Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 16
BEZTA Miðvikudagur 5. desember 1962 274. tbl. 46. árg. Myndin á veggnum var í liaust valin bezta fréttaniynd árs- ins 1962. Á alþjóðasýningu fréttamynda, „World Press Photo 1962“ í Haag í Hollandi hlaut 29 ára gamall Vene- zuelabúi, Henry London Lovera að nafni, fyrstu verðlaun fyrir flokk Ijósmynda, sem hann tók í byltingunni í Puerto Cabello í Venezuela 2. og 3. júní í sumar. Myndaflokkur- inn nefndist: Bjargað úr vítiseldi. Stef myndaflokksins var myndin af prestinum, sem er að reyna að bjarga særðum manni undan skothríðinni. Sú mynd birtist í Tímanum fyr- ir nokkrum dögum. Hér á myndinni sézt ljósmyndarinn, Lovera, fyrir framan þcssa mynd, en bak við hann sézt í tvær aðrar ljósmyndir úr myndaflokki hans. FERSKGEYMSLU- VÖKVINN FER í 3-5 FRYSTIHÚS BÓ-Reykjavík, 4. des. Fyrir skömmu var skýrt frá því hér í blaðinu, að SÍS hefði samið við fiskvinnslufyrirtæk- ið Gorton's of Gloucester í Bandaríkjunum um notkun á svonefndum Freshlock- vökva, sem kemur í veg fyrir vökvatap úr fiskflökum. Bragar bót við apdtek BÓ-Reykjavík, 4. des. GATNAGERÐIN hefur gert mikla bragabót og kom ið því til leiðar, að hægt er að aka Hofsvallagötu fram- an að Vesturbæjarapóteki. Gryf jan framan við apótekið hefur verið „brúuð“ með smágrýti og möl. Er nú til- tölulega greitt a® komast að apótekinu, eftir því sem starfsmaður þar tjáði blað- inu í dag. Guðjón B. Ólafsson hjá sjávar- afurðadeild SÍS tjáði blaðinu í dag, að von væri á þessu efni rneð Jökulfelli til landsins innan skamms. Efnið er flutt sem duft og fylgja því áhöld, sem leysa það upp í vatni. Flökunum er svo dýft í löginn áður en þau eru fryst. Þetta efni verður notað í 3—5 frystihúsum í vetur og ein- göngu á þann fisk, sem verður frystur fyrir Gorton’s of Glou- cester, sem hefur einkaleyfi á vökvanum í þrjú ár. Samið hefur verið um 1,2—1,3 milljón pund af frystum fiskblokkum. ODDUR SENDIR OKKUR SKEYTI Reykjavík, 4. des. — Oddur á Akranesi hefur sent Tímanum skeýti, þar sem hann segir það gleðja sig, að blaðið skulj hafa birt fréttina um Allsherjarbanka Akra ness, sem Oddur vill láta stofna. Segir. Oddur m.a. í skeytinu: „Nú er það Akurnesinga að fylgja henni (hugmyndinni um bankann) eftir og gæta fjöreggs síns vel.“ Þegar blaðið bjrti tilkynninguna, sem Oddur hafði í glugga verzlun- ar sinnar, Brúar á Akranesi, féll niður ein lína. Orðrétt var tilkynn- ingin þannig: „Uppástunga hefur komið fram hér i bæ um að stofna upp úr Sparisjóðj Akraness Alls- herjarbanka Akraness með Lands- banka íslands að bakhjarli auk deildar úr Verzlunarbanka íslands og deildar úr Samvinnubanka ís- lands, allt undir sama þaki. — Oddur.“ þúsund tunnur á land í Reykjavík KH—Reykjavík, 4. des. f nótt fengu 37 skip 18.250 tunnur síldar, sem veiddist að KALIÐ GRÆTT MED NÝRRI VÉL KH-Reykjavík, 4. des. Næsta vor verða hafnar tilraunir við að græða kal í túnum með svokallaðri túnsáðvél, sem keypt hef- ur verið til landsins frá Nýja-Sjálandi. Reynist hún vel, er hugmyndin, að hver sýsla fái eina slíka vél til umráða, en hún er afar fljótvirk og má nýta hana við fleira en að græða kai. Það er Glóbus h.f., sem keypt hefur þessa vél og mun sjá um innflutning á fleiri slíkum, ef til kemur, en dr. Björn Sigur- björnsson átti hugmyndina að því, að þessar tilraunir yrðu gerðar hér, eftir að hann sá slíkar vélar að verki á Nýja-Sjá landi í fyrra. Þar er ekki um neitt kal að ræða, en vélamar eru þar notaðar til að sá í land, án jarðvinnslu, og sá Björn þeg ar, að hér mundi tilvalið tæki til afj græða hið illræmda kal í túnum hér á íslandi. Tilrauna vélin kom ekki nógu snemma til landsins, til þess að hægt væri að hefja tilraunir með hana strax í sumar, og er hún nú geymd hjá Verkfæranefnd ríkisins að Hvanneyri. og verða tilraunir hafnar í vor. Túnsáðvéiinni má helzt líkja við rótherfi. Á enda hvers tinds er stálskýr, sem opnar um 5 sm. rauf í grassvörðinn, en niður í þá rauf fellur jafnóðum sáðkorn og áburður niður í gegnum rör, sem liggja frá kössum ofan á vélinni. Vélin er fasttengd aftan á dráttar- vél Stærsti kostur vélarinnar er sá, að enga jarðvinnslu þarf fyrir sáningu, og má því keyra beint á kalblettinn pg vinna hann, og strax sama haust má uppskera hann. Er augljóst, hvílík hjálp sh'k vél yrði bónda, sem yrði fyrir stórvægilegum kalskemmdum. Auk þess má nota vélina á sama hátt og víða erlendis. þar sem kaiið þekk- ist ekki. þ. e. a. • s. við sán- ingu í sléttlendi. án þess að nlæaja það og slétta fyrst. Túnsáðvélin kostar aðeins um 25—30 þúsund krónur. og ef tilraunimar næsta vor ganga að óskum. er hugmynd- in, að hver sýsla geti fengið sér eina slíka vél. langmestu leyti í Kolluálnum. Mestur hluti þess afla var lagður upp í Reykjavík, eða rúmlega 10 þús. tunnur. Halldðr Jónsson var hæstur báta í nótt með 1400 tunnur, en eflirtaldir bátar fengu 500 tunnur og meira: Víðir II 1200, Stapafell 1000, Sigfús Bergmann 900, Árni Geirs 650, Grundfirðingur II 750, Blíðfari 750, Seley 500, Reynir VE 500, Skarðsvík 700, Hafþór RE 600, Steinunn 500, Jón á Stapa 550, Guðmundur Þórða'rson 550, Ásgeir 700 og Hilmir 600. Síldin veiddist mest í Kolluál, en einnig í Skerjadjúpi og Jökuldjúpi. Veð- ur var gott fram til miðnættis, en þá var svo mikill sjór, að bátarnir urðu að hætta að kasta. í Reykjavík lönduðu 22 bátar 10.880 tunnum af ágætri síld, sem fór öll í salt og ís. Hjá Akranes- bátum var aftur á móti rýr afli. fengu 10 þeirra frá 100 og upp í 400 tunnur hver. í kvöld er svipað útlit á miðun- / •k MUNIÐ happdrættið með ódýru miðana og stóru vinningana. Kaupið miða strax! HAPPDRÆTTI FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S um og verið hefur, veður sæmilegt en fremur ótryggt. Um sjö-leytið höfðu þrír bátar kastað, en síldin stendur enn djúpt. Heildarsöltun í haust nemur nú 27. þúsund tunum, en á sama tíma í fyrra hafði verið saltað í 60 þús- und tunnur. HAFNIR ED—Akureyri, 4. des. Frá því hefur áður verið skýrt, að Ejmskipafélag ís- lands ætlar að láta skip sín öðru hverju sigla beint á hafnir úti á landi með vörur frá útlöndum, svo að unnt sé að losna við umhleðslu í Reykjavík. Goðafoss liggur nú hér við bryggju og var blaðamönn- um og fleiri gestum boðið um borð tjl hádegisverðar í gær, í tilefni þess, að þetta var fyrsta ferð skipsins sam kvæmt hinni nýju áætlun hingað Þetta nýmæli vekur mikla ánægju hér um slóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.