Alþýðublaðið - 03.01.1940, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 3. JAN. 1940.
ALÞÝÐUBLAÐI3
84) Þetta vissi ég ekki, sagði keisarinn, — Leikið þið lög fyrir
mig, hrópaði hann, — svo að ég heyri ekki það, sem þau segja.
En andlitin héldu áfram að tala og dauðinn kinnkaði kolli við
öllu, sem sagt var. 85) Leikið þið lög fyrir mig, æpti keisar-
inn. — Komdii hérna, litli gullfugl og syngdu fyrir mig. Ég
hefi gefið þér gull og gimsteina. Syngdu fyrir mig. 86) En fugl-
inn þagði. því að þar var enginn, sem gæti „dregið hann upp.“
Og dauðinn hélt áfram að stara á keisarann holum augnatótt-
um, og það var hræðilega þögult. 87) Þá heyrðist allt í einu ynd-
islegur söngur rétt við gluggann. Það var hinn raunverulegi næt-
urgali. Hann sat á grein þar úti fyrir og söng fyrir keisarann.
Og andlitin urðu fölari, en roði færðist í kinnar keisarans og
hann fór að hressast.
AFMÆLISRIT
félagsins í tilefni af 25 ára starfsemi þess er til sölu
á skrifsíofu vorri, og kostar fimm krónur eintakið.
Hl£imsMpafélagísWs
ENGLISH LECTUEES
20 Leetures, (spoken,) on English Literature, History,
Institutions, Customs etc., will be given on Monday and Thurs-
day evenings, beginning on Monday, January 8th. All information
can be obtained at The ENGLISH BOOK SHOP where the fee,
Kr. 25, should be paid. Pupils requiring PRIVATE LESSONS
are asked to ess me at Vonarstræti 12.
HOWARD LITTLE.
Tvö verkalýðsmál á alpingi:
Fpv. BJarna Snæbjðrnssonar verður
visað frá með rðkstuddrl dagskrá
..——■ d*-.
Deila um forréttindi nemenda
TT1 VÖ MÁL voru til umræðu á alþingi í gær, sem bæði
snerta mjög samíök verkalýðsins og afkomu hans.
Umræðurnar stóðu í báðum deildum og í hvorutveggja til-
íellinu stóðu Alþýðuflokksmenn fast á rétti verkalýðsins,
en Framsóknarmenn og Sjálfsíæðismenn gegn honum.
Aðalmálið var frumvarp Bjarna Snæbjörnssonar, sem
þegar er orðið mjög illræmt og gengur í höfuðdráttum út á
það, að alþingi fari að setja ströng lög um innri málefni
verkalýðsfélaganna.
Petta frumvarp var, ems og
kunimgt ér, flutt í byrjun þings-
i'ns og þá að liokinni umræðu
vísað til allsherjarnefndar. Fyrst
í gær toom álit allsherjarnefnidar
til umræðu í efri deild. Nefndin
hafði þríkliofnað. Miagnús Gísla-
son vildi láta samþykkja frum-
varpið, þó að æskilegast væri,
eftir því sem hann sagði, að mál-
inu yrði ráðið til lykta utan
þings. Ingvar Pálmason var ó-
samþyklair flestum greinum frum
varpsins, en taldi jafn vel niögu-
legt að semja upp úr því nýtt
frumvarp. Sigiurjón Á. Ölafsson
var andvigur fnumvarpinu öllu.
Allmiklar umræður urðu og tal-
aði.S. Á. ó. lengi. Hann miótiuselti
(því í fyrsta lagi, að alþingi færi
að setja lög um innri starfsemi
stéttarfélaganna, að öðru leyti
rakti hann öll rökin, sem hann
bar fram gegn frumvarpinu, er
það kom til 1. umræðu, og sýndi
frant á það liö fyrir lið, að frum-
varpið hlyti, ef það næði sam-
þykki, að spilla verkalýðsfélags-
skapnúm og jafnvel eyðileggja
hann. Seint undir umræðunum
bar Hermann Jónasson forsætis-
ráðhierra frarn svo hljóðándi
rökstudda dagskrá:
„í trausti þess, að sanmingar
takist milli fulltrúa þeirra verka-
manna, sem lýðræðisflokkunum
fylgja, er Iciði til þesis, 1) að
einungis eitt félag fyrir hverja
stétt verði á hverju félagssvæðd
og 2) að engir geti gerzt*) með-
limir þess aðrir en menm þeirrar
stéttar, er félagið er fyrir; énn
fremiur, að hið bráðasta verði
gerðar náuðsynlegar breytingar á
*) Þetta þýði-r aðeins það, að
nýir meðlimir, sem ekki eru
veitamenm, geti ekki gengið í
verkalýðsfélag. Þeir, sem eru
fyrir, verði áfram félagar.
Al[)ýðusambanidi íslands til þess,
3) að það verði óháð öllum
stjórnmálafliokkum og 4) tryggt
verði, að öllum meðlimum fé-
laga sambandsins. verði veitt
jafnrétti til allra trúnaðarstarfa
innan viðko-mandi f-élags, án til-
lit’S til st j-órnmál askoðana, þá
tekur deiidin að sv-o st-öddu ekki
afstöðu til frumvarps þessa -og
tekur fyrir næsta mál á dagskrá."
Sigurjón Á. Ólafsson lýsti því
stiax yfir, þegar þessi dagskrár-
tihaga toom frarn, að þó að hann
myndi gneiiða atkvæði með hie-nni
til þ-es,s eins, að fá málið út úr
þinginu að þessu sinni, þá bæri
ekki að sk-oða það á þann veg,
áð hann væri sammála dag-
skránni í öllum greinum. Hann
endurtók þaö, að út um þessi ntál
yrði ekki g-ert nema á 1-öglegu
þingi Alþýðusambandsins — og
hvergi annars staðar.
Atkvæðagreiðslu um dagskrána
var frestað, en við umræðurnar
kom það berlega í ljóis að hún
verður samþykkt sv-o að segja í
einu hljóði. Er þar með frv. B.
Sn. vísað frá þingi.
Hitt málið var til um-ræðu í
neðri deild. Það var í isambandi
við frumvarpið • um breytingu á
lögurn, um að reisa síldarverk-
Ismiðju á Raufarhöfn -og aukningu
sildarverksmiÖja ríkisins á Siglu-
firði. Jónas Jónsson hafði komið
því ákvæði inn í frumvarpið, að
efnilegir nemendur í skólum
skýldu ganga fyrir öðrurn um
vinmu að 2/a hlutum, miðað við
þá aukningu, siem yrði á vinnu
við stækkun verksmiðjanna.
Þessu hafði Ólafur Thors fengið
bneytt undir umræðunum í efri
deild niður í helming. Meiri hluti
s jávarútvegsifefndar neðri deiklar
vildi láta miða þetta við 7a hluta,
en Finnur Jónsson var því alger-
iega andvígur, að nokkur laga-
í síldarvinnu.
ákvæði- yrðu sett um þetta. Hann
sagði, að til þessa hefði það oft
komið fyrir, að nemendur úr
skólum hefðu fengiö vinnu við
síldarverksmiöjurnar, og að
verkalýðsfélögin hefðu aldrei
látiið það mál verulega til sín
taka. Hins vegar gæti það haft
þau áhrif fyrir nemenduma, ef
álþingi ætlaði að fara að skapa
þeim slík forréttmdi fram yfir
verkamenn, að farið yrði að am-
ast við þeim á öðrum stöðum,
og yrði þá gróðinn að þessu fyrir
iiiemiendurna verri en enginn. Þá
mjótmælti hann því, að hér væri
^st-efnt í rétta átt gagnvart verka-
lýðnum. HlutfalliÖ milli atvinnu-
lausra verkamanna og nemenda,
sem þurfa að leita sér atvinnu á
sunuum, er alls ekki þannig, að
tillagan sé á nokku-m hátt rétt-
lætanleg gagnvart verkalýðnum,
sem bíðu-r eftir þessari vinnu pg
hefitr jafnvel af henni aðal lifi-
brauð sitt- Nemendur hafa alltaf
fengið vinnu við verksmiðjurnar,
og það er hyjggilegast að láta
þetta mál hafa sama gang og
á ur. Forstjóri síldarverksmiðj-
anna t-eiur lika mjög óheppilegt,
að fara að setja nokkur laga-
ákvæði um þetta. Það er nauð-
synlqgt fyrir verksmiðjumar að
hafa algerlega frjálsar hendur í
þessu eins og áður.
Annars er það dálftið hjákát-
Ie,gt, að sami maður, sem á upp-
t-ökin að þiessari fráleitu hug-
mynd, hefir líka haft allar klær
í frammi um að loka mennta-
stofnunum þj-óðarinnar sem mest
og torvelda aðsóknina að þeim.
Næsta tillaga han,s gæti svo sem
orðið að fela manntamálaráði að
ráða framvegis menn .í síldar-
verksmiðjumar!
Svo f-ör að tillaga meirihluta
Sjávarú'tviegsnefndar að aniða töl-
Una við V, aukningarinnar var
samþykkt.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 20. nóv- til
2. des. (í svigum töliur næstu viku
á undan): Hálsbólga 82 (62).
Kvefsótt 173 (154). Iðrakvef 33
(26). Kveflungnabólga 4 (4). Tiak-
sótt 1 (1). Rauðir hundar 0 (2).
Skarlatssótt 1 (1). Hlaupabóla 0
(1). Munnangur 0 (5). Heimakoma
1 (0). Ristill 2 (0). Mannslát 8
(3). Landlæknisskrifstofan. FB.
Auglýsið í Alþýðuhlaðinu!
Auglýslng
nm smásðluverð.
Dills Best reyktóbak í Vs lbs. blikkdósum kr. 8,40 dós.
Do. — % - - — 2,20
Model >: * Vi ~ : - — 15,00
Do. — 1 N O i-H T-H -- 1,45
Prince Albert — V2 lbs. — — 7,65
Do. — v»- - — 1,95
Do. — Vie — léreftspokum — 1,00
May Blossom cigarettur í 20 ctk. pökkum kr. 1,90 pk.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3%
á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
w
JQJIN DICKSON CARR:
Horðin í vaxmyndasafDinu.
10.
— Gat ungfrú Augustin neitað nokkrum um inngöngu í
safnið, ef hann borgaði aðgangseyrinn.
Bencolin hló aftur: Þér setjið mig ekki út af laginu á svona
einfaldan hátt, sagði hann. Sérhver klúbbfélaganna varð að
hafa lykil, silfurlykilinn, til þess að geta komist gegn um gang-
inn. Sérhver meðlimanna hefir hlotið að hafa sinn lykil.
Galant kinnkaði kolli og virtist eins og úti á þekju.
— Ég hafði fengið ýmiskonar uppíýsingar, hélt Bencolin
áfram — áður en ég rannsakaði safnið. Við lögreglumennirnir
höfum stöðugt samband við stjórnarráðið og helztu bankana í
París. Mánaðarlega fáum við lista yfir nöfn þeirra manna, sem
leggja meira inn í banka en útlit er fyrir að þeir geti aflað sér
með hinni opinberu atvinnu sinni. Oft kemur það fyrir, að
við getum á þennan hátt aflað okkur vitneskju, sem kemur
okkur að gagni seinna meir. Kvöldið, sem við fundum lík kon-
unnar, sem síðast hafði sést fara inn í Augustinsafnið, höfðu
tvö morð verið framin. Þá leit ég yfir bankareikning ungfrú
Augustin. Hún átti inni um eina milljón franka. Það var ótrú-
leg upphæð, því að við vissum, að safnið gaf mjög rýrar tekjur.
í kvöld komst ég svo að því, hvernig í málinu lá.
Bencolin spretti fingrum. Hann leit ekki á Galant, en ég
horfði á hann, Ég þóttist aftur sjá slægðarsvipinn á andliti
hans, eins og honum hlægi hugur við þessu öllu saman og hann
þættist viss um, að ekki væri hægt að sanna neitt á sig. Galant
fleygði vindlingsstúfnum sínum í eldinn.
Svo að þér þykist sannfærður um, að ég þekki þessa ung-
frú.
— Ætlið þér að neita því.
— Já, ég hefi þegar sagt yður það, að ég er einungis með-
limur félagsskaparins.
— Það undrar mig, sagði Bencolin, — að ungfrúin skyldi
verða svo trufluð á svipinn, sem raun varð á, þegar ég nefndi
nafnið yðar.
Galant strauk kettinum mjúklega og lét sem ekkert væri.
— Ýmislegt fleira kom í ljós, sagði leynilögreglumaðurinn.
— Við ræddum margt saman, 'ég og ungfrúin. Meðal annars
kom það í Ijós, að faðir hennar hafði ekki hugmynd um, að
hún notaði safnið í þessu sérstaka augnamiði, og hún kærir
sig ekki um, að hann komist á snoðir um það. Hún er hrædd.
Gamli maðurinn er hreykinn af safni sínu, og ef hann vissi
... jæja, við getum hugsað okkur, hvernig honum yrði við.
Auk þess, kæri vinur, kom það í ljós, að hún hafði séð ungfrú
Martel áður.
— Af hverju ráðið þér það? Galant hafði ofurlítið hækkað
röddina.
— Ég hefi fulla vissu um það. En þér segið, að þér hafið
aldrei séð ungfrú Martel fyrr? Enn fremur þykist þér ekki
þekkja ungfrú Augustin. Þetta er flókið mál, mjög flókið —
er ég hræddur um. Hann stundi þungan.
— Sjáið nú til, sagði Galant ofurlítið ruddalega. — Ég er
að verða þreyttur á þessu,.Þér brjótist inn 1 hús mitt á nætur-
þeli. Þér komið með heimskulegar ásakanir gagnvart mér,
sem gætu orðið yður dýrkeyptar, ef þetta mál kæmi fyrir
rétt. Hamingjan góða! Ég er orðinn uppgefinn á yður.
Hann stóð hægt á fætur og sleppti kettinum. Þungbúinn
svipur hans varð ennþá grimmdarlegri.
— Það er kominn tími til að hætta þessu þvaðri. Nú farið
þið, eða ég hendi ykkur út úr húsinu. Og um þetta morð yðar
er það að segja, að ég get sannað, að ég er ekkert'við það mál
riðinn. Ég hefi ekki hugmynd um, hvenær það var framið.
— En ég veit það, sagði Bencolin^ rólega.
— Ætlið þér að reyna að leika á mig?
— Mér dettur ekki í hug að reyna að leika á yður eða
nokkurn annan. En ég fullyrði það, að ég veit nærri því fyrir
víst á hvaða mínútu morðið var framið.
Bencolin talaði mjög hægt og sannfærandi. Að því er mér
við kom, þóttist ég sannfærður um, að ekki væri hægt að
segja um hvenær á klukkutímanum morðið hefði verið fram-
ið. En við vorum allir sannfærðir um, að Bencolin segði satt,
þegar hann sagðist vita á hvaða mínútu morðið hefði verið
framið.
— Jæja þá, sagði Galant. Hann kinkaði kolli, en augu
hans voru einkennilega gljáandi. — Ég mataðist um kl. 8
hjá Prunier í Duphotgötunni. Þér getið sannfært yður um
það með því að hringja þangað og enn fremur um það, að
ég fór þaðan um kl. fjórðapart yfir níu. Um leið og ég fór
þaðan mætti ég vini mínum — herra Deforye að nafni — og
ég get gefið yður heimilisfang hans. Við stönzuðum á Cafe
de la Madeleine og fengum okkur staup. Hann skildi við mig
um kl. tíu, en þá fór ég í vagninn minn og ók til Moulin
Rauge. Þar er danssalur og þér getið fengið upplýsingar hjá