Tíminn - 23.02.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.02.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR TIR ÞINGFRETTIR Veita þarf kornrækt eðlilegan stuðning og iafnrétti við erlent, innfiutt korn Framsóknarmenn í landbún aðarnefnd efri deildar hafa lagt fram minnihlutaálit um frumvarp til laga um korn- rækt, er þeir Ásgeir Bjarna- son og Páll Þorsteinsson flytja. Nefndin varð ekki ásátt um afgreiðslu frumvarpsins og leggur minnihlutinn til að það verði samþykkt óbreytt. Þetta frumvarp hefur verið flutt á undanförnum þingum, en ekki j náð fram að ganga. Hefur áður verið skýrt frá efni þess hér á síðunni. Minnihlutinn leitaði álits Klemesar Kristjánssonar tilraunastjéra á Sámsstöðum um frumvarpið, sem er eins og kunnugt ér frumkvöðul! í korn yrkju hér á landi. Álit til- raunastjórans fer hér á eftir: Grundvallað á þeirri reynslu, sem fengizt hefur í kornyrkju frá 1923—1962 við tilraunir og stærri ræktun á Sámsstöðum og próf- ræktun í flestöllum héruðum landsins, virðist ræktun á byggi vera sú framleiðsla, sem skylt er að bæta við íslenzka fóðuröflun. Til þess að gera fært, að þessi framleiðsla nái öruggri fótfestu í íslenzkri ræktun sem víðast á land inu, er brýn þörf á, að þjóðfélagið þ. e. ríkið, stuðli að útbreiðslu kornyrkjunnar. Markið er, að kornyrkja verði stunduð á Suður- landi í flestum héruðum, og eru þá einkum Rangárvaliasýsla og Skaftafellssýslur hafðar í huga. svo og Árnessýsla. Á Vesturlandi má ætla, að í flestum árum þroskist bygg í Gullbringu- og Kjósasýslu, víða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, svo og héruðunum í krnigum Breiða- fjörð. Þá má ætla, að nokkuð ör- ugg verði byggrækt í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, svo og víða í Múlasýslum. Alls staðar á þess- um stöðum eru byggðarlög, sem hafa meira og minna góð skilyrði og sums staðar ágæt fyrir bygg- þroskun. Það, sem komræktin byggist á: Tilraunastarfsemi og ræktun til framleiðslu s. 1. 40 ár Það, sem tilraunirnar hafa sann að: Bygg og hafrar þroskast fylli- lega 8 af hverjum 10 árum að með altaíi og uppskera 15—25 tn. af ha. í verstu ámm og með Óhöpp- um vegna veðurs 5—12 tn. af ha. og ber þá kornframleiðslan sig illa, en verður að jafnaði arðgæf. Þetta gildir fyrir Suðurland. Aðrir landshlutar gefa ekki að jafnaði eins góðan árangur. Tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið, em í höfuðdráttum þessar: 1. Sáðtímatilraunir með bygg og hafra 20 sumur. Þær hafa varðað sáðtíma koms hér á landi Bezti sáðtfmi 20.-4. — 10. 5. 2. Áburðartilraunir með búfjár- áburð og tilbúiiln áburð. Þessar tilraunir hafa sagt fyrir um á- burðarmagn við ýmisleg skilyrði við kornrækt. 3. Tilraunir með sáðskipti og forræktun. 6 4. Tilraunir með sáðmagn og -áðdýpi. 5. Tilraunir með áburðartíma. 6. Tilraunir með kornafbrigði, og eru það umfangsmestu tilraun- ir, sem enn hafa verið gerðar. Má í þessu efni nefna, að búið er að reyna á 4. hundrað kornafbrigði af byggi, höfmm, rúgi og sveiti. Þessar tilraunir hafa bent á eft- irfarandi afbrigði til þroskunar: Af 6 raða byggi: Donnesbygg, Eddabygg, Flojabygg, Tampar- bygg. Tvö þau síðastnefndu eru ættuð frá Færeyjum og hafa þol- að bezt af öllu byggi stormsama haustveðráttu. Atvinnudeildin hef- ur kvíslað saman Eddabygg og Floja og hyggst ag ná ræktunar- bæfu korni úr þeirri blöndu — en það tekur talsverðan tíma. Af 2 raða byggi, er þarf um 6—10 daga lengri þroskunartíma en 6 raða bygg. eru þessi afbrigði bezt: — Hertabygg, Maribygg og Morgun- roði (Morgenrot), sem þroskast fyrst, eða á sama tíma og 6 raða bygg. Af höfrum: Samehafrar, Nig arhafrar, Tammehafrar og Nín- hafrar. Af vorhveiti:Norronehveiti Fylia og Diamant, en ekki ná þessi afbrigði fullum þroska nema í betri sumrum á venjulegum móa jarðvegi. Það skal þó tekið fram, að vorhveitiafbrigði hafa náð full um þroska á Skógasandi 1962, og er líklegt, að sandarnir með suð- urströnd landsins þroski fyrst og bezt korn hér á landi. Vetrarrúg- ur þrífst í flestum árum. Sú þekking og aðstaða, sem skapazt hefur á síðustu 4 áratug- um, er það verðmæt fyrir inn- lenda fóður- og mataröflun, að brýn nauðsyn er á að hagnýta þau sannindi, sem þegar eru fengin. útbreiðslu og uppbygging korn- ræktarinar er hvort tveggja í senn, hagsmuna- og menningar- mál þjóðarinnar. Með áframhald- andi tilrauna- og ransóknarstarf- semi verður vafalaust hægt að gera komyrkju árvissari og fjöl- breyttari en liðin tilraunastarfsemi hefur orkað, en það er þó sýnt, ag með þeim kornafbrigðum, sem nú er völ á, má reka arðgæfa kom rækt. S. 1. sumar var slæmt fyrir þessa framleiðslu, m. a. í þvi, hvað vorið tálmaði og dró á lang- inn sáðtímann, og svo 3—11 °C frost fyrri hluta sept. Þó fengust á Geitasandi á Rangárvöllum 10— 11 tn. af ha. af byggi og í smá- tilraunum 20—24 tn. ha. Á Skóga sandi náði Hertabygg fullum þroska og 14—15 tn. uppskeru af ha. og meira á Síðunni. Bygg náði góðum þroska víðast i Hornafirði, í A.-Skaftafellssýslu í Gunnars- holti náði Hertabygg um 85% af fullþroska, á Hvolsvelli um 65— 70% af fullþroska (eftir athugun í haust). Uppskera varð á þessum stöðum minni en 10 tn. af ha„ en hér kom ekki til að öllu leyti sumarið, heldur framkvæmdir einkum sáðtími, áburðardreifing og sáðmagn). í þessu sambandi má benda á, að kornrækt hefur víðar mistek- izt en hér á landi s. 1. ár, því að um alla Norður-Evrópu urðu mik- il áföll á kornframleiðslu, og væri hægt að benda á ýms héruð, t. d. N.-Þýzkaland, þar sem *kornfð' varð ekki uppskorið vegriá rign- inga og annarra veðurfarsgalla, sem þar eru taldir óvenjulegir. Þá má minna á eitt atriði, sem gæti tryggt mjög t. d. byggrækt, en það er vetrarbyggrækt. Nú eru i gangi tilraunir á Sámsstöðum með 2 afbrigði af vetrarbyggi á 3 jarðvegstegundum og reyndir 6 sáðtímar frá 5.-7. — 20.-10. Engu skal spáð um árangur, en víst virð ist mér vera, að vinna mætti vetr- arbyggrækt inn í íslenzka korn- rækt, og væri það aðferð, sem tryggði öruggari árangur en vor- byggræktin ein. Vetrarbygg á að þroskast 2—3 vikum fyrr en vor- sáð bygg. Það, sem ég hef hér nefnt varð- andi innlenda kornframleiðslu, er þess eðlis, ag stefna að full- komnu landnámi kornyrkjunnar, og það ætti að vera ósk allra, sem vlja hag og heill íslnzkra atvinnu- vega. En til þess að þessar at- hafnir allar nái sem fyrst eðli- byggðarlögum landsins, þarf meiri átök en gerð hafa verig fram að þessu. Vrðist mér, að það hljóti að felast í eftrifarandi atriðum: 1. Að haldlð sé áfram þeirri til- raunastarfseml, sem rekln hef ur verið af atvinnuðeild og tilraunastöðvum með aðstoð ríkisvaldsins. 2. Að samin verði og lögfest lög- gjöf um ráðstafanir til út- breilJslu kornræktarinnar, er m. a. feii í sér: a. Innlend kornframleiðsla sé gerð jafnrétthá hvað verð- lag snertir og samtegunda erlent korn (sem er nú niðurgreitt). b. Að veittur sé ákveðinn styrkur tii vélastöðva, er aðstoða við kornrækt. c. Að vett sé jarðvinnslufram- lag miðað við ha. árlega næstu 10 ár, meðan korn- , ..-yrkjan, er að ná fótfestu. "’th'Aff serstok raðunautastarf- semi verði hafin með leið- beiningum lútandi að' því að leiða á faglegan hátt fram- kvæmd á útbreðslu og rekstri almennrar kornfram ieiðslu bænda. Ef þessu, sem hér hefur verið á minnst, yrði framfylgt, er ég ekki í neinum vafa, að komyrkj- an nær útbreiðslu í flestum byggð arlögum landsins, bæði til fóðurs og manneldis. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS RÍKISÚTVARPIÐ Tónleikar í Háskólabíói í kvöld kl. 19,00. Stjórnandi: GUSTAV KÖNIG Einsöngur: IRMGARD SEEFRIED Einleikur: WOLFGANG SCHNEIDERHAN Efnisskrá: Mozart: Sinfónía í g-moll Mozart: Aría úr óp. BrúðkauD Figaros Richard Strauss: Traum durch die Dámmerung, Zueignung. Beethoven: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit op. 61. Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skóla- vörðustíg og í Vesturveri Jörð til leigu Jörðin Brautarland í Víðidal V-Húnavatnssýslu, er laus til ábúðar í næstu fardögum. Áhöfn og vél- ar geta fylgt. Jörðin liggur við þjóðbraut. Raf- magn frá ríkisrafveitu. Umsóknarfrestur til 15. marz. — Upplýsingar gefur undirritaður eigandi jarðarinnar Steindór Benediktsson. Nýkomið: ÍTALSKAR HARÐPLASTPLÖTUR ýmsir litir. 1. fl. vara. Stærð 280x130 cm. Verð aðeins kr. 686,15 pr pl Enn fremur fyrirliggjandi: GIPSONIT ÞILPLÖTUR 260x120. Verð kr. 130.00 pr. pl. HAMRAÐ TRÉTEX 4x9 fet. Verð kr. 115,20 pr. pl. HARÐTEX (finnskt) 4x8 fet. Verð kr 66,15 pr pl. 4x9 fet. Verð kr 74,35 pr pl. PROFIL-KROSSVIÐUR (fura) 203x61 cm. Verð kr. 241,00 pr. pl. Páll Þorgeirsson tTmTÍTn, laucrardagur 23. febrúar 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.