Tíminn - 23.02.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.02.1963, Blaðsíða 13
MINNING Guðrún Gisladóttir Skeggjastööum í dag verður borin til hinztu hvíldar að Hraungerðiskirkju í Flóa, Guðrún Gísladóttir hús- freyja á Skeggjastöðum, en hún lézt í Keykjavík 14. febrúar. Guðrún Gísladóttir er fædd 18. marz 1888 í Laxárdal í Gnúpverja hreppi, dóttir hjónanna, Margrét ar Guðmundsdóttur og Gísla Ein- arssonar. Þau Margrét og Gísli voru hin merkustu myndarhjón og gerðu garðinn frægan á nokkrum býlum Árnesþings, og veit ég, að margir Sunnlendingar minnast þeirra enn í dag fyrir dugnað og framtakssemi. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum og var snemma bráðgjör jafnt til vinnu og náms. Hún fór í Flensborgarskóla, en þá var fá- títt að sunnlenzkar stúlkui sæktu nám í skóla. Hún tók þar kennara próf vorið 1907. Vorið 1908 réðist hún til kennslu í Selvogi og stund aði kennslustörf til vors 1912. — Hún lærði einnig rjómabússtjórn og var rjómabússtýra í nokkur sumur, meðal annars norður í Þingeyjarsýslu. Mér er minnisstæð saga, er Sig urður Haraldsson bóndi í Fram- nesi á Skeiðum, sagði mér. Það var haust eitt, að Sigurður var á ieið suður í land og ætlaði að fara Sprengisand eins og hann var \anur. Guðrún Gísladóttir var einnig á leið suður þetta haust, og réðist því svo til, að hún yrði samferða Sigurði. Þessi ferð varð einhver sú erfiðasta, er Sigurður fór suður yfir Sprengisand, þæði sakir veðurs og slæmrar færðar. Hann dáðist mikið að þreki og dugnaði Guðrúnar, kjarki hennar og áræði að leggja í ófærur og tvísýnu í illviðri á haustdegi, ög taldi að jafnvel fáir karlmenn hefðu orðið henni íremri. Þegar þetta skeði, var Guðrún 18 ára. Skömmu eftir, að hann kom suð- ur, hitti Sigurður Gísla föður hennar, og sagði honum frá ferða volkinu og dugnaði dóttur hans. Gísli hreifst auðvitað af frásögn Sigurðar og varð lítt undrandi og mælti: „Já, var hún ekki dugleg". Árið 1919, 26. júlí, giftist Guð- rún Halldóri bónda Jónssyni á Skeggjastöðum í Flóa og tók þar við búsforráðum, en Halldór hafði byrjað búskap vórið 1915. Skeggjastaðaheimilið var mikið myndarheimili. Forfeður Halldórs höfðu búið þar síðan árið 1826, og voru miklir myndarbændur, staðfastir og forsjálir í búnaði og háttum. Það var því ekki vanda- laust hlutskipti að verða húsfreyja á Skeggjastöðum, og ekki sízt, þar eð húsfreyjan un,ga kom úr ólíku umhverfi, vel menntuð og snortin af ýmsu því ferskasta í menningar straumum samtiðarinnar. En Guðrún Gísladóttir var greind og hyggin og rasaði aldrei um ráð fram, enda vann hún sigur yfir gamla tímanum og veitti nýjum gróðri vernd og þroska. Hún var framfarasinnuð, djörf í ætlunum og skoðunum, jafnt í stjórnmál- um sem menningarmálum. Eft- ir að hún varð húsfreyja á Skeggjastöðum reyndi hún eftir fremsta megni að fylgjast með, las allt sem til náðist og mat af eigin viti. Eg minnist þess, þegar ég var barn að aldri, að hún hafði t.d. lesið flesta af yngri rithöfund um þjóðarinnar og tagði á þá sjálfstætt mat. Hún er, held ég, fyrsta manneskjan, sem ég heyrði dást að Halldóri Kiljan Laxness, og spáði, að hann ætti eftir að verða mikið skáld. En annars hafði fólkið heima í sveitinni lít- ig álit á skáldskap hans, þótti hann nýstárlegur og annarlegur i skoðunum og hugmyndir hans fjarlægar. Upp úr 1920 var mikið fram- faratímabil í sunnlenzkum sveit- um. Framsýnna og dugmeira fólk- ió trúði á nýjar stefnur í þjóðmál um og aukna menntun og verk- lega menningu. Guðrún á Skeggja stöðum var þar framarlega í flokki. Hún tók mikinn þátt í upp byggingu menningarmála sveitar sinnar og var þar vabn til trúnað- ar og forustu. Hún var lengi í skólanefnd Hraungerðishrepps og -formaður kvenfélags sveitarinnaB. t báðum þessum stöðum vann hún mikið starf, og hvikaði aldrei frá settu marki, að sækja fram og vinna gagn þeim hugsjónum, sem hún hreifst af í æsku. Hún vann jafnframt að fleiri félagsmálum. Hún var oft forsöngvari á skemmt unum í sveitinni og organisti. Hún var söngelsk og hafði næmt feg- urðarskyn á lag og ljóð. Sveitung- ar hennar kunnu vel að meta hæfileika hennar og völdu hana því til forustu og starfs, þrátt fyrir það, að hún var allra kvenna frábitnust því að trana sér fram eða láta bera á sér. Guðrún á Skeggjastöðum er sú húsfreyja í Hraungerðishreppi á þessari öld, sem mest hefur komið við sögu félagsmála, og má þar hiklaust teljast brautryðjandi. Halldór og Guðrún á Skeggja- stöðum bjuggu góðu búi alla tíð. Þau lifðu mikla breytingatíma og ekki sízt hvað staðhætti til bú- skapar á Skeggjastöðum áhrærði. Eftir að aðalskurður Flóaáveit- unnar var grafinn niður í Hróars- holtslæk, én hann var grafinn að nokkru gegnum túnið á Skeggja- stöðum, gjörbreyttust aðstæður þar til búnaðar. En Halldór bóndi tók breytingunum á þann hátt að hefja undirbúning ræktunar og búa í haginn fyrir framtíðina. — Halldór lézt 13. marz 1946 og skömmu síðar brá Guðrún búi. Guðrún og Halldór á Skeggja- stöðum áttu fimm börn, sem öll eru á lifi: Gunnar bóndi á Skeggja stöðum; Gísli í siglingum; Guð- mundur Helgi rafvirki í Reykja- vík; Margrét í Kópavogi og Bjarn heiður í Reykjavík. Minningin um horfna samtíðar- menn frá æskuárunum er hug- þekk, og ekki sízt, þegar séð er, að þeir gengu götuna til góðs og skilja eftir minningar, sem eru bjartar, minnandi á það, sem er gott og fagurt. Guðrún á Skeggja- stöðurn er slík kona. Hennar er gott að minnast. Jón Gíslason. Herbúnaöur á Kúbu Framhald af 7. síðu. Bandarikjastjórn hefur í hyggju að beita í þessum til- gangi öllum efnalegum og stjórnmálalegum ráðum, sem hún getur. Hún treystir einn- ig á aukna óánægju með Kúbu- búa sjálfra, sem byggist á fæðu- og frelsisskorti. Það er rökræn undirstaða þessarar stefnu, að Kúbumenn muni einhvern tíma rísa gegn Castro. Hvað yrði, ef þetta gerðist? Eru Bandaríkin í raun og veru undir það búin að koma þeim til aðstoðar, jafn- vel þó að það kosti vopnavið- skipti við þá Rússa, sem stað- settir eru á Kúbu? ÞEGAR þeir Krustjoff og Kennedy ræddust við í októ- ber sem leið, bar forsetinn fram þá viðvörun, að Banda- ríkjamenn myndu aldrei þola „Budapest“ á Kúbu. Hann átti við, að Bandaríkin gripu fram í ef Rússar reyndu að kveða niður uppreisn gegn Castro, eins og þeir börðu niður upp- reisnina í Ungverjalandi. Sennilega yrðu fyrstu við- brögð Bandaríkjanna stjórn- málalegs eðlis. Þau mundu leggja áherzlu á það við Rússa, að þeir hefðu hag af því að hverfa á burt, en stofnuðu sér í alvarlega hættu með þvj að vera kyrrir. (Barátta Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um Kúbu fer fram með furðuleg- um hætti eins og nú standa sakir. Bandaríkjamenn líða loftvarnavopn á Kúbu, en þess- um vopnum er aftur á móti ekki beitt gegn lágfleygum könnunarflugvélum frá Banda- ríkjunum). « | - •' n * —j ... En raunveruleg uppreisn á Kúbu yrði ekkert í líkingu við innrásina við Svínaflóa, sem styrkt var með fé erlendis frá. Hún yrði ákall um hjálp, sem Bandaríkin gætu ekki skellt skollaeyrum við. (Úr Time). MIN NIN G: Magnús Jðnsson Sjónarhóli í dag — 23. febrúar, verður jarð settur að Kálfatjörn Magnús Jóns son frá Sjónarhól. Hann var fædd- ur að Gufunesi í Mosfellssveit 2. sept. 1881. Aðeins fimm ára gam- all missti Magnús móður sína, og svo föður sinn litlu síðar. Þannig hlaut uppeldið að vera að mestu hjá vandalausum, sem eflaust olli óblíðari æskudögum en í foreldra- húsum væri. Snemma gerðist Magnús hlutgengur á starfssviðinu og veittist því ekki örðugt að fá árvist hjá hagsýnum athafna- bændum, hvar hann var hjá nokkr- um slíkum í Borgarfjarðardölum. Hinn 9. maí árið 1909 kvæntist Magnús eftirlifandi konu sinni, Erlendsínu Helgadóttur frá Litla- bæ á Vatnsleysuströnd. Hófu þau þá það vor búskap að Þverfelli í Lundarreykjadal. Bjuggu þar í þrjú ár, en í'luttu þá á Vatnsleysu- ströndina og bjuggu lengst af á Sjónarhól, eða þar til heilsu Magn- úsar var svo farið að ekki var leng ur unnt að standa í þeim marg- þættu og mörgu erfiðu störfum sem staða bóndans krefst. Seldi hann þá jörðina ásamt nýlegu húsi er hann hafði byggt þar og flutt- ist í Vogana í sama hreppi. Kom hann sér þar upp litlu íbúðarhúsi, sem var þeirra hjónanna heimili síðan, og þau nefndu Sjónarhól, sem hinn fyrri bústað. Magnús var viðurkenndur harð duglegur maður. Enda hentar slíkt bezt fyrir tiu barna föður, sem, eins og um hann mátti segja, aldrei lét skorta björg í bú. Og ljúft var honum líka að vera veit- andi þá gest bar að garði. Um Pósfsendum hvorugt það spillti heldur sú er v:ð hlig hans stóð í lífsbaráttunni um meir en hálfrar aldar skeið. Af börnunum tíu eru nú fjögur dáin. Tvö dóu í bernsku en tvö upp komin. Nú fyrir tæpu ári elzti sonurinn, Helgi, sem fæddist að Þverfelli 16 marz 1910. Bróðurson Magnúsar, Sigurð Guðmundsson, tóku þau í fóstur, er hann á barns aidri missti móður sína. Eins og fyrr getur missti Magn- ús heilsuna mjög fyrir aldur fram. En staðið var meðan stætt var. Síðast, er svo var komið að hann hvorki greindi stund né stað, varð lífsförunauturinn, sem helzt hefði kosið að annast hann til hinztu stundar, að íela hann þeirri umsjá sem til staðar getur verið á góðu sjúkrahúsi. Þar að Sólvangi var hann svo í tæpan mánuð, unz hann andaðist hinn 17. þ.m. Þess biðja nú aliir þínir ástvin- ir, að sál þína, leysta af fjötrum hins jarðneska líkama, leiði Guð alfaðir veitandi himneska blessun á eilífðarinnar vegí. J. H. Enn er tími tii að panta fyrir vorið GUFFEN MYKJUDREIFARINN FRÁ KYLLINGSTAD heíur reynzt mjög vel hér á landi, og dreifir bæði þykkri og þunnri mykju. Mikill kostur er einnig hve bygging hans er einföld. Engar keðjur, engin færibelti, — aðeins snigill í botm kassans og þeytispaðar aftan við snigilinn. — Ökumað- ur dráttarvélarinnar opnar og lokar fyrir mykjuna frá sæti sínu. Með því að taka mykjukassann af, má nota grindina til heyflutninga með einföldum viðbótarbúnaði, sem hver bóndi getur gert. Rúmtak 15 hektólítrar. — Dreifibreidd um 7 m. — VERÐ um kr. 28.500,— Sambandshúsinu. Reykjavík Sími 17080 13 f f M l N N, ’angardagur 23. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.