Tíminn - 26.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1963, Blaðsíða 8
MINNING Margrét Björnsdóttir 'Jón Skaftason, alþingismaður: ISLAND OG EFNA frá Bæ F. 27. júll 1883 - D. 15. marz 1963 Margrét Björnsdóttir frá Bæ í Borgarfirði (vestra) verður jarð- sett í dag. Hún ólst upp í föður- garði, í stórum systkinahóp og mátti kenna þar glæsileiks og góðra gáfna úr báðum ættum. Um * hálfrar aldar skeið gerði þessi fjölskylda garðinn frægan í Bæ. Öllum yar systkinunum komið til mennta og elzta syninum til lang- skólagöngu og má það út af fyrir sig teljast til afreka á þeim tím- um. Margrét heitin gekk í Kvenna skólann í Reykjavík og útskrifað- ist þaðan. Eftir það hvarf hún heim og tók virkan þátt í önnum búsins. Flestir, sem komu að Bæ munu hafa veitt því athygli hve vel var hýst þar og hve vel fór í stofunum og mun Margrét ekki hafa átt hvað minnstan þátt í því. Á yngri árum sínum fór hún til Kaupmannahafnar til að læra þar skermagerð og aðrar handíðir, en hún lagði gjörwa hönd á allt sem hún snerti á. Er hún hvarf heim aítur eftir dvölina erlendis, var hún ýmist heima í Bæ eða lagði stund á handíðtr sínar hér í Reykjavík, en alfarið flutti hún hingað árið 1928 með systurdóttur sína Guðrúnu Vigfúsdóttur, en hana tók Margrét í fóstur er telpan var nokkurra nátta gömul, því móður hennar dó að henni. Fá- títt mun hafa verið að jafn vel væri búið að móðurlausu bami á þeim árum sem þessari systurdótt ur Margrétar, og var telpan yndi og efttrlæti allra á heimilinu í Bæ, og rann hún þar upp eins og fíf- ill undir hinum móðurlega vernd- arvæng Margrétar. Áttu þær heima hér í bænum meðan þær lifðu báðar, en voru stundum í sveit á sumrin. Þessi telpa var augasteinn Margrétar, enda var hún frábærlega efnileg, bráðgáf- uð, sköruleg og fríð, glaðlynd og vel innrætt, svo að öllum sem til hennar þekktu þótti vænt um hana. En er Guðrún litla var tíu ára veiktist hún hastarlega af löm- unarveiki og var dáin að nokkrum dögum liðnum. ÞettSa var reiðar- slag fyrir Margréti heitna, og bættist henni aldrei sú sorg, en því tók hún með fyrirmannlegri stillingu. Upp frá þessu var Margrét bú- sett í Reykjavík og stundaði lengst um hanzkagerð, alltaf sjálfstætt og var framleiðsla hennar eftir- sótt bæði af innlendum og erlend- um. Þegar Þýzkaland hrundi í rúst- ir í stríðslok, átti margur um sárt að binda þar, og margir þeir, sem áður voru vel efnum búnir, urðu þá öreigar og komust á vonarvöl. Svo var um mágkonu Margrétar, sem átti heima, ásamt syni sín- um ungum, Sigurði Þorsteini, syni Þorsteins bróður Margrétar, að eig ur hennar skertust því nær til fulls. Þegar Margrét heitin frétti þetta, tók hún sér það svo nærri, að, hún stuðlaði að því, að þau kæmu hingaö, og varð það úr. Var mágkona hennar þá þrotin að heilsu og lézt skömmu síðar, og var drengurinn, sem þá var fjórtán ára, vegalaus. Hlynnti þá Margrét að' honum og studdi hann með ráð um og dáð, enda tók hann miklu ástfóstri við hana og hélzt sú vin- átta æ síðan. Var hann nýlega fluttur búferlum til útlanda ásamt fjölskyldu sinni, er honum barst fregnin um andlát Margrétar, og getur ekki fylgt henni síðasta spöl inn. Margrét var prýðilega gefin kona, eins og margt af fólki henn- ar, listelsk með afbrigðum, og var það tónlistin sem heillaði hana mest. Hún var trúrækin og hafði staðfasta trú á lífi eftir þetta líf, einnig kirkjurækin. Og naut hún vissulega hinnar hátíðlegu stemmn ipgar í kirkjunni. Síðustu árin vann Margrét hjá fyrirtæki sem frú Ragnhildur Ingvarsdóttir veit- ir forstöðu, og sýndi hún Margréti einstaka góðviid og virðingu, og vil eg votta frú Ragnheiði innilegt þakklæti mitt fyrir. Þegar ein af systrum Margrétar war að dauða komin, og hætt að heyra í þennan heim nema sem hula væri á, bar a ðeyrum hennar þann söng, sem hún hafði aldrei áður heyrt neinn slíkan, og nam hún það síðast svo vitað væri. Móðursystur Margrétar fór á sama hátt við drukknun, en lifði aí, annars hefði hún ekki verið til frásagnar, en alla ævi saknaði hún söngsins góða, sem hún heyrði í ómegni sínu. Mundi nú ekki Mar- grét vera horfin á vit þess söngs, sem sá er heyrir. kýs aldrei að vakna frá? Guðjón Eiríksson. Atvinna Verkamenn óskast í stöðuga vinnu hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Dagleg eftirvinna, fritt fæði og ferðir. Upplýsingar á daginn hjá verkstjóra í síma 32000 og á kvöld'n kl. 7—9 í síma 32095. Áburðarverksmiðjan h.f. Það er vafalítið, að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu er heimssögulegur atburður, er sennilega mun hafa mikil áhrif á efnahags- og stjórnmál heims- ins á komandi árum. Bandalag þetta er enn þá ungt að árum, hefir starfað í rúm 5 ár, og því er reynslutím- inn stuttur og hæpið að byggja ályktanir með eða móti banda- lagshugmyndinni út frá reynsl- unni einni saman. Til þess er hún of stutt enda málefni banda lagsins og stefna enn þá í mótun ' á mörgum sviðum. Það' sem fyrst og fremst er | hægt að miða við, þegar af- | staða er tekin til bándalagsins i er að sjálfsögðu grundvöllur þess, stjórnarskráin, sem er í hinum svonefnda Rómarsamn- ingi, sameiginleg stefna, sem bú- ið er að móta í ýmsum veiga- miklum málum og þeir úrskurð- ir og samningar, sem kveðnir hafa verið upp eða gerðir af framkvæmdastjórn og ráði bandalagsins og kveða nánar á um túlkun ýmissa ákvæða Rórn arsátimálans, sem yfirleitt er rúmt orðaður og gefur tilefni til margháttaðra túlkunnar. Ég mun hér á eftir leitast við að draga fram í dagsljósið nokk ur megin einkenni sáttmála þess, er E.B.E. byggir á, Rómarsamn- ingsins, er undirritaðurj;vac marz 1957 af 6 ríkjum í V-Evr- ópu eftir 10 ára samningaþóf og gekk í gildi 1. jan. 1958. Enn fremur geta áhrifanna af tilkomu bandalagsins á heims- viðskiptin og heimsstjórnmál- in með sérstökn tilliti til ís- lands og.síðast víkja að meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. sem vægast sagt, er hin furðulegasta, á margan hátt. fljótfærnisleg og reikul. Ejni Rómarsamningsins. Við gerð Rómarsamningsins virðist mér hafa gætt 'veggja meginsjónarmiða hjá höfund um og samningurinn sé nokkurs konar málamiðlun þessara sjón- armiða beggja. Fyrra sjónarmiðið má rekja til þeirra. er töldu náið efnahags- samstarf 6 veldanna gagnlegt og til þess að tryggja sem beztan árangur þess, þá yrði að gera viðskipti þeirra sem frjálsust og auðveldust, tryggja frjálsan flutning vinnuafls og fjármagns milli landa o. s. frv. Þeir sem þannig litu á banda lagsstofnnnina töldu ennfrem- ur, að nauðsvnlegt væri að gera samning um þessi atriði og koma á fót sjálfstæðri fram- kvæmdastjórn er gæfi út til- skipanir og fyrirmæli er bind- andi væru fyrir ríki samnings- ins og borgara þeirra, án þess að til þvrfti að koma samþykki löggjafarþinganna í öllum tib fellum. Hið síðara sjónarmaðið aðhyllt ust þeir, er höfðu að aðaltak- marki að endurreisa það, sem þeir kölluðu veldi, og áhrif Evrópu á gang heimsmála með því að sameina V.-Evrópuríkin í voldugut ríki, Bandaríki Evrópu. Skv. þessu má skipta Rómar- samningnum í tvo megin kafla. Annar fjallar um málefni' fjár- hags- og félagslegs eðlis hinn um ákvæði. sem sennilegt má telja, að fyrr eða síðar, leiði til samruna 6 veldanna — og þeirra ríkja, er síðar kunna að gerast fullgildir aðilar — í eina stjórn- málaheild. Aköfustu formælendur Efna- hagsbandalagsins og stórveldis- hugmyndarinnar benda gjarnan á, að uppfvlling hugsjóna þeirra ætti að leiða til betri lífskjara þegnanna vegna aukinnar verka ^kiptingar meiri framleiðslu og framleiðni þátttökuríkjanna. Ennfremur tryggi bandalagið, að V.-Evrópuríkin haldi friðinn, þar sem tekizt hafi að sætta tvær stærstu þjóðirnar, sam- bandslýðveldið Þýzkaland og Frakklandium aldur og ævi. en einmitt til ágreinings þessara ríkja megi rekja upphaf a. m. k. tveggja stórstyrjalda, er herj- nð hafi og evtt Evrópu, þ. e. a. s. styrjaldarinnar 1870—71 og lioim.sstvrjaldarinnar 1914— 1918' . Það fi/rsta sem rétt er að gera sér Ijóst er, að Rómarsamning- urinn á að gilda 'um aldur og ævi. Engin þjóð. sem gerst hefir aðili að honum á að geta slitið sig þar á burt síðar, enda þó þær vildu. Þetta kom greinilega í ljós eftir að de Gaulle og Aden auer gerðu samkomulagið um \ fransk-þýzka samvinnn innan j E.B.E., sem Ítalía og Benelux- tlöndin óttast að verði notað til j þess að sveigja stefnn bandalags ins þessum stóru þjóðum í hag i n kostnað hinna. Þegar þær mót mæltu o<? höfðu í heitingum minnti de Gaulle þær á að þær væru bundnar af Rómarsam- í komulaginu og gætu sig hvergi I hrært. Rómarsáttmálinn sjálfur, stofnskrá E.B.E. er víða mjög rúmt orðaður og ýmis hugtök þar, svo sem aukaaðild í 238 gr. eru alls ekki skilgreind. En sátt- málinn gerir ráð fyrir stofnun- um, sem m.a. eigi að skýra og fúlka sáttmálann og sjá um framkvæmd hans. Stofnanir þessar sem eru ráðið. fram- kvæmdastjórnin. og dómstóllinn eru því mjög valdamiklar og hafa heimild til þess í mörgum tilfellum að gefa út tilskipanir og skýringar sem aðildarrfkin eru bundin af án þess að til þurfi að koma samþykki við- komandi þjóðþinga. Lýðrœðislegt aðhald skortir. Annað atriði er mjög áber- andi og það er, að um starfsemi sína eru ráðið og framkvæmda- stjórnin svo til óbundin í störf- um og ekkert lýðræðislega kjör- ið þing hefir eftirlit með starf- semi þeirra. Þing bandalags- ríkjanna í Strassbourg, sem ekki er þjóðkjörið, getur ekki samþykkt fyrirmæli til ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar svo bindandi sé fyrir þau. Þing- ið getur að vísu með % hl. at- kvæða samþykkt vantraust á framkv.stj. og ef þjóðþing bandalagsríkjanna staðfesta það vantraust verður fram- kvæmdastjórnin öll að víkja. Fyrirfram virðist heldur ósenni- legt, að til þessa geti komið og vil ég í þvi sambandi benda á. sem dæmi, að þótt framkvæmda stjórnin gengi erinda fransk- þýzkra hagsmuna á kostnað hagsmuna annarra bandalags- ríkja, þá eiga þessi tvö lönd 72 fulltrúa af 142 fulltrúum á þing- inu, eða meirihlutann og gætu því hindrað samþykkt van- trausts á framkvæmdastjórnina Það er því mikið vald. sem stofnunum þessum og þá sér- staklega framkvæmdastjórninni er fengið og vafalaust vand með farið. Sérstaklega er vald þeirra mikið og hœttulegt, ef litið er til þess, hversu rúmar heimildir þær hafa til túlkunnar og fram- kvœmdar á Rómarsamningnum. Því er haldið fram, áð' þetta rnikla vald framkvæmdastjórnar innar sé nauðsynlegt til þess að hagsmunir heildarinnar nái fram að ganga umfram hags- nruni einstakra ríkja. Það er einmitt þetta, sem sérstaklega er hættulegt fvrir fámenna smá- þjóð eins og íslendinga með ein- hæfa atvinnuvegi og fáar nátt- úruauðlindir. Hvenær mvndi t. d. fram- kvæmdastjórnin telja að taka bæri hagsmuni íslendinga fram vfir hagsmuni milliónanna í V,- Evrópu. þegar hagsmunum þessum lenti saman við mótun almennrar stefnu? Hún á jú að taka hagsmuni heildarinnar framyfir sérhagsmuni einstakra þjóða. Og hvað myndi slíkt geta þýtt fyrir íslen.linga í sambandi við fiskveiðar og fiskiðnað. ef við vrðum meira eða minna bundnir við að hlíta slíkum alm. reglum eftir að hafa tenzt bandalaginu. s flœttan af vexti auðhringa. Þá er ómögulegt að loka aug- unum fvrir þeirri hættu, sem er á vexti auðhringa og stórfyr- irtækja við það skipulag. sem E.B.E. byggir á og þau áhrif sem af slíku myndi leiða fyrir stjórnmálastarfsemina í þess- um ríkjum. Reynslan á þessu sviði síðan 1958 er heldur ekki uppörvandi fyrir þá sem and- vígir eru stórkapitalisma og flokkum. er hann gerir út. f öll- um löndum E.B.E. hefir síðan T f M I N N, þríSjudagur 26. marz 1983. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.