Tíminn - 11.12.1962, Page 22
Þá var það Kranz, sem missti af
kvöldvélinni til London o-g lang-
aði að nota tækifærið, svo varð
hann að sýna strákunum þremur
frá Sidney næturlífið, — þeir
voru langverstir, sagði hann. Eft-
ir fundinn á þriðjudaginn bað
Hauner hann að koma út með sé ,
og á laugardaginn, þegar aumingja
maðurinn ætlaði nú einu sinni að
koma sér heim í tæka tíð, þá
hengu olíukallarnir frá Hamborg
í honum. Og Graudenz er ekki ,c
eini.. Þú sleppur að vísu við þetta,
Walter, en þeir í sölu- og auglýs-
ingadeildinni og almenn . . . “
, „Nú til þess eru þeir“, skaut
I Wallnitz inn í.
„Auðvitað", sagði Schmitt. „En
of mikið má að öllu gera. Það er
allt í lagi, ef menn hafa gaman
af því, en það verður leiðigjarnt
til lengdar. Ég gæti það ekki, —
; allur þessi endalausi drykkjuskap-
ur og það, sem honum fylgir".
„Kleie hjálpar okkur*.
„Það er alveg laukrétt. Og hann
I er gull af manni“.
„Hann veit það líka vel“.
„Þú ættir að nota hann. Þar
er réttur maður á réttum stað,
gætinn, áreiðanlegur, snjall . . . “
„Ertu að hugsa um að ráða
hann í staðinn fyrir Graudenz?"
„Nei, ekki beinlínis'“, sagði
Sehmitt. „Ég átti bara við, að við
• yrðum að finna einhver ráð til að
' létta á sumum starfsmönnum okk
ar. í fyrsta lagi ættum við að ráða
okkur einhvern ásjálegan gleði-
mann, sem bæði er vel siðaður og
þolir vel vín og þarf ekki að sitja
á skrifstofunni allan daginn og er
þess vegna hress og til j allt á
kvöldin. Ef eitthvað sérstakt er
um að vera, geta okkar eldri starfs
menn gripið inn í, — það getur
margborgað sig. En yfirleitt ætti
maður, eins og ég var að tala um
að geta annazt fyrirgreiðslu flestra
okkar daglegu gesta“.
„Og í öðru lagi?“
„Ja“, sagði Schmitt, „eins og þú
veizt, er drykkjuskapurinn ekki
nema háifur sannleikurinn. Og
sjáðu til, ég hitti nýlega unga
stúlku, — þú mátt glotta, ef þig
langar til. Annars er það ekkert
til að hlæja að. — Brust.er gaf mér
upp heimilisfangið hennar daginn,
sem Einangrunarsambandið leyst-
ist upp. Ég hugsa, að hann hafi
haldið, að mér veitti ekki af ein-
hverri huggun, en þegar allt kom
til alls, hafði sú stutta engan tíma.
Hún heitir Rosemarie".
„Ætlarðu að ráða hana líka?“
Schmitt kveikti sér í vindli.
„Eitthvað í þá áttina", sagði hann.
Hún hefur ágæta íbúð í miðri
borginni — með lyftu og baði og
öllu, sem maður óskar sér. Hún
er líka f fyllsta máta frambæri-
leg sjálf. Hún hefur eitthvað við
sig, — ég veit ekki hvað, en ég
gæti bezt trúað, að hún kynni sitt
hlutverk. Hún er rétt eins og all-
ar þessar Ijóshærðu stelpur yfir-
leitt, en hún er áreiðanlega ekki
svo gegnumglær, þegar á hólminn
er komið, ef þú veizt, hvað ég á
við . . . Ég veit, að þú heldur, að
sá gamli hafi fallið fyrir henni.
En það er mesti mi'Sskilningur.
Sá, sem fellur fyrir henni, er glat-
aður. Hún er hörð eins og stál
og ísköld, þessi stelpa".
„Þetta hljómar ekki sérstaklega
freistandi“, sagði Wallnitz. „Stál-
hörð og ísköld — það er ekki mjög
lokkandi lýsing fyrir þann, sem
langar að skemmta sér eina stutta
kvöldstúnd“.
„Þú værir mér sammála, ef þú
hefðir séð hana. Hún talar ekki
mikið, en hún kann að hlusta. Þú
hefðir áreiðanlega gaman af að
spjalla dálítið við hana“.
„Hún hefur áreiðanlega kunnað
lagið á þér, Bernhard“, sagði Wall-
nitz hlæjandi. „Þú sagðir, að hún
talaði ekki mikið ..."
„Hvort langar þig meira til að
tala við fólk, sem hlustar vel eða
talar mikið sjálft?“ spurði Schmitt
„Mér datt í hug, að við gætum
borgað henni dágóða upphæð í
eitt skipti fyrir öll. Hún virðist
hafa talsvert stóran hóp af föst-
um viðskiptavinum og ekur sjálf
í SL-sportmódeli — “
„Hvað segirðu?“ spurði Wall-
nitz og brýndi raustina.
„SL-sportmódeli“, sagði Schmitt
eins og ekkert væri eðlilegra.
„Þá er hún líklega dýr“.
„Þú getur rétt ímyndað þér“,
svaraði Schmitt.
„Þú þarft nú ekki langan tíma
til að sjá það — og það er ágætt“.
„Og þá gæti þessi maður, sem
okkur vantar . . . “
„Einmitt“, sagði Schmitt. „Hann
gæti komið öllu vel fyrir og verið
milligöngumaður. Þá er þetta orð
ið svo virðulegt. Bezt væri að fá
einhvern aðalsmann með fínan
titil, — Ameríkanarnir gangast
alltaf svo mikið fyrir því Ég
ætla að biðja Kueltz að auglýsa“.
Kueltz var ráðningarstjóri hjá
Mallenwurf & Erkelenz. Schmitt
tók minnisblað og skrifaði: ..Milli-
göngumaður/Kueltz“
„Og hvernig eigum við að fóðra
þessa pútnahússþjónustu í bók-
haldinu“?
„Þú ert alltaf svo hugmynda-
snauður, Walter“. sagði Schmitt.
„Við setjum þetta undir auglýs-
ingar eða eitthvað þess háttar.
Hoffmann finnur einhver ráð“
Hoffmann var skattsvikasérfræð-
ingur fyrirtækisins.
Auglýsingin var á þessa leið:
Stórt iðnfyrirtæki í grennd við
Frankfurt óskar eftir MANNI
með góðar umgengnisvenjur,
menntuðum og þægilegum í við
móti til að taka að sér fulltrúa-
slarf hjá fyrirtækinu. Skal hann
einkum annast móttöku erlendra
gesta fyrirtækisins og fyrir-
greiðslu þeirra. Aðeins maður af
góðum ættum kemur til greina,
lágmarksaldur 45 ár. Fullkomin
ensku-- og frönskukunnátta nauð-
synleg, spænskukunnátta enn frem
ur æskileg. Umsækjandi verður
að vera fullkomlega áreiðanlegur.
Eiginhandarumsókn með upplýs-
ingum og aldur, menntun og fyrri
sförf scnd-sf skrifstofu vorri sem
fyrst
„Við þurfum ekki að taka fram,
að hann eigi að vera af aðalsætt-
um“, hafði Kueltz sagt. „Furstarn
ir láta ekki standa á sér“. Þegar
fresturinn var útrunninn, höfðu
tuttugu og einn ofur venjulegur
borgari sótt um starfið, átta dokt
orar, þrjátíu og fjórir herramcnn
með rétt og slétt „von“ fyrir fram
an nafnið si!t. þrir greifar og einn
fursti. Furstmn, Karl Heinrich
von Ölsen Ölsingen, var ráðinn,
— ekki eingöngu af því að hann
var af hærri stigum en allir hin-
ir umsækjendurnir, heldur af því
að haijn var að öllu leyti bezt til
starfans fallínn. Hættan á því, að
hann gerði sig sekan um óþarfa-
biaður eða ógætni var sáralítil,
því að það var mjög ósennilegt, að
hann fengi nokkurn minnsta áhuga
fyrir reks ri Mallenwurf & Erke-
lenz. Hann hafði einu sinni unnið
í utanríkisráðuneytinu
Schmitt gerði sjálfur samning-
inn við Rosemarie. Hún náði í bók
haldsbókina sína og sýndi honum
þar svart á hvítu, hvað hún hefði
haft upp síðan hún flutti | nýju
tbúðina sína og hvað þess vegna
væri sanngjarnt. að h'ann borgaði
henni Honutn varð ljóst, að það
var óhugsandi að láta hana þjóna
sér og sínu fyrirtækj eingöngu.
Til þess hcfði hann þurf' að borga
henni óheyrilega mikið
„En ef þú þjónaðir okkur bara
á kvöldin og gætir svo að öðru
leyti ráðstafað tíma þínum eins
og þér sýndist?" spurði hann.
„Hvað mundi þetta þá verða mik-
ið?“
27
legri röddu. — Hún sagði mér, að
hún ætti aðeins einn ættingja —
manninn á Newcross . . . Fyrst
núna tók hún eftir, hve maðurinn
var sólbrúnn á hörund, hún tók
; eftir vefjarhetti þjónsins og
i minntist þess þá, að Horatia hafði
1 talað um föðurbróður, sem tígris-
dýr hafði drepið. Orðin dvínuðu
á tungu hennar, þegar hún gerði
sér ljóst, að þetta var sannarlega
hr. Edward Pendleton, sem hún
stóð andspænis. Eitt andartak iðr
aði hana fljótfærni sinnar. Ef
hún hefði látið Horatiu vera í
; húsinu aðeins hálftíma enn, hefði
. hún getað afhent hana þessum
auðmanni, án þess að til nokkurra
óþæginda þyrfti að koma. Og það
gat orðið heldur ónotalegt að
segja þessum manni, að hún hefði
varpað frænku hans á dyr, hún
var viss um, að hann mundi verða
ofsareiður. Þess vegna sagði hún
fleðulega:
— Vesalings Horatia.... ég
vildi óska, að ég vissi, hvað hún
ætlaðist fyrir hr. Pendleton. En
þvf miður veit ég það ekki. Hún
... .bara fór sína leið.
— Fór sína leið? Hann leit hissa
á hana. Það var harla kynlegt,
ALLAR HELZTU
MÁLNINGARVÖRUR
ávallt fyrírliggiandi
Sendum heim.
Helgi IVIagnússon & Co.
IHafnarstræti 19
Símar: 13184—17227
að ung kona skyldi gera slíkt tvisv
ar á svo stúttum tíma. —- Svo virð
ist, sem það sé orðin venja henn-
ar, hugsaði hann upphátt, svo
bætti hann við í mildari tón. —
Leyfist mér að spyrja, hvort hún
gaf nokkra skýringu á þessari und
arlegu hegðun?
— Tja....Lafði Wade brosti
smjaðurslega. — Ég geri ráð fyr-
ir, að það hafi verið vegna frænda
míns, Hudson.... Hann bauð
henrii í ökuferð nokkrum sinnum,
meðan hún bjó hjá mér, og þótt
hún vissi, að hann væri trúlofaður
annarri, er ég hrædd um, að hún
■hafi fengið augastað á honum.
Það er brúðkaupsdagur Hudson
í dag og vesalings Horatia gat
ekki afborið að dvelja lengur í
húsi, sem hafði svo margar óþægi
legar minningar að geyma. Þess
vegna fór hún, og ég hafði ekki
brjóst í mér að hindra hana.
Hr. Pendleton trúði ekki orði
af þessari sögu, en hann var í
svo miklu uppnámi við tilhugsun-
ina um, hversu litlu hafði mun-
að að hann næði í Horatiu, að
hann vissi ekki, hvað hann átti
að segja eða gera. Svo kom hann
auga á dagblað á borðinu, og þeg
ar hann rétti út höndina 'eftir því,
ætlaði frúin að hrifsa það af hon-
urn. Hann sá klausuna, sem mest
hafði farið í skapið á hr. Crank-
croft og þegar hann hafði lesið
greinina, sneri hann sér með fyr-
irlitningu að lafði Wade.
— Svo það var þess vegna, sem
þið rákuð hana burt, sagði hann
seinlega. — Þér slóguð því föstu,
að hún hefði misst auðæfi sín.
Hann treysti ekki sjálfsstjórn
sinni öllu lengur. Hann gekk
hratt til dyra og lafði Wade hróp-
aði á eftir honum.
— Hún gat bara farið heim til
frænda síns á Newcross. Ég bar
MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA
ERFINCINN
enga ábyrgð á henni.
— Alls enga, samsinnti hr.
Pendleton.
Dagstofuhurðin skall aftur á
eftir honum, og gamli þjónninn
stóð í forsalnum og hélt opnum
útidyrunum.
— Mér þykir leiðinlegt, að ung
frú Horatia er farin, sagði Josiah
lágróma. — Hún var mjög geð-
þekk, ung stúlka, og henni þótti
afskaplega ga-man að hesturn, sir.
— Já, ég hef heyrt það.
— Já, hún hafði alltaf mikinn
áhuga á því, sem fram fór í sund-
inu bak við húsið. Þar er hesta-
leiga. Hún var mjög æst, þegar
komið var með meiddan hest þang
að einn daginn. Hún sagði, að það
væri synd og skömm að ríða hon-
um, meðan hann væri svona á
sig kominn og ef hann Jerry vin-
ur hennar hefði verið þarna, hefði
hann tekið undir það.
— Jerry? Edward Pendleton
rétti úr sér, — Ó, já.... Jeremías
Smallbones.
— Einmitt, herra. Jeremías
Smallbones. Hann var hestasveinn
og ökumaður á Newcross, sagði
hún mér. „Eini vinurinn, sem ég
á, Josiah, sá eini, sem hugsar ekki
um peningana mína“.
— Veslingurinn litli Gulldal-
ur skipti um eiganda. — Þökk fyr
ir, að þér hafið- verið vingjarnleg-
ur við frænku mína. Ég veit ekki,
hvar ég get fundið þennan Small-
bones, en þér hafið að minnstaí
kosti gefið mér smáspor að fara
eftir.
14. KAFLI.
Krydd, orðið minnir á hin fjar-
lægu Austurlönd og fær okkur til
að hugsa um þúsund og eina nótt,
sheika og ambáttir fagrar. En
Ernest Harborough kryddkaup-
maður var sterklegur og óskáld-
legur í hæsta máta, bæði i útliti
og innræti.
Húsið var stórt og kuldalegt,
eins og hann sjálfur. Það var
byggt úr rauðum múrsteini og að-
skilið frá stóra almenningsgarð-
inum með lágu grindverki.
Hr. Harborough ók inn til Lon-
don í einkavagni sínum á hverjum
degi og vinir hans, sem hann bauð
stöku sinnum heim til sín öfund-
uðu hann af velsæld hans og ör-
yggi.
En mágkonu hr. Harborough
fannst húsið óheimilislegt og
kuldalegt frá fyrstu stundu. Þeg-
ar hún kom fyrst til Clapham var
hún meira einmana en nokkru
sinni síðan hún fór frá Indlandi.
Þegar hún hafði hugsað heim til
Englands, hafði hún hugsað um
fallega litla sveitaþorpið, hvar
faðir hennar hafði verið prestur,
hún hafði hugsað um notalega
sctustofu, þar sem eldur logaði
á arni og varpaði glitrandi skugga
á mosaikborðið, sem maðurinn
. hennar hafði gefið henni. Hún
i hafði séð það fyrir sér í hugan-
um fyrir framan hlýjuna, hún
sjálf var með handavinnu og æv-
intýrabók, sem einhver af dætr-
um mágs hennar mundu lesa úr
upphátt fyrir börnin. Hún hafði
satt að segja ekki hugsað sér neitt
í líkingu við þessa köldu tign í
húsi mágs síns, heldur ekki hinn
glæsilega fatakost svilkonu sinnar
og yfirlætisfullu dæturnar i hús-
inu.
Hún þráði hlýju, að hún væri
boðin velkomin í fjölskylduna, í
þess stað varð hún að sitja og
hlusta á alls konar ráðleggingar,
ugglaust í góðu skyni gefnar, varð
andi framtíð hennar og barnanna.
Þessi ráð fengu á sig skipana-
form þau kvöld, sem hún fékk jð
sitja niðri, en það var þegar ekki
voru gestir í húsinu. Þegar gestir
voru óskaði frú Ernest Harbor-
ough ekki eftir návist svilkpnu
sinnar. Þá varð Laura að snæða
ein uppi í skólaherberginu, sem
hún og börnin og barnfóstran
Ayah höfðu til umráða
Og barnfóstran Ayah varð hr.
tilefni til margra rökræðna við
mágkonu sína.
— Ayah, sagði hann, — verð-
ur að fara aftur til Indlands. I
fyrsta lagi er ómögulegt að haía
indverskan þjón í Englandi Veðr
áttan er alltof köld og breytiieg
og þeir voru alltaf veikir. Allir
sögðu það. Hr. Harborough var
meira að segja fús að borga far-
T f MI N N . briðiudaginn 11. desember 19G2