Tíminn - 11.12.1962, Síða 1

Tíminn - 11.12.1962, Síða 1
TOTALIA reiknivélan OtSó A Mlchelsen klapparstfg 25-7 Sfml 20560 24 SIÐUR (Husqprairní tíuíWtuMc a 11 OUNNAR ASGEIRSSON HF SI III KI áMISHK XII I 1 fi S 1 M 1 11 5 2 0 0 HÆTT KOMINN SJ—PatreksfirCi, 10. des. — Allir bátarnir komust klakklaust heim úr óveðrinu á dögunum, en eins og áður hefur verið skýrt frá fengu þeir aftakaveður á leið sinni upp að Látrabjargi. Einn báturinn héðan fékk til dæmis á sig þrjá brotsjói og lagSist á hliðina um tíma. Má af því sjá, að bilið' hefur þarna verig mjótt, eins og oft vill verða hjá íslenzkum sjómönnum í vetrarveðrum. Bátarnir hjálpuðust að við’ að miSa hvern annan upp undir bjargið og þar lá fjöldi báta um nóttina og einnig margir erlendir togarar í vari. Meistaramót Reykjavíkur í handknattleik lauk um helgina — og voru úrslitaleikirnir mjög f jölsóttir. Aldrei þessu vant urðu hvorki Gunnlaugur Hjálmarsson eða Hermann Samúelsson markhæstir hjá ÍR-liðinu, heldur ungur drengur, Þórður Tyrfingsson, sem skoraði fjögur mörk. Hér sést hann skora eitt þeirra. (Ljósm.: RE) GS-Isafirði, 10. des. Á miðvikudaginn fóru tveir menn héðan frá ísafirSi á vél- bátnum Heklutindi, sem er fimm lesta bátur, til Jökul- fjarða og ætluðu að huga að refum. Þetta voru þeir Kjart- an Sæmundsson, eigandi báts ins, og Bjarni Pétursson. Þeir komu til Grunnavíkur á miðvikudag, en fóru í Lónafjörð I á fimmtudag og lögðust svo á leg-! una við Hesteyri klukkan 9 á fimmtudagskvöldið. Kjartan segir, að veðurspáin hafi þá verið suð- j austan gola, og fyrir laugardag inn hafi verið spáð suðlægri átt f með rigningu. Gislu þeir áhyggju i lausir um nóttina í húsi Bjarna á , Hesteyri. Klukkan sex á föstudagsmorg- unnn skall svo skyndilega á iðu- laus stórhríð af norðaustri. Telja þeir veðurhæð hafa verið 8—10 stig, og stóð veðrið á land. Gátu þeir félagar ekkert aðhafzt í landi Framhald á 23. síðu. ÞÆR FARAIÍR VEGNA LÁGRA KH-Reykjavík, 10. des. Sú staðreynd, að 60—70 ís- lenzkar hjúkrunarkonur stunda nú störf erlendis með- an svo alvarlegur skortur á hjúkrunarkonum ríkir hér heima fyrir, að heita má, að ekki eitt einasta sjúkrahús á landinu hafi tilskilinn fjölda í þjónustu sinni, sýnir okkur glöggt, hversu mjög á skortir, að kjör íslenzkra hjúkrunar- kvenna séu viðunandi. Nýlega var auglýst í útvarpinu eftir yfirhjúkrunarkonu og tveim- ur aðstoðarhjúkrunarkonum til siaifa við sjúkrahúsið á ísafirði, iaun samkvæmt launataxta eða samkomulagi. Af því tilefni sneri blaðið sér til Georgs Lúðvíkssonar, framkvæmdastjóra rikisspítalanna og spurðist fyrir um, hvort algengt væri að yfirborga hjúkrunarkon- um til ag fá þær til starfa á sjúkrahúsum útj á landi. Georg kvaðst ekki geta sagt um það með neinni vissu, en hann grunaði þó, að svo hefði verið lengi, enda væri svo alvarlegur skortur á hjúkrunar konum úti á landi, að varla nokk- urt sjúkrahús hefði tilskilinn fjölda þeirra í sinni þjónustu. Sagðist hann jafnvel vita til þess, að sjúkrahús úti á landi hefðu ráðið til sín stúlkur, nýkomnar úr Framhald á 23. síðu. Lézt við sjópróf MB-Reykjavík, 10. des. Sjópróf hófust að nýju vegna Esjustrandsins í morg un, en þeim lauk með svip- legum hætti. Einn skipverja var kallaður fyrir rétinn, en hinir biðu fyrir utan. Meðal þeirra var Sverrir Smith, loftskeytamaður á Esju, en hann hefur starfað lengi hjá Skipaútgerð ríkis- ins. Þegar skipverjinn var ný- genginn inn í réttarsalinn, hneig Sverrir fram úr sæti sínu. Félagar hans brugðu fljótt við og reistu hann á fætur. Sverrir kom fljótlega til meðvitundar, en allmik ið blæddi úr vitum hans. Virtist hann hafa fulla rænu og studdu skipsfélagar hann til hreinlætisherbergja, svo hann gæti þvegið sér. 'Er þangað kom hneig Sverrir aftur niður. Var þá sam- stundis hringt á sjúkrabif- reið og Sverrir fluttur á Slysavarðstofuna. Er þangað kom var hann látinn.- Sverrir var sextugur að áldri og lætur eftir sig upp komin börn. !■ —,i ■■■ ■„ — -1 SJÁ LEIÐARA ■o . . .*• Fyrirsögnin, sem mynd er birt af ,hér til hliðar, var á forsíðu Morgunblaðsins á sunnudag, en inni í blaðinu heil síða, skrifuð í sama tón með þrælabúða- mynd. Segir, að á þingi komm únista hafi verið samþykkt mik il ályktun um „leið íslands til kommúnisma", og er sagt að þetta sé að visu ,,leyniplagg“, en Mbl. hafi komizt yfir það, og það sanni ,,þjóðfylkingaráform“ kommúnista og Framsóknar- manna. Er þessi herferð gegn Framsóknarmönnum orðin svo vitlaus og botnlaus, að hún vek ur aðeins athlægi þeirra, sem ekki hrista höfuðið í orðlausri forundran. Leyniáætlun kommúnista ■B iiw'ijctoi ii'iiinnr ■■■■BHMiawggwawBWMBBi — nieð tilstyrk Framsóknarmanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.