Tíminn - 11.12.1962, Side 13

Tíminn - 11.12.1962, Side 13
SIR PHILIP JOUBERT Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frarokværadastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu Afgreiðsia. auglýsingar og aðrar skrifstofur j Banka stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. At greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — 1 dyrum óttaiis Það mun varla ofsagt, að aðfarir Morgunblaðsins og botnlaus heilaspuni þessa dagana um „þjóðfylkingu“ kommúnista og Framsóknarmanna veki nú almenna undr- un og aðhlátur landsmanna. Síðasta tiltækið birtist s.l. sunnudag, og var lögð undir það meginhluti forsíðu Morgunblaðsins, en inni í blaðinu heil litprentuð síða með útmálun á ,,þjóðfylkingu“ Fra.msóknarmanna með kommúnistum og birt með mynd af þrælabúðagirðingu til frekari áherzlu!! Gögn þau, sem Mbl. gerir að uppistöðu þessa botnlausa þvættings, eru heldur skrýtin. Blaðið þykist hafa komizt yfir einhverja hugarórasamþykkt, sem kommúnistar hafi gert um þessi efni á síðasta flokksþingi sínu, þó að hún ætti að vera leyniplagg. Vitnar blaðið síðan í þessa trúar- játningu kommúnista eins og biblíuna og telur hana sanna, að þessi „þjóðfylking" um kommúnistaríki á íslandi r' hreint og beint komin á!! Hefur fáránlegri málflutningur ekki sézt hér á landi árum saman. Það væri létt fyrir flokka á íslandi að komast til valda, ef þeir þyrftu ekki annað en samþykkja einhverja hugaróra á flokksþing- um sínum um þau efni og afstöðu annarra flokka. Það er aðeins Mbl., sem gerir kommúnistum svo hátt undir höfði að líta á slíkar kommúnistasamþykktir eins og ný net — líklega af því að efni þeirra er svo líkt þeim nazistiska hugsanagangi, sem svo grunnt er á hjá svæsn- ustu íhaldsforkólfunum sjálfum. Það hlýtur annars að vera merkilegt rannsóknarefni, einkum fyrir sálfræðinga með óttakomplex sem sér- grein, að komast að raun um, hverjar eru orsakir æsi- skrifa Mbl., í þessu tilefni æsiskrifa, sem eru ferlegri en nokkuð annað er áður hefur verið í íslenzku blaði. Ef litið er á atburði og þróun pólitískra mála hina síðustu mánuði og vikur verður skýrinein býsna nærtæk. þó að mönnum finnist um leið nokkuð ótrúlegt að ótti vonbrigði geti leitt menn sem eiga að teljast með fullu viti, út í slík foraðshlaup. Þarna hafa nokkrar ástæður samve-rkandi áhrif. Fyrst er hið algera skipbrot stjórnarstefnunriar, æðivöxtur dýr- tíðarinnar og hrakleg kiaraskerðing, ásamt beinum óþurft- arverkum við framleiðslu og fjárhag þjóðarinnar. Það er vissan um það, að.,,viðreisnin“ hafi brugðizt. Næst kemur vandræðaferill stjórnarinnar í Efnahags- bandalagsmálinu. Þar virðist stjórnin hafa ætlað að reka íslendinga inn með áhlaupi, en þegar málin skýrðust, heyktist hún á því, og játar nú, að aukaaðild eða samning- ar séu einu leiðir, sem til greina komi. Framsóknarflokk- urinn bendir á viðskiptasamningsleiðina, sem stjórnin segist aðhyllast líka. Samt hamast hún á Framsóknar- flokknum fyrir að vilja þá leið og kallar það þjónkun við kommúnista! í þriðja lagi má nefna vonbrigði íhaldsins út af Al- þýðusambandsþingi, þegar áætlun svörtustu íhaldsfor- kólfanna um að kljúfa ASÍ fór út um þúfur, og þeir urðu berir að því að vilja lögleysur eins og kommúnistar. Loks hefur Áka-málið svonefnda fvllt mælinn svo að íhaldið missti alveg stjórn á sér. Það var nöpur kaldhæðni. þegar það sannaðist ofan á hræsnisskrifin um „þjóðfylk- inguna“, að íhaldið hafði boðið kommúnistum dómsmála- ráðherraembættið í nýsköpunarstjórninni. Eftir tilkomu þess vitnisburðar ÁKa í sjálfu Morgun- hlaðinu er sem allar hömlur hafi brostið, og glórulaus- um ,,þjóðfvlkingar“-vaðlinum er hleypt á stað enn einu sinni í Mbl. eins og jökulhlaupi á Skeiðarársandi. En þessi algangur íhaldsins í dyrum óttans nær að sjálfsögðu engum tilgangi öðrum en vera þjóðinni undr- unar- og athlægisefni — og sálfræðingum merkileg' rannsóknarefni. Sambúðin við Kína er að verða aðalvandamál vesturveldanna Vafasamt að Kervæðing Indlands beri tilætlaðan árangur „HINN HEIÐNI Kínverji er einstæður að því leyti að fara huldar leiðir og beita fánýtum brögðum-', og vissulega er sú ákvörðun furðuleg, að hætta orrustum og hörfa til baka, þegar herinn er á öruggri sig- urgöngu. Þeir höfðu í raun og veru sigrað og eiginlega eyði- lagt mikinn hluta hins ind- verska hers og leiðin lá opin, hvort sem þeir kysu að halda til Rangoon eða vestur til Cal- cutta. Ég skrifaði grein fyrir fáum árum og nefndi hana „Kína á hergöngu". Ég hlaut alvarlegar ávítur fyrir þessa ofdirfsku og var nefndur skelfir, sem töfraði fram hættur, sem ekki væru til í veruleikanum. Og nú ætla ég að birta kafla af því, sem ég hafði skrifað: „ÚTÞENSLA er kínversku efnahagslífi alveg bráðnauðsyn- leg. Fjölgun fólksins er örari en aukning möguleikanna á að fæða það. Kína ræður þegar yfir hálfri Kóreu. Það hefur sterk áhrif í stórum hlutum Indó-Kína og nartar í Tíbet. En ósennilegt er, að það seil- ist lengra inn í Kóreu fyrr en áætlanir þess um yfirráð á Malaya og í Burma eru komn- ar til framkvæmda. Það er auðvelt að skýra þörf Kína á að leggja Burma undir sig. Meðan Bretar réðu ríkjum í Burma voru framleiddar í landinu 3 milljónir smálesta af hrísgrjónum umfram þarfir landsmanna. Þegar Bretar hurfu á brott, varð landið að bráð þess stjórn leysis, sem ræður þar ríkjum enn. Hin árlega framleiðsla hrísgrjóna umfram þarfif hef- ur hrapað niður úr öllu valdi. En ef kínverski herinn gæti komið reglu á hlutina aftur með hernámi, og ef eftirrekstra kínversks skrifstofuvalds nyti við að baki hans, myndu Burma menn fljótlega framleiða mik ið af hrísgrjónum umfram eig- in þarfir og geta mettað mill- jónir hungraðra Kínverja heima. Enn fremur fæst tölu- vert af olíu í Burma, dr.iúgar málmnámur eru þar, töluvert af verðmætum steinum og dýr- mætt timbur. MEIRA en 300 þús. Kínverja eru búsettir í Burma og kín- verskir kommúnistar hafa sterk áhrif á þá! Þegar Kína hefur tekizt að vinna Burma. hvort heldur er með pólitísk- um áhrifum eða vopnavaldi, á það kost á að velja, hvort það vill heldur halda suður t.il Malaya eða vestur til Indlandj. Framsókn til suðurs væri ginnandi, ef Bretar hyrfu é brott frá Malaya eða ef Kín- verjar í Singapore gerðust kommúnistar, þegar þeir væru Mao Tse Tung búnir að fá frelsi. En ástandið er ekki hliðhollt þessum fyrir ætlunum meðan Bretar ha.fa enn tögl og hagldir þarna. FRAMSÓKN til vesturs e; ekki hagstæð eins og sakir standa, en það er af öðrum ástæðum. Austur-Pakistan er að vísu veikt fyrir og auðvelt yrði að ráða niðurlögum þess. En sá hluti Indlands, sem Nehru ræður yfir, yrði erfiðari andstæðingur og brygðist áreið anlega harkalega við innrás. Her Indlands skortir að vísu nútímatækni og kínverskar orrustu- og sprengjuflugvélar áf rússneskri gerð gætu leikiö sér að loftflota þess. En samt gæti indverski herinn valdið gífurlegu tjóni á innrásarher, sem ekki hefði neinn flota- styrk að baki sér og yrði því að treysta á birgðaflutninga um hálfbyggt land svo hundr- uðum mílna skipti. En Indland sem heild er sýkt af kommúnisma. Og stjórn landsins getur þá og þá farið út um þúfur. Tími skiptir Kin- verja ekki miklu máli. Þeir hafa þolinmæði til að bíða ef'ir uppfyllingu óska sinna í 50 eða 100 ár ef þörf krefur“. Þetta er úr grein minni fýr ir nokkrum árum. ÁSTANDIÐ er nú þannig, að með yfirráðum sinum yfir La- dakhhéraðinu á Kína þess kost að fara tvær hagstæðar leiðir frá Tíbet til Sinkiang. Þannig getur það ógnað með inr.rás i Indland frá Kashmír. Kina hei ur þegar sannað getu sina ti1 að halda niður á Assam-sléti una og þannig gefur bað Ind- landi og Burma til kynna. að það ætli sér að innbyrða þau. þegar því þyki tími til kominn Mér virðist þetta eina skýr- ingin á því, að nú er hætt vopnaviðskipt.um og hörfað til baka. Stjórnarvöldin í Pekmg eru ekki enn reiðubúin að bjóða heiminum byrginn með hernámi Burma og Indlands. En þau þurfa mjög á því að halda að efla kommúnjsmann stórlega í báðum þessum lönd- um. Þegar Rauða-Kína náði yfir- ráðum yfir heimastjórninni í Kerala, hafði því áunnizt nokk uð. En það beið aftur lægra hlut, þegar Nehru endurheimti yfirráðin yfir Kerala. Hæg- fara friðun Burma og efling stjórnar, sem hafði bolmagn til að ráða yfir nokkrum hluta landsins að minnsta kosti, var annar ósigur fyrir Kína. Eitt- hvað varð að gera til að draga B úr þessu hnignunarástandi og ■ þess vegna var Indland og Burma varað við. SKÆRURNAR á norðaustur landamærunum voru einnig til- raun til að reyna styrk ind- verska og kínverska hersins. Bretar skyldu eftir öflugan her 1947. í þessum her voru bæði Hindúar og Múhameðslrú armenn. Þeir höfðu barizt hlið við hlið árum saman og háð tvær styrjaldir. Stjórnmála gætti alls ekki og allur „hreppa rígur“ var kveðinn niður. En fáeinum vikum eftir burtför Breta var allt komið í uppnám. Þá varð Indland fyrir því mesta blóðbaði, sem yfir það hafði dunið í hálfa þriðju öld. Upp frá þessari stundu tók spillingarinnar að gæta meira og meira. Það þurfti varla á friðarstefnu Nehrus að halda eða kaldri hönd Krishna Men- ons sem varnarmálaráðherra til þess að gereyða fornum frægðarljóma. INDVERJAR afsaka ósigra sína með því, að þá hafi skort þung vopn. En þegar þess er gætt, að orrusturnar fóru fram á torfæru landi, er mjög senni- legt, að Kínverjar hafi verið mun betur æfðir og stórum mun ákveðnari en andstæðing- ar þeirra. Herir Pakistan hafa ekki enn lent í eldrauninni, þó að litlu munaði. Lítill vafi er þó á því, að Austur-Pakistan hefði fallið fljótt, ef Kínverjar hefðu snúið sér í vesturátt. Engrar hjálpar hefði verið að vænta frá tvístruðum her Indlands. Þær litlu hersveitir, sem á var að skipa til varnar, hefðu fljótt orðið yfirbugaðar. Og þess er ekki kostur að flyija liðstyrk frá Vestur-Pakistan með skjótum hætti. KÚBUVANDAMÁLIÐ hverf ur gersamlega í skugga þess mikla vanda, sem Kínverjar valda vestrænum heimi. Miög líklegt er, að kommúnisminn ryðji sér smátt og smátt til valda í Indlandi og Burma. Og vesturveldin geta lít.ið við þessu gert. Kína mun ráða yfir kjarn- orkuvopnum eftir nokkur ár. Þá verður mannfjöldi þeirra ægileg ógnun Eðlilegur her- styrkur þess getur máð burt þá andstöðu, sem hugsanlegt er Framh á 13 síðu -- ■■■ ■ ■ ■■■ J GREIN sú, sem hér fylgir, blrtist nýlega í enska blaðinu Sunday Express. Höfundur hennar er þekktur flugmarskálkur, sem lengi hefur starfað í Austurlöndum fjær og þekkir því vei tii mála þar. Hann er í hópl þeirra, sem eru vantrúaðir á her- væð’ingu Indlands og vill því leita annarra leiða, í sambúðinni við Kína. Aðrir, sem einnig þekkja vel til austur þar, telja hins vegar ekki um annað að ræða að sinni en að treysta viðnám Indverja. TÍMINN, þriðjudaginn 11. desember 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.