Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 8
SKORTIR HER AÐEINS DOKTOR í DRAUGA- GANGI OG SPIRITISMA? í Kaupmannahafnarblaðmu Politiken, er grein um spirit- isma á íslandi, eftir fréttarit- ara blaðsins hér, Ólaf Gunn- arsson, sálfræðing. Hefur Politiken sýnt íslenzkum spirit isma mikinn áhuga, einkum eftir að fréttir bárust af um- fangsmiklum blaðaskrifum um þessi efni hérlendis. Er vísað óspart til þess í Politiken grein Ólafs, að Morgunblaðið hafi birt margar heilsíðugrein- ar um svör með og móti Öll grein Ólafs er í gamansöm- um tón, setningaskipan í upphafi höfð sem líkust fornmáli, eins og setningin „Þann vetur töluðu ís- lendingar mikið um spiritisma”, bendir til. Þá er greinin prýdd Den nye islandske saga þremur myndum eftir helzta teikn- ara Politiken, Bo Bojesen. 1 Ein teikningin er af andalækni, sem kemur svífandi inn á konu, sem hefur fengið samband í gegn um borð. Önnur mynd er af „sann trúuðum" presti, sem þarf ekki einu sinnj að halda á regnhlíf- inni sinni og sú þriðja er af sögu aldarmanni, sem leysir anda úr flösiku. - í greininni er haft vig orð, að spíritisminn hafi fyrst farið að láta til sín taka í alvöru, þegar sjúkrahúslæknar lögðu niður vinnu í haust, og erfitt _ var að fá læknuð mein manna. Útvarpið reið þá á vaðið í sérstökum þætti, þar sem rædd var spumingin, hvort látnum læknum væri heim- ilt að stunda lækningar. Kom firam í þessum þætti, segir í grein inni, varðandi hinn látna norska lækni, Danielsen, að honum væri heimilt að stunda lækningar „að handan“. En svo virðist sem við- mælendum í útvarpi hafj sézt yfir þá staðreynd, að Danielsen var norskur og þess vegna hæpið að hann hefði sjálfdæmi um atvinnu leyfi á fslandi. Segir í greininni að þessj Danielsen hafi átt að lækna krabbamein í manni. Þegar maðurinn dó, var því haldið fram af Danielsinnum, að lungna- bólga hefði orðið manninum að aldurtila. Við krufningu kom aft ur á móti í ljós, ag krabbameinig var á sínum stað. Virðist sem nú ríki nokkur vafi á því, hvort hægt sé að bæta úr læknaskorti með hjálp framlið- inna laekna. Samt er vitnað í sr. Benjamín Kristjánsson, þar sem hann staðhæfir, að hann þekki dæmi þess að fólk hafi verið lækn að af framliðnum verum, eftir að læknar höfðu lýst því yfir að sá sjúkj mundi ekki lifa til næsta morguns. Að lokum er vitnað til sam- bandsins við Marilyn Monroe og getig um útgáfu Nordals og Þór- bergs á Gráskinnu, safni íslenzkra þjóðsagna. Jafnframt er bent á þá staðreynd, að enn hafi enginn tek ið sér fyrir hendur að verða dokt or í draugagangi og spíritisma. rc < ? r.r f r 7 ? > T r 1 r n o'n i'í/f.f ’-n ‘I i i'i i 3. grein Sven Lindqvist NIÐUR þúsundanna ymur í morgunmyrkrinu, þegar við söfnumst saman utan við svefn skála okkar. Klukkan er hálf- fjögur. Þetta er eins og maður ætli í veiðiför fyrir dagrenn- ingu. Með fram götunni sjást Ijósprýdd og fánaskreytt hátíða hlið skólahúsanna. Þar eru fest ar rafmagnsljósa. Brátt verður gatan leirsvað eitt, og það skvampar í pollunum, þegar við stígum í þá. Framkvæmda- mennirnir tala um það, að hér þurfi vegabóta við. Ég man svo sem eftir þeim við fyrirlestr- ana. Mundum við ekki hafa gott af því að taka til hend- inni? En hvatning þeirra fann engan hljómgrunn. Nú ræður glaður og nærri því gáskafull- ur hátíðabragur, sem virðist örvast við þessa árrisni og efju vegarins. Við stönzum og hnöppumst saman. Sumir hafa vasaljós og lýsa á vilpurnar við fætur okk- ar. „Flýtið ykkur, félagar, flýt ið ykkur“. Og þegar við heyr- um til gjallarhornanna á járn- brautarstöðinni, nær sama hvatningin eyrum okkar: ,,Fé- SVEN LINDQVIST — hér birtist þriðja grein hans um KÍNA. — Birt með einkarétti TÍMANS hér á landi. lagar, lestin fer bráðum, flýtið ykkur, flýtið ykkur svolítið meira“. Við greikkum sporið, hlaupum yfir stöðvarsvæðig og þyrpumst inn í vagnana. Á leiðinni sjáum við aðeins hin rauðu, fánaskreyttu hlið með fram brautinni líða hjá. — Þessi lýstu hlið ljóma sem inn gangur í myrkrið. Liðinu er fylkt við borgarmúrinn, og svo halda fylkingar okkar af stað — stundum verðum við að hlaupa við fót, en þess á milli nemum við alveg staðar. Lang- ar lestir herflutningabíla með syngjandi. hermönnum renna hjá án afláts. Nú er dögun, og fólkið fer að koma út úr hús- unum og kveikja eld í pjátur- dósum utan dyra. Maður finn- ur lykt af reyk og mat. „En hvað þetta ilmar dásamlega“. Laukur og hrísgrjón, halda sumir, steiktar rauðar kartöfl- ur, geta aðrir sér til, Svona skrafa menn. Hið eina, sem vík ur að atburðum dagsins, eru spurningar, sem beint er til þeirra, er verið hafa við slík tækifæri áður: „Sástu hann? Var gengið of hratt fram hjá, eða gátu menn séð hann vel?“ „Amerísk heims- valdastefna” Stemningin breytist smám saman meðan morgunstjarnan fölnar. Það er sem dögunin valdi þreytu. Lampar hinna rauðu hliða missa ljóma sinn, rauðu fánarnir virðast ekki eins blóðþungir og ögrandi sem í dimmunni. Dagurinn gerir hvorki að dylja né ota fram. Hin drungagráa og óhrjálega götumynd glottir við okkur. — Málning og skraut er máð af húsunum sem enginn virðist hugsa um að mála aftur. Ein- hverjir hafa rótag í öskuhaug- unum og dreift sorpinu um göt una. Stórar, hálfreistar en yf- irgefnar byggingar gnæfa yfir lágkúruhúsin. Veruleiki dags- ins læðir beiskju í hugann. Við göngum þögul að sam- komustaðnum. I>ar þyrpist fólk að salernunum — stórum ! voldugri hyllingargöngu á þjóöhátíðardegi Kína *ram hjá leiötoganum mikla við Hliö hins him- neska friöar í Peking. TÍMINN, þriðjudaginu 22. jauúar 1963 »wj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.