Alþýðublaðið - 03.01.1940, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 3. JAN. 1940.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON :
ARAMÓTIN hafa sinn sér-
staka blæ í hugum flestra.
Menn kveðja hið liðna með í-
hugun, ýmist með gleði, angur-
værð eða sorg. Og um leið er
huganum beint að hinum nýja
tíma, hinu nýja ári, einnig með
íhugun og löngun til þess að
ráða rúnir framtíðarinnar, geta
sér til af því liðna, vona og
óska. Og þegar menn þannig
renna huganum til hins nýja
árs, er það ýmist með glæstum
vonum og góðum áformum, eða
með vonleysi og dapurleika.
Þannig eru áramótin alltaf
sérstakt íhugunarefni, hvort-
tveggja í senn: dómsdagur og
vonardagur.
Fyrir þann hluta þjóðarinn-
ar, sem oftast og jafnan á við
örðug kjör að búa, alþýðuna í
landinu, eru áramótin sérstakt
íhugunarefni. Skipulagsbund-
inn félagsskapur alþýðunnar,
bæði í verkalýðs- og stjórnmál-
um, hefir ekki hvað sízt ástæðu
til þess við áramótin að vaka
og íhuga, meta reynsluna, læra
af henni, treysta og skipuleggja
betur fylkingar sínar, efla inn-
byrðis samhug og undirbúa sig
til nýrra átaka og athafna.
Hér á eftir verður með
nokkrum orðum vikið að ís-
lenzkum alþýðusamtökum á
hinu liðna ári, afskiptum
þeirra, hlutverki og árangri í
verkalýðs- og stjórnmálum, og
útlitinu við áramótin bæði inn
á við og út á við, með sérstakri
hliðsjón af ástandi alþjóðamála,
sem grípa mjög inn í íslenzkt
þjóðlíf.
I. Verkaljrðssamtökin.
Verkalýðsfélagsstarfsemin
hefir á hinu liðna ári að ýmsu
leyti verið með nýstárlegum
hætti, þar kennt ýmsra
strauma, áhrifa og aðgerða, er
samtökin hafa þurft að glíma
við.
Erfiðleikar sjávarútvegsins.
Síðari hluta vetrar 1939 var
það auðsætt orðið, að í höfuð-
atvinnuvegi vorum, sjávarút-
veginum, sem mest og djúptæk-
ust áhrif hefir á afkomu verka-
lýðsins við sjávarsíðuna, stóð
fyrir dyrum fullkomin kyrr-
staða eða jafnvel almennt hrun.
Aflabrestur, markaðserfiðleik-
ar, sölutregða og lágt verðlag
áttu meginþáttinn í þessu í-
skyggilega útliti. Þessi atvinnu-
rekstur hafði þá um nokkurt
skeið verið rekinn með tapi, að
vísu misjafnlega miklu. En öU
slík atvinnukreppa, öll slík mis-
æri, koma harðast niður á
verkalýðnum, sem minnstan
viðnámsþróttinn hefir. Þessari
stétt var því ekki hvað sízt
nauðsynlegt, að framkvæmdar
yrðu einhverjar þær aðgerðir,
er stöðvuðu hrunið og leiddu til
aukins atvinnureksturs. Þó að
um skeið takist að halda uppi
kaupgjaldi í atvinnurekstri,
sem er rekinn með tapi, hlýtur
að koma að því að lokum, að
tapið gangi út yfir verkalýðinn
1 einhverri mynd, í minnkandi
atvinnu eða á annan hátt,-
Þegar farið var að ræða um
það í alvöru, á hvern hátt ætti
að stöðva hrunið í sjávarútveg
inum, virtist flestum aðeins
tvær leiðir færar: styrkir af op-
inberu fé eða gengislækkun.
Báðar leiðirnar hlutu að ein-
hverju leyti að hækka verð á
lífsnauðsynjum. Eins og allir
vita, var gengislækkunin valin.
Og þó að um þessa leið mætti
með réttu deila, munu þó marg-
ir álíta nú, að sú leiðin hafi
— áður en stríðið skall á —
•rvað sjávarútveg stórkostlega
Horft aftur og fram við áramótin
og því ekki aðeins komið í veg
fyrir hrun, heldur aukið at-
vinríu stórkostlega, án þess þó
að gengislækkunin ein út af
fyrir sig skapaði verulega
aukna dýrtíð, en það átti rót
sína að rekja til gagnráðstaf-
ana út af verðlagi í landinu.
Gengislækkunin og verka-
lýðsfélögin.
Öllum er í fersku minni lög-
gjöfin um gengislækkunina.
Hún batt kaupgjaldið í landinu
um skeið, með vissum reglum.
Þessi ákvæði urðu að sjálf-
sögðu nokkur deiluatriði innan
verkalýðsfélaganna. Meginregla
þeirra eru frjáls samtök til
kaupákvörðunar og kjarabóta.
Sú regla var og er um skeið
rofin með þessum lögum. En
allt atvinnu- og stjórnmálaá-
standið varð til þess að beina
málinu inn á þessar brautir.
Stjórn Alþýðusambandsins stóð
að þessari lausn málsins, að
vís.u ekki ánægð. En hún taldi,
að eins og sakir stóðu yrði ekki
hjá því komizt. En með þessu
vildi hún þó ekki á neinn hátt
segja skilið við meginreglu
allra frjálsra verkalýðssam-
taka, að ákveða kaupgjald með
frjálsum samningum. Á tíma-
bili, og vegna sérstaks ástands í
þjóðfélaginu, varð að ganga inn
á þessar brautir, og af þeirri á-
stæðu einni, að með því væri,
eins og á stóð, bezt borgið hags-
munum verkalýðsins og alþjóð-
ar yfirleitt. Þannig verður oft
á óvenjulegum og erfiðum tím-
um, að víkja um skeið frá eðli-
legum meginreglum. Marg-
breytni lífsins og atburðanna
gera það að verkum, að raun-
sæir menn, sem ekki eru fjötr-
aðir af kreddum og kennisetn-
ingum, hljóta að miða aðgjörðir
sínar fyrst og fremst við ástand-
ið; og þræða þær leiðir, er bezt-
an og öruggustan árangur gefa.
Með því er í raun og veru ekk-
ert slakað til á meginreglunum,
en þeim beitt af skynsemi.
Af þessari lögbindingu kaup-
gjaldsins leiðir að sjálfsögðu
það, að verkalýðsfélögin verða
um skeið að snúa sér að öðrum
viðfangsefnum, sem sannarlega
eru ekki lítils virði. Þau verk-
efni eru mörg og mikilvæg.
Skipulagshættir, atvinnuaukn-
ing og margskonar menningar-
og fræðslustarfsemi eru vissu-
lega þýðingarmiklir þættir í
hlutverki verkalýðssamtakanna.
Og þar er mikið óunnið. Þess-
um verkefnum verður nú sér-
staklega að sinna.
Alþýðusambandið og slcipu-
lagsmál þess.
Eins og öllum mun kunnugt,
er Alþýðusamband íslands eina
raunhæfa verkalýðssambandið
hér á landi. Og svo hefir verið
um 23 ára skeið. Á síðast liðnu
ári hefir það, þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika, haldið vel í horfinu,
og telur innan sinna vébanda
98 verkalýðsfélög með um 13
þúsund félagsmönnum. Þó að
kommúnistum hafi tekizt að
véla nokkur félög út úr Al-
þýðusambandinu, bætast ný fé-
lög í skarðið.
Eftir að kommúnistar höfðu
fengið til fylgis við sig nokkurn
hóp manna úr Alþýðuflokknum,
hófu þeir sérstaklega harða
hríð að Alþýðusambandinu, og
lögðu sig alla fram til þess að
rjúfa það og kljúfa. Samtímis
hófu Sjálfstæðismenn stofnun
sérstakra, svokallaðra mál-
fundafélaga, innan sumra verka
lýðsfélaga, auk þess, sem þeir,
um skeið, veittu kommúnistum
beinan og óbeinan stuðning til
þess að draga einstök félög út
úr Alþýðusambandinu. í sam-
bandi við allt þetta umrót í
verkalýðsfélögunum, gerðu svo
kommúnistar tilraun til þess að
mynda nýtt verkalýðssamband.
En það er komið á daginn, og
mun enn betur koma í ljós á
þessu nýbyrjaða ári, að þetta
svokallaða verkalýðssamband
kommúnistanna er andvana
fætt. Það er byggt á rógi og
öfund og eingöngu hugsað til
framdráttar flokki kommún-
ista, og á sér því engan tilveru-
rétt,
En í sambandi við allt þetta
legt, að þar sem samstjórnin var
mynduð af þremur flokkum með
ærið ólíkum sjónarmiðum,
myndi margt geta á milli borið.
En það var líka jafnsjálfsagt,
að ýms þau mál yrðu að liggja
í láginni, sem mestum deilum
valda milli hinna þriggja stjórn
arflokka, og að enginn einn
flokkur myndi geta framkvæmt
stefnuskrá sína án tillits til
hinna samstarfsflokkanna. —
Reynslan af samstjórninni hefir
orðið svipuð og við mátti búast,
og þeir, sem á annað borð gátu
hugsað sér það fyrirkomulag,
munu ekki hafa orðið fyrir
neinum sérstökum vonbrigðum.
Sundrung kommúnista-
flokksins.
Þá má vissulega telja til
merkilegra tíðinda á hinu liðna
ári, að algerlega hafa ræzt þær
Stefán Jóh. Stefánsson við skrifborð sitt í félagsmálaráðuneytinu.
umrót í verkalýðsmálunum,
hefir mikið verið rætt um
skipulagsmál alþýðusamtakanna
yfirleitt.
Á svo að segja hverju ein-
asta Alþýðusambandsþingi hef-
ir verið rætt um skipulagsmál-
in, og oft einhverjar breytihgar
gerðar. En nú á síðustu tímum
hefir sambandsstjórnin sérstak-
lega tekið til athugunar og
skipað í það nefnd, að gera til-
lögur um skipulag Alþýðusam-
bandsins. Að svo komnu máli
verður ekkert um það fullyrt,
hvernig þær skipulagsbreyting-
ar kunna að verða. Það er
næsta Alþýðusambandsþing,
sem ákveður um það endanlega.
En Alþýðusambandið eitt hlýt-
ur að ákveða sitt eigið skipu-
lag, og gera má ráð fyrir, að
tíminn leiði það í ljós, að skipu-
lag þess þurfi að breytast til
meira samræmis við það, sem
gildir í verkalýðssamtökum á
Norðurlöndum yfirleitt.
II. Stlðrnmálio.
Myndun samstjórnarinnar.
Árið 1939 hefir verið talsvert
viðburðaríkt í íslenzkum stjórn-
málum — og þá ekki síður í al-
heimsstjórnmálum. Eins og al-
kunnugt er, var mynduð hér á
landi samstjórn þriggja lýðræð-
isflokkanna í apríl s.l. Aðdrag-
anda þess þekkja allir, og af
hvaða ástæðum samstjórnin var
mynduð. En þeir mörgu, sem
voru í vafa um réttmæti sam-
stjórnar, þegar hún var sett á
laggirnar, munu nú vera þeirr-
ar skoðunar, að það hafi ekki
verið að ófyrirsynju gert, eftir
að þau tíðindi hafa 'gerzt í
heiminum, að Evrópustríð hefir
brotizt út.
Það var að sjálfsögðu vitan-
spár, er Alþýðuflokkurinn hélt
fram, er nokkrir menn klufu sig
út úr flokknum og sameinuðust
kommúnistum. Hinn svokallaði
Sameiningarflokkur alþýðu
hefir nú sprungið, sprungið af
þeirri ástæðu, sem Alþýðuflokk
urinn sagði fyrir með fullkom-
inni vissu. Alþýðuflokksmenn
höfðu þá þekkingu á starfsað-
ferðum kommúnista, að þeim
var ljóst, að allt þeirra hjal um
sameiningu og lýðræði var að-
eins tálbeita til að ná inn í sín-
ar herbúðir einhverjum þluta
eða sem allra mestu af Al-
þýðuflokknum. Alþýðuflokkur-
inn gat ekki á áþreifanlegri hátt
fengið staðfesta fyrirsögn sína
um afdrif hins nýja kommún-
istaflokks. Sumir þeirra gömlu
Alþýðuflokksmanna, er nú
hafa vikið úr kommúnista-
flokknum, hafa látið svo um-
mælt, að allar þær verstu hrak-
spár, sem sagðar hafa verið um
starfsaðferðir kommúnista, hafi
ræzt í sambúðinni við þá. Nú
ætti það hér eftir að vera öllum
ljóst, að hinn svokallaði Sam-
einingarflokkur er og hefir allt
af verið kommúnistaflokkur og
ekkert annað, Þeir, sem hafa
látið ginnast til fylgis við þenna
flokk af einlægum huga, ættu
nú að sjá, að þeir hafa verið
b-lekktir bæði af kommúnistun-
um sjálfum, og nokkrum þeim
mönnum úr Alþýðuflokknum,
sem ekki gátu unað þar hag
sínum, þótti . ekki nógu ‘ ört
ganga um vöxt flokksins og
sína eigin virðingu. Samtímis
hefir það svo greinilega komið í
ljós, sem unnt er, hver er
stefna kommúnista í alþjóða-
málum. Kommúnistar hér á
landi, eins og allsstaðar annars
staðar, fylgja valdinu frá
Moskva blint og skilyrðislaust.
Þeirra von um árangur í ís-
lenzkum stjórnmálum er sú
ein, að þeir geti með vopnavaldi
komið 1 framkvæmd áformum
sínum hér á landi, með ofbeldi
— með byltingu.
Árið 1939 er því að þessu
leyti mjög merkilegt. Það hefir
svipt burtu grímunni af ásjónu
kommúnistanna, gert berari en
nokkru sinni áður starfsaðferðir
þeirra og tilgang, jafnt í innan-
landsmálum sem í alþjóðamál-
um. Af þessu ætti að leiða, að
engum alþýðumanni ætti að
vera vorkunn að velja á milli
kommúnista annars vegar og
Alþýðuflokksins hins vegar, á
milli einræðis og byltingar og
lýðræðis og þróunar.
Nýr flokkur Héðins Valdi-
marssonar?
Þeir, sem undir forystu Héð-
ins Valdimarssonar hafa
klofið sig út úr hinum nýja
kommúnistaflokki, hafa látið í
það skína, að þeir myndu stofna
nýjan flokk. Að vísu verður
ekki ennþá séð, hvort verulegur
ágreiningur er á milli H. V. og
kommúnistaflokksins. Sumir
hafa því ályktað þannig, að úr-
sögn H V. væri aðeins til mála-
mynda, til þess enn á ný að villa
á sér heimildir. En hvort svo er,
verður ekki dæmt um hér. En
hugsanlegt væri, að H.V. reyndi
að mynda nýjan flokk. Örlög
þess flokks myndu verða fyrir
séð um leið. Slík fyrirbæri
þekkjast hér á Norðurlöndum.
Á tímabili hélt Kilbom ritstjóri
uppi sérstökum flokki í Svíþjóð,
sem var á milli Alþýðuflokks-
ins og kommúnistaflokksins
þar í landi, eins og gera mætti
ráð fyrir að flokkur H. V.
myndi verða hér. En þessi flokk-
ur í Svíþjóð átti sér ekki langa
sögu. Hann er nú svo að segja
að engu orðinn og meginþorri
þeirra manna, sem flokknum
fylgdu, hafa horfið til Alþýðu-
flokksins aftur. Fari nú svo, að
H. V. taki að sér að leika sama
hlutverk á íslandi og Kilbom í
Svíþjóð, þá er það víst og áreið-
anlegt, að saga hans flokks
verður í engu merkari eða
frægari en saga Kilbomflokks-
ins sænska.
Störf samstjórnarinnar.
Mikið af tíma samstjórnar-
innar hefir gengið í ýmiskonar
undirbúning út af ráðstöfunum,
sem gera þurfti í sambandi við
stríðið. Þegar yfirstandandi al-
þingi kom saman, voru málin
því ekki eins vel undirbúin og
vera skyldi, og stjórnin gat
ekki skipt sér af gangi þeirra í
þinginu, svo sem æskilegt hefði
verið, vegna þess hve bundin
hún var við dagleg störf út af
ástandinu yfirleitt. Og hvað
störf sjálfs alþingis snertir, þá
er þeim nú að verða lokið, og
má segja, að þau hafi að lokum
farið á líka lund og gera mátti
ráð fyrir. Fjárlög hafa verið
afgreidd nú hærri en nokkru
sinni fyrr, Verklegar fram-
kvæmdir hafa haldizt. eða jafn-
vel verið auknar. Þetta var sjálf
sögð nauðsyn, sem leiddi af
| styrjöldinni. Hún hlýtur af hafa
| ýms þau áhrif á atvinnulífið,
: sem gera það að verkum, að
j sumar starfsgreinar dragast
| saman. Það var því beinlínis
skylda ríkisstjórnar og þings að
, gera ráðstafanir til þess að við-
! halda og jafnvel auka atvinnu í
landinu. Þetta hefir verið reynt
á þingi því, er nú er að ljúka.
Kaupgjaldsákvæðin og geng-
islögin.
Þegar þessar línur eru ritaðar
er ekki til fulls gengið frá kaup-
gjaldsmálunum á alþingi. En ef
ekki ber neitt óvænt að hönd-
um, má þó gera ráð fyrir, að
um líkt leyti og þessi grein
kemur fyrir almenningssjónir,
þá birtist á alþingi þær tillögur,
er ríkisstjórnin hefir getað kom-
ið sér saman um í kaupgjalds-
málum. Má segja að þegar hafi
verið gerðar ráðstafanir, sem
miðaðar eru við hið óvenjulega
ástand, sem skapazt hefir við
stríðið. Enn um stund er kaup-
gjaldið lögákveðið. Uppbætur
vegna aukinnar dýrtíðar eru
veittar með líku móti og samn-
ingar hafa tekizt um, eða þving-
að hefir verið fram með gerð-
ardómi, á Norðurlöndum. Enn
sem fyrr siglum við því í
kjölfar Norðurlandaþjóðanna,
og er það íslenzkri alþýðu
styrkur, því að verkalýðssam-
tökin á Norðurlöndum eru þau
sterkustu og þroskuðustu í
héiminum, En af þroska verka-
lýðssamtakanna leiðir það, að
þau kunna að meta allar ástæð-
ur og spenna bogann eftir því,
sem unnt er, en ekki of hátt.
Það er alveg mótsetning við
starfsaðferðir kommúnistanna 1
verkalýðsmálum. í grein, sem
nýlega var rituð í eitt kommún-
istablaðið, var sagt, að verka-
lýðurinn ætti að gera kröfur í
tíma og ótíma. Þetta er tákn-
rænt fyrir stefnu kommúnista
í verkalýðsmálum. Alþýðu-
flokkurinn hefir þetta á aðra
lund. Hann gerir krofur í
tíma og vill fylgja þeim fram,
með festu og skynsemi. Þó að
gera megi þannig ráð fyrir að
kaupgjaldið verði lögbundið í
landinu allt hið nýbyrjaða ár,
er það þó alls ekki svo, eins og
áður segir 1 grein þessari að það
beri að skilja á þann hátt, að
íslenzk alþýðusamtök séu horf-
in frá meginreglu sinni um
frjálsa samninga. Það er nú sem
fyrr, að ástandið skapar afbrigð-
in.
Ástandið og áhrif þess á af-
greiðslu mála.
Það var fyrirfram vitað, þeg-
ar samstjórnin var mynduð, og
ekki sízt eftir að stríðið skall
á, að um skeið myndi verða örð-
ugt að fá nýjar og auknar end-
urbætur á löggjafarsviðinu. —
Það mátti því alltaf gera ráð
fyrir því, að meðan hinir ó-
venjulegu tímar mótuðu þjóð-
félagsástandið, myndu umbæt-
urnar ekki verða eins hraðstíg-
ar og undanfarin ár. Þannig
hefir það orðið allsstaðar annars
staðar. Á þessum óvenjulegu
tímum hlýtur orkan að ganga
að mestu til þess að verjast að-
steðjandi vandræðum á hverj-
um tíma, og sérstaklega til að
gæta þess, að afleiðingar stríðs-
ins skelli ekki svo á þjóðinni
eða einhverjum hluta hennar,
að vandræðum valdi,
Störf alþingis og stjórnar-
framkvæmdir hljóta því á þess-
um tímum, að vera mótaðar af
ástandinu, og má ekki á þær
leggja sama dóm eða mæli-
kvarða og ef um venjulega
tíma væri að ræða. Nýjar og
auknar framkvæmdir bíða
betri tíma, og þess er að vænta,
að hið óvenjulega ástand, sem
skapazt hefir, verði ekki svo
langvinnt, að brátt megi ekki
hugsa til þess á ný að halda á-
fram endurbótastarfinu í lög-
gjöf og stjórnarframkvæmdum.
(Frh. á 4. síðu.)