Tíminn - 01.05.1963, Page 1
TVOFALT
EINANGRUNAR -
20ára reynslaER
hérlendis
SÍMM140Ö
jahwaéwaac-wai^tmaiia
98. tbl. — Miðvikudagur 1. maí 1963 — 47. árg.
Auglýsingar á bfla
Utanhúss-auglýsingar
allskonarskilti ofl.
AUGLYSINGAeSKILTAGERÐINisf
Bergþórugötu 19 Simi 23442
Ávarp frá verkalý&smálanefnd Framsóknarflokksins
SAMEINUÐ GEGN
SKERTUM KJORUM
Á 40 ÁRA AFMÆLI hátíðisdags verkamanna í Reykjavík, 1. maí, flytur verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokks
ins verkalýðsstéttunum hugheilar hamingjuóskir og hvetur til öflugrar og einhuga baráttu um hagsmuna- og
réttindamál þessara stétta.
0 Fylkjum liði gegn kjaraskerðingarstefnu núverandi ríkisstjórnar, sem birzt hefur í stórauknum neyzlusköttum,
gengislækkunum, óðadýrtíð, okurvöxtum, kjararýrnun meö lögþvingun og beinum ofsóknum gegn frjálsum samn-
ingum launþega og vinnuveitenda. Allt þetta hefur míöaö að því, að verkalýðsstéftirnar hafa fjarlægzt óðfluga
það mark að geta i'rfað af átta stunda vinnudegí en orðið að lengja vinnudag sinn æ meira með hverju mlssiri, svo
að bein hætta stafar af og nálgast vinnuþrælkun.
0 Þessi kjaraskerðing á sér stað á sama tíma og þjóðarfekjur stóraukast vegna metafla, svo að ranglætið í tekju-
skiptingunni hefur farið sívaxandi, en auður og afrakstur safnast æ meira til einstakra manna og gróðafélaga.
Fylkjum í dag liði gegn þessari öfugþróun og krefjumst stefnubreytingar, sem færi meiri kaupmátt launa og
launahækkanir, sem dugí til þess að kaup venjulegs vinnudags nægi til framfæris. Slíkt er lágmarkskrafa í nú-
tíma þjóðfélagi. Krefjumst fulls samningsréttar um kjör án afskipta rikisins og hefndarráðstafana af hendi rík-
isvaldsins. Afnemum smán vinnuþrælkunarinnar og verndum félagsfrelsi okkar. Stefnum að raunverulegri kaup-
hækkun og styttingu vinnutímans.
Fylkjum liði gegn innlimun í Efnahagsbandalag Evrópu og hverfum ekki í þjóðasamsteypu, heldur stöndum trúan
vörð um sjálfstæði landsins og ástundum góða sambúð við aðrar þjóðir en tryggjum hag okkar og samskipti við
þær með samningum frjálsborinna manna. Stöndum einhuga gegn ásælni erlendra aðila í fiskiðnað okkar og
aðrar atvinnugreinar og ásókn í íslenzka fiskveiðilandhelgi og Ijáum ekkí máls á framlengingum undanþáganna
í nauðungarsamningnum við Breta.
Verkalýðsnefnd Framsóknarflokksins telur, að þetta séu brýnustu baráttumálin á þessum hátíðisdegi verkamanna
og skorar á alla launþega að sameinast um þau og beina baráttu dagsins gegn kjaraskerðingarstefnu ríkis-
stjórnarinnar og stefnu innlimunar í EBE, Þess vegna hvetur hún alla til þess að sækja hátíðahöldin og mótmæla-
fundinn gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í Lækjargötu við Miðbæjarbarnaskólann í dag, þó að í ávarp fund-
arboðenda sé blandað málum, sem eru óskyld raunhæfri og samstilltri verkalýðsbaráttu.
Jón D. Guðmundsson
Ásbjörn Pálsson
Péfur Matthíasson
Óðinn Rögnvaldsson
Kristinn Gunnlaugsson
Einar Eysteinsson
Markús Stefánsson
Stefán Jónsson
Ásgeir Sigurðsson
Jóhann P. Einarsson
Alda Þórðardóttir