Tíminn - 24.03.1963, Síða 6

Tíminn - 24.03.1963, Síða 6
Aflasæld i Hvar sem til fréttist í ver- stöðvum landsins er fiski mok að á land, þegar gæftir eru. Það er sama, hvort þessar fregnir eru vestan úr Ólafsvík eða austan úr Þorláks'höfn, | frá Vestmannaeyium, Akra- nesi eða Keflavík, svo að! nokkrar verstöðvar séu nefnd j ar. Gæftir hafa þó orðið stop- ular sums staðar en þó ekki svo að til stórtafa hafi orðið. í öllum frystihúsnm er nóg j að starfa, og víða vantar fólk til framleiðslustarfanna, þótt i margir vinni allt að tvöföld- um vinnudegi mánuðum sam- an, en þeir vinnuhættir mega nú teljast algildir í miklu fleiri starfsgreinum en fisk- veiðum og fiskiðnaði, og fer j þar saman nauðsyn atvinnu- ; veganna og vinnustéttanna, sem verða að lengja vinnudag í lnn svo mjög til þess að kom ast sæmilega af. Þessar mokveiðar þorsks og i ýsu koma þegar í kjölfar síld- j veiðanna í vetur hér við Suð- vesturlandið, og jafnframt berast fregnir af því, að sum- argotssíldin sé komin í stór- um torfum upp að landi mán- uði fyrr en vant er. Úr ver- stöðvum í öðrum landshlutum berast og góðar fregnir um mikinn afla og atvinnu af þeim sökum. í VEÐURBLÍÐU á útmánuðum þessa einmunavetrar eru ýmsir bændur farnir að vinna voryrkjustörf. At- vinnudeild Háskólans er jafnve) farin að sá korni í tilraunaskyni, oq jarðvinnsla mun hafin á nokkrum stöðum, enda nær ekkert frost í jörð. Mikið má vera, ef einhvers staðar er ekki farið að plægja kornakra þá hina nýju, sem sánir skulu í vor — jafnvel sá. Víst er, að ekki líður langt, þangað tll farið verður að hugsa til sáningar á Skógasandi og Stórólfsvelli. En þá vaknar spurningin: Fæst nokkur leiðrétting á korn. sölumálunum? Ætlar ríkisstjórnin ekkl að sjá sóma sinn í því á þessu vori, að veita hinni nýju og mynd- arlegu búgreln íslenzkra bænda jafnræðl við erlenda kornframleiðslu á innlendum markaði? Ætlar hún að halda áfram að greiða niður erlent korn en velta fslenzku kornl ekki aðstöðu til sambærilegs verðs? Hér er alveg um einstakt og furðulegt ranglæti að ræða. Væri tilvalið, að ríkisstjórnin sæi vlllu síns vegar og gerði á þessu leiðréttingu um þær mundir, sem sáð verður í íslenzka kornakra á þessu vori, svo að þeir sem sá, geti vitað tll hvers þelr eru að sá? — Myndln er af kornskurðl með vélum á Skógasandi. Öfugu klærnar Þetta eru allt góðar fregnir og minna á, að náttúran er þjóðinni gjöful eins og oft áður og landsgæðin mikil, ef menn hafa dug til^ að aflá þeirra. Sá dugur fslendinga verður sér ekki til skammar nú fremur en fyrri daginn. En jafnframt er hart til þess að hugsa, að um stjórnartaum- ana í landinu skuli haldið með öfugum klónum og það- an komi og hafi komið síð- ustu árin aðgerðir, sem dragi úr höndum manna verulegan hluta þess fengs, sem þeir afla, torveldi mönnum að nota það til varanlegs örygg- is, sem unnið er fyrir, skerði lifskjörin með óviturlegum ráðstöfunum eða beinum og stórvirkum aðgerðum til þess að sópa hluta af feng framleiðslustéttanna til fjár- plógsmanna og gróðajöfra og stuðla að stórfelldu ranglæti I tekjuskiptingunni. Ef alt væri með felldu, ættu fram- leiðslustéttirnar nú að geta haft hina beztu afkomu með því að vinna skaplegan vinnu dag og geta notið góðra og batnandi lífskjara. En allir vita, að þetta er ekki unnt. „Viðreisnin“ sér fyrir því. — Ástandið er eins og hjá þjóð með mikinn herkostnað, þar sem rikið verður að taka drjúgan skerf af þegnunum en þeir verða að ná því aftur með stóraukinni vinnu. Ráð- leysi og óviturlegar stjórnar- athafnir baka íslendingum nú þann „herkostnað", sem almenningur verður að leggja fram, en aflauppgripin og hin mikla atvinna gera honum þag fært enn sem komið er, þó með stórauknum þræl- dófni, sem áreiðanlega á eft- ir að segja til sín í lífi kyn- slóðarinnar, sem nú vinnur hörðustum höndum. Á móti 12 mílunum Öllum er ljóst, að aflasæld- in og miklar atvinnutekjur íslendinga nú stafa að veru- legu leyti af útfærslu fisk- veiðilögsögunnar 1958. Það er óneitanlega stærsta skrefið til velmegunar hér á landi, sem stigið hefur verig frá lýð- veldisstofnuninni. Öfugu klærnar á Sjálfst.fl. börðust gegn þessu fram á síðustu nöf. Morgunblaðið var látið tor- tryggja þessar ráðstafanir' allt sumarið 1958 og smíða vopn handa Bretum. En þess- ir menn vöknuðu loks harka- lega við kall þjóðarinnar rétt áður en brezku hersklpin komu og þorðu ekki annað en snúa við blaði að sinni. Það er hverjum manni fullljóst, sem með þessnm málum hef- ur fylgzt, að mestar líkur eru til, að ekki væri enn búið að færa út landhelgina í tólf míl ur, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið og ekki þurft að óttast um völd sín. Og þá hefði aflasæld og mikil -at- vinna varla borið verstu högg „viðreisnarinnar“ af þjóðinni á þessu ári. Afkoma bænda Talandi vitni um þetta er afkoma bændastéttarinnar á þessum árum. í sveitum lands ins var ekki unnt að færa út „landhelgina" 1958, svo af- koma bænda geti nú byggzt á því eins og fólksins við sjáv arsíðuna. Högg „viðreisnarinn ar“ falla því á bændur nú með meiri þunga en á flestar aðr- ar stéttir, og fella þá fleiri en hollt er þjóðinni allri. Að vísu gerði vinstri stjómin stórátök á sviði landbúnaðar, t. d. í því að stuðla að áukinni ræktun, svo að hún komst upp í 4400 hektara 1958, og á þvi bygg- ist, aff búin hafa getað stækk- að nokkuð síðustu ár, þegar þetta land er að koma í fulla rækt. En nú hefur ársræktun- in minnkað um 500 hektara í stað þess að hún hefði þurft að aukast um 500 hektara, svo að búastækkun hlýtur að verða mjög lítil næstu ár. Meðalbændur og mlnni safna nú skuldum, þeir geta ekki vélvæðzt, og margir vilja hverfa frá búskap en ekki unnt að selja jarðir og bú- stofn við eðlilegu verði. Jarð- ir fara því í eyði, og jafnvel stórbýli í miðjum afbragðs- sveitum eru auglýstar til sölu án árangurs. „Það er ekki til neins að segja, að þetta sé allt saman í lagi“, sagði einn bezti og reyndasti bændahöfðingi landsins, Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði er hann leit inn, í skrifstofu blaðsins í gær. „Ég sé höfuðból í Vatns- dal auglýst til sölu, og enginn vill vist kaupa“. í Blöndu.hlíð fara afbragðsjarðir i eyði, og þetta er víst engin einkasaga þessara sveita. Það er hættu- legt hvernig búið er að land- búnaðinum". Þorbjöm lítur þetta raunsæjum augum og verður varla sakaður um að áj á þáð: gegnum pólitísk gler- augu. Brezk saga Landbúnaði er þannig hátt að sem atvinnuvegi, að það, sem er illa eða vel gert í hans garð kemur fram til ills eða góðs í langri framtíð. Enginn vafi er á því, að fantatök við- reisnarinnar á landbúnaðin- um eiga eftir að hefna sin illa, ekki aðeins á bændastétt inni, heldur þjóðinni allri. — Það mun hefna sín, þegar rik isstjórn girðir fyrir nauðsyn- lega vélvæðingu með hefndar gengisfellingum og tollráni, hleypir áburðarverði upp úr öllu valdi, setur stólinn fyrir dyr í ræktunarmálum, leggur almennan persónulegan launaskatt á bændastétt, og getur jafnvel ekki unnað mik ilvægri, nýrri búgrein eins og kornrækt jafnræðis við erlent korn á innlendum markaði. En á sama tíma og íslenzk ríkisstjórn býr þannig að land búnaði hefur merkur búnað- arfrömuður, sem dvalizt hef- ur í Bretlandi eitt missiri og kynnt sér brezkan landbúnað aðra sögu að segja. Kristján Karlsson fyrrver- andi skólastjóri á Hólum flutti erindi á fundi Bænda- klúbbs Eyfirðinga s. 1. mánu- dag. í frásögn hans kemur í Ijós, hve geysiþýðingarmikið hrezk stiórnarvöld telja að UM MEM efla landbúnað og að það sé heill og nauðsyn þjóðarinnar allrar, enda valdi aðgerðir þeirra því, að fjármagnið streymi inn í brezkan land- búnað, gagnstætt því sem sé hér á landi, og fé til fjárfest- ingar í brezkum landbúnaði sé ekki skattlagt hjá brezkum bændum. Blaðið Dagur á Ak- ureyri endursegir m. a. þetta eftir Kristjáni: „Ríkið styður bændastétt- ina mjög verulega, sagði ræðu maður til dæmis borgar rikið helming alls tilbúins áburðar, sem bændur nota á ræktar- lönd sín. Áburðarnotkunin hefur líka margfaldazt og eft- irtekjan vaxið mjög. Styrkir og ýmisleg aðstoð kemur fram á margan hátt. En að meðaltali mun aðstoð ríkis- valdsins nema um 120 þús. ísl. króna árlega til hvers meðalbónda. Aðstoð þessi er veitt bændunum beint, svo sem hvað snertir áburðinn. Ríkið leggur bændum til þriðj ung kostnaðar við byggingar útihúsa, beint framlag, veitir ákveðinn styrk á hverja ekru lands, sem plægg er til gras- ræktar og erfiðleikastyrkur er veittur þeim bændum, sem búa á hálendinu, þar sem hver ekra lands gefur miklu minna af sér. Sá styrkur er veittur á hvern grip“. Það er harla fróðlegt að bera þetta saman við aðgerð- ir íslenzkrar ríkisstjórnar þessl missirin. Nú verður senn farið að sá korni í íslenzka akra á þessu vori. Skyldi rík7 isstjórnin nú ekki sjá sóma sinn í því ag veita þessari nýju búgrein jafnrétti þó ekki væri lengra stigið í fyrsta skrefi? ToIIskráin Undanfarna daga hefur mönnum orðið tíðrætt um tollskrá, enda hefur það síazt út, að loks muni stjómin ætla að láta plagg þetta sjá dags- ins ljós. Því verður varla trú- að, að hin nýja tollskrá hafi ekki í för með sér einhverjar tollalækkanir, annað væri ó- hugsandi, eftir llt tollaokrið, sem beitt hefur verið, sam- fara vilyrðum um tollalækk- un, sem dregin hefur verið von úr viti. Fáist nú einhverj ar tollalækkanir, sem varla verða þó annað en fimmeyr- ingur af krónu hverri, sem skatta- og tollaæði ríkisstjórn arinnar hefur af mönnum hrifsað, þá verður það ekki sízt að þakka harðri gagnrýni Framsóknarmanna á þetta tolla- og skattrán enda hafa þeir flutt hvað eftir annað til lögur um þetta. Á þinginu núna hafa Framsóknaimeixn borið fram margar tillögur um tollalækkanir, t. d. að fella niður hinn illræmda 8% við- bótarsöluskatt, sem átti að- eins að vera til eins árs en er við líði enn, frumvarp um af- nám innflutningsgjalda af nauðsynlegustu heimilisvél- um og að undanþiggja leigu- og læknabifreiðar ínnflutn- ingsgjaldi. Engum þessum til- lögum hefur reynzt unnt að koma fram, en nú er að vita, Framhald á 13. síðu. 6 T f M 1 N N, sunímdagurlnn 24. marz 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.