Tíminn - 01.05.1963, Side 16

Tíminn - 01.05.1963, Side 16
SKIPSTJORANUM VERDUR SLEPPT TIL BRETLANDS! 98. fbl. 47. árg. Miðvikudagur 1. maí 1963 Horfur á að Smith skipstjóri sé genginn landhelgisgæzl unni úr greipum fyrir fullt og allt. - Hver ber ábyrgðina á því, að ekki fékkst að skjóta föstum skotum og taka togarann áður en Palliser gat komið við ofbeldisaðgerð um sínum? MILWOOD FÆRÐUR TIL HAFNAR MB-Reykjavik, 30. apríl. Allar horfur eru nú á því, aS Smith skipstjéri á togaranum. Mil- wood sé igenginn íslenzkum yfir- völdum úr greipum. Brezk stjórn- arvöld hafa látið þá skoðun í ljósi, að þar sem Smith hafi ekki brot- ið brezk lög, sé hann frjáls ferða sinna, ef hann kemur á brezka grund og herskipið Palliser mun nú komið til Orkneyja. Orðsendingar hafa farið á milli íslenzku og ensku ríkisstjórnanna í dag vegna þessa máls. íslenzka ríkisstjórnin hefur mótmælt fram ’komu Bretanna og krafizt þess að Smith skipstjóri verði framseld- ur, en Bretar biðjast mikillega af- •sökunar á þessu máli öllu. Bretar halda því fratn, að þar eð Smith skipstjóri á Milwood hafi ekki ■gerzt brotlegur við ensk lög, sé hann frjáls ferða sinna ef hann kemst á brezka grund. Herskipið Palliser'muin nú komið til Orkn- eyja „til þess að taka olíu“ og eftir fyrri framkomu skipherrans þar, er ólíklegt að Smith þurfi „að fleygja sér í sjóinn“ til þe^s að ná þar landi. Eins og sagt var frá í blaðinu í dag, kom varðskipið Óðinn með togarann Milwood til Reykjavík- ur í gærkvöldi. En það er að sjálf sögðu skipstjóri hans, sem ber alla ábyrgð á landhelgisbrotinu og tilrauninni til að sigla varðskipið niður. Verði Smith ekki framseld- ur, sem nú eru engar horfur á, verður því ekki unnt að koma lög- um yfir hann, nema að honum fjarverandi, og þá ekki annað fyr- Leon Karlsson, 2. stýrlmaSur á Óðnl, tók við stjórn á togaranum Mllwood, eftlr aS varSsklpsmenn fóru þar um borð. Myndina tók SB af Leon I brúnni, þegar togarinn lagðlst að bryggju á mánudags- kvöld. MB-Reykjavík, 30. apríl Hlutafélagið Kaldbaksvík í Reykjavík, hefur nú nýlega keypt tvær jarðir í Kaldbaksvík á strönd um, Kleifar og Kaldbak, og er ætl unin að setja þar á stofn fiskrækt- arstöð. Kaupverð mun hafa verið hátt, hefur blaðið hlerað, að það muni vera eitt hæsta jarðarverð sem goldið hefur verið hérlendis upp á síðkastið. Hlutafélagið Kaldbaksvík er ungt félag og eru stofnendur þess 17 menn úr Reykjavík og ná- grenni. Þeir hyggjast stunda fisk- rækt í Kaldbaksvatni, sem er í landi áðurnefndra jarða. Úr vatn- inu rennur Kaldbaksá í sjó fram. Kaldbaksvík er allstórt, mun vera nálægt 100 hekturum að stæið. Kaldbaksá er 3—400 metrar á lengd og talsvert vatnsmikil, mun vera heldur vatnsmeiri en Elliða- árnar. í Kaldbaksvatni eru heitar lindir, og heitar laugar eru með- fram ánni, allt upp í 96 gráðu heitar. í vatninu er mikil silungsveiði og mun vatnið vera með betri sil- ungsveiðivötnum landsins.. Ætlun þeirra félaga er að rækta silung i vatninu og einnig að gera til- raunir með laxarækt og verður í sumar unnið að rannsóknum í pví efni. Ætlunin er að framleiða þarna fisk til manneldis; þetta er fyrirtæki, en ekki sport. Þeir félagar munu hafa goldið mjög hátt verð fyrir jarðirnar og hefu blaðið fregnað, að þar sé um að geta einhver hæstu jarðarkaup miðað við fasteignamat, sem-gerð hafa verið hérlendis. Önnur jörð- in, Kleifar, var að fara í eyði, en ábúandinn á Kaldbak fær lífstíð- arábúð á jörð sinni og mun nýta Kieifar. Jarðir þessar eru í vega sambandi og standa samgöngur þar enn til bóta. fir útgerðina að gera en að setja tryggmgu fyrir hugsanlegri sekt og togaranum verður siglt út aft- ur, þar sem Smith getur síðan tekið við stjóm hans að nýju! Eftir að varðskipið Óðinn hafði siglt brott frá Palliser á eftir tog- ' rranum, en hætt að eltast við hinn | raunverulega sökudólg, fór Palli- ser af stað til Bretlandseyja. Er ekki ósennilegt, að Smith skip- stjóri og Hunt skipherra hafi í ;aumi brosað að viðskiptum þeirra við fslendinga, en auðséð er nú, að samstarf þeirra hefur verið þaulhugsað og flutningur skip- stjórans um borð í Juniper og síð- an Palliser engin tilviljun. Smith hafur áður komizt í kast við íslenzku landhelgisgæzluna, eft ír frásögnum skipverja hans að dæma, en þeir segja, að íslenzkt varðskip haíi komið að togaranum Framhald á 15. síðu. KH-Reykjavík, 30. apríl. Ýmsir lögðu undrandi við hlust irnar í dag, þegtar þeir heyrðu Landssamband íslenzkna verzlun- armanna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsa sitt á hvað í útvarpinu frí og ekki frí 1. maí. L.Í.V. auiglýsti frí, en V.R. ekki frí. f kvöld fengu svo verzlunar- menn að vita vissu sína: þeir fá ekkert frí á morgun. — Það liggur ljóst fyrir, að verzlunarmenn eiga að hafa frí á morgum, eins og önnur félög í A.S.Í., sagði _Sverrir Hermannsson, Jormaður L.Í.V., þegar blaðið átti j tal við hann í kvöld. — Að þessu sinni hefur þó orðið samkomulag um, að þeir skuli ekki eiga frí á morgun, en það sikal verða í síð- asta skipti. Frekari upplýsingar var ekki að fá um málið, og itrekaðar tilraun- ir blaðsins til að ná tali af Guð- mundi Garðarssyni, formanni V.R. báru engan árangur. Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í., sagði, að A.S.Í. hefði eng- in afskipti af þessu haft og sér væri ókunmugt um, hvað hefði valdið þessu misræmi í auglýsing- um L.Í.V. og V.R.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.