ÍR, í fimmtarþraut inni, en var þó langt frá sin- um bezta árangri í flestum greinum. Valbjörn hlaut 2817 stig og er því greinilegt að ef honum tekst vel upp > þrautinni getur hann bætf i>»i Dé urs Rö'rnva'ds'onat Arangur hans í einstökum grein Hins vegar hópast löndin nú í ; um var bessi Langstökk 6,59 m.. keppnina, enda mikill hagnaður I 200 m. hlaup 22,7 sek., spjótkast 54,69 m., kringlukast 38,72 m. og 1500 m. hlaup 5:20,6 mín. — í öllum þessum greinum á Valbjörn mun betri árangur. í langstökk- inn var hann óheppinn að því leyti, að hann hitti illa á plankann og í lengsta stökkinu var hann fyrir aftan hann. Annar í fimmtarþrautinnj var Björgvin Hólm ÍR, mtð 2706 stig. Þriðji Kjartan Guðjónsson, hinn 18 ára efnilegi KR-ingur, sem setti nýtt drengjamet 2505 stig — en eldra metið átti Bragi Frið- riksson, KR Kjartan kastaði kringl unni 43,29 metra, sem er nýtt drengjamet með fullorðinskringlu og átti Gunnar Hustby, KR, eldra metið — 'g er það um 20 ára gam- alt Fiórði > þrautinni varð Páll EiHksson FR en hann náði at- hyglisverðum árangri í 1500 m. blaupinu 4:29,5 mín. I 3000 m. hindrunarhlaupinu hljóp Kristleifur Guðbjörnsson, KR, mjög vel og sigraði á hin- um ágæta tíma 9:07,7 mín. Krist- leifur er nú í mjög góðri æfingu og líklegur til að ná góðum ár- angri, þegar hann keppir víða á Norðurlöndum á næstunni. Hér heima hefur hann enga keppni — nema við klukkuna. í boðhlaupunum sigruðu ÍR og KR. ÍR-sveitin hljóp 4x100 m. á 44,0 sek., en í sveitinni voru Skafti Þorgrímsson, Vilhjálmur Einars- son, Björgvin Hólm og Valbjörn. Þorláksson. KR-sveitin varð önn- ur á 44,7 sek. og B-sveit iR þriðja á 46,9 sek. í 4x400 m boðhlaupinu hljóp KR-sveitin á 3:37,2 mín. en í sveitinni voru Agnar Leví, Krist- leifur Guðbjörnsson. Þórhallur Stígsson og Valur Guðmundsson. ÍR varð í öðru sæti á 3:39,2 mín., en sveit Ármanns lauk ekki hlaup- inu. 12 T í MI N N, föstudaginn 10. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.