Tíminn - 16.03.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1963, Blaðsíða 9
Fengu fellibyl á heimleið með aSit að 90 mílna vindhraða Flestir kannast við ísl. togara skipstjórana í Boston. Á dögun um hitti ég einn þeirra, hann hefur verig hér heima undan- farið, var að fara vest'ur aftur. . Þar hefur hann átt heima hálf- an fjórða áratug, en skroppið heim nokkrum sinnum, nú síð- ast til að vera við jarðarför móður sinnar, en næst áður til að fylgja föður sínum til graf- ar, hann hét Gísli Brvnjólfsson og var bóndi á Haugi í Gaul- verjabæjarhreppi í Flóa. Maðurinn heitir pullu nafni Guðmundur Óskar Gíslason, ætíð nefndur Guðmundur af gömlu kunningjunum . hér heima, og þannig var hann nefndur þegar mér var sagt af honum. En þegar við hitt- umst, kynnti hann sig sem Óskar Gíslason. — Hefurðu máske skipt um nafn eins og sumir Vestur-fs- lendingar? spurði ég hann. — Nei, það hef ég reyndar ekki gert. Þó hefur verið mælzt til þess við mig jft.ar en einu sinni. En ég svaraði alltaf, að það kæmi ekki til mála, að ég legði niður mitt skímarnafn. Hins vegar nota ég aðallega síðara skírnamafnið mitt meira vetra, og þú finnur mig í síma- skránni í Boston undir nafn- inu G. Oskar Gislasup. Þar er ég alltaf kallaður Oskar, og það var ég skírður, eins ug ég sagði þér. Veiztu annars Þl þess, að íslendingar vestra skipti um nöfn? — Já, ég minmst þess, að fyrir mörgum árum hitti ég mann vestur á Kyrrahafs- strönd. Hann talaði tárhreina íslenzku og kvaðst heita Jack Brown. Ég spurði hann, hvort hann væri' ekki íslendingur. Jú, svaraði hann. Hvernig stend ur þá á þessu nafni þinu? Þetta var mikið prúðmenni og fór hálfgert hjá sér um leið og hann anzaði: Ég heiti nú reynd ar réttu nafni Guðbjartur Guð- bjartsson. En þegar ég komst að raun um. að ekki einn ein- asti Ameríkani gat sagt nafn mitt óbrjálað og var orðinn steinuppgefinn á að stafa nafn ið fyrir hvern bann, sem þurfti að bóka það, fann ég mig til- neyddan til að brevca um nafn — Já. en þeir eru sem betur ?er fáir meðal landanna vestan hafs, sam lagt hafa niður sitt -kírnarnafn — Voru margir ís’enzkir sjó menn í Boston, þegar þú komst vestur? — Ég fór ekki li) Boston, þegar ég hélt fyrst vestur um haf. En íslendingar á Boston togurum voru hvað flestir á bessum árum. um sjötíu talsins En ég fór fyrst til Halifax. slóst í för með sveitunga mínum. Gúðmundi Þorsteinssyni frá Langholti í Flóa Prcðir hans Sigurður var þá stýrimaður á ^alifax-togara. og hann útveg- aði okkur Guðmundi strax tog arapláss þaðan. Ég hafði áður verið á enskum togurum hér heima hjá Hellyear í Hafnar- firði, og hugsaði mér að fara til Englands, þegar ég ákvað að verða samferða Guðmundi vestur, þáð var í september 1927. Ég var á togurum frá Halifax og öðrum fiskibæ í Kanada þangað til í desember 1929. Þá fór ég til suður til Bandaríkjanna, til Boston. — Var ekki erfitt um vinnu þar á þessum árum, þegar kreppan stóð sem hæst? — Jú, það voru óskapleg vandræði, virtist ,em einhleyp- ir gætu ekki unmð fyrir sér. hvað þá fjölskyldumenn. Ég hafði ekki lengi verið í Boston, þegar mér fannst ástandið orð ið svo illþolandi, af ég var að því kominn að halda heim. En svo var mér boðið skip og hef haft skipstjórn lengst af síðan. — Voru íslendingar mikið saman á togurum vestra? — Oftast héldu þeir hópinn íslenzkir skipstjórar höfðu all- ir einhverja landa sma í skip- rúmi. T.d hafði é? alltaf að einhverju leyti íslenzkan mann skap meðan eg fór með togara frá Boston. En fyrir rösk um tíu árum tók ég við togara sem leggur upp i Portland í Maine, og síðan hafa íslendim? ar ekki verið skipverjar hjá mér. — Eru margir íslendingar nú starfandi sjómenn í Boston? — Þeir hafa æðirrikið týrit tölunni. Sumir hafa fiutzt burt. aðrir hætt sjóménncku vegna aldurs, nokkrir dánir. — Hafa einhverjir flutzt heim til íslands? — Það hefur komið fyrir. Til að mynda tók Grímur Hákonar son sig upp fvrir einum Ið—16 árum, fluttist heim og gerðist bóndi austur í Ölfusi Um líkt leyti fór Kornelíus Haralz, son ur séra Haraldar Níelssonar, heim og fékkst hér ið tungu- málakennslu um tíma. En hann fór aftur vestur til Boston og dó þar í fyrrasumar — Fannst ykkur það ekki ein kennilegt. að Kornelíus, há- menntaður háskólamaður skyldi slást í hópinn með ykk- ur og gera togarasjómennsku að ævistarfi sinu’ — Engum fannst það skrýtið fyrst í stað. því að það tíðkað ist talsvert vestra, að mennta- menn réðu sig á toearana, a.m k. um tíma. til að vmna fyrir náminu, álíka og -'kólapiltar hér heima fara á sild á sumrin og jafnvel skreppa a togara á vetrarvertíð Vestanhafs er jafnvel enn meiri ástæða til þess sökum þess, , hve dýrt er að stunda háskólanám- bein gjöld þar svo há, ec hér skilst mér, ag þau séu cngin eða hverfandi lítil. Öllum féll vel við Kornelíus. hann var á skipi með mér og mér þðtti mikið til hans koma hann var prýðisvel gefinn og menntaður maður. Ég hafðl mjög gaman af að GUÐMUNDUR ÓSKAR GÍSLASON (hann tók ofan gleraugun svo að skeinan á nefinu eftir grjótflísina sæist á myndinni, en það er víst varla hægt að greina hana). GUNNAR BERGMANN ræða við hann ttm margs kon- ar málefni. Hann var auðvitað’ langmesti tungumálagarpurinn af öllum íslendingunum, okkur fannst hann kunna öll mögu leg tungumál. og ensku talað; hann betur en flestir A.meríku menn. Tú. því er ekki að neita, það var eiginlega undarlegt, afi Kornelíus skyldi akki velja sér annað starf. sem hæfði mennt- un hans. En þetta ?r eitt dæm- ig um það, hvað sjórinn getur tekið mann föstum tokum. — Þér finnst ifklega mikill munur á togurum t.ú og þegar þú byrjaðir fyrst á þeim fyrir ttm 40 árum. — Vissulega hafa skipin tek ið miklum stakkaskiptum og aðstaða öll batnað fyrir þá, sem þar vinna Annars t.r nú svo í Boston og þar í grennd, að þar hefur sáralítið verig smíð að af togurum síðan rétt fyrir 1950. Það stafar af því. að aðal áherzlan var þá og lengst af síðan lögð á minn' skip, sem stundað hafa skelfiskveiðar. Sá fiskifioti hefttr iík’.ega þrefald azt á þessum tíma Nú er aftur framboðið á þessum fiski orðið bað meira en eftirspurn, að aftur er farið að smíða nýja togara — Það hefur tíKlega verið svalt á ykkur stundum á Ný- fundnalandsbanka a vetrarver- tíðinni? — Ekki er því að neita, að veður voru oft mjög trfið, mað ur er orðinn allþreyttur á slark inu, orðinn þetta gamall. Síð- ustu þrjú árin hef ég ekki far- ið á miðin á tímabilinu desem- ber—marz. Það er otðið svo erfitt að athafna sig við karfa- veiðarnar yfir háveturinn, að mér þykir ekki tek.iurnar svara fyrirhöfninni þann tima. Síð- asta veiðiferðin okKai i haust var seinast í nóventber, og þá lentum við i einhverju versta veðri, sem við höfum hreppt þar vestra sé kominn yfir 200 skip. Rússarnir veiða orðið alveg upp í landsteina þama. Þetta er fjölbreytilegur og full kominn veiðifloti. Rússarnir hafa bæði lítil fiskiskip og þá móðurskip í fylgd með þeim, og einnig stóra skuttogara, sem vinna allan aflann um borð, og þeir hafa öll fuilkomnustu tæki. Þegar nétin lestast í skrúfunni hjá þeim, hafa þeir kafara til taks að losa þau. Nei, við höfum ékkert undan Rúss- unum að kvarta, þeir hafa reynzt kurteisir og farið eftir öllúm reglum á mtðunum. En ef við fáum frétr.’r af góðri veiði einhvers staðar og förum þangað, bregzt það varla, að þeir viti alltaf, hvar fiskinn er . að fá. — Hefurðu verið á togurum öll árin þín vestra? — Ég hef verið 25 ár á sjón- um, á stríðsárunum var ég í hernum. — Fórstu á vígstoðvarnar? — Ekki til að berjgst, nei. Ég kom til Evrópu á þriðja degi innrásarinnar í Normandy, var sendur þangað til að vera á alls konar skipum við Belgíu og Holland. Höfðum það verk m.a. að toga skip út úr skipa- lokunum. Þjóðverjarnir stráðu V-2 sprengjum allt í kringum okkur, ætluðu að sprengja lok- urnar, en hittu aldrei. Ég ber lítils háttar merki á nefinu eft ir þetta, fékk grjótflís f nefið eftir eina sprenginguna. Við vorum þá að toga pramma út úr lokunni, þegar sprengja hæfði hann svo að hann splundraðist. — Þú hefur komið heim nokkrum sinnum síðan þú fórst vestur? — Ég kom ekki beim í 21 ár, en síðan 1948 hef ég komið hingað sjö sinnum. Og nú er ég alvarlega að hugsa um að flytj ast heim. Mikið lifandist ósköp hefur nú margt breylzt hér síð an við Guðmundur t Langholti Rætt við Guðmund 0. Gísla son, skipstjóra í Bostan lengi, fengum fellibyl á heim- leiðihni, og ég var farinn að efast um að við myt.dum kom- ast til hafnar. Vi-idurinn var lengi 30—35 mílur og blés allt upp í 90 mílur á kmkkustund. En þetta bjargaðist og það get ég sagt ykkur. að þá eins og oft endranær, hefur ar.nað orð ið okkur til bjargar en kunn- átta okkar ein. Það hefur verið mín gæfa síðan ég fór fyrst að fara með skip, ag hjá mér hefur aldrei öll bessi ár orðið manntjón. — Hefur farið vaxandi að- sókn skipa frá Evrópu síðustu árin á þessi mið, sem þið hafið lengst af sótt á? — Já, og mest her prðið á rússneskum veiðtSKipum. Ég býst við, að þeirra fiskifloti héldum vestur um haf héí um árið. Allur almenningur hér býr við miklu betri skilyrði að mörgu leyti en gerist vestra. Húsin hér eru svo vönduð og víða öll Iprgsanleg þægindi. En satt að segja finnst mér margt fólk lifa alltof fictt hérna. Alveg ganga fram aí mér öll veizluhöldin við möguleg sem ómöguleg tækifæri. Það er hreint ekki eðlilegt. Guðmundur Óskar talar lýta- lausa íslenzku. stundum með ofurlitlum amerískum hreim. En að lokum brá hann fyrir sig vestur-íslenzku: „Það er sem ég segi, að þið ættuð að leggja af þessum veizluhöldum og flott- heitum, þið ættuð að „slóa soldið niður“. („slóa niður“ þýðir ag hægja á sér). ! Ti M I N N, laugardagurinn 16. marz 1963, 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.