Tíminn - 30.12.1962, Page 11

Tíminn - 30.12.1962, Page 11
 Fyrir mörgum þessara manna vakir vafalaust, að innleiða í eitt skipti fyrir öll stórkapitalismann á íslandi. Útiloka þannig með einu „handtaki" hvers konar sér- vizku þeirra, sem áhuga hafa á því, að byggja hér upp framvegis, sem fram að þessu, þjóðfélag eftir eigin leiðum. En það er hvorki byggt eftir leiðum kommún- isma né „stórkapitalisma“. íslenzkt þjóðfélag er sér- kennilegt og einkennist m. a. af því hve fátt er um auð- félög, sem setið geta yfir hlut manna — en að sama skapi óvenjumargir sjálf- stæðir atvinnurekendur, efnalega sjálfstæðir einstakl ingar og sterk samvinnu- hreyfing. Lítill stéttamunur, óvenjumargir, sem eiga sjálfir sín eigin heimili (íbúð ir). Það eru sterk öfl, sem þessu vilja breyta. Telja stór kapitalismann nýtízkulegri og vænlegri. Þá kemur hér til sú múg- sefjun, sem ætíð verður veru leg, þegar stórir atburðir gerast og miklar hræringar verða — og það jafnvel þótt minni séu í sniðum en sam- eining flestra ríkja Vestur- Evrópu. Þessi sefjun grípur suma föstum tökum: íslendingar verði að vera með, fylgja þróuninni — annað sé í raun og verú að bregðast vest- rænni samvinnu og lýðræð- inu, það dugi ekkert hik né hálfvegja o. s. frv. Það er þáttur í þessari sefjun, að aðalmálgagn rik- isstjórnarinnar Mbl. fæst ekki til að ræða þessi mál með rökum en kallar þess í stað kommúnisma, að Fram- sóknarmenn vilja leið tolla- og viðskiptasamninga. sem er þó önnur þeirra leiða, sem rikisstjórnin telur færa. Minnir allur þessi mál- flutningur ónotalega á áróð ur þann, sem sögur fara af fyrir mörgum öldum, þegar það var kölluð óhæfa. að ís- lendingar þjónuðu ekki und ir konung, sem aðrir menn, og bornir fyrir m. a kardinál ar úr öðrum löndum Þá mun heldur ekki hafa skort menn, sem því héldu fram. að Tslendingar gætu ekki staðið á eigin fótum Þá var vist óspart talað um skipa- skort. Nú eru það tollmúrar og viðskiptahöft. Reynzla íslendinga Allar þessar bollaleggingar um að íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum og hljóti að græða á því að sameinast öðrum þjóðum og verða hluti af þeim, fara gersamlega i bága við aldalanga reynslu íslendinga sjálfra og reynslu þá, sem blasir við allt í kringum okkur. Framtíðarmöguleikar þjóð anna verða ekki til neinnar hlítar reiknaðir út á töflum hinna reikningsfróðu, að þeim ólöstuðum. Ástæðan er einfaldlega sú, að menn eru ekki vélar. Það er andlega orkan, sem með þjóðunum býr og lausn hennar úr læðingi, sem mestu skiptir, og því hefur mörgum smáþjóðum vegnað allra þjóða bezt, þótt það komi ekki heim við reiknings töflurnar. Missi þjóðin þá tilfinningu, að hún ráði sínum málum sjálf, slaknar á driffjöðrinni og þá er hnignunin vís. Hverj ir ættu að vita þetta betur en íslendingar og hverjir hafa fremur en þeir ástæðu til að fara varlega í öllu, sem snert ir fullveldi landsins. Um þetta segir Jón Sig- urðsson: „Veraldarsagan ber ljóst vitni þess, að hverri þjóð hefur þá vegnað bezt, þegar hún hefur sjálf hugsað um stjórn sína, og sem flestir kraftar hafa verið á hrær- ingu“. (Jón Sig. í ræðu og riti, bls. 47). Viturlegt væri að hafa þetta í huga, þegar „reikn- uð“ er staða íslands i þeim heimi, sem nú er að mótast í kringum okkur. Sennilega verður eitthvað reynt að kalla svona hugsun arhátt einangrunarstefnu. En ekki er það í góðum til- gangi gert, ef reynt verður. Samvinna þjóða og samein- ing þjóða er sitthvað, og engum greiði gerður með því að þykjast ekki kunna skil á því tvennu, eða blanda því viljandi saman, eins og nokk uð bólar raunar á. Framsóknarmenn eru ekki einangrunarsinnar, þótt þeir telji ekki fært fyrir ísland að ganga í Efnahagsbanda- lag Evrópu Vestræn samvinna Framsóknarflokkurinn er hiklaust fylgjandi samvinnu við vestrænar þjóðir og þá báðum megin Atlantshafs- ins. Flokkurinn er t. d. fylgj andi því, að ísland taki þátt í varnarsamtökum þessara þjóða. þótt hann jafnframt haldi fast á þvi sjónarmiði að íslendingar eigi sjálfir að hafa um það úrslitaorð hvort varnarlið sé í landinu sjálfu og hvers konar varn- arbúnaður. í samræmi við þessa stefnu vilja Framsóknar- menn áfram sem nánast sam starf við þjóðir Vestur-Evr- ópu og það engu siður þótt bær sameinist í bandalag, sem þróaðist í Bandaríki Evrópu, og þá jafnframt við lýðræðisþjóðir N-Ameríku. Framsóknarmenn vilja með öllu skynsamlegu móti tryggja sem mest samskipti við þjóðir Vestur-Evrópu og Efnahagsbandalagsins og telja að markmið íslendinga eigi að vera að ná tolla- og viðskiptasamningi við Efna hagsbandalagið. Þeir treysta á velvild þessara þjóða og skilning þeirra á algerri sér- stöðu íslendinga, sem veld- ur þvi að þeir geta ekki sam- einazt öðrum þjóðum í Efna hagsbandalaginu. Öfgarnar Það væri óskynsamlegt að gera sér ekki grein fyrir því, að hættulegra öfga gætir hér verulega varðandi utanríkis mál og stöðu landsins. Á öðru leitinu eru komm- únistar. Þeir telja sig vilja hlutleysi og samninga við Efnahagsbandalagið. En raunverulega vilja kommún- istar samband við Sovétrík- in, hliðstætt því, sem þjóð- um Austur-Evrópu hefur ver ið þröngvag til, og mundu hiklaust ganga í Efnahags- bandalag Austur-Evrópu, ef um slíkt væri að ræða. Þá mundu þeir einnig vilja sams konar hlutleysi og lönd Austur-Evrópu fylgja í fram kvæmd á vegum Sovét- manna. Á hinu leitinu eru svo öfga mennirnir, sem engin úr- ræði virðast sjá önnur en þau, að íslendingar kasti sér í þjóðahaf Vestur-Evrópu, en um þá og þeirra hugsun- arhátt hef ég lítillega rætt hér að framan. Framsóknarmenn vilja móta stefnu í utanríkismál- um og fullveldismálum lands ins, sem beint er afdráttar- laust gegn þessum háskalegu öfgum, — sem byggð er á vestrænni samvinnu fyrst og fremst, en hafnar innlim- un og fullveldisafsali í hvaða mynd sem er. Að lokum þetta varðandi Efnahagsbandalágsmálið: Það hlýtur að hryggja menn, að ekki einu sinni það mál skuli fást rætt með stil) ingu og rökum. En engum 'dylst. að það fæst ekki þeg ar aðalmálgagn rikisstjórn- arinnar hefur nú um hríð ekki haft að ráði annað ti! þess að leggja en brigzl í garð Framsóknar- manna um, að þeir láti kommúnista ráða afstöða sinni, þegar um er að tefla sjálfan grundvöllinn að framtíð þjóðarinnar í land- inu. Þetta tal skaðar ekki Framsóknarflokkinn. Þetta er of mikil fjarstæða til að valda honum tjóni. En það dregur þjóðina niður og tor- veldar mjög nauðsynlegar rökræður, að útbreiddasta málgagn landsins skuli telja sér sæma að draga jafnvei þetta mái með þessu móti niður i svaðið Sterk andúð almennings á þessari vinnuaðferð gæti sennilega bætt hér nokkuð úr. Straumhvörf Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna í vor sem leið urðu langstærsti stjórnmálavið- burður innan lands á árinu. og þótt lengra væri leitað aftur í tímann. Framsóknarflokkurinn vann einn hinn glæsilegasta kosningasigur, sem hann hefur nokkru sinni unnið. í höfuðborginn: og 7 kaupstöð um, þar sem framboð voru hrein 1958 og 1962, jók Fram sóknarflokkurinn fylgi sitt um 47,5% frá því, sem var 1958. Svipuð þróun kom í ljós í kauptúnunum. Margt bendir og til, að flokkurinn hafi enn aukið fylgi sitt í sveitunum. Skýrslur hagstofunnar um kosningaúrslitin sýna, að Framsóknarflokkurinn er orðinn næststærsti stjórn- málaflokkurinn í kaupstöð- unum og kauptúnunum. Á örfáum árum hafa þvi orðið straumhvörf í stjórn- málum landsins. Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna urðu þungur dómur um stjórnarstefnuna, enda hafa stjórnarflokkarnir bor izt lítt af síðan. Margt væri ástæða til að rita um þessi nýju viðhorf, þegar þessara atburða er minnzt. Mun ég þó fátt eitt nefna nú. Áreiðanlega kemur hér til, að margir mega ekki til þess hugsa, að búið verði hér fyrst og fremst við kommún isma annars vegar og kjara- skerðingarbandalag stjórn- arflokkanna hins vegar. Ég hef hér að framan rætt um stjórnarstefnuna og þá um leið stjórnarflokkana og hvað til tíðinda hefur orðið á þeirra snærum. Endurtek ég það ekki. En um kommúnista er það að segja, að frá því um bæj- arstjórnarkosningar hafa ekki þeir atbúrðir gerzt á þeirra vegum. að líklegir séu til að bæta beirra hlut. Á Alþýðusambandsþingi lögðu þeir ofurkapp. á að dómurinn um L.Í.V vrði að engu hafður oer mundi það vafalaust hafa orðið til þess aö óvinir verkalýðssamtak- anna hefðu komið þvi fram að kljúfa Alþýðusambandið Framsóknarmenn. sem mættir voru á AlbÝðusam- bandsþ-'neri beittu sér fyrir því. að farið var að lögum og dómsniðurstöður virtar og björguðu með því samtökun- um. Nv áætlun Á flokksþingi Sósialista- flokksins nú i haust virðist bað hafa verið eitt aðalvið- fangsefnið að samþvkkia i aðalatriðum áætlun um hvernig á verð: komið sósial- isma (kommúnisma) á ís- iandi Upplýsir Þjóðviljinn, að þessi áætlun hafi verið samin af niu manna nefnd, en í henni hafi Brynjólfur Bjarnason haft forustuna. Segir Þjóðviljinn einnig. að þessi .áætlun" um að inn leiða sósíalisma á íslandi verði síðar send inn á hvert heimili í landnu. Fátt sýnir betur, hve for- ustul'ð kommúnista er ger- samlega rígbundið kreddum sínum og með öllu óliklegt til nokkurrar nýtilegrar forustu í málefnum almennings á íslandi en þessir atburðir á flokksþingi þeirra. Kommúnismann vilja menn yfirleitt hvorki heyra né sjá. Samt situr þetta flokksþing við að samþykkja og setja í „áætlun“ hug- myndir forustumanna sinna um framkvæmd kommún- ismans á íslandi. Þetta á síðan að vera aðalkosninga- málið og höfuðmarkmiðið. Jafnframt kalla þeir sig Alþýðubandalag og afneita kommúnismanum í öðru hverju orði. Er nokkur furða þótt traust almennings á þvílík- um samtökum fari minnk- andi? Sagt er, að einn þáttur þeirrar áætlunar, sem á blað hefur verið sett á vegum kommúnista, fjalli um nauð syn þess, að ná samstarfi við ýms stéttasamtök í land inu um að koma kommúnism anum á, og svo við stjórn- málaflokka í sama skyni. Það er hægt að segja skýrt í eitt skipti fyrir öll, að þetta lið verður til annarra að leita en Framsóknarflokks- ins, til þess að koma draum órum sinum um sóslal- isma eða kommúnisma, í framkvæmd. Hvers vegna breyting? Ýmislegt bendir til, að straumurinn liggi í sömu átt og fram kom í bæjar- stjórnarkosningunum. Kem- ur þar fleira til en hér verð urtalið. Áhrif Framsóknarflokks- ins á þjóðmálin og málefn: almennings til sjávar o sveita á sðustu áratugur blasa nú miklu. skýrar viö en áður, þegar stjómarflokl: arnir hafa þetta kjörtimabil getað farið sínu fram, án þess að þurfa að semja við Framsóknarflokkinn Eu sliku hefur lítt verið til að dreifa fyrr siðan 1997, þv ^ram sókn ar f lokkur inn hefur átt þátt i rikisstjór í 26 ár af 33 fró 1927—1959. Þegar samsteypustjórn' eru dylst mönnum nokkuo sem vonlegt er hverju flokk arnir koma tiJ leiðar hver um sig, og hvað komið er í veg fyrir að nái fram að ganga Er þvi likast,. að þoku hafi létt, þegar í Ijós kemur hver brevtingin varð, og hvað þeir gátu gert þegar þeir voru Jausir við Fram- sókn“ Hefur mörgum hnykkt við umskiptin, þvi aö flest hefur snúizt i óhag al- menningi, en þeim i hag, sem fyrir fjármagni ráða mest. Áreiðanlega hafa líka margir gert sér gleggri grein fyrir þvi nú siðustu misser- in en áður, að Framsóknar- flokkurinn er langsterkasti andstæðingur íhaldsaflanna í landinu, og rekur jákvæða pólitik, hvort sem hann á þátt í stjórn eða er í stjórn- arandstöðu. Ennfremur gera fleiri og fleiri sér þess fulla greín, að einmitt þess háttar flokk ur er öflugasta vígið gegn Framh. á 13 síðu T í MIN N , sunnudaginn 30. desember 1962 11

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.