Tíminn - 30.12.1962, Qupperneq 10

Tíminn - 30.12.1962, Qupperneq 10
HUGLEIÐINGAR fella lántökur til allra ann- arra vega, þótt það væri að vísu gert enn einu sinni fyr- ir jólin. Kæmi mér ekki á ó- vart þótt það hefði áunnist nú þegar, að lán yrði sett í Stráka-veginn t. d. fyrir vor- ið, hvað sem meira verður. Fleira mætti nefna en þetta nægir að sinni. Enginn skyldi þó taka þessi hræðslu gæði, á elleftu stundu, sem varanleg batamerki eða yfir- bót. Eins og aíii er komið Hitt mun réttara, að meg- instefnan sé, að „eins og allt er komið“ sé ekki um annað að ræða enn „gera eitthvað", ef takast mætti að komast yfir kosningarnar í vor. Taka svo til óspilltra mála með „viðreisnina“ á ný með upphaflega laginu, og kæmi þá vafalaust einnig ýmislegt til greina, sem aðeins hefur verið ymprað á fram að þessu: Atvinnurekstur útlendinga, endurskoðun togaravöku- laga, landhelgin, vinnulög- gjöf í stíl stórkapitalisma, afhending ríkisfyrlrtækja í einkarekstur, endurskoðun félagafrelsis, enn meiri sam- dráttur landbúnaðar o. fl. Ný kosningaloforð Nú munu stjórnarflokkarn ir ekki ganga til kosninga á nýja árinu með sömu kjör- orðin og síðast, þegar þeir lofuðu stöðvun dýrtíðar og bættum lífskjörum. Munu flestir skilja af hverju því sama verður ekki lofað aft- ur, þvi þessi loforð voru efnd með óðadýrtíð og kjaraskerð ingu. En því mun samt ekki verða gleymt hvað sagt var og hvað gert hefur verið. Forsætisráðherra lýsti þvi yfir á gamlárskvöld 1960, að ákveðið hefði verið þá þegar að semja stórhuga fram- kvæmkvæmdaáætlun fyrir næstu árin. Þannig átti fram kvæmdaáætlunin að koma strax — en við nánari at- hugun hefur þótt áhættu- minna að gefa hana ekki út fyrr en rétt fyrir kosningar. Nú á að lofa framkvæmd- um og gefa út framkvæmda- áætlun á kostnað ríkisins fyrir kosningar. En alvöruna í þeim leik má nokkuð á því sjá, að hvergi vottar fyrir nýjum framlögum til þeirr- ar framkvæmdaáætlunar á fjárlögum fyrir 1963, sem verið var að afgreiða nú fyr- ir jólin. Þó mun gefið í skyn, að áætlunin eigi að verða allra meina bót. Enn fremur veröa menn beðnir að harka af sér dýr- tíð, kjaraskerðingu og „við- reisnina“ yfir höfuð því bað sé nauðsynlegt að standa með stjórnarflokkunnm gegn kommúnismanum i Fram - sóknarflokknum. Flokkur- inn ætli að innlgiða hér 10 kommúnisma og þrælabúðir með tilstyrk Sovéthers (Rauða hersins), en á þvi hefur Mbl. frætt menn und- anfarið. Má telja þennan málflutn ing með furðulegri fyrirbær- um ársins, sem er að kveðja, og sýnir þetta vel upp á hverju þeir geta fundið, sem athyglina vilja draga frá eigin verkum og óttast um sinn hag. Ekki telja menn líklegt, að stjórnarflokkarnir vaxi af þessum málflutningi. Finnst mörgum eitthvað bogið við þetta. Svona málflutningur gafst illa í Bandaríkjunum í kosn- ingum nú á þessu ári. Verð- ur þess vart hér, að mörgum Sjálfstæðismönnum finnst minnkun að þessum áróðri, og þá ekki sízt þegar honum er blandað í umræður um málefni íslands og Efnahags bandalagsins, eins ég mun drepa lítillega á í sambandi við þau efni. Finnst ýmsum þá taka steininn úr. ísland og Efnahags- bandalagið Árið 1963 ---nítján árum eftir að lýðveldi var endur- reist á íslandi — gæti orðið úr því skorið, hvort ísland verður áfram fullvalda sjálf- stætt ríki — eða ekki í V-Evrópu hefur verið sett á fót Efnahagsbandalag Evrópu og fara ýmsir for- göngumenn ekkert dult með, að það eigi að vera upphafið að pólitískri sameiningu Evrópu, og markmiðið sé Bandaríki Vestur-Evrópu. Þessi mál þróast talsvert ört og sá tími nálgast því óö- um, að íslenzka þjóðin verð- ur að gera upp við sig, hvort hún ætlar sér að stefna inn í þessa ríkja- og þjóðasam- steypu í V-Evrópu, eða hvort ísland ætlar að halda full- veldi sínu og vera utan' við bandalagið. Hvort, sem þetta verður endanlega gert upp á því ári, sem í hönd fer eða ekki, þá er sennilegast, að teningun- um varðandi framtíð ís- lenzku þjóðarinnar ve”ði kastað á því kjörtímabili, sem hefst á árinu. Tvær leiðir Um tvennt er að velja í raun og veru. Að stefna inn í bandalagið og þar meg inn í nýja Vestur-Evrópuríkið — því aftur verður ekki snúið ef örlagaskrefið hefur ve”ið stigið. Á hinn bóginn, að hafa samvinnu og samskipti við þessar þjóðir og hið nýja ríki, án þess að ganga í bandalagið eða tenglast þvi nánar en eðlilegum menning ar- og viðskiptatengslum. Á milli þessara tvegeia leiða verða menn að velja Fram hjá þessum megin- kjarna verður komist í bví efni verða allar vífillengjur, allar flóknar útlistanir og hártoganir léttvægar þegar á hólminn kemur. Inn á aðra hvora þessa braut verður ag fara. Það er ekki hægt að ganga báðar þessar leiðir í senn. Einmitt þess vegna hefur Framsóknarflokkurinn tek- ið afstöðu í umræðum á Al- þingi, að markmið íslend- inga ætti að vera samning- ar við bandalagið um tolla- og viðskiptamál án annarra tengsla. Þá leið eigi að fara og taka upp samninga við bandalagið á þeim grund- velli, þegar tímabært verð- ur. Þessi afstaða byggist á þeirri skoðun, að ísland geti ekki gengig í Efnahags- bandalagið, þar sem það mundi enda með því að land- ið missti fullveldi sitt og þjóðin yrði sem dropi í þjóða sjó Vestur-Evrópu. Ríkisstjórnin segist á hinn bóginn ekki búin að gera upp við sig, hvort betra muni vera fyrir ísland ag sækjast eftir tolla- og viðskiptasamn ingi eða aukaaðild, sem svo er kölluð. í skýrslu sinni segir ríkis- stjórnin að þessar tvær leið- ir komi til greina að hennar áliti. En það kemur líka fram, að aukaaðildarleig þýddi aö taka verði upp samninga um höfuðákvæði Rómarsamn- ingsins. Taka verði upp samninga á aðildargrund- velli með undanþágu frá Rómarsáttmálanum Koma þá m. a. samningar um at- vinnurekstrarréttindi útlend inga í landinu, fjármagns- flutninga, atvinnuréttindi og sameiginlega stefnu í efnahags- og atvinnumál- um, að þvi er bezt verður séð. Þetta kemur fram í skýrslu ríkisstjórnarinnar, sem við- skiptamálaráðherra flutti á Alþingi, og breytir engu þótt síðar hafi verið reynt að gera þetta óskýrara með mál- flutningi úr herbúöum stjórn arinnar, sem stangast alveg við skýrslu hennar sjálfrar. Umræðurnar á Alþingi í heild hafa nokkuð skýrt viðhorfið. Þegar Framsókn- armenn tóku þá afstöðu, að markmiðið ætti ag vera tolla- og viðskiptasamning- ar, og nú þegar væri hægt að sjá, að þannig bæri að taka málið upp, varð ríkis- stjórnin ókvæða við. Þó höfðu Framsóknarmenn meg þessu lýst sig fylgjandi ann- arri þeirri leið, sem rikis- stjórnin taldi færa. Hafa margir furðag sig á þessu. En skýringin er sú, aö auka aöildarstefna sú, sem ríkis- stjórnin heldur fram í skýrslu inni, er leið þeirra. sem vilja koma íslandi inn í Efnahagsbandalagið ef þeir fá bolmagn og fulltingi til. Það leynir sér ekki hvaö ríkisstjórnin vill. Það sést á þeim ofsa, sem beitt er gegn Framsóknarmönnum fyrir ag aðhyllast og berjast fyrir því, að mál íslands verði tek in upp við Efnahagsbanda- lagið á grundVelli tolla- og viðskiptasamninga. Afstaðan skýrist Þetta skýrir mikið, og í raun réttri ekki erfitt að sjá nú, hvernig málið horfir við, þótt margt sé vafalaust eft- ir að segja, og þag ekki allt til að skýra viðhorfið. Geti stjórnarflokkarnir einir ráðið ferðinni í þess- um málum, verður tolla- og viðskiptasamningaleið- inni lokað. Blátt áfram með því að sækja um samninga á aðildargrundvelli, því það vilja þeir helst og þar með væri teningunum kastað. Enn undanhaldsleið sinni, þ. e. tolla- og viðskiptasamn- ingsleiðinni, halda stjórnar- flokkarnir samt opinni. Geti stjórnarflokkarnir ekki einir ráðið, verður tolla og viðskiptasamningsleiðin tekin fram fyrir og málefni íslands tekin upp við banda- lagið á þeim grundvelli. Við höfum spurt á Alþingi hvað það væri í aðildarleið- inni umfram hina sem ís- land ætti að sækjast eftir — en engin svör fengið. Við höfum bent á, að þaö sem öðrum þjóðum verða réttindi, verði okkur óbæri- legar kvaðir,!svo sem gagn- kvæmur réttur til fjármagns flutnings, atvinnurekstrar og afnota af lands- og sjáv- argæðum, og þannig mætti lengi telja. Enn fremur að íslendingar fengju engu ráð- ið um sameiginlegu málin, sem nú þegar eru allir meg- inþættir efnahags-, atvinnu og fjárhagsmála. Og áður en varir flest önnur efni til viðbótar, jafnóðum og banda lagið þróast í ríki. Við bendum á, að óhugs- andi sé að íslendingar geti haldið fullveldi sínu og sjálf- stæði, né verði áfram hús- bændur á sínu heimili ef útlendingar eigi ag fá rétt til að komast inn í atvinnu- vegi landsins þ. á. m. sjávar- útveginn og með þvi öðlast afnot sjálfrar landhelginn- ar beint eða óbeint. Þetta á sérstaklega við um íslenzku þjóðina 180 þús. manns í landi mikilla ónot- aðra möguleika. Óspart eru menn nú og verða framvegis hræddir á tollmúrum þeim, sem byggð- ir verði til frambúðar ntan um Vestur-Evrópu oe gefið í skyn, að við munum þeirra vegna þvingast til að ger-a æði margt fleira en gott þyk- ir. Við höfum ekki trú á því. að þjóðir V-Evrópa þvingi okkur i einu né neinu — né loki okkur frá “ð’ilegnm vtð- skiptakjörum, þótt þær sameinist- En enginn get- ur þó fullyrt hverju hægt er ag koma til leiðar. Á hinn bóginn er lífsnauð- syn, að við berum sjálfir gæfu til að taka mál okkar upp á þann hátt, sem bezt samrýmist okkar eigin hag og hlaupum ekki á okkur né rösum um ráð fram Það er nóg komið af óðagotinu í þessu máli. Verður það ekki rakið ag þessu sinni. Málstaður íslands? Einmitt af þessum ástæð- um leggjum við höfuðáherzlu á og höfðum alltaf gert að bíða átekta, þangað til rétti tíminn er kominn til að taka upp málefni íslands við Efnahagsbandalagið. Ríkisstjórnin lætur flytja um þetta sjónarmiö kjána- legan skæting í blöðum sín- um í stað raka. Og ráðherr- ar segja: Það á að tala og skýra málstað íslands. En við segjum: Hver er málstaö ur íslands? Er ekki mest um vert að vita, hvað á að segja? Er það málstaður íslands t. d., sem hvað eftir annað kemur fram hjá viðskipta- málaráðherranum G.Þ.G., að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því, þótt erlend- ir aðilar komi inn í fiskiðn- aðinn. Er það málstaður íslands, þegar forsætisráðherrann á Alþingi telur það frekju að gera ráð fyrir gagnkvæmri niðurfellingu tolla okkar og bandalagsins. Eða er það málstaöur ís- lands, sem við Framsóknar- menn höldum fram um þessi efni. Þetta eru aðeins dæmi um einstök þýðingarmikil at- riði, en jafnvel þótt ekki séu fleiri dæmi tekin, þá sést svo ekki fer á milli mála, að það er ekki nóg að tala og tala. Höfuðatriðið er, að menn viti, hvað segja skal — hvað þjóðin vill láta segja og það sé sagt þegar við á. Ég endurtek um þetta, sem ég hef áður sagt: Það skiptir mestu að flytja mál- stað íslands rétt á réttum tíma, en fátt skaölegra en flytja hann villandi í ótíma. Hvers vegna »S1 ’.qrt ágreiningur? Ýmsir spyrja sjálfa sig, hvað til komi að menn gerast talsmenn og það ákafir tals menn þess að ísland gangi inn í Efnahagsbandalagið og inn í nýtt stórríki Vestur- Evrópu, ef því er að skipta. Þessir menn virðast magna sig þeirri fjarstæðu, að íslendingar geti ekki tryggt sér góð lífskjör fram- vegis, ef þeir standi alger- lega á eigin fótum og eigi aðeins eðlileg viðskipti og samvinnu vð aðra. Þeir mála upp dökkar myndir af tollsirtum lönd- um allt í kr'ne'um okkur a. m k. í Vestur-Evrópu sem beiti viðskiptaþvingunum og geri öðrum þjóðum ólíft. En fleira kemur til. TIMIN N, sunnitdaginn 30. dcsembcr 1963 I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.