Tíminn - 19.04.1963, Blaðsíða 15
tfvað gera læksiar?
Framhala al i síðu
Elztir starfandi héraSslæknanna
eru Ragnar Ásgeirsson og Þorgcúr
Gestsson, sem báðir liófu héraðs-
læknisstarf árió 1940, og _ niælti
landlæknlr meíf Ragnari Ásgeirs
syni í héraðslæknisembættið í
Kópavogi. Hins er þó aS geta, að
Kjartan J. Jóhannson hóf Iæknis-
störf fyrstur umsækjanda, árið
1931. En hefðin hefur samt verifi,
sem áð'ur segir, a® láta starfandi
héraðslækni sitja fyrflr um
veitiingu í öðru héraði.
Handbolti
Framhald af 16. síðu.
frá mætast unglingalandsliðið og
landsliðið í körfuknattleik einnig
í kvöld og verður það eini alvöru-
| leikurinn. En leikurinn verður
| eínnig sögulegur, því körfuknatt-
i leiksmennirnir, sem taka þátt í
; keppninnni verða fyrstu íþrótta-
I mennirnir, sem hljóta hin nýju af-
reksmerki ÍSÍ og mun forseti ÍSÍ,
Gísli Halldórsson afhenda þau eftir
’eikinn.
Hinn vinsæli handknattleiksdóm
ari Magnús Pétursson mun í alveg
sérstökum skrúða dæma leikinn
milli Fram og fréttamanna, einn-
ig kynnir hann hin ýmsu atriði,
sem verða á dagskrá.
Menn eiga því von á ýmsu að
Hálogalandi í kvöld og er ekki
nein hætta á því, að nokkur verði
fyrir vonbrigðum. — Fyrsti leik-
uririn hefst kl. 8,30 og eru menn
beðnir að athuga að koma tíman-
lega, þar sem búast má við þrengsl
um við miðasöluna.
REYKJAVÍK-HAFNARFJÖRÐUR
V
Frá og með föstudeginum 19. apríl breytast fargjöld á
sérleyfisleiðunum Reykjavík — Kópavogur — Hafnar-
fjörður, Reykjavík — Vífilsstaðir og Reykjavík —
Álftanes, og verða sem hér segir:
Hafnarf jarðarleið:
Fargjöld fullorðinna:
RVK—Kópavogur kr. 5.00
RVK—Garðahreppur kr. 6,50
RVK—Hafnaifjörður kr. 7,50
Kópav.—Garðahreppur kr. 3.00
Kópav.—Hafnarfjörður kr. 4.00
Garðahr. Hafnarfjörður og
Hafnarfj. innanbæjar kr. 3,00
Fargjöld barna 5—12 ára:
RVK—Kópavogur kr. 2,50
RVK—Garðahreppur kr. 2.50
RVK — Hafnarfj. kr. 3.00
Kópav.—Garðahr. kr. 1,00
Kópav.—Hafnarfj. kr. 2,00
Garðah'r.—Hafnarfjörður og
Hafnarfj. innanbæjar kr. 1,00
Vífilsstaðaleið:
Reykjavík—Vífilsstaðir kr. 7,75
Álftanesleið:
Reykjavík—Garðahv. kr. 8,00
Reykjavík—Álftanes kr. 9,50
Rvík—Bessastaðahr. kr. 9,50
Afsláttarkort 14 f. á kr. 50.00
-r — 19 f. á kr. 100.00
— — 17 f. á kr. 100.00
— — 11 f. á kr. 25,00
— — 11 f. á kr. 35,00
— — 11 f. á kr. 25,00
Afsláttarkort 5 f. á kr. 10,00
Afsláttur innifalinn.
Afsláttur jnnifalinn.
Afsláttur innifalinn.
Afsláttur innifalinn.
Afsláttur innifalinn.
Börn kr. 3,50
Börn kr. 4,00
Börn kr. 4,50
Börn kr. 4,50
ATH:
Framvegis verður aukaferð til og frá Reykjavík öll
laugardagskvöld kl. 01:00. Fargjald í þeim ferðum er
kr. 12.00.
LANDLEIÐIR H/F
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartanlegar þakkir sendi ég söfnuði Kolfreyjustað-
arkirkju fyrir hina góðu gjöf og auðsýnda vináttu á
fimmtugs afmæli mínu. Einnig öUum er glöddu mig
með gjöfum, símtölum, skeytum og heimsóknum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún S. Bjarnadóttir, Lækjamóti, Fáskrúðsfirði
Innilegar þakkir fyrlr auðsýnda samúS við fráfall
Eiríks Jónssonar
Vorsabæ.
Sérsfakar þakkir eru færðar sveítungum hins látna; Kirkiukór
Ólafsvallakirkju og öðrum þeim er heiðruðu hann sérstaklega við
útförina.
Kristrún Þorsteinsdóttir
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t»maí nefnd
Framháld af 16 síðu.
ag vanda sem mest og bezt til
hátíðahaldanna.
Þeir niu forustumenn, sem
gengu af fundi, hafa boðað til fund
ar í dag í sínum verkalýðsfélögum
til að ræða fyrirkomulagið 1. maí.
í fundarboði þeirra, sem Tíman
um barst í gær, segir m.a.:
Það hefur verið hefð að undir-
búningur og umsjá hátíðahaldanna
1. maí hér, væri í höndum sér-
stakrar nefndar skipuð fulltrúa
frá hverju verkalýðsfélagi og hef-
ur Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
á hverjum tíma haft forgöngu um
myndun nefndarinnar. Sami hátt-
ur mun á hafður annars staðar á
landinu, þar sem fulltrúaráð eru
starfandi. Nú hefur hins vegar ver
ið ákveðið að afnema hina hefð-
bundnu 1. maí-nefnd verkalýðsfé-
laganna, en í þess stað skuli stjórn
Fulltrúaráðsins annast hlutverk
hennar án afskipta félaganna. Með
þessu er vísvitandi stefnt að því,
að samstaða verði ekki um hátíða
höldin 1. maí.
Við undirrituð viljum ekki una
því, að verkalýðsfélögin fái ekki
sjálf að ákveða innihald og tU-
högun hátíðahaldanna 1. maí. Við
höfum því ákveðið að gangast fyrir
samstöðu verkalýðsfélaganna um
liátíðahöldin og boðum hér með til
fundar meg fulltrúum þeirra fé-
laga, sem vilja eiga aðild að slíkri
samstöðu um 1. maí hátíðahöldin
í Reykjavík.
Fundur þessi verður haldinn í
fundarsal Alþýðusambandsins að
Laugaveg 18 (6. hæð) n.k. föstu-
dag 19. þ.m. kl. 20,30.
Birgitta Guðmundsdóttir, form.
A.S.B.; Bolli Ólafsson, formaður
Sveinafélags húsgagnasm.; Eðvarð
Sigurðsson, form. Verkam.fél.
Dagsbrún; Helgi Arnlaugsson, for-
maður Sveinafélags skipasmiða;
Jón Sn. Þorleifsson, form. Trésm.
félags Reykjavíkur; Lárus Bjarn-
freðsson, form. Málaraf. Reykjav.;
Margrét Auðunsdóttir, form. Starfs
stúlknaf. Sókn; Snorri Jónsson,
form. Félags járniðnaðarmannn;
Þorsteinn Þórðarson, form. Sveina
fél. húsgagnabólstrara.
(ínverjar
Framhald af 7. síðu.
hagsmunaárekstrum um leið
og Kína eflist sem stórveldi.
Því meir, sem Sovétríkin nálg-
ast vestrið, þvi auðve'ldara verð
ur fyrir Kínverja að lita á Sov-
étríkin sem hluta af hinum
vestræna heimi, eins og gert
var fyrr á tímum. Um er því
að ræða annað og meira en
hugsjónalegan ágreining.
Þarná kemur fyam hinn djúp-
stæði munur á vesturhluta
meginlands Asíu og austur-
hluta þess. Vafalaust líður að
því, að mörkin verði aftur dreg
in einhvers staðar í Mið-Asíu.
(Þýtt úr Politiken)
Stefna flokksins
Framhald al t síðu
því þá yfir, að hún hefði aldrei
ætlað sér aðild. — Þá skeði það,
að hinn aidraði kanslari Vestur-
Þýzkalands skýrð'i frá því tvívegis,
að ísland væri meðal þeirra ríkja
sem vildi gerast aðili. Ríkisstjórn
in mótmælti her heima og taldi
þennan misskilning gamla manns-
ins stafa af ellihrörnun. En ekki
tók betra við. í skýrslu Evrópuráðs
ins er því lióstrað upp, að ísland
sé meðal þeirra ríkja, sem vilji
gerast aðilar. Viðskiptamálaráð-
herra segir þetta þá einnig mis-
fkilning hjá embættismönnum
Evrópuráðsms. Hvorum skyldi
vera betur trúandi í þessu máli,
kanslaranum og embættismönnum
Evrópuráðsms í opinberri skýrslu
eða íslenzku ríkisstjórninni — í
pólitískri hættu.
Loks var útilokun Breta um
stundarsakir, gripin eins og hálm-
strá og sagt að málið væri úr sög-
unni, þótt allir viti, að það verður
að taka afstöðu til málsins á næsta
kjörtímabili.
Á 100 ára afmæli Þjóðminja-
cafnsins var mikill móður í við-
skiptamálaráðherra. Hann gleymdi
?.ð tala um safnið, en talaði í stað
þess um ríkjasamsteypur og dýrð
þeirra, úrelt sjálfstæði því að
kæna smárikis væri lítilmótlegur
farkostur samanborið við hin stóru
hafskip bandalaganna.
Minningarathöfn
Framhald af 16. síðu.
Tveir sérfræðingar eru komnir
hing^ð til að vera við rannsóknina
á orsök flugslyssins á Nesöya á
páskadag. Eru þeir frá brezku flug
vélaverksmiðjunni Vickers-Arrii-
strong. Ekkert hefur enn komið
fram, sem leitt gæti í ljós orsök
flugslyssins, en rannsókninni er
haldið áfram.
LJÓSAVÉL
Höfum til sölu ljósavél, í
fullkonlnu lagi c.a. 10 kíló-
vött, með mælaborði, og
vönduðum kassa.
Mikið öryggi fyrir fyrirtæki
eða sveitabýli.
Auðveld og fljótleg gang-
setning
rauðarA
SKÍILAGATA 55 — SÍMI 15*12
Síld vestur
af Malarrifi
BÓ-Reykjavik, 18. apríl.
Fanney fór út til síldarleitar í
gær og kaimað'i um norðanverð-
an Faxaflóann og við Snæfellsnes.
f morgun varg vart við nokkrar
torfur vestur af Malarriifi, en þær
lágu við botn. í kvöld átti að at-
liuga, hvort torfurnar kæmu upp.
Um þrjátíu síldaveiðiskip voru
i á Kirkjuvogi í morgun og fram eft
ir deginum. Jón á Stapa fékk þar
800 tunnur í morgun og Fanny
400 tunnur. Síðar fékk Hafrún 160
tunmir og Guðmundur Þórðarson
200. Önnur skip i höfðu kki til-
kynnt afla í gærkvöldi.
Netabátar voru yfirleitt seint fyr
ir í dag, og mun aflinn hafa verið
misjafn bæði að magni og gæðum.
Auglýsing i Tímanum
kemur dagiega fyrir
augu vandjátra hlalSa-
iesenda um allt lasid.
Lartdeigentfur
Óska eftir að taka á leigu land
undir matjurtagarð í nágrenni j
Hafnarfjarðar eða Reykjavík-
ur. Hentug stærð 2000 ferm. j
j Þarf að vera innan girðingar.
j Til greina kemur að taka á j
leigu stærra svæði, 1—2 ha. !
og þá til langs tíma. Þeir sem
vildu sinna þessu eru vinsam-
legast beðnir um að skrifa til-
boð til íígreiðslu blaðsins, fyr
ir mánaðamót, merkt;
„Góð leiga“.
20 ára
Framhald af 13. síðu.
Að þessu loknu kvaddi for-
maður sér hljóðs og afhenti
nýkjörnum heiðursfélögum fé-
lagsins til'kynningar um kjör
þeirra og lýsti með nokkrum
vel völdum orðum störfum
þeirra í þágu félagsins bæði
fyrr og síðar. Hinir nýkjörnu
heiðursfélagar eru:
Hendrik Sv. Björnsson, sendi
herra í London.
Dr. Kristinn Guðmundsson,
fyrrum sendiherra í Lond-
on og nú sendiherra í
Moskvu.
Agnar Kl. Jónsson, fyrrum
sendiherra í London og nú
ráðuneytisstjóri í Utanrík-
isráðuneytinu.
Frú Elinborg Ferrier.
Björn Björnsson, stórkaup-
maður og
Karl Strand, læknir.
Þessu næst las formaður upp
heillaskeyti, sem borizt höfðu,
meðal þeirra heillaskeyti frá
forseta íslands, herra Ásgeiri
Ásgeirssyni, sem einnig er
verndari félagsins, svo og frá
sendiherra fslands í Moskvu og
íslendingafélögunum í Kaup-
mannahöfn, Oslo, Hamborg og
Glasgow.
Á að gizka 3/5 af samkomu-
gestum var ungt fólk, aðallega
íslenzkt námsfólk héðan úr
London eða nágrannaborgum,
og mun væntanlega margt af
því hafa verið fapð að langa að
stíga dansspor þegar hér var
komið. Varð það einnig svo, og
var dans stiginn bæði af göml-
um og ungum til klukkan 2
eftir miðnætti af miklu fjöri
og með almennri þátttöku.
Að dansinum loknum, söng
ungfrú Little aftur þrjú lög
og að lokum sungu samkomu-
gestir enska og íslenzka þjóð-
sönginn með undirleik Jóhanns
Tryggvasonar.
T f MI N N , • föstudaginn 19. apríl 1963 —
j Hlufakréf
Framhald af 13 síðu
I íjárhagsvanda. sem af starfsem-
j inni leiðir Þess vegna ætti nú
! fólk í hvern sveit út um byggð og
j bæ að fylkja liði ti] almennra
kaupa á þessum sannkölluðu heið
urshlutabréfum. og sýna þannig i
I verki viðurkenningu sína á við-
leitni ICrabbameinsfélagsins til
pess að sinna aðkallandi og vanda
sömu hugsjónamáli, sem varðar
aila, beint eða óbeint. Á engan
j hátt fegurri er hæat að leysa fjár-
j hagsvandræði starf=eminnai held-
j ur en með iriálsri samfólagslegri
samhjálp þióðfélagsþegnanna. Og
þett.a ætti aó vera auðvelt og lé'tt.
Fólk, sem sýnir greinilega á svo
ólalmörgum sviðum ótrúlega al-
niennt slíkan fjáraustur sem við
I^lendingar, ætti sannarlega ekki
að vera hikandi í því að leggja
mikilsverðu hugsjóna- og mannúð-
armáli teljandi lið með örlitlu
broti af því. sem við eyðum í f.iöl-
margt annað, sem mikhi síður
skyldi. „Vii.ii er allt. sem þarf“.
á hér við að vitna í 0a aldrei
verður það ofkveð'inn samvinnu-
j boðskapur. ?,ð „margt smátt gerlr
eitt stórt“ Hinu er þó ekki að
neita. að margt stórt gerir enn þá
stærra, og nógu er að sina, svo
enginn þarf að óttast, að of mikið
safnist til krabbavarnastarfseminn
ar.
Þess ber vissulega að vænta, a5
margt — bæði smátt og stórt —
í kaupum manna á „Heiðurshluta--
bréfum Kvibbavarnarstöðvar ís-
iands nægi a. m. k. til þess að
s;nna nærtækustu og brýnustu
verkefnunum. Fé má sízt vanta
til þess, sem gera þarf í þessum
ei'num. Þjóðin verður að segja það
OM — sýna! Hana hefir aldrei
munað eins lítið um það að gera
mikið. Og, hví skyldi hún þá ekki
gera það? , B.
15,