Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 6
& TÓMAS KARLSSOÖ RITAR ■ ; ÞINGFR Þjóðhagsáætlunin er hreint kosningaplagg Ólafur Thors, forsætisráð-1 herra hafði í gær framsögu fyrir skýrslu um þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. Lýsti ráðherr- ann því yfir, að þessi áætlun væri tillaaa ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar og myndi stjórnin ræða hana við fóíkið, Skýrslan er samin af embættis mönnum og stofnunum ríkis- ins. — Auk forsætisráðherra tóku þeir Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson til máls, en umræðunni frestað og fundi slitið í sameinuðu þingi að máli þeirra loknu. Ólafur Thors I sagði, að ríkis- Istjórnin hefði |lýst því yfir 20. ^nóv. 1959 að hún pmyndi gera fram kvæmdaáætlun ítil að starfa eft- |ir. Miklir erfið- jleikar reyndust 'vera við fram- kvæmd verksins og hefur því dreg ist á langinn. Áætlun þessi er frum smíg og um margt ófullkomin. í henni felst iramkvæmdaáætlun fyr ir árið 1963 og almenn þjóðhags- áætlun fyrir árin 1963—1966. Þessi áætlun felur ekki í sér nákvæm- ar áætlanir um einstakar greinar eða sundurliðaðar áætlanir um einstakar framkvæmdir. Áætlunin á ekki að vera þröngur stakkur um framkvæmdir hins opinbera, einstaklinga og félaga heldur eins konar leiðarvísir um stefnumið'. Vig leggjum það undir dóm þjóð- arinnar, hvort þessi áætlun verð- ur framkvæmd eða ekki. Eysteinn Jóns- son sagði, að nú er þessi áætlun væri loks tekin til meðferðar á þinginu væru um ekki nema 4 vinnudagar eftir af þinghaldinu, þar sem gert væri rág fyrir, að þinglausnir færu fram á laug- ardag. Þingmenn hefðu á engan hátt átt þess kost að fylgjast með þessari áætlanagerð, enda bar ræð'a forsæíisráðherrans það með sér, að tll þess er alls ekki ætlast að þeir hafi hér á einn eða annan hátt hönd með í bagga. Þessari áætlun fylgir ekkert frumvarp og engin tillaga til þingsályktunar. Það er orðið langt síðan ríkis- stjórnin boðaði að hún myndi laggja fram b ára framkvæmdaáætl un, sem yrð'i starfað eftir siðari hluta kjörtímabilsins. Að áliðnu árinu 1961 fullyrtu ráðherrar enn, að byrjað yrði að starfa eftir fram kvæmdaáætlunni á árinu 1962. í ræðu, sem Bjarni Benediktsson hélt á árinu 1962 hjá Vinnuveit- endasambandinu sagði hann, að þa þegar væri til framkvæmdaá- ætlun, en ekki þætti tímabært að birta hana. Hvað sem þar hefur Hin marglofaða 5 ára framkvæmdaáætlun er orðin að framkvæmda- áætlun fyrir rúmt hálft þetta ár, er felur ekkert nýtt í sér. verið átt við, virðist ríkisstjórnin hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast myndi verða fyrir hana, að leggja áætlunina ekki fram fyrr en rétt fyrir kosningarn- ar, þannig að reynslan skæri ekki úr um það fyrir kosningar við hvag af því sem í henni væri yrði staðið. Ríkisstjórnin taldi heppi- legast að hafa þessa margumtöl- uðu framkvæmdaáætlun aðeins sem kósningaplagg, kosningaáætl- un til að reyna að' leiða huga manna frá því, hvemig ríkisstjórn ir< hefur borig sig að í efnahags- málunum. Eysteinn kvaðst harma það, hvernig að hefði verið farið í vinnubrögðum, þegar á annað borð var farið að gera þjóðhagsáætlun. Slíkar áætlanir hafa reyndar mjög takmarkað gildi hér á landi, þar sem afkoman fer svo mjög eftir árferði og aflabrögðum og fleiru er menn fá ekki vig ráðið. — Rík- isstjórnin ætlar með þessu plaggi að gylla fiamtíðina fyrir mönnum, þá framtíð, sem grundvallast á þessari skýrslu, en það fór ekki milli mála hja forsætisráðherran- um, að því aðeins 'ættu menn þessa björtu framtíg fyrir höndum sem hann var ag lýsa, að stjórnarflokk- arnir héldu meirihluta sínum í kosningunum Þjóðhagsáætlun væri því það, sem myndi verða gert, ef rikisstjómin verður áfram ' við völd. Þannig á að leggja þetta fyrir þjóðina. Oð hvermg er svo þessi áætlun. Rikisstjórnin hafði marg lagt á það áherzlu, að það ætti að vera framkvæmdaáætlun til 5 ára, sem hún myndi leggja fram. í skýrsl- unni segir einnig skýrlega, að það séu fyrst og fremst framkvæmda- áætlanir, sem myndu hafa gildi hér á landi. Þetta plagg getur þó ekki talizt framkvæmdaáætlun. Þetta er aðeins framkvæmdaáætl- un fyrir rúmlega hálft ár, eða til ársloka 1963. Og í þessari fram- kvæmdaáætiun sem þar er er aðeins það, sem Alþingi og ríkis- stjórn hafa verið að ákveða í vet- ur að gert yrði á þessu ári á veg- um ríkisvaldsins. Slíkar „fram- kvæmdaáærianir hafa verið gerðar á hverju ári í fjármálaráðuneyt- mu. Á hverju ári hefur verið gert yfiríit um framkvæmdir á árinu og stöðu fjárfestingarsjóða og tekin ákvörðun um það, hvað ríkisstjórn á hverjum tíma ætlað'i að útvega mikið fjjármagn til framkvæmda og hvernia. í staðinn fyrir hina margboðuðu 5 ára framkvæmdaáætlun hefur ríkisstjórnin svo nú rétt fyrir kosn ingarnar lagt fram almenna þjóð- hagsáætlun fyrir tæp fjögur ár. í þeirri áætlun eru fyrirvarar á hverri síðu. Það er ítrekað í skýrsl j i nni með mýmörgum fyrirvörum ; svo ekki getur leikið á vafi um, j ag ríkisstjórnin þurfi ekki að í standa við neitt af því sem i þess- ari þjóðhagsáætlun stendur. I Almenn þjóðhagsáætlun að auki fyrir 4 ár meS mý- mörgum, ítrekuðum fyrirvörum, þannig að tryggt sé, að ríkisstjórnm þurfi ekki að standa við neitt, sem í henni stendur — eftir kosningar. Það má segja, að það sé ekki ihættumikið fyrir forsætisráð- lierra að lesa upp úr slíku plaggi, ag framlög til samgöngumála myndu geta aukizt um 50—60% á næstu árum, ef ríkisstjórnin verði áfram við völd. Þessi áætlun mun ekki hafa ýkja mikið gildi — t. d. munu íslenzkir atvinnurek- endur lítið geta byggt á því, hvað ríkisstjórnin nú áætlar að sildar- aflinn verði mikill á árinu 1966, sem er þó eitt að'alundirstöðuat- nðið í þjóðarbúskapnum öllum. Skilyrðin fyrir því, að þessi fram kvæmdaáætlun verði framkvæmd, segir forsætisráðherrann vera, að jafnvægi haldizt í efnahagsmálum eins og verið h^fi sl. 3 ár. For- sætisráðherrann talar nú borgin- mannlega. Um ’ síðústu ■' áfamót kom hann fram fyrir þjóðinlá og; sagði, að enn væri aðalvandinn stöðvun verðbólgunnar óleystur. Þetta veit líka hver maður að er rétt. Verðbólgan hefur aldre' grasserað meira í tíð núverandi stjórnar- Meðan verðbólgan er jafn hamslaus og hún hefur verið, hljóta áætlanir um þjóðarbúskap- inn í einstökum liðum einnig að verða mjög haldlitlar. Lúðvík Jósepsson sagði, að það væri ekki sérlega hátt risið á þessari áætlun, þegar hún loks væri komin fram. Þegar að væri gætt, kæmi í ljós, að þeir menn, sem samið hafa þessa áætlun, hafa ekki mikla trú á getu ís- lenzkra atvinnu- vega. Árleg framleiðsluaukning á allt fram til 1966 er áætluð Anna Soffía Arnadóttir Kveðja að norðan. „Þín minning geymist hlý í vina- kjörtum, hjartans þakkir fyrir lið- inn dag.“ Það mun öllum finnast eðlilegt, að aldnar bjarkir sem staðið hafa í útjaðri fagurra ættarlunda, falli og hverfi ein eftir aðra. Þær hafa kannske um langt skeið staðið heinar, iimríkar og fagurlaufgar og veitt hlé fyrir stormum og næð ingi hinum ungu björkum, sem vaxið hafa upp í skjóli þeirra. Söknuður fyllir hugann og við finn um til tómieika við að sjá auða blettinn. — Og hugurinn leitar langt til baka, á vit minninganna. | 3. janúar s.l., lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík, ekkjan Anna Soffía Árnadóttir frá Skógum í Öxar- ílrði 93 ára að aldri. Hún var fædd 19. júlí 1869 að Ytra-Álandi í Þistilfirði. Foreldr- ar hennar voru Árni Björnsson frá Laxárdal í sömu sveit, og. Rann- veig Gunnarsdóttir Sigurðssonar frá Skógum í Öxarfirði. Systkin- in voru 7 að tölu og var hún sú þriðja í röðinni. Öll hafa þau náð' óvenjulega háum aldri, — að und- ánskilinni einni dóttur, sem dó ung, — ea eru nú dáin nema eizta systirin Sigurveig, sem ný- lega varg 9ö ára og býr hjá syni sínum og tengdadóttur í Reykja- vík. Þessi stóri systkinahópur ólst upp hjá foreldrum sínum til full- orðinsára. Snemma í búskap sín- um, flutti Árni að austan, vestur í Kelduhverfi. með fjölskyldu sína og bjó þar a fleiri stöðum í nokk- ur ár þar til 1884, að hann byggði upp jörðina Bakka í Kelduhverfi. Húsaði hann jörðina með hinum mesta myndarbrag hins ötula bónda og haga manns. Þótti þar allt með satna svip, innan bæjar og utan. Voru öll þessi systkin um- íöluð fyrir glæsimennsku, list- hneigð og hagieika. Anna fluttist í Skóga í Öxar- aðeins 4% eða mún minni en hún var á tímabilinu 1955—1959, sem núverandi stjórnarflokkar hafa viljað vera láta að hafi ver- ið mikið vandræðatímabil og þjóð- in að farast efnahagslega að þeirra dómi á því tímabili. Þá kemur og í ljós, að einkaneyzla, það eru þeir fjámunir, sem þjóð- in á að hafa úr að spila, á að vera miklum mun minni en hún var á árabilinu 1955—59. Þá var hún 4.8% en í framtíðinni á hún að- eins að vera 3.8%. Vék hann síðan að skoðunum Jónasar Haralz um erlent fjármagn og stóriðju hér á landi. Ólafur Thors sagði, að þessi á- ætlun væri tillaga til þjóðarinnar, sem stjórnarflokkarnir vildu ræða við fólkið um og því fylgdi henni ekkert frumvarp og engin þings- ályktunartillaga. Þá vitnaði for- sætisráðherra til Jónasar Haralz, efnahagsmálaráðunauts ríkis- stjórnarinnar, að mjög hæpið mætti teljast, að núverandi at- vinnuvegir þjóðarinnar geti tekið við hinni miklu fólksfjölgun og boðð upp á sæmileg lífskjör. Því yrði að leita nýrra úrræða. í ríkis- stjórninni hefur verið mikið hugs- að og bollalagt um stórðju með erlendu einkafjármagni, en það er ekkert um það mál í þessari áætlun. En ef við getum lagt í stóriðju á næsta kjörtímabUi, þ.e. möguleikar skapazt, þá munum við gera það. Það mun ekki standa á okkur. firði, árið' 1895, og giftist þar um sumarið 1. júlí Gunnlaugi elzta syni Björns Gunnlaugssonar bónda þar, sem var alkunnur sveitar- hefðingi. Hjálpsamur vig alla sem tll hans leituðu og ljúfur í hvívetna. Var Skógaheimili þá þeg ar umtalað sem framarlega í þessu héraði, fyrir höfðings- og glæsi- brag. Þetta haust dó Björn bóndi, tyrir aldur fram, og við' tók með umsjá búsins þá^Gunnlaugur son- nr hans. Voru börnin mörg og mannvænleg, búið stórt eftir mæli- kvarða þess tíma, og allur rekstur þess sameiginlegur. En nú reyndist sem oftar skammt storra högga milli, því eftir 2% ár, 9. des. 1897 dó Gunn- laugur á afmælisdag sinn 23 ára og var jarðsettur að Skinnastað á Þorláksdag það ár. Þau hjónin Gunnlaugur og Anna höfðu þá eignazt dóttur- Amþrúði að nafni, sem þá var tæpra 4ra mánaða að aldri. Nærri ma geta, hversu mikill harmur hefir verið kveðinn að hinni ungu ekkju, en einmitt þá og æ síðan vakti það að'dáun allra sem til þekktu hvað mikig sálar- þrek og stiliingu hún sýndi í hinni sáru sorg, og án efa hefur ekkert hjálpað henni eins í gegnum svarta myrkur sorgarinnar og sólargeisl- inn fagri, iitla dóttirin unga, og hin óbifanlega lifandi trú á fram- hald lífsins og endurfundi. Þarna í Skógum dvaldi hún næstu árin. þar til hún giftist mági sínum Sigurði Björnssyni haustið 1904. og fluttu þau næsta vci á eignarjörð sína Hafrafells- tungu í sömu sveit. Þar byggði Sigurður snoturt íbúðarhús, stór fjárhús og ræktaði stóran tún- auka. Síðla vetrar 1932 dó Sigurður úr botnlangabólgu og var öllum harmdauði. Fluttist þá Anna til dóttur sinnar og tengdasonar Ein- ars J. Reynis, og dvaldi hjá þeim (ii æviloka. Samband þeirra mæðgnanna og íengdasonar hennar, sem í öllu reyndist henni sem bezti sonur, — var ei-tt hið ástrikasta er ég hefi þekkt. Börnin þeirra áttu ætíð öruggt skjól og skilning á öllum Framhald i 15. síðu. TÍMINN, miðvikudaginn 17. apríl 1963 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.