Tíminn - 16.03.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KAfcLSSON RITAR > ■■ \ ÞINBFRETTIR Þ INGFRÉ' j •.+ ■ TTIR Islendingar me. gi einir eh ja í. ‘iB og reka fískvinnslustöðvar Frumvarp Þórarins Þórarinssonar um höft við því, að útlendingar geti náð undirtökunum í fiskiðnaðinum hér á landL Þórarinn Þórarinsson hef ur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1962 um rétt til fisk- veiða í landhelgi. Kveður frumvarpiS á um það, að fiskverkunarstöðvar og fisk iðjuver megi íslenzkir ríkis- borgarar einir eiga og rekai f greinangerð með frumvarp- inu segir Þórarinn: Eins og íslenzkum lögum er nú háttað, .þurfa útlendin,gar ekki nema’ búsetu tffl að geta átt og rekið atvinnufyrirtæki á íslandi. Þó var á Alþingi 1922 gerð ei,n mikilvæg undan tekninig frá þessari reglu. Þá voru sett lög um rétt til fisk- veiða í landhelgi við fsland. Samkvæmt þeim var svo ákveð ið, að aðeins íslenzkir ríkis- borganar mættu e!iga og reka skip, sem hefðu rétt til að veiða : landhelginni. Ástæðan til þess, að sett voru strangari ákvæði um fisk- velðar, hvað atvinnuréttindi útlendinga snerti, en aðrar t- vinnugreinar, var einfald'lega sú, að fiskveiðar voru þá sú atvinnugrein, sem útlendlngar töldu eftirsóknarverðast að reka hér á landi. Aðnar atvinnu greinar voru í miklu miaini hættu fyrlr ásókn þeirra. Það var mönnum elnn g Ijóst, að fiskveiðamar væru sá undir- stöðuatvinnuveigur, sem íslend ingar ættu einir að anwast á allian hátt. Síðan þessi lög voru sett, hafa orðið miklar breytingár á atvinnuháttum, ekki sízt í sam bandi við fiskverkun og fisk- iðntað. Þetta veldur m.a. því, að frá sjónarmiði erlendra fjár- málamanna er nú ekki minna eftirsóknarvert að eiga hér fiskvinnslustöðvar og fiskiðju / ver en að stunda fiskveiðar inn an fiskveiðilandhelgi fslands. í möngum tilfellum gæti þa'ð reynzt þeim auðveld bakdyra leið til þess að reka veiðar Inn an fiskveiðilandhelginmar. Þessarar ásóknar þeirria hef ur þegar orðið vart á ýmsan hátt og þó ekki sízt í sambandi vi'ð þær umræður, sem hafa orðið um hugsanlega aðild fs- lands að Efnahagsbandalagi Ev rópu. Af þessum ástæðum er það orðið nauðsynlegt, að látin séu gilda sams koaiar ákvæði um eiigniarrétt og rekstur flsk vinnslustöðva og um sjálfar fiskveiðarnar. Þvi er lagt til með frumvarpi þessu, að það skuli ekki aðe.ins gUda um skip sem stunda veiðar innan fisk- veiðilandhelginnar, að þau verða að vera eign fslendtaga einna og rekin af þeim einum, heldur skuli það einnig gilda um allar fiskvinnslustö'ðvar og öll fisklðjuver, sem hér eru. Það er auigljóst sjáifstæðis- mál, að þessar tvær mikilvægu atvinnugreinar, fiskveiðarnar og fiskiðnaðurinn, séu í hönd- um fslendinga einna. Efnahags iegu sjálfstæði þjóðarinnar væri illa komið, ef þesaar at- vinnugreinar kæmust meira eða minna i hendur útlendiniga. Þetta verður ekki sízt Ijóst, þeg ar þess er gætt, að fiskiðnaður inn er vafalítið sú atvinnuigreln sem á fram undan einnia mesta vaxtarmöguleika allra ísle,nzkra atvinnugreina. Vafalítið þarf að setja enn frebari lagaákvæði því til trygg ingar, að fiskveiðarnar og fisk iðnaðurinn verði í höndum fs- lendinga. Því hafa nokkrlr þingmenn Framsóknarflokksins lagt fram þingsályktunartillögu um heildarendurskoðun allra lagaákvæða, er snerta atvinnu réttindi útlendmga hér á landi. En þó að slík athugun fari fram, dregur það ekki úr nauð sy,n þess, að strax verði látin gilda sömu ákvæði um fiskiðn aðinn og fiskveiðarnar til tryigg ingar því, að þessar atvinnu- greinar verði jafnan i höndum fslend^nga einna. Framsóknarmenn áttu frumkvæðió i Frumvarpið um Byggingar- sjóð aldraðs fólks var til 1. umr. í neðri deild í gær, komið frá efri deild. Fylgdi Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, frumvarpinu úr hlaði og skýrði einstök atriði þess, en frumvarpið kveður á um að 40% af ágóða happdrættis DAS skuli renna í sérstakan sjóð, er hafi það hlutverk að lána 50% af kostnaðarverði íbúða ætluðum öldruðu fólki. Halldór E. Sigurðsson kvaddi sér hljóðs. Sagðist hann fagna því að þelta frumvarp væri fram kom ið, þótt það gengi svo skammt og raun ber vitni. Sagðist hann vilja rekja nokkuð sögu þessa máls vegna þeirra blaðaskrifa, sem orð ið hefðu um málið í stjórnarblöð- unum, en þar væri fullyrt að stjórnarflokkarnir ættu einir all- an veg og vanda að þessu máli, og það væri ósvífni af Framsóknar- mönnum að halda því fram að þeir hefðu nærri komið. Það var 1957. að Halldór E. Sigurðsson flutti til lögu til þingsályktunar um þetta efni ásamt Ágústi Þorvaldssyni, en sú tillaga dagaði uppi. 1958 var tillagan flutt aftur af sömu flutn ingsmönnum, og aUk þeirra einn- ig þeim Björgvin Jónssyni, Páli Þorsteinssyni og Sigurvin Einars- syni. Var sú tillaga nokkru fyllri en hin fyrri. Kvað tillagan á um íbúðir og vistheimili handa öldr- uðu fólki og vinnuheimili þejm til handa ásamt öðum þeim, er skerta starfsorku hefðu. Fjárveit 6 inganefnd mælti einróma með samþykkt ti'llögunnar og 4. marz 1959 var hún samþykkt og 11. maí sama ár var nefnd sú, .er gera skyldi tillögur um málið kosin á Alþingi. Af hálfu Framsóknar- flokksins var frú Sigríður Thorla cius kosin í nefndina. Nú hefur nefndin skilað áliti og tillögum. Sagðist Halidór hafa vonazt til þess að frá nefndinni myndu koma heildarlillögur um vist- og vinnuheimili aldraðs fólks, eins og þingsályktunin hefði mælt fyr ir um, en reyndin væri sú, að þetta frumvarp væri aðeins um einn þátt þeirra mála, er þings- ályktunin fjallaði um og sá þátt ur takmarkaður. — Kvaðs Hall- dór þó vilja fagna því, að ríkis- stjómin hsfði ekki lagzt á mál- j ið eins og stjómarandstæðingar; ættu yfineitt að venjast um þeirra mál og bæri að þakka ríkisstjórn inni fyrir hennar þátt, að leggja málið fram. , Þá kvaðst Halldór vilja spyrja ráðherra að því, hvort ekki mætti einnig lána til íbúða, sem væru í sambandi við vistheimili. Ekki vær kveðið á um það í frumvarp- inu, en greinargerð þess virtist benda til þess. Emil Jónsson kvað það engu máli skipta hverjir hefðu fyrst komið fram með þetta mál Aðal- atriðið væri að málið er komið fram. Þá sagði Emil að frumvarp- ið gerði ekki ráð fyrir að lánað yrði úr sjóði þessum til vistheim. ila. Hannibal Valdemarsson taldi að j það vantaði ákvæði í frumvarpið, sem tryggðu að • íbúðir byggðar, með aðstoð sjóðsins yrðu varan-l legar íbúðir aldraðs fólks. Þá væri ekki í frumvarpinu neinar skýringar á því, hvernig þessar íbúðir skyldu sérstaklega búnar út fyrir gamalt fólk. Taldi Hannibal að frumvarpið myndi ekki hafa mikla almenna þýðingu. Það fólk, sem væri svo illa stætt, að það hefði ekki enn eignazt íbúð á langri starfsævi, myndi varla geta lagt í húsbyggingu, þegar það væri komið undir sjötugt, þótt það ætti kost á 50% láni. Meira vit væri að stofna byggingasjóð ungs fólks, þannig að fólk gæti eign- ast eigin íbúð á því aldursskeiði þegar mest riði á fyrir fjölskyld- una. Pétur Sigurðsson rakti sögu sjó- mannadagsins og happdrættis DAS og hinar myndarlegu fram- kvæmdir ag Hrafnistu. Kvað hann þar mörg brýn verkefni óleyst, en stjórn DAS hefði samt viljað koma til móts við þörfina á íbúðum fyi- ir aldrað fólk og láta af hendi 40% af ágóða happdrættisins. Eysteinn Jónsson gat þess, að hann hefði att sæti í milliþinga- nefnd' sem hefði haft öryrkjamál til athugunar og skilað hefði af sér .áliti fyrir skki ýkja löngu. Nefnd þessi ræddi m.a. við forystumenn I'AS varðandi happdrættið og vænt anlegar framkvæmdir. Hefðu for- raðamenn DAS lýst því yfir, að' þeir myndu stefna ág því að koma upp sjómannaheimilum úti um land í áframhaldi af framkvæmd- um í Hrafnistu. Nefndinni leizt mjög vel á þetta, þar sem þörfin íyrir dvalai'heimili aldraðs fólks v'ða úti um land væri mjög brýn og því ekki ástæða til að skerða tekjur DAS af happdrættinu. — ■fc £ 1. UMRÆÐU um frumvarp um afnám prestkosninga var haldiS á- fram I neSri deild í gær. Bjarni Benediktsson, kirkjumálaráSherra, sagSlst ekki hafa enn tekiS afstöSu til frumvarpsins til hlítar, en hann hefSI viljaS verSa viS beiSni biskups og Kirkjuþings um aS koma mállnu á framfæri. Ætlun biskups mun vera aS koma sam- tímls fram breytlngum á skipun sóknarnefnda ÞaS frumvarp er enn ósamiS og biskup ætlast ekki til þess aS þetta frumvarp verSI samþykkt á þessu þlngi. SagSI Bjarni aS nauSsynlegt væri aS grand- skoSa mállS. VitaS værl aS um þaS myndi verSa mikiil ágreiningur, því aS þaS er ekki létt aS taka kosningarétt af mönnum. EINAR OLGEIRSSON sagSi, aS þaS væru embættismenn safnaSanna, sem vildu svipta söfnuSina hina lýSræSislega rétti aS velja sér starfsmenn. KvaSst Einar eindregiS vera á móti frumvarpinu og hvers konar skerSlngu á lýSræSinu. Hvert skref til skerSingar á lýSræSinu gefur frekara fordæmi. ísiendingar hafa vlShaldiS þeim venjum frá einvaldskonungunum dönsku aS sklpa embættismenn, en f fjölmörgum löndum væru þeir kosnir í lýSræSislegum kosn- ingum, jafnvel dómarar, þótt um þaS fyrirkomuiag mætti deila. Þá sagSi Einar, aS þaS væri skoSun sin, aS kirkjan ætti aS losa sig undan ríkisvaldinu og verSa óháS því. Núverand skipulag stendur eSlilegu trúarlífi í landinu fyrir þrifum og gefur hræsni og skyn- helgi undir fótinn, sagSi Einar Olgeirsson aS lokum. Vegna þessa get ég ekki, sagði Ey- steinn, lýst beinlinis yfir ánægju minni varðandi þetta frumvarp, þótf ég mum ekki leggjast gegn því vegna hir.na miklu þarfa, sem er á sérstökum íbúðum fyrir gam- alt fólk. En ég harma, að menn hafa ekki treyst sér til að ná sam- an peningurn til þessara þarfa án bess að skerða starfsemi DAS. Sv^ virðist sem DAS hefði með þessu horfið frá þvi ag byggja sjómanna heimili út um land. Eysteinn ssgðist eindregið vilja skora iorystumenn DAS að reyna að ráðast í slíkar fram- i-væmdii. þrátt fyrir þann tekju- roissi og erfiðleika, sem þetta frum varp hefði i för með sér fyrir starfsemi Dvalarheimilisins. Það ?r mjög nauðsynlegt fyrir DAS og tramtíð þess og vinsældir að færa s'.arfsemina einnig út um land. Pétur Sigurðsson taldi, að þær íbúðir, sem byggðar yrðu með aðstoð þess sjóðs, sem frumvarp- ð mælti fyrir um, myndu draga mjög úr þeim kröfum sem DAS hefðu borizt utan af landi um að : oma þar upp vistheimilum. Emil Jónsson sagði það mis- sKilning að meiningin væri, að aðallega yrðu þag sveitarfélög, sem byggðu umræddar gamal- n.ennaíbúðir og leigðu þær út fyr- ir sanngjarnt verð — einkaíbúðirn ar væru undantekningaratirði. Ef e.'nkaíbúðir yrðu seldar yrði að létta áhvílandi lánum.af þeim. Hannibal sagði, að skv. frumv. væru það sveitaifélög eða aðilar, sem sveitarstjórnir mæltu með, sem byggt gætu þessar íbúðir. Ekk ert væri tekið fram um það, hvaða aðilar það ættu að vera. í þriðja lagi gæti verið um einkaíbúðir að ræða. T í M I N N, laugardagurinn 16. marz 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.