Tíminn - 01.05.1963, Side 14

Tíminn - 01.05.1963, Side 14
 nokkrum að nafni Ott, sem Schleic her hafði sent til hans, að ráð- leggja hershöfðingjanum ag taka ekki að sér kanslaraembættið, en það var um seinan. Papen hafði verið algjörlega ó- vitandi um klækjabrögðin, sem Schleicher var að vefa að baki hans. Hann hafði fullur öryggis, skýrt frá framtíðaráætlunum sín- v.m á fundinum með forsetanum 1. desember. Hann færi áfram með embætti kanslara, stjórnaði með lagasetningum og þingið yi'ði lát- ið taka sér hvíld um tírna,, þar til hann gæti „bætt stjórnar- skrána.“ í rauninni vildi Papen „breytingar,1' sem myndu færa landið' aftur til dagá keisaradæmis- ins og koma aftur á stjórn íhalds- fiokkanna. Hann viðurk.enndi í Numberg-réttarhöldunum og í minningum sínum, eins og hann reyndar gerði líka á fundinum með forsetanum að uppástungur hans líefðu í för meg sér „brot forset- ans á núverandi stjórnarskrá lands ins,“ en hann fullvissaði Hinden- burg um, „að réttlæta mætti gerð ir hans með því, að hann setti vel ferð þjóðarinnar ofar eiði sínum við stjórnarskrána,“ eins og Bjs- marck hafði eitt sinn gert „vegna landsins.“ Papen til npkillar undrunar anótmæl'ti Schleicher. Hann not- færði sér greinilega tregðu for- setans til þess ef hægt væri að komast hjá því að brjóta í bága , við eiðinn, sem hann hafði svarið um að virða stjórnarskrána — og hershöfðinginn hélt, að það væri ■ hægt. Hann áleit, að hægt væri | að mynda stjórn, sem hefði fylgi | meirihlutans, svo fraimarlega sem fhann færi með kanslaraembæftið. 1 Hann var viss um, að hann gæti | skilið Strasser og að minnsta kosti j sextíu nazistafulltrúa frá Hitler. | Við þennan flokk nazista gæti ! hann bætt miðstéttaflokkunum og sósíaldemokrötum. Hann hélt jafn | vel, að verkal’ýðsfélögin myndu styðja sig. Hindenburg varð skelfingu lost- inn yfir slíkri hugmynd og sneri | sér þegar að Papen og bað hann 1 á sömu stundu að hefjast handa í um að mynda nýja stjórn. „Schlei- cher“, segir Papen, „virtist' hissa“. ; Þeir deildu lengi, eftir að þeir Jfóru frá forsetanum, era komust i ekki að neinu samkomulagi. Þegar þeir skildu, sagði Schleicher hin frægu orð, sem eitt sinn höfðu verið sögð við Luther: „Litli munkur, þú hefur valið þér erfiða leið“. Papén hafði komizt að raun um, hversu erfið hún var, þegar næsta morgun klukkan níu á ráðuneytis- fundi þeim, sem hann hafði kallað saman. — Schleicher reis á fætur (seg- ir Papen og l'ýsti því yfir, að það væru engir möguleikar á því að framkvæma þær ábendingar, sem hann hefði féngið frá forsetanum. Allar tilraunir Ul þess að gera það, myndu leiða til algerrar ring- ulreiðar í landinu. Lögregla og her vj'ldu ekki tryggja það, að hægt yrði að halda uppi flutning- um i— og sjá fyrir birgðum ef til allsherjarverkfalls kæmi, og þeir myndu heldur ekki geta haldið uppi lcgum og reglu kæmi tii borg , araatyrjaldar. ' Herforingjaráðið hafði gert athuganir í sambandi við þetta, og hann hafði komið því svo fyrir, að Ott majór (höf- undur þeirra) væri reiðubúinn til þess að gefa ráðuneytinu skýrslu. Því nafcst kom hershöfðinginn með majórinn. Ef orð Schleichers höfðu komið illa við Papen, þá fór þessi. skýrsla, er kom á svo 1 nák'væmlega útreiknuðum tíma, alveg með hann, skýrsla Eugen Ott majórs, sem átti eftir að verða 'Sendiherra Ilitl'ers i Tckio Ott sagði einfaldlega, að „varnir laodamæranna og það, að halda uþpi reglu gegn bæði nazistum og kommúnistum, væri algerlega of- viða þeim liðsafla, sem sambands- stjórnin og sömuleiðis sljórnir hvers einstaks ríkis hefðu yfir.'að ráða. Því væri til þess mælzt, að stjórnin létj hjá líða að lýsa'yfir neyðarástandi“. Papen til sárra vopbrigða var þýzki herinn, sem eitt sinn hafði sent keisarann á brott og fyrir skemmri tíma hafði að undirlagi SChl'eichers losað sig við Gröner hershöfðingja og Briining kansl- ra, að dæma hann sjálfan úr leik. Hann fór þegar í stað til Hinden- burgs cg sagði honum fréttirnar, og vonaðist eftir því, að forsetinn myndi reka Schleicher úr embætti varnarmálaráðherra og láta Pap- en fara áfram með embætti kansl- arans — og reyndar stakk hann ! einmitt upp á þessu „En kæri Papen“, svaraði hinn i feitlagni gamli forseti, „þú mynd- ir ekki virða mig mikils, ef ég skipti um skoðun, en ég er orðinn of gamall, og ég hef gengið í gegn um of margt til þess að gcta t.ekið á mig ábyrgðina á borgarastyrjöld. Okkar eina von er að leyfa Schlei cher að reyna, hvað honum tekst1'. Papen sver, að „tvö stór tár“ j hafi runnið niður kinnar Hinden- :burgs. Tveimur stundum síðar, I þegar kanslarinn, 'sem orðið hafði ; að láta af embættl, var að losa skrifborðið sitt, barst honum mynd af forsetanum með áletrúni'nni: , Ich hatt’ einen Kameraden!“ Næsta dag skrifaði forsetinn hon- um með eigin hendi, og sagði hon- um, hversu „þungt honum væri um hjartaræturnar“ yfir að hafa þurft að láta hann fara frá og end urtók, að traust hans á honum „váeri enn óbreytt". Þetta var satt og átti eftir að koma í ljós innan skamms. Kurf von Schleicher var gerður að kanslara 2. desember og var hann fyrsti hershöfðinginn, sem farið hafði með þetta embætti frá því greifinn og h'ershöfðinginn Georg Leo von Caprivi de Caprara de Montecuecoli hafði tekið við því af Bismarck árið 1890. Hin flóknu klækjabrögð Schleichers höfðu komið honum í þessa hæstu stöðu.'einmitt þegar kreppan, sem hann sikildi svo litið í, hafði náð hámarki sínu, þegar Weimarlýð- N° Tib lyftiduft Mary Richmond hennar skylda var að gera það, sem hún megnaði fyrir England. Dorothy og börnin . . . en hún mátti ekki hugsa um þau núna. Hún deplaði augunum til að; leyna tárum, hún hafði ekki tíma til' að syrgja þau núna, nú varð hún að vera skjótráð. John tækist aldrei að komast á eigin spýtur til Hong Kong, jafn taugabilaður og hann var. Einhver varð að fara með honum — einhver, sem gat verið kaldur og rólegur, ef eitthvað al- varlegt kæmi fyrir. Og um hverja var að ræða? Engan nema hana sjálfa. — John, sagði hún. — Hertu þig upp, Hlustaðu á það, sem ég segi. Þú verður að ná stjórn á þér, ef við eigum að komast heil á húfi til Hong Kong. — Við? át hann upp eftir henni sljólega. — Já, ég skal koma með þér. 25. KAFLI. — Geturðu ekki ekið hraðar? hrópaði John biðjandi. Hann leit órólegur um öxl. — Eg er hrædd- ur um, að okkur sé veitt eftiför. Eg geri hvað ég get, svan Blanche. — En þetta er gam; bíll og ég þori ekki að aka hratt. Hún hafði tekið við stjórnin þvi að hún hafði strax séð, John var engan veginn fær i að aka. Ef hann sæti við stýr tækist þeim aldrei að komast Kowl'oon heil á húfi, þess veg hafði hún talið hann á að láta í taka við, Og hún var vi'Ss um, hann var því feginn, Þau voru komin út úr borginni og voru nú úti á opnu landi, en hann hvatti hana stöðugt til að aka hraðar. En hún vildi ekki láta hann gera sig taugaóstyrka. — Það er enginn á eftir okkur, sagði hún. — Nei, ég sé engan. — Hvers vegna ertu þá hrædd- ur? Við ættum að vera í Kowloon eftir eina og hálfa klukkustund. Láttu fara vel um þig og reyndu að sofna dálítið. — Blanche, ef þú bara vissir . . — Eg veit. En þú veizt sýnilega ekki, að' þú gerir mig óstyrka og ég get ekki einbeitt mér að akstr- GERIÐ BETRI KAUP EF ÞID GETIÐ VREDESTEIN HOLLENZKIHJOLBARÐINN inum. Það er langt siðan ég hef 'snert á bíl og það er ekki sérlega auðvelt að keyra þennan bíl. — Fyrirgefðu, sagði hann stutt- ur í spuna. — En ég hef einhvern veginn á tilfinningunni, að ein- 'hver sé að elt'a okkur . . . Þessi náungi, hann Petrov . , . Blanche ætlaði að segja. — Eg vildi bara óska, að það værl hann, sem kæmi á eftir okkur, þá skyldi ég neyða hann til að leyfa þér að halda áfram tii Hong Kong. Eg gæti orðið eftir hjá honum, þar | til ég vissi fyrir víst, hvað orðið jhefur um Dorothy og börnin, Hún j vildi ekki viðurkenna, að það yrði ihenni léttir að fá að verða eftir, jað hún hafði ekki minnstu löngun til að fylgja Jo'hn, en hún var bara vi'ss um, að eittbvað hroðal'egt hefði komið fyrir, ef hún hefði neitað að fylgjast með honum. Sennilega hefði hann ekið út af veginum, eða guð veit hvað . Upphátt sagði hún: — Það var sem betur fór eng- inn í skúrnum, þegar þú tókst bíl- inn. Þú varst heppinn að hafa stol- ið lyklinum áður og nóg benzín er á bílnum og ég er viss um, að enginn sá okkur aka út úr skúrn- um. Þegar við erum komin út á götuna veitir enginn okkur eftir- tekt. Auk þess er merki kínversku leynilögreglunnar á bílnum, svo að ég held að þú þurfir engu að kvíða, John. — Eg vildi óska, að mér liði eins vel og þér, tautaði hann. Það var orðið aldimmt og Blanche kveikti l'jósin. Það var lítil umferð um vegi-nn, þau mættu aðéins örfáum bílum. Þeir, sem komu á móti þeim, hægðu ekki á sér og hún varð ekki vör við nein- ar bílaferðir að baki þeirra. Hún var viss um, að þeim John myndi takast að ná Kowloon og finna bát, jSem gæti flutt þau yfir til Hong i Kong. i Henni var ljóst, að John var veikur maður og hún vonaði bara að hann missti ekki vald á sér, áður en þau næðu til Hong Kong. Ef hann yrði veikur og færi að rausa og bulla í hitasóttaræði, þá myndu brezk yfirvöld varla trúa henni, þegar hún segði, að hann hefðj mikilvægar upplýsingar í fórum sínum. Svo flaug henni í hug, að ef hann missti meðvitund, þá hefði hún ekki hugmynd um, hvar hann leyndi skjölunum . Því að hann hlaut að hafa einhver skjöl meíj sér tj'l að sanna orð sín. Og það voru einmitt skjölin, sem gátu bjargað honum frá handtöku. Hún varð því að vita, hvar þau voru. — John, viltu hlusta á mig, sagði hún biðjandi. — Segðu mér um þetta leyndamál, út á hvað gengur það — og hvar hefurðu falið skjölin? — Nei, sagði hann aðeins. — En ég verð að vita það. Mundu, að þú ert veikur maður, Eg gæti talað við yfirvöldin fyrir þína hönd,'imeðan þú ert að ná þér eða ég verð að minnsta kosti að geta sannað, að þetta sé ekki ein- tómur heilaspuni. Geturðu ekki sagt mér, hvar skjölin eru? — Eg hef engin skjöl, anzaði hann. — Eg hef þetta allt í höfð- inu. — Og ég gef engar upplýsing. ar um neitt fyrr en ég næ tali af réttum aðilum. Þeir geta sent mig til Englands, þar skal ég leysa frá skjóðunni. — En skilurðu ekki, hversu þýð ingarmikið er að ég viti eitthvað, sagði hún. — Ef þú ert veikur —- og þú lítur mjög veikindalega út, John — hver mun þá trúa okkur? — Eg er kannski veikur, en ég skal áreiðanlega standa mig, þegar við komum til Hong Kong. Þú þarft engu að kvíða. Og ég ætla ekki að segja þér neitt, Blanche. Það er ekki vegna þess að ég van- treysti þér, en þetta mál verð ég að útkljá sjálfur, Það var sama hversu innilega hún bað, honum varð ekki þokað. Hún fór að hugsa um, hvort hann væri kannski orðinn brjálaður, kannski var þetta ekkert leyndar- mál þegar öllu var á botninn hvolft, kannski hafði hann ímynd- að sér allt saman. Og ef svo var, gerði hún rangt í því að fylgjast með honum. En hvernig hefði hún T f MIN N , miðvikudaginn 1. maí 1963 — 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.