Alþýðublaðið - 30.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1940, Blaðsíða 3
---------ALÞÝÐUBLAÐIÐ ---------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hei-ma) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . ,F . Apenumenn vita, hvað rétt er.. QÚ sag^-er sögö frá Grikk- landi hinu forna, að opin- berir sendimeníi frá Spörtu, sem eitt sinn voru komnir til Aþenu, hafi verið boðnir í bið fræga leikhús borgarinnar. — Þeim var boðið til sætis á be/ta stað, en álengdar sáu þeir nokk- ur gamalmenni standa og stóð enginn upp fyrir þeim til þess að lofa þeim að hvíla sín lúin bein. Þá stóðu gestirnir frá Spörtu sjálfir upp og buðu þeim sæti sín. Við þá sjón reis allur hinn mikli mannfjöldi í leik- húsinu á fætur og hýllti Spart- verjana fyrir hugulsemi þeirra og hæversku; en Spartverjarnir sögðu aðeins við fylgdarmenn sína: ,,Já, það má sjá, að Aþenu- menn vita, hvað rétt er, en þeir gera það bara ekki.“ Þessi saga rifjast upp iyrir manni af sérstökum ástæðum í dag. Nýlega hafa allar stéttir manna á Englandi, þar á meðal einnig hin gamla yfirstétt lands ins, af frjálsum vilja undirgeng- ist löggjöf, sem leggur þeim þyngri byrðar á herðar og heimtar af þeim meiri fórnir, en dæmi munu vera til í sögu Englands — í því skyni að bjarga brezku þjóðinni úr al- varlegri hættu en nokkru sinni hefir yfir henni vofað og tryggja sigur hennar í þeirri styrjöld, sem nú stendur yfir. Verkamennirnir, sem ekkert eiga nema tvær hendur tómar, hafa fallizt á að vinna lengri tíma en um langan aldur og fyrir það kaup, sem stjórn lands ins ákveður. Og atvinnurek- endastéttin hefir afhent stjórn- inni yfirráðin yfir öllum fyrir- tækjum sínum og gengið inn á, að allur stríðsgróði af þeim verði tekinn sem skattur í fjár- hirzlur ríkisins. Um allan heim kveður í dag við lof brezku þjóðarinnar fyrir slíkan þegnskap og fórnfýsi, — ekki sízt yfirstéttarinnar, sem ekki er eins vön því að færa fórnir og hinar vinnandi stétt- ir. Og hvarvétna heyrast há- værar raddir um að fara að dæmi hennar. Roosevelt Banda- ríkjaforseti komst þannig að orði fyrir örfáum dögum, að enginn ætti að græða á stríðinu og hann átti þar beinlínis við atvinnurekendurna í Ameríku. Einnig hér á landi dáumst við að því fordæmi, sem allar stétt- ir brezku þjóðarinnar hafa gef- ið á stund hættunnar. En væru allar stéttir hér á landi reiðu- búnar til þess að sýna sama þegnskap og sömu fórnfýsi? — Hefir til dæmis stórútgerðar- majnnastéttin hér sýnt sig reiðubúna til þess að taka. á svipaðan hátt þátt í erfiðleikum þjóðarinnar? Við getum að vísu ekki lagt aðstöðu okkar að jöfnu við að- stöðu brezku þjóðarinnar í dag. En þó að við eigum ekki í stríði eins og hún, verðum við nú að horfast í augu við hina alvar- legustu erfiðleika. Atvinnuleys- ið hefir aldrei verið eins í- skyggilegt. Byggingarvinna hef ir stöðvast. Saltfisksvinnan brást. Þúsundir manna hafa á þann hátf misst atvinnu sína. En stórútgerðin hefir grætt — á því að láta saltfisksvertíðina niður falla og senda skipin á- fram á ísfisksveiðar, án nokkurs tillits til verkafólksins í landi, sem undanfarin ár hefir lifað á vinnu við saltfisksverkun. Eng- in stétt væri nú færari um það að leggja fé af mörkum til þess að bæta á einhvern hátt úr at- vinnuleysinu í landi, en stór- útgerðarmannastéttin. En þeg- ar raddir komu fram um það á alþingi í vor að leggja skatt í því skyni á stríðsgróða hennar, barði hún og flokkur hennar sér á brjóst og taldi slíkt vera svik við .sig, þar eð stórútgerð- inni hefði verið lofað skattfrelsi í fimm ár í lögum, sem sam- : þykkt voru fyrir tveimur ár- um, þegar útger.ðin var í nauð- um stödd, og engan óraði enn fyrir því, að um stríð eða stríðs gróða yrði að ræða í náinni framtíð! Tökum annað dæmi: Reykja- vík er í fjárþröng. Hún þarf auknar tekjur til þess að stand- ast straum af auknum erfiðleik- um af völdum stríðsins. Hún verður að fá hálfa milljón króna meira í útsvörum en í fyrra. I bæjarstjórn komu nýlega fram raddir um það að fara bónar- veg að stórútgerðarfélögunum, að greiða af þessari ástæðu hærra útsvar én árið 1938, af því að lögin frá því ári leyfa ekki að leggja á þau hærra út- svar þau fimm ár, sem þau eiga að gilda. En flokkur stórút- gerðarfélaganna í bæjarstjórn segir nei! Og hálfu milljóninni verður jafnað niður á almenn- ing, sem ekkert hefir af stríð- inu annað en dýrtíðina, at- vinnuleysið og erfiðleikana! Stríðsgróðafyrirtækin gera kröfu til þess að vera í krafti laga, sem engan rétt eiga leng- ur á sér, undanþegin auknum útgjöldum til almenningsþarfa á sama tíma og þau eru hækk- uð á öllum öðrum! Allir erum við sammála um það, einnig stórútgerðarmenn- irnir, að viðurkenna þann þegn- skap, sem atvinnurekendastétt- in á Englandi hefir nú sýnt, al- veg eins og verkamennirnir. En um þá viðurkenningu stórút- ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAl 1940. Kennari hvetur t!l samtaka: Ef allir leggjast á eitt komast ðll börn I sveit. Bændur geta ekki tekið bðrnin, og skélarnir eru bezta lausnin. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi grein frá kennara. Fjallar hún um nauðsyn þess að koma börnunum í sveit, og telur hann það vel hægt, eí allir leggjast á eitt. Alþýðublaðið hefir stöku sinnum minnzt á nauðsyn’þess að koma sem flestum börnum héðan úr borginni í sveit í sum- ar. Er það gleðilegt, að til er þó blaðamaður, sem virðist hafa skilning á þessu mikla nauð- synjamáli. Mig furðar stórlega, hvað blöðin láta sig þetta stór- mál litlu skipta eða skrifa utan- garna um það, ef annars er á það minnzt. Eg spyr sjálfan mig og aðra, og sama hefi ég heyrt marga aðra gera: Á ekki að gera rót- tækt og stórkostlegt átak til þess að koma börnum í Reykja- vík til dvalar í sveit í sumar? Eftir því, sem horfir í bráðina, virðist tæplega að vænta mik- illa framkvæmda af hálfu fé- laga eða hins opinbera í þessu mikla nauðsynja máli. Ég tel ólíklegt, að verulegur árangur verði af starfi barnaverndar- ráðs og Rauða Kross íslands. Þessi viðleitni fellur að mestu leyti um sjálfa sig vegna þeirra fyrirframvituðu sanninda, að flest, ef ekki öll heimili í sveit, sem hafa viljað taka börn til sumardvalar, hafa átt þess næg- an kost, ef heimilin hafa getað veitt börnunum þá aðbúð, er með sanngirni verður af þeim krafizt. Nei, hér verður annað og meira að gera en að láta út- varpið tilkynna bændum, að óskað sé eftir, að þeir taki bæjarbörn á heimili sín í sum- ar. Mér finnst ekki hægt að ætlast til þess þegnskapar af sveitafólki, að það verði við þessum tilmælum, ef það hefir áður ekki talið ástæður heimil- isins leyfa slíka viðbót. Hús- mæðurnar í sveitinni hafa sann- arlega nóg á sinni könnu, svo að ekki verður með sanngirni krafist neinna fórna af þeim í þessu mikla velferðarmáli reykvíkskra barna. Við skulum draga hér fram í sem fæstum orðum, hvernig málið horfir við. Allir — hver og einn einasti gerðarmannanna má segja það sama og Spartverjarnir sögðu um Aþenumenn forðum: ,,A- þenumenn vita, hvað rétt er, en þeir gera það bara ekki.“ Það fer varla hjá því, að þjóðin og fulltrúar hennar verði að taka það til alvarlegrar íhugunar, og það fyrr en síðar, hve lengi þessi stétt, sem segja má að sé eina stríðsgróðastétt- in hér á landi, skuli njóta sér- réttinda í krafti laga, sem mið- uð voru við allt aðrar ástæður en þær, sem nú eru. — eru sammála um það, að brýn nauðsyn sé á að koma sem flestum börnum í Reykjavík og Hafnarfirði í sveit í sumar. Ég nefni hér ekki orsakir þessarar nauðsynjar. Það er öllum, sem annars nokkuð um það hugsa, augljóst mál. Og það þótt alveg sé gengið fram hjá beinni hern- aðarlegri hættu, sem ef til vill kynni að vera fyrir hendi. Vitað er með vissu, eftir ná- kvæma athugun í miklum hluta bæjarins, að óskað er eftir góð- um dvalarstað í sveit fyrir mörg hundruð börn. Margir að- standendur þessara barna, eru fúsir til að greiða mikinn hluta af dvalarkostnaði barnsins. Aðr ir vilja greiða eitthvað af kostn- aðinum, og enn aðrir telja sig ekkert geta greitt. Ríkið og sveitarfélögin eiga út um byggðirnar mörg góð hús, sem lítið eða ekkert eru notuð yfir sumarmánuðina. — Þau bíða eftir að veita æsku bæjanna grið úr þvarginu og úrræðaleýsinu á mölinni. Margir kennarar myndu fást til þess að vera með börnunum þeim til gæzlu og leiðbeiningar. Er það augljóst mál, hversu þroskandi það er fyrir stálpuð börn að fá tækifæri til þess að lesa bók náttúrunnar með leið- sögn góðs kennara, þegar sum- ardýrðin stendur sem hæst. Niðurstaða málsins verður þá þessi: Bráð nauðsyn er til að koma nokkrum hundruðum barna í sveit í sumar. Húsnæði er nægilegt og ákjósanlegt úti í sveitunum til að taka við börn unum, Miklir og góðir starfs- kraftar eru fyrir hendi til að veita sumarheimilum barnanna forstöðu og annast börnin. Að- standendur myndu fúsir greiða að nokkru dvalarkostnað barn- anna. Hvers vegna er ekki hafizt handa um framkvæmdir? Vegna þess, að það vantar fé til þess að greiða þann hluta kostn- aðarins, sem ekki kemur frá að- standendum. Það er vanvirða og hirðuleysi að láta fram- kvæmdir stranda á slíkum smá munum. Hversu lengi er verið að eyða álíka fjárupphæð eins og hér um ræðir til þess að draga úr líkamlegum og andleg- um vesaldómi, sem mörg börn fá í sig og ala með sér með því að vera neydd til að hírast á mölinni við hin bágbornustu uppeldisskilyrði árið um kring? Hingað til hefir bæjarfélagið styrkt nokkuð sum félög, sem hafa starfrækt barnaheimili í sveit á sumrin. Ólíklega verður kippt að sér hendinni í þessu efni nú. Öll hjálpar- og líknar- félög, sem vilja fyrir börnin og mæðurnar vinna, eiga nú að taka höndum saman í stórt sameiginlegt átak til þess að koma öllum vinnulausum börn- um á skólaskyldualdri, sem þurfa og óskað er eftir, í holla sveitadvöl í sumar. Bæjarfélag- inu ber siðferðisleg skylda til að láta nauðsynlegustu aðstoð í té. Því er það sjálfu ómetan- legur hagur. Smásöluverð á eldspýtum. Smásöluverð á VULCAN og SVEA eldspýtum má eigi vera hærra en hér segir: í Reykjavík og Hafnarfirði: 10 stokka búntið 0.60 aura. Annarsstaðar á landinu: 10 stokka búntið 0.62 aura. Tóbakseinkasala ríkisins. MarðMar sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. BREKKA Ásvallttg&tu 1. Sáni 1878 Tiarnarbúóin Siwii 3S70. íþróttaskólinn á Álafossi starfar í sumar eins og að undanförnu. — Júní-nám- skeið byrjar n.k. laugar- dag 1. júní. Nemendur, sem samþykktir hafa ver- ið á skólann, mæti við Afgr. Álafoss í Reykjavík þann dag kl. IV2 e. h. eða á Álafossi kl. 4 síðd. — Greiðsla fyrir námskeiðið fylgi með. Sigurjón Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.