Alþýðublaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 16. MAI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ég hefi flutt lækninga* stofu mína og ; heimili á Grettisghtu Sl. JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir. Erum fluttar I Aðalstrætl 10. Hárgreiðslustoian Femina. Odýrasta sundnámskeið er verið hefir i Snndhðlllnni. D LAÐAM ANNAFÉLAG ÍS- ■O LANDS hefir tekið upp þá nýbreytni, að gangast fyrir viku sundnámskeiði í Sundhöllinni, og hefst það á mánudaginn kemur. Sunclkennsian verður ðkeypis, en þáttakendur verða að borga nokkuð gjald fyrir aðgang að sundhölLinni sjálfri. Fullorðnir fá 6 afsláttarmiða fyrir kr. 3,25 og börn fá 6 afsláttarmiða fyrir 'kr. 1,75. Aðeins þekktustu og beztu sundkennarar stjórna námskeið- inu; gera það þau Sigríður Sig- urjónsdóttir og Jón Páisson, og hafa þau hvort tvo aðra sund- kennara sér til aðstoðar. Aðallega verða kennd bringu- sund, skriðsund og björgunar- sund. Sundkennsian fer fram á eftir- töidum tímum og þannig flokkuð; Ki. 7,40—8,20 f. h. skriðsund, fullorðnir; kl. 8,25—9,05 f. h. bringusund, follorðnir; kl. 9,10— 9,50 f. h. skriðsund, konuflokkar; kl. 10,20—11,00 f .h. Bringusund, —12 ára; kl. 2,30—3,10 e. h. björgunarsund, fullorönir; kl. 1,00 —1,40 e. h. bringusund, 7—10 ára; kl. 1,45—2,25 skriðsund, 10 —12 ára; kl. 2,30—3,1 e. h. bringusund, 12—14 ára; kl. 3,15 —3,55 e. h. skriðsund, 12—14 ára; kl. 4,20—5,00 bringusund, 7—10 ára; ki. 5,00—5,40 e. h. bringu- sund, fullorðnir, konufl.; kl. 5,45 —6,25 e. h. skriðsund, fullorðnir; 6,30—7,10 e. h. bringusund, full- orðnir; kl. 7,15—7,55 e. h. bringu- sund, fullorðnir; 8,00—8,50 e. h. björgunarsund, fullorðnir. Þetta er ódýrasta sundkennsla, sem nokkru sinni hefir farið fram í Sundhöllinni, og má því búast við mikilli þátttöku í námskeið- inu. •-----------------------—....... í Bezt er heima- bakað Ágætt hveiti í smápokum og lausri vigt. Ný egg daglega, og allt til bökunar. Eyjabúð. Bergst.str. 33. Sími 2148. Einkennileg álagning út svara á Akranesi. ---4--- Ú þegar sveitarútsvörunum hefir verið jafnað niður, hefir skattgreiðendum á Akra- nesi dottið í hug hvað hægt myndi vera að ganga langt í að pína skattgreiðendur í því plássi, eða hvort hér myndi látið staðar numið. Engu skal þó um það spáð, en búast mætti við að reynt myndi að pína betur, ef hægt væri næsta ár og svo áfram í það óendanlega. Það virðist nú samt tæplega hægt að ganga lengra en að láta mann, sem hefir níu manns í heimili, fjögur börn 15 ára og 3 vinnulítil ungmenni auk hjónanna, borga töluvert á sjötta hundrað krónur í útsvar, þó svo að tekjur hans hafi náð fimm þúsund krónum á síðast- liðnu ári. Og þó eru til menn, sem verða jafnvel harðar úti, þó ekki sé hér talið. En hart er það aðgöngu fyrir fátæka sjómenn og verkamenn að búa undir jafn vafasömu réttlæti og það er að greiða yfir 10% af tekjum sínum í sveitar- útsvar, þegar stærsti útgerðar- maðurinn á staðnum sleppur jafn vel og raun ber vitni, mað- ur, sem á 7 aflahæstu bátana, á hraðfrystihús, íshús, sem hefir % hluta allra viðskipta með beitusíld, aðalkolaverzlun stað- arins, verzlun með alls konar vörur, sem nýtur allt að helm- ings allra viðskipta í plássinu, með öðrum orðum; maður, sem hefir viðskiptaveltu, sem skipt- ir hundruðum þúsunda króna, er ekki látinn greiða nema rúm- ar tuttugu þúsund krónur í út- svar. Og þegar fyrirtæki eins og síldarverksmiðjan, sem ekki er komin yfir byrjunarörðugleik- ana, skuldum hlaðið fyrirtæki, sem ætlað hefir verið til að hjálpa til með betri nýtingu sjávarafurða og þar af leiðandi betri afkomu þorpsbúa, en tæp- lega til þess að drepa í fæðing- unni með skattpíningu, er látið greiða við tuttugu og tvö þús- und í útsvar. En allt væri nú þetta bæri- legt, ef á sæi til dæmis í verk- legum framkvæmdum. En ekki er því að heilsa, það skyldi þá helzt vera slorkassasmíði odd- vitans. í þeim efnum er því miður fátt annað hægt að nefna, og er mörgum óskiljanlegt að ekki skuli vera hægt að minnka styrki til fullfrískra og at- vinnulítilla styrkþega með því að veita þeim atvinnu við nauð- synlegar framkvæmdir, svo sem vatnsveitu eða gatnagerð, að maður nú ekki nefni að bor- ið væri ofan í stærstu pyttina í götunum, nema ef þeir ættu í framtíðinni að vera flatsæng Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins hér á Akranesi. Skattgreiðandi. Ávarp. EGAR við nú, eftir nærfellt 20 ára umsjónarstarf við Hinn almenna menntasköla Reykjavíkur verðum að víkja, getum við ekki látið hjá líða að votta öllum vibkoniandi kennur- um og nemendum skólans, fyrr ♦----------------------- ♦ og síöar, okkar Innilegustu kveðj- ur og þakkir fyrir þá alúð, lip- urð og skilning í allri umgengni i okkar garð á umliðnum árum. Á þessum thnamótum minnumst við einnig ykkar mörgu, sem á nefndu árabili hafið gengið út af skóianum, en eruð nú dreifð víðs vegar. Nú vildum við svo gjarn- an eiga þess kost, að meiga njóta hins sama hlýja handtaks ykkar allra, sem þeirra nemenda slcól- ans, er nýlega kvöddu okkur á sinn fund til skilnaðar og af- hentu okkur kærkomna og rausn- arlega gjöf. — Lifið heil! Ykkar Vilborg Bjarnadóttir. Guðmundur Gestsson. Harðffsknr sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. Tjarnarhúðin Sími 3570. Otbrei&ið Alþýðublaðið! -----_---------------A Mðl 00 Menning: Skapadægur skáldsaga, eftir frægasta núlifandi rithöfund Finna, Nobelsverðlaunaskáldið Sillanpáá, er komin út. Félagsmenn í Réykjavík vitji bókarinnar á Laugaveg 19 1 dag og næstu daga. BREKKA Ásvallagötu 1. Shni 1678 Leyndardómur ”°61 vt-"— 4oi gðmlH hallarinnar. Það gekk einhver eftir ganginum, frá einu herbergi til annars. I — Það hefir sennilega verið Sonja. Hún fór til Saint-Luce og þóttist vera hrædd við manninn sinn. Munið þér, hve hrærður hann varð daginn eftir, þegar [ær minntust á ýlfrin? — Hann varö náfölur! — Ef þér hefðuð sagt einhverjum frá því eða borið það sem vitni, gátu menn fengið grun um hið rétta samhengi. Þess vegna ákvað hann líka að drepa yður. Hann bauð yður að gista um nóttina. Og þessa nótt ætlaði hann a’ð myrða ykkur báða. Sonja var farin að tala um, að hún vildi fara, svo að hann varð að flýta sér. Saint-Luce byrjaði á því, að fara með Carlovitch inn í iestrarsalinn, til þess að ,tala við hann um hina tilvonandi stöðu. Inni í lestrarsalnum barði hann Carlovitch í hnakkann með kylfu og bar líkið út í kjallarann ti! hýenanna. • Og svo kom röðin að yður. Hann hélt, að þér svæíuð, því að hann hafði látið svefnmeðal í glasiö yðar. Sem betur fór, vöknuðuð þér, og þið börð- ust. Þegar þér slituð yöur lausan, hélt hann, að þér mynduð grípa til skammbyssunnar, og þess ^vegna flýði hann. — Hvers vegna hafði hann ekki skammbyssu að vopni, fremur en kylfuna? Það hefði hlotið að vera öruggara, sagði Herry. — Það var vegna Sonju. Hún hefði hlotið að heyra skotið. Hann ætlaði að segja, að Carlovitch heföi drepið yður og því næst ráðizt á sig. Það myndi líta svo út sem Carlovitch hefði flúið, og allt gat bent til þess, að hann hefði haft nægar ástæður til þess. Hann hefði unnið ódáðaverkin í afbrýðiskasti. •— En þér veitluð of harða mótspymu, svo að hann varð að breyta ráðagerð sinni. Hann fór aftur til her- bergis síns, særði sig og kallaði á hjálp. Svo var farið að leita að Carlovitch. Ráðagerð hans komst í fram- kvæmd með þeirri breytingu þó, að þér sluppuð lifandi. — Sú breyting er mér ekki á móti skapi, sagði Herry og brosti. — En frændi minn vílaði ekki fyrir sér, hvort hann drap einum manninum fleira eða færra. Þér hafið auðvitað skilið það, að það var frændi minn sjálfur, sem lagði steininn undir fallhurðina, áður en hún var felld um kvöl-dið, svo að Sonja gæti séð, að maðurinn hennar hefði flúið. Hann haíði lika opnað hliðið. Þér voruð óhlutdrægt vitni gagnvart Sonju. Og það var það, sem hann ætlaðist til af yður. — Hvernig þá? — Hann var hræddur um, að þér bæruð vitni fyrir rétti og að þér segöuð frá því, að þér hefðuð heyrt ýlfrin. Þess vegna bað hanri yður að gista hjá sér eina nótt enn. Þá nótt áttuð þér að fara spmu leið og Cariovitch. En óhappið, sem systir yðar varð fyrir, bjargaði lífi yðar. Áila nóttina og næsta dag lét hann hýenurnar vera inni. Svo sleppti hann þeim út. Þær hljóta að hafa hlaupið rétt fram hjá kofa An- toines, því að hundurinn hljóp upp. — Þær földu sig í Meudonskóginum, en þar voru þær bráðlega skotnar, en enginn setti þetta í samband við morðið. En svo kom bréf til réttarins. Hver hafði skrifað bréfið? — Sonja! Hún hafði fengið illan grun. Antoine fór með bréfið til Versala. Hann kann ekki að lesa, svo að það var ekki hættulegt að senda hann. Lögreglan fann ekkert. Hundarnir reyndu að rekja spor hýenanna, en þeim var snúið við. Sonja var hrædd við Saint-Luce og þorði ekki að skýra neinum frá grun srnum. Hún-lét því sem hún tryði því, að maðurinn hennar hefði flúið. En þegar rannsóknin bar engan árangur, áleit hún, að hann liefði flúið. Hún átti hvergi athvarf, og þess vegna varð hún kyr hjá Saint-Luce. Hún var hrædd um að Cario- vitch hefndi sín og þorði ekki að fara frá höllinni. Þetta er fyrsti kapítuli sögunnar. Og sagan helði ekki orðið lengri, ef frændi minn hefði ekki dag nokk- 'urn í fyrra látið Sonju skilja á sér, hvernig í öil iægi. Þér hafið ekki grun um, hversu heit Sonja var í ást og hatri. Hún hafði elskað manninn sinn heitt, og hatur hennar á Saint-Luce var taknmrkalaust. Fyrst datt henni í hug, að drepa Saint-Luce strax. Rn það var ekki naagjleg hefnd, Hún vildi kvelja h^nn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.