Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 3
NTB-Nýja-Dehlí, 21. janúar Á morgun mun indverska þingið hefja umræður um Col ombotillögurnar, sem lagðar hafa verið fram sem grundvöll ur að samkomulagi milli Ind- verja og Kinverja í landamæra deilu landanna. Nehru forsæt- Vestur-þýzka stjórnin heldur fast viö stefnu sína í EBE-málinu NTB-París, 21. jan. Adenauer kanzlari átti tveggja klukkustunda lang- an fund með de Gaulle for- seta í dag og ræddu þeir þar m.a. um inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Þá ræddust utanríkis- og varn- armálaráðherrar landanna einnig við í dag. Formælandi vestur-þýzku stjórnarinnar sagði, að þess- um fundum loknum, að stjórn Vestur-Þýzkalands mundi halda fast við þá stefnu sína, að Bretum yrði veitt full aðild að Efnahags bandalaginu. Adenauer heldur heim til Bonn annað kvöld. Kínverjar krefjast landa NTB-London, 21. jan. Brezka stjórnin vísaði í dag á bug, kröfu kínversku stjórnarinnar u:n yfirráð yfir bæjarhlutanum Kow- loon í nýlendunni Hong Kong. Brezka stjórnin neit- ar yfirráðarétti Kína yfir þessum bæjarhluta. Fúsir aö senda ftngóla vopn NTB-Algeirsborg, 17. jan! Alsír hefur þegar sent vopn til Angóla og er fúst til, þess að halda slíkum vopnasendingum áfram, að því er Ahmed ben Bella, forsætisráf J erra, sagði í dag. Bell'a kom með þessa yfir- lýsingu, eftir að fulltrúar frelsishreyfingarinnar í Angóla höfðu haldið ræðu á fundi verkalýðssamtaka Alsír. Bella bætti því við, að hermenn frá Angóla væru að æfingum í Alsír. Stálu fimm listaverkum NTB-Caracas, 17. jan. Lögreglan ; Venezuela leitaði í dag þjófa, sem réð- ust inn á sýningu franskra málverka í Caracas og höfðu á brott með sér fimm verðmæt málverk. Þjófarnir voru um 15 tals- ins, og komu þeir á sýning- una um hábjartan daginn. Fjögur hundruð stúdentar voru þarna staddir, og ramhald á 15 síðu isráðherra sagði í dag, að eng- in yfirlýsing yrði gefin út í sambandi við tillögurnar fyrr en þingið hefði rætt þær, og farið yrði í einu og öllu eftir samþykktum þingsins. Frú Bandaranaike forsætisráð- heura Ceylon er komin fyrir nokkru til Nýju Dehlí frá Peking, en þar skýrði hún Chou-En-lai- for sætisráðherra Kína frá tillögum Colombo-ráðstefnunnar. Talið var, sð Kínverjar hefðu verið ánægðir með þær, en eftir að frúin kom til Indlands komst sá kvittur upp, að Kínverjar hefðu verið tillög- unum mótfallnir. Fyrst eftir að Bandaranaike hafði skýrt Nehru forsætisráðherra frá efni tillagnanna voru þær birt- sr opinberlega. Aðalatriði þeirra er, að Kínverjár hörfi aftur um 20 km í LadakhJhéraði, en Indverj- cr haldi þeim stöðvum, sem þeir hafa þar nú. Komið verði upp vopnlausu friðlýstu svæði og borg araleg yfirvöld sett þar til þess að gæta réttar beggja aðila. Þess má geta, að það var Chou-En-lai, sem upphaflega kom fram með tillög- una um að Kínverjar hörðuðu 20 km frá núverandi stöðvum sínum, en hins vegar lagði Nehru fram tillögu um borgaralegt eftirlit með vopnlausu svæði. Þannig hafa til- lögur beggja verið notaðar sem undirstaða í málamiðlunartillög- um Colombo-ráðstefnunnar. Nehru lagð; tillögurnar fyrir neðrimálstofu indverska þingsins, og verða þær ræddar þar á morg- un. Ekki kvaðst hann vilja segja neitt um þær, fyrr en þingið hefði tekið þær til meðferðar, og myndi stjórnin í einu og öllu hlýta úr- skurð'i þingsins. Chavan varnarmálaráðherra Ind lands sagði í dag, að búizt væri við að sovézku MIG-orrustuþoturn- ar kæmu til Indlands eftir fjóra daga. Ekki vildi hann gefa neitt upp um það, hversu margar þær væru, en talið er, að flugvélarnar, sem að þessu sinni koma til Ind- lands séu fjórar. Indverska stjórnin hefur til- kynnt, að ekki sé vitað um afdrif 2000 indverskra hermanna, sem þátt tókú í bardögunum milli Ind- verja og Kínverja, sem hófust í september s.l. Vitað er með vissu, að 322 hermenn féllu í bardögun- um, 676 særðust, og 3350 ind- verskir hermenn eru nú fangar Kínverja. MARGIR BÍLAÁREKSTRAR í Reykjavík hefur orðið tals vert af bifreiðaárekstrum í vikubyrjun. Seint á sunnudags kvöld lenti þremur bflum sam an í Bankastræti, á mörkum þess og Þingholtsstrætis. Ók þar bifreið aftan á aðra bifreið, sem rakst á þriðja bflinn, sem stóð kyrr við gangstéttarbrún. Bfllinn, sem keðjuárekstrinum kom af stað mun hafa farið í greiðara lagi niður Laugaveg inn. AIl mikill mannfjöldi safn aðist saman við árekstrarstað- inn, eins og sjá má á mynd- inni hér að ofan. Á mánudag urðu nokkuð á annan tug %árekstra á götrnn höfuðborgarinnar, en engir stórvægilegir. Einn þeirra sést hér á neðri myndinni, flutninga hfll lenti þar utan í húsvegg. (Efri myndina tók Henrik, þá neðri tók Sigurður Bjamason) K0LWEZIA VALDISÞ NTB-Elizabethville, 21. jan. Hermenn SameinuSu þjóS- anna komu inn í námabæinn Kolwezi í dag, og urðu engin átök við komu þeirra. Þeir hafa tekið flugvöll í nánd við bæinn. Indverski hersihöfðinginn, sem var fyrir Sþ-liðinu, sagði eftir komuna þangað, að hermennirn- ir kæmu ekki sem sigurvegarar, heldur sem vinir, og þakkaði hann Tshombe fyrir veitta aðstoð, en fyrir viku veitti Tshombe herjum Sameinuðu þjóðanna í Katanga fullt ferðafrelsi um allt fylkið. Málaliðarnir til Angóla Allir hvítir málaliðar, sem að undanförnu hafa barizt í liði Kat- anga, eru nú farnir á brott frá Kplwezi, og er talið, að þeir hafi haldið til Angola til þess að ganga þar í lið frelsishreyfingar Angóla. Síðasta verk málaliðanna, áður en þeir fóru burt úr borginni, var að fjarlægja sprengjur og íkveikju- efni, sem komið hafði verið fyrir víðs vegar um. Tshombe forseti hefur gefið út skipun þess efnis, að allar jarðsprengjur skuli verða grafnar upp, en komið hafði verið fyrir fjölda þeirra baJði í námu- göngum Union Miniere-námafé- lagsins og umhverfis mannvirki félagsins. Þakkar unnin störf Tveimur klukkustundum áður en hermenn Sameinuðu þjóðanna komu inn í Kolwesi ávarpaði Tshombe fólk sitt, og bað hann það að sýna stillingu og hlýða Sþ. Katangaher mun nú samein- ast her Kongó, og þakkaði Tshom be hermönnum sinum fyrir störf þeirra þá 30 mánuði, sem Katanga hefur veriö sjálfstætt ríki. INDLANOS-MNG RÆDIR COLOMBO TILlOGURNAR TÍMINN, þriðjudaginn 22. janúar 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.