Tíminn - 11.12.1962, Side 2

Tíminn - 11.12.1962, Side 2
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM „överjandi að gefa út slíkan skáldskapu Um jólin í fyrra kom út á vegum bókaútgáfunnar Hjldar hér í Reykjavík bók eftir dönííku skáldkonuna, Ullu Dahlerup. Á frummálinu nefnist bókin: „Glöder i asken“, en í þýð ingunni er hún nefnd Æskuþrá. Útkoma þessarar bókax vakti mikla athygli í Banmörku, þar sem Ulla var ekki nema átján ára, þegar hún skrifaði hana. — Flest dönsk blöð birtu myndir af Ullu og löng viðtöl við hana um æskuna og ýmislegt heimspeki- legt, og margir lásu bókina fyrir forvitnisakir. Nú fyrir þessi jól hefur Ulla Dahlerup sent frá sér aðra bók, að nafni „Jagt efter vinden“. Og' nú bregður svo við, að bókmennta gagnrýnendur í Dafimörku hafa ekki við að lasta bóklna. Þeir eru allir sammála um, að þetta sé versta bók ársins þar, hún sé bæði leiðinleg, heimskuleg og illa skrifuð. Lesendum til gamans höfum við þýtt hér viðtal við Uullu Dahlerup, sem birtist eftir út- komu seinni bókar hennar, og einnig útdrátt úr ritdómi um bók ina.- Hér er viðtal úr dönsku blaði við Ullu Dahlerup, versta rit- höfund ársins, að dómi danskra gagnrýnenda. „f fyrra spurði ég hana, hvað hún gerði eiginlega, þegar hún væri ekki að skrifa. Og hún sagði mér, að hún sæti á skrifstofu kaffibætisverksmiðju og setti skiptimyndir í umslög. Ef ein- hver ætti t. d. mynd af hesti, gæti hann fengið henni skipt fyr ir mynd af kirkju eða gömlum haugum. Þetta væri að vísu dá- lítið leiðinlegt, en hvað gerði það til, á einhverju verður að draga fram lífið. Svo hitti ég hana aftur fyrir skömmu. Granna og Ijóshærða stúlku með stóra, ljósbrúna plast- tösku, sem næstum bar hana of- urliði. Eg bauðst til að bera töskuna, en gafst upp, hún var of þung. Hún tók þess vegna aft- ur töskuna, hún var vön að bera hana, því að nú setti hún ekki miða í umslög lengur, hún tók viðtöl upp á stálþráð. Spólur þess ar eru svo spilaðar inn á milli dægurlaganna í óskalagaþætti einum. Hiin fær peninga fyrir þetta, og eiginlega finnst henni gaman að þessu. Það er eins og þetta sé viðurkunnanlegra starf en hið fyrra. Ulla Dahlerup er smávaxin, en kjarkmikil stúlka, og hún hefur fengið flestar skammirnar í bók- menntaheiminum í ár. Árásirnar gegn henni eru svo heiftarlegar, að mér fannst ástæða til að spyrja hana, hvernig henni liði vegna þessa. Síðasta ár fékk hún að kynnast frægð og vinsældum. Þá skrifaði hún bókina, „Glöder i asken“, fræga og mikið selda bók. Þetta árið hefur hún skrif- að. „Jagt efter vinden", bók, sem liefur fengið óvenjulega slæma dóma. Hún er talin versta bókin, sem út hefur verið gefin í ár, en samt er hún ekki sú minnst um- talaða. Sumar bækur eru þagðar í hel, hinar eru auglýstar upp af gagnrýnendum. Bókmenntagagn- rýnandi Berlingske Tidende skrif ! m aði næstum heila síðu um bók- ina, mjög vandlega, en dæmdi hana slæma. Berlingske aftenavis skrifaði fram úr hófi slæma dóma, BT var aðeins vingjarn- legri. Gagnrýnandi Politiken tók fram beittustu exi sína og hjó til Ullu, svo að hvein í. — Er ekki viðbjóðslegt, að fá svona slæ/na dóma? — Auðvjtað er það viðbjóðs- legt. Það getur haft svo slæm áhrif á mann, að maður þorir ekki að hreyfa sig út fyrir húss- ins dyr. Svo komst ég að raun um, að gagnrýni les maður á margan hátt. Fyrst les maður hana nefni lega ekki œeð skynseminni, held ur tilfinningunum. Manni finnst, að þetta sé allt saman dómur um mann sjálfan persónulega, en ekki um þá vinnu, sem er að ræða. Það er eins og að vera dæmdur, opinberlega dæmdur. Hún hugsar sig dálitið um: — Þegar bók kemur út, hugs- ar maður um þrjá hluti. í fyrsta lagi um það fólk, sem maður um- gengst daglega, í öðru lagi dag- blöðin og þriðja lagi bókafor- lagið. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands, þeir fimmtu í röðinni, voru haldnir í Samkomusal Há- skólans þann 6. des. s.l. Stjórn- andi var William Strickland og einleikari danski píanóleikarinn Victor Schiöler. Efnisskráin var að þessu sinni einungis tvískipt. Sinfónía Nr. 10 i C-dúr eftir F. Schubert kann mörgum að virðast slétt og felld á yfirborðinu, en þegar verkinu er gaumur gefinn, kemur fram sá ótæmandi innblástur, sem þessum höfundi er í blóð borinn í svo rík- um mæli, að kalla mætti stein- gerða þá sál, er slík tónsmíð snert ir ekki djúpt. Leikur og tjáning hljómsveitarinnar var þarna svo sterk, og einhuga, að hiklaust má telja það eitt með því bezta, sem heyrzt hefur í vetur. Segja má, að hver maður í hljómsveitinni legði sitt lið af stakri alúð, enda var heildarsvipurinn mjög góður, og hefur samvinna stjórnandans William Strickland og þeirra hljómsveitarmanna, borið þarna hinn ágætasta árangur — Kon- sert fyrir píanó op. 1. í b-moll eftir P. Tschaikowsky er sá píanó- konsert, sem kannske heyrist einna oftast í konsertsölum, enda óhemju vinsæll, en verkið er samt ekki sterkbyggðara en svo, að það þolir tæpast þá ofspilun eða endurtekningu, sem á því hef- ur orðið, en það er með það eins og annað, að veldur hver á heid | ur. Danski píanóleikarinn Victor Schiöler, hafði hið vanþakkláta hlutverk á hendi, að túlka hið margspilaða verk. Hann lék sér að því á þann hátt, að ekki ein- ungis hið „virtuosa" kæmi í ljós (Framhald á 8. 6Íðu). Kunningjunum finnst mikið til um, að maður skuli hafa skrifað bók. Og það þykjr ógurlega æs andi. Flestir eru vingjarnlegir, en sumir segja það, sem gagnrýnj Klaus Rigbjerg í Politiken hverf- ur í skuggann fyrir. Gagnrýnendur eru tvenns kon ar. Sumir skrifa fyrir sjálfa sjg og lítinn iióp. Þeir leika sér að orðum og merkingum. Þeir þurfa að halda stöðu sinni á blaðinu og gagnvart almenningi, en þeir hafa engan áhuga á að gera neitt fyrir höfundinn. Hinir kryfja málið til mergjar. Þeir snúa hlutunum fram og aft- ur og þeir leggja mikið á sig til að finna, hvað höfundurinn eigi við. Eg tek eftir þessu, og það er gagnrýni, sem maður klippir út og les síðar meir. Það er rangt að halda, að rithöfundur læri ekk ert af góðum gagnrýnanda. — Svo er það bókaútgefand- inn. Við grátum saman, þegar gagnrýnin er slæm. En það er dálítill munur á rithöfundi og útgefanda. Útgefandinn grætur yfir öllu saman, um leið og hann huggar mann og róar. Það er að- eins rithöfundurinn, sem situr uppi með aársaukann. Svo mikil áhrif getur gagnrýnin haft, að maður ætlar sér að skrifa aldrei neitt framar. Hér er það sjálfs- álitið, sem hefur síðasta orðið. Aðrir geta veitt fólki sjálfsálit, og það getur einnig komið frá því sjálfu. Aðalatriðið er að hafa það. 'Sjálfs sín vegna leyfir mað- ur sér ekki að gefast upp. Það er um að gera að sanna sjálfum sér, að þetta sé hægt. Spurn- ingin er bara sú, hvenær fæ ég sjálfsálitið aftur, hvenær byrja ég að skrifa aftur. Það veit eng- inn, ekki einu sinnj ég sjálf. — Þetta er að minnsta kosti engin verksmiðjuframleiðsla. Hér er svo útdráttur úr gagn- rýni Klaus Rifbjerg í Politiken „Jagt efter vinden“. Hann byrjar á því að taka það fram, að forlagið, sem gaf út bók- ina, sýni mikið ábyrgðarleysi með þessari útgáfu. Síðan vitnar hann í bókina: Skortur kvenna á rök- réttri hugsun stafar af því, að þær eru ekki gæddar nægri sjálf hæðni. Þessi setning úr bókinni segir hann, að gefi fullkomna sálarlýsingu á höfundi. Fyrsta bók hennar „Glöder i asken“, hafi komið upp um hæfileikaskort og getuleysi. Hún geti alls ekki ráð- að saman orðum eða myndað skemmtilega setningu. Og ekki sé það betra í seinni bókinni, þar sem allt byggist á meining- arlausri heimspeki, blandaðri saman við barnalegan efnisþráð. Annars er bókin langur kyn- villueymdaróður, um bróður og systur, sem þykir ákaflega vænt hvoru um annað en geta alls ekki gert sér það ljóst. Þau gera sér heldur ekki Ijóst, að þeim þykir vænt um foreldrana. Faðirinn hef ur verið úti að spila, en á heim- leiðinni ekur á hann óhugnan- legt, tæknifyrirbrigði — bíll —. Alla bókina út í gegn er rigning, og þegar ekki rignir, tala syst- kinin saman í lestinni, eitthvað á þessa leið: Þykir þér vænt um hann? Að því spyr bróðirinn. „Þarna sérðu, að sumir hafa vilja styrk, heldur hann áfram. Þá þrýstir hún andlitinu að rúðunni og grætur Henni þótti þá svona vænt um hann, hugsar bróðir- inn. — Þu ert asni, segir hann svo. Klaus Rigbjerg endar ritdóm- inn á þessum orðum: Það er eng- inn vafi á því, að Ulla Dahlerup finnst hún vera heiðarlegasta stúlkan í Danmörku, hreinskiln- asta og bersöglasta skáldkona landsins. En hreinskilni hennar verður að telja henni til lasts. Það er með öllu óverjandi, að forlagið skuli blygðunarlaust senda frá sér svona skáldskap, sem eins og segir, á einum stað í bókinni sjálfri, drýgir hór með sinni eigin ást. | Verkefni umboðsmanns Hér hefur verið á það minnzt — og jafnvel rætt á Alþimgi — hvort ástæða væri fil að stofna hér embætti umboðs- rnanns, eins oig tíðbast á Norð- urlöndum sumum og víðar, en sá embættismaður á fyrst og fremst að taka við kvörtunum borgara, sem telja sig órétti beitta af yfirvöldum eða að stjórniarvöld seilist út fyrir réttarmörk sín. Hvað sem um þessa nauðsyn má segja, þá er hitt staðreynd, að þessi vernd- ari borgara er ekki hér á landi, svo að menn verða að fara aðrar leiðir, og vegna þess, að það leggur embættismönnum auknar skyldur á herðiar um aðgæzlu og traust réttarskyn í athöfnum. Fyrirspurn tií dóms- málaráðherra Um þessar mundir er all- mjög rætt í einum stærsta út- gerðarbæ við Faxaflóa mál, sem þar hefur komið upp og vekur mikla undrun, og er svo vaxið, að eðlilegt er að dóms- málaráðherna fylgist með því. Kunnur dugnaðarmaður í bæ þessum, — maður, sem hefur unnið þar að sfldar- oig fisk- vinnslu í aldarfjórðuiiig, gcrir félag við lögfræðing úr Reykja vík, og sækja þeir um lóð við höfnina og fá veitingu fyrir henni saman. Síðan er lóðar- samningur gerður, en á síðustu stundu neitar lögfræðingurinn að skrifa undir hann án þess að nefna ástæður. Heimamað- urinn er þá búinn að afsala sér annarri 'lóð, sem hann hafði við höfnina , oig fá þeir við- bótarskika, scm henni nemur, svo að rauniar eru þetta þrjár lóðir. Heimamaðurinn undir- ritar samninginn, lætur þing- lesa hann og greiðir Ióðarleigu. Stendur svo um hríð, þar til heimamaðurinn fær bréf frá hafiiarnefnd, þar sem hún til- kynnir, að vilyrði fyrir téðri lóð sé afnumið, þar sem annar lóðarumsækjandi hafi ekki skrifað undir Ióðarsamning. Fjórum dögum síðar er svo lög- fræðingnum, sem ekki vildi skrifa undir fyrri samning, veitt lóðin einum með samn- ingi, sem rekur ætt sína beina leið í sjávarútvegsmálaráðun., því að vottar eru tveir deildar- stjórar þar. Þannig hefur lög- fræðingnum tekizt með klækj- um að ná undir sig lóðum þeim, sem veittar voru út á niatn hins heimakunna dugn- aðarmanns en svipta hann sjálfan öllum rétti til þeirra að því er virtist. Og hann fær nýjan samning fyrir lóðunum og hugsar sér nú vafalaust að taka lán út á þessi lóðarrétt- indi, þó að hinn fyrri félagi hafi f höndum þinglesinn Ióð- arsamning fyrir sömu lóðum, og hann hafi ekki verið ógiltur á löglegan liátt. Og að þessum prettum virðist ráðuneytið, sem hefur yfirumsjón þessia hafnarsvæðis, standa. Það er ástæða til að spyrja dómsmálaráðhernann, hvort ekki sé rétt að hann fylgist með þessu máli. Fólkið, sem til þekkir í þessum útgerðar- bæ, horfir undriandi á þessar aðfarir, og er að liugleiða það, hvort dómsvaldið í landinu sé ekki í góðum höndum. Og það spyr: Er unnt að veita einum manni fu'llgildan og lögréttan lóðiarsamning fyrir lóð, sem annar maður hefur þinglesinn og gildan lóðarsamning að, áður en sá samningur hefur verið úr gildi numinn — með dómi ef ekki vill betur til. 2 TÍMINN, þriðjudaginn 11. desember 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.