Tíminn - 30.12.1962, Page 15

Tíminn - 30.12.1962, Page 15
ii fremur kalt frá Grjótnesi Hinn 25. september síðastliff' inn andaðist í Reykjavík Vilborg Guðmundsdóttir, fyrrum húsfrú á Grjótnesi á Sléttu, 85 ára að aldri. Vilborg var fædd á Grjótnesi 10. maí 1877. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Jóhanna Björnsdóttir, sem þá bjuggu á Grjótnesi, hin mestu merkishjón. Vilborg hlaut meiri menntun en algengt var um bændadætur á þeim árum. Vetur- inn 1895—1896 var hún á kvenna skólanum á Laugalandi, og síðar einn vetur á hússtjórnarskóla í Reykjavík. Að öðru leyti ólst hún upp með foi'feldrum sínum heima á Grjótnesi. Hinn 8. desember árið 1898 gekk Vilborg að eiga Björn Sig- urðsson, bónda í Ærlækjarseli, og fluttist þá þangað. Ekki mun Vil- borg hafa fest yndi í Ærlækjar- seli, mun hún hafa þráð að kom- ast aftur á æskustöðvarnar, og vor ið 1906 flytjast þau hjónin að Grjótnesi, og taka hálfa jörðina á móti Birni, bróður Vilborgar. Þar bjuggu þau svo þar tti Bjöm and- aðist sumarið 1938. Eftir lát Björns hélt Vilborg áfram búskap með börnum sín- um þar til hún fluttist til Reykja- víkur haustið 1956. Dvaldist hún þar með börnum sínum, sem flutt voru suður, þar til hún andaðist á síðastliðnu hausti. Þau Björn og Vilborg eignuð- ust 11 böm, 6 dætur og 5 syni, sem öll eru á lífi. Var afkomenda hópur Vilborgar orðinn stór, er 'hún féll frá. Sama vorið og þau Björn og Áhl borg fjuttu í Grjótnes, hófust þau handa með byggingu íbúðarhúss. Var húsið byggt úr timbri, og mjög stórt. Björn var ágætur smiður, og stóð að öllu leyti fyrir byggingunni. íbúðin var aðallega í öðrum enda hússins, en í hinum endanum hafði Björn ^míðaverk- stæði á neðri hæð, en á þeirri efri var rúmgóður salur, sem lítt var notaður, nema lítilsháttar til geymslu. En um langt árabil var þar kærkominn leikvangur æsk- unnar, en á Grjótnesi var jafnan margt bama og ungbnga, mörg börn á hvoru búi, og auk þess var þar farskóli langa hríð, og oft einnig unglingaskóli. Þá var og salur þessi, sem kallaður var „Norðurendi" um langt skeið, aðal samkomu- og skemmtistaður á Sléttunni. HeimUi þeirra Björns og Vil- borgar var jafnan stórt og mann- margt. Börnin urðu 11, eins og áður getur, þá var og alltaf, eink um framan af árum, nokkuð af vinnufólki, og oft menn þess utan, lengri eða skemmri tíma, við ýmis i konar störf, byggingar, jarffabæt- ur o. fl. Auk þess tók Björn pilta til smíðanáms. Þá var þar, eins og áður getur, farskóli, og stundum einnig unglingaskóli. Var þá jafn an nokkuð af aðkomubörnum, auk kennara. Gestagangur var mikill. Margir áttu þangað ýmisleg erindi, en oft var erindið fyrst og fremst það, að sækja sér andlega hressingu og uppbyggingu, og blanda geði við húsbændur og börn. Þar var um langt skeið eins konar mið- stöð félagslífs á Sléttunni. Þang- að var leitað til funda og sam- komuhalda, og um hátíðir var þar oft mannmargt. Kotn betta eins og af sjálfu sér. Þar ólst upp stór hópur glaðværra og greindra ung linga, þar voru húsakynni meiri en annars staðar, og því aðstaða til að „fá sér snúning", eða fara í „eina bröndótta", en það hvort tveggja þótti jafnan sjálfsagt á þeim árum, þar sem ungt fólk var saman komið, auk þess, sem ipikið var sungið, og farið í alls konar leiki. En framúrskarandi viðtök- ur, hjartahlýja og fræðandi og skemmtandi viðræður húsbíend- anna, voru sem bakgrunnur og undirstaða alls þessa. í þessu sambandi er freistandi að minnast á einn þátt í skemmt- analífi á Sléttunni á þessum ár- um, en það eru „boðsböllin“ svo- kölluðu. Voru þau þannig upp- byggð, að ungir menn, fleiri eða færri, tóku si.g saman um að halda dansleik, og buðu þá af einhverju svæði, stundum úr öllum hreppn- um. Dansleikir þessir voru jafnan haldnir á Grjótnesi, því þar var húsrúm mest. Aldrei var svo mik- ið sem dropi af víni á samkomum þessum. Ætíð var mikið sungið, og stundum fleira til skemmtun- ar, auk dansins, sem var aðal uppi staðan. Veitingar voru ávallt mikl ar, og mjög til þeirra vandað, stóð Vilborg jafnan fyrir þeim, sá um bakstur og undirbúning allan, svo og um framreiðslu og annað sem tilheyrði. Af því, sem sagt hefur verið hér að framan, má sjá að verkahring ur Vilborgar hefur eigi verið lít- ill. Uppeldi 11 barna, umsjón með stóru heimili, skólahald, og gesta- móttökur í stórum stíl. Allt þetta leysti hún af hendi með hinum mestu ágætum. Heimili sínu stjórnaði hún með festu og ljúf- mennsku, háttprýði í daglegri um gengni, kr.vdduð hóflegri glaðværð og spaugi, einkenndi alla hennar framkomu. Hún hafði mjög sterka samúð með öllum sem bágt áttu, og vildi bæta úr því eftir megni. VARÐSKPtN TOKU 12 TOGARA A ÁRiNU MB-Reykjavík, 29 des. BlaSið spurðist fyrir um það Hjá Pétri Sigurðssyni, forstjóra Landhelgisgæzl- unnar, hvernig hans skip hefðu „veitt" á árinu, sem er að líða. íslenzku varðskipin hafa tek ið 12 erlenda togara að veið- um innan fiskveiðitakmark- anna á árinu. Þá hafa þau kært 24 innlenda og dragnóta-, hum ar- og togveiðibáta fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinn og mis- notkun leyfa. Munu þetta allt venjulegar tölur, Varðskipin aðstoðuðu 172 innlend fiskiskip á árinu, þar af drógu þau 81 til hafnar. — Þess tala fer minnkandi ár frá ári, enda verða bátarnir sífellt stærri og eru betur útbúnir Pétur kvað það áberandi, að hjálpsemi færi vaxandi innan fiskiflotans, menn yrðu sífellt fúsari að aðstoða hver annan. 'íít Po’kjavík If) des. Blaðið átti í dag tal við Öddu Báru Sigfúsdóttur, veð- urfræðing, og spurðist fyrir um veðrið á árinu, sem nú er að kveðja. Adda Bára kvaðst ekki hafa fullnaðartölur hvað þetta áhrærði, en gaf eftirfar- andi upplýsingar. Hitinn í Reykjavik í 11 fyrstu mánuði ársins var í tæpu meðal lagi, eða 0,2 gráðum undir með allagi, en hálfri gráðu undir með allagi á Akureyri, og er það all mikið frávik á svo löngum tíma Mesta útslagið í þessum efnum gerði marzmánuður, sem um margt var óvenjulegur víða um land. Hann var kaldasti marzmánuður frá 1951. Mesta frost í þeim mán- uði mældist -^33 gráður aðfara- nótt hins 18. í Möðrudal og er það mesta frost, sem mælzt hefur hérlendis síðan árið 1918. Meðal- hiti mánaðarins var 2,5 gráðum undir venjulegum meðalhita. — Nóvember var einnig býsna kald- ur, meffalhiti hans var hálfri ann- arri gráðu undir meðallagi. Til- tölulega hlýjastur var janúarmán- uður, en hann var um eina gráðu yfir meðallagi. Sumarhiti var í tæpu meðallagi; norðanlands var ágústmánuður tiltölulega kaldast- ur. Mesta frost á árinu í Reykjavík mældist h- 10,4 stig, 13. marz, en hlýjast varð í Reykjavík 19,0 stig, 21. júlí. Eru þetta hvorttveggja mjög venjulegar tölur. Úrkoma ársins mældist 10% inn an við meðallag, og er þá miðað við 11 fyrstu mánuðina, eins og fyrr. Á því sviði varð marz einnig ákaflega afbrigðilegur. í Reykja- vík mældist úrkoma allan þann mánuð aðeins 2 millimetrar og er það þurrasti marzmánuður, sem um getur í skýrslum Veðurstofunn ar, en þær ná aftur til ársins 1885, að undanskildum árunum 1908—1919. Þess má geta, að minnsta úrkoma, sem mælzt hefur í einum mánuði í Reykjavík var maímánuður, 1931, en þá mæld- ist úrkoma 0,3 mm. Á Stóra-Botni í Hvalfirði er tal- ið mikið úrkomubæli, en síðast- liðnn marzmánuð mældist úrkoma þar 0,0 mm„ sem sagt: þar kom ekki droni úr lofti. Úrkoma á Ak- ureyri mældist 4% umfram með- allag þessa 11 mánuði. Sólskinsstundir ársins fram til dagsins í dag hafa mælzt 1310 í Reykjavík, — og ætli þær verði öllu fleiri, sagði Adda Bára. Með- altal er 1235 klukkustundir, svo árið hefur verið í sólríkara lagi. Einnig þar varð marz-mánuður af- brgiðilegur, en sólskinsstundir í honum mældust 193, en meðaltal er 106 klukkustundir. Um hana átti við það sem sagt hefur verið um suma menn og konur, að hún var hvers manns hugljúfi, og elskuð og virt af öll- um, sem hún umgekkst, jafnt heimilisfólki sem gestum og gang- ,andi. Vilborg var mjög fríð kona, og fyrirmannleg í framgöngu og fasi, svipurinn var göfugmannlegur og heiður. Hún var stillt í framkomu, en ræðin, og mjög aðlaðandi í allri viðkynningu, greind og fróð, eink um um ættir, svo og menn og málefni fjær og nær. Mun hún hafa haldið því til hins síðasta að fylgjast vel með á því sviði, og haldið minni að mestu óskertu. Á Grjótnesi er útsýni vítt og. fagurt. í suðri sést til Herðubreið ar, og á lognheiðum sumardögum er talið að Strandafjöll hilli uppi í vestri. Þar sezt sól aldrei í sæ um Jónsmessuleytið, og um vetrar sólhvörf sést hún svo lengi sem verða má við heimskautsbaug. — Bærinn stendur við sjó, og á vorin iðar þar allt af lífi. Æðarvarp mik ið er í tanga, sem gengur úr tún- inu út í dábtla tjörn. Mikill fjöldi af kríu verpir umhverfis túnið, og var einnig í nokkrum hluta túns- ins. í næsta nágrenni er Rauði- núpur, krökkur af alls konar bjarg fugli. Það var því fjölþætt lif, og margbreytilegar raddir sem vor- inu fylgdu. Fátt mun tengja menn sterkari böndum við æskustöðvar en slíkt umhverfi. Það er heldur ekki að efa að staðurinn hefur ver ið Vilborgu kær. Eftir að hún fluttist suður hefur henni vafa- laust oft orðið hugsað norður á Sléttuna, í hina nóttlausu vorald- ar veröld, þar mun hugurinn löng um hafa dvalið við minningar frá æsku- og manndómsárum. A hverju ári mun hún hafa lifað upp vorin á Grjótnesi, það líf sem hún kynntist þar á æskuárum mun hafa staðið huga hennar nær en ys höfuðborgarinnar. Samt mun hún hafa unað sér þar vel eftir ástæðum, í hópi barna og barna- barna. Likamlega heilsu hafði hún lengstaf sæmilega framundir það síðasta, hélt heyrn og sjón, og fylgdist vel með í hvívetna, svo sem áður er vikið að. Haustið 1913 var ég, sem þessar línur rita, sendur með fjárrekst ur frá bænum Núpskötlu, þar sem ég átti þá heima, að Grjótnesi. sem er næsti bær. Þetta var raun ar engin nýlunda, þvi í þá daga þurfti oft að reka fjárrekstra milli bæja. En af sérstökum ástæðum er mér þessi för minnisstæð. Á Grjótnesi var mér sagt lát Stein- gríms Thorsteinssonar skálds. Vil borg sagði mér látið, hún talaði um skáldið, og þá ósk þess og bæn, aö fá að kveðja jarðlífið á hausti. og að nú hefði honum orðið að þessari ósk. Og hún fór með allt kvæðið „Haustkvöld", þennan yndisfagra litríka lofgjörðaróð, þrunginn af ást og hrifningu í feg urð náttúrunnar, og þökk og til- beiðslu til skaparans. Nú varð það hlutskipti Vilborgar að kveðja á þessum sama árstíma, hvort hún muni hafa óskað þess, eins og skáldið, veit ég ekki, en mér finnst það ekki ólíklegt. Mér hefur alltaf fundizt að það mundi vera léttast að kveðja að hausti, þegar öll náttúran er eins og að ieggjast til svefns, þá muni vera gott að halla þreyttu höfði. En hvort sem svo hefur verið eða eigi, þá var nú haust ævi hennar komið, nú hlaut hún, eins og blómin, að lúta lögmáli liaustsins. En eins og blómin vakna aftur til nýs lífs með nýju vori, svo mun hún einnig vakna til nýs vors, til þess vors, sem varanlegra er, en hin skammvinnu jarðnesku vor. „Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannlíf semijörðin elur, sem hafsjór er ris með fald við fald þau falla, en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðs- tjald, sem hæðanna dýrð oss felur.“ Nú ert þú, Vilborg, horfin bak við þetta bláa huliðstjald og hef- ur fengið að líta þá dýrð, sem þar ríkir. Eg bið Guð að blessa þig á hinni nýju vegferð. Hænuungar Höfum til sölu 6 mán. hænuunga. Auðsholti Ölfusi. Eg kveð þig, Vilborg, með inni- lengri virðingu og þökk, þökk fyrir allt, sem þú og þitt heimili var mér á löngum kafla ævi minnar. Blessuð veri minning þín. Stefán Kr. Vigfússon. HAPPDRÆTT- ISBÍLAR Framhald af 1. siðu. erum, ef um er spurt nema númer hafi verið innsigla®, en til að fyrirbyggja misskilning skal tekð fram, að happdrætt- ismiðar eru ekki seldir eftir atS dráttur hefur farið fram, að minnsta kosti á það ekki að' koma fyrir. Happdrætti Krappameinsfé- lagsins hcfur auglýst vlnning, Ford Taunus, 140 þús. króna virði, sem kom á miða nr. 14729. Eigandi er ungur maður í Hrunamannahreppi, Brynjólf ur Geir Pálsson í Dalbæ. Á að- fangadag var dregið um Land Rover eða aðra bifreið eftir vali I happdrætti Þjóðviljans. Vinningurinn kom á nr. 55088, og var það auglýst í dag. — Á aðfangadag var dregið í happ- drætti Styrktarfélags vangef- inna um VW-bíl og fleiri vinn- inga. Dráttur í hapdrætti Fram sóknarflokksins fór fram á Þor láksmessu og var dregið um tvo Opel Caravan eða tvær Farmalldráttarvélar eftir vali. Á aðfangadag var dregið um VW-bíl eða Land-Rover f happ drætti Körfuknattleikssam- bands fslands. f fyrradag var dregið um Opel Record í happ drætti Karlakórs Reykjavíkur, og 18. þessa mánaðar var NSU- Prinz 4 dreginn út í verðlauna getraun Vikunnar. Eigandi hans er Stella Jónsdóttir, Byggðavegi 141, Akureyri. Upplýsingar eru frá Borgar- fógetaskrifstofunni. ÞSkkum nuðsýnda samúð og vlnarhug vlð andlát og jarðarför RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður frá Svínhólum, Vandamenn. Eiglnkona mín, KARÓLÍNA LÍBA EINARSDÓTTIR frá Miðdal, andaðist í Landspitalanum 25. þ. m. — Jarðarförin fer fram að Lágafelli föstudaginn 4. janúar og hefst kl. 2 ©. h. Guðmundur Gíslason,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.