Tíminn - 14.05.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.05.1963, Blaðsíða 15
Sþróttir Framhald af 5. síðu. á sér, að þeir eru komnir úr æf- ingu. Eftir atvikum var jafntefli sann gjörn úrslit, en heldur var Hellas samt nær sigrinum og sýndi já- kvæðari leik. Af Svíunum komst markvörðurinn Friborg langbezt út úr leiknum — einnig átti Jan Hodin (10) góðan leik. Annars er erfitt að trúa því að óreyndu, að Hellas sé eitt af sænsku 1. deild arliðunum og meistari utanhúss á síðasta ári. Handknattleikurinn, sem liðið býður upp á er þokka- legur, en án verulegra tilþrifa. Hjá landsliðinu slapp Gunnlaug- ur Hjálmarsson bezt frá leiknum, einnig var >orsteinn oft góður í markinu og tilraunin með Hörð Kristinsson á línunni virðist ætla að takast. — En eins og áður segir sluppu aðrir yfir höfuð ekki vel frá leiknum og tempoið var ekkert hjá Hðinu. — Mörkin fyrir lands- liðið skoruðu Gunnlaugur 7, Hörð- ur 4, Ingólfur 3, Sigurður Óskars son og Einar 2 hvor, Kristján, Guð jón og Karl Jóhannsson 1 hver. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson og hafði góð tök á leikn um. — alf. Reykjaneskjördæmi FUNDIR Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi verðas em hér segir: GRINDAVÍK, miðvikudaglnn 15. mai kl. 21.F rummælendur Ey- steinn Jónsson, form. Framsóknar- flokksins; Jón Skaftason, alþm. og Valtýr Guðjónsson, framkv.stj, SANDGERÐf, Fö^tudagur 17. maí kl. 21. Frummælendur Jón Skafta- son alþm. og Valtýr Guðiónsson, Sunnudaginn 19. ma. kl. 16. Frum- mælendur Jón Skaftason, alþm. og Valtýr Guðjónsson, framkv.stj. Sunnlendingar Almennur stjórnmálafund ur verður að Selfossi I ■dag, 14. maí, og liefst hann kl. 8,30. Frummælendur verða Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins og frambjóðendur á B-listanum í Suð'urlandskjördæmi. íbróttir Framhald af 5. síðu. Þetta er kannski ekki ofmælt hjá þjálfaranum, sem virðist hafa gert kraftaverk með Þrótt, en hvað um það — í gærkvöldi átti Þróttur góðan leik og þar sameinuðust allir leikmennirnir og börðust af miklum krafti allan leikinn og voru kvikkari á boltann en KR- ingarnir. Hjá Þrótti báru af þeir Axel Axelsson og Jens Karlsson og Guttormur í markinu bjargaði oft vel — enginn Þróttari átti slæman lei'k. KR-ingar áttu ekki heldur svo afleitan leik — þeir spiluðu oft laglega saman, en sóknin hjá þeim var ekki eins beitt og hjá Þrótti. Ellert fór íhægri framvarðarstöð una og vann mikið, en Bjarni í miðvarðarstöðuna. Með KR lék ný liði — Theodór Gumundsson — og slapp hann nokkuð vel frá Ieikn um. Dómari í leiknum var Steinn Guðmundsson og var þetta fyrsti meistaraflokksleikurinn, sem hann dæmir. Hann slapp nokkuð vel frá honum, en það er tæplega að hann lendi á jafn erfiðum leik og þessum á næstunni, þvi leikurinn bauð næstum upp á allt, sem í knattspyrnuleik getur skeð. — alf. Hersveitir (Framhfi 'r af 3 síðu) í Alabama hefði beitt ofbeldi við árekstrana i gær. Hann kvaðst hafa orðið fyrir barðinu á lög- regluþjóni, sem barði á sér með kylfu, og kona hans hefði verið slegin með byssuskefti. Þessi at- burður gerðist fyrir framan gisti húsið, sem þau hjón bjuggu á, en þar var settur lögregluvörður, eft- ir að sprengjum hafði verið varpað að húsinu. Lögreglustjóri fylkisins se.gir hins \egar, að þessi atburð- ur sé argasta lygi. AFP flytur þær fréttir frá Nash ville í Tennesee, að leynihreyfing- in Ku Klux Klan undirbúi nú leynifundi, og sé hætta á, að það- an spretti nýir árekstrar. i Auglýsið í TÍMANUM VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN Félagsfundur verður haldinn i Tiarnarbæ í kvöld (þriðjudag) kl. 9. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningamálin. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru beðnir að fjöimenna og sýna skír- teini við innganginn. Stjórnin. SÓLUSKATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1963, svo og hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður sröðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 13. maí 1963. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Arnarhvoli. T í M I N N, þriðjudagurinn 14. maí 1963. — I Stuðningsfólk | Framsóknarfl. Utankjörfundarkosning er hafin. Allir, sem ekki verða heima á kjördag 9. júní, ættu að kjósa sem fyrst, svo að atkvæðin komizt örugg- lega í viðkomandi kjördeild fyrir kjördag. Kjósa má fajá sýslumönnum, hreppstjór- um, bæjarfógetum, og í Reykjavík hjá borgarfógeta — Melaskólanum í kjallara. — Þar verður opið alla virka daga frá kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga fcl. 14 —18. Erlendis er faægt að kjósa hjá íslenzkum sendi- fulltrúum. Listi Framsóknarflokksins í öllum kjördæmum er B-list- inn. Þegar menn greiða Framsóknarflokknum at- kvæði í utankjörfundarkosn ingu, ber að skrifa stórt B á kjörseðilinn. Skrifstofa flokksins í Tjarn- argötu 26 veitir allar upplýs- ingar viðvíkjandi útankjör- fundarkosningum. — Símar 15564 — 16066 — 17945. Látið skrifstofuna vita um þá stuðningsmenn flokksins, sem verða að heiman á kjördag. L— — .■) Skemmtikvöld Félag ungra Framsóknarmanna i Eeykjavík efnir tll skemmti- kvölds í Súlnasalnum á Hótel Sögu fimmtudaginn 16. þ.m. með fjöl- breyttum skenimtiatriðum. Er öllu Framsóknarfólki og gestum þess boðið á meðan húsrúm leyfir. — Boðsmiða má sækja á skrifstofuna í Tjarnargötu 26, eða á hverfa skrifstofurnar. V. . - ------------- Fágæfar bækur Framhald af 16. síðu. sínu í Hafnarfjörð og ferðuðust m. a. til Heklu og Skálholts. Er þeim hælt a hvert reipi. Er sagt frá því, að þeir hafi lagt mikið kapp á að safna bókum. Er þeir komu í Skálholt tók Bjarni Jóns- son á móti þeim með kvæði og er það birt, bæði á íslenzku og latínu. Upphaf þessa fyrsta kvæðis, sem birtist í hérlendu fréttablaði er á þessa leið. Velkoman víst með Sóma, vís þjóð af Enskre Slóðú, Fagnar þer fyrst af megne, Frón ísa með príse, Karlar, Konur og Syner, kætaz með fögur læte, Himen, S]ór, Hauðr, geimar, hljóðande gleðe bjóða. Vafalítið selzt þessi fágæta bók fyrir himiviháa upphæð. Þarna verða einnig margar aðrar fágætai bækur á boðstólum. Þarna er biblía Matthíasar Joch umssonar, er hann gaf áritaða og skrifar á saurblað hennar vísu með eigin hendi. Þetta er „heiðna Diblía“ svonefnda, gefin út 1908, og sjaldgæí, þótt ekki kæmi árit- un þjóðskáldsins til. Of langt yrði upp að telja allar þær bækur, sem þarna verða á boð stólum, en nefna má: Frumút- gáfu af Mannamun eftir Jón Mýr- dal, 1872. Sigríði Eyjafjarðarsól, eftir Ara Jónsson, 1879, Safn til sögu íslands I.-V., íslands Kort- lægning, Munksgárd 1944, Kongs Christians þess Fimmta Norsiku- Lög, Hrappsey 1779, Forordning- er og ábne breve I.—III., Hrapps- ey & Khöfn 1776-1787, Magnús Ketilsson gaf út, Guðhrandsbiblíu, Ijósprentun), Söguágrip um prentsmiðjur og prentara eftir Jón Borgfirðing, gefið út í Reykjavík 1867, kápueintak o. fl. o. fl. |Smíða sfálskip Framhald at 2. síðu. — Hve stór skip gefið þið smíðað hér? — Við getum smíðað hér allt upp í 230 tonna frambyggð stál- skip. Og það byggingarlag mun verða ríkjandi í framtíðinni. — Hvaða um aðsföðuma til skipasmíði hérlendis? — Hún mætti vissulega vera betri. Ég get ekki sagt, að við höfum m;ett eins miklum skiln- ingi og við hefðum kosið. Það hefur verið erfitt að koma þessu upp, og við höfum orðið að leggja okkar eigið fé í þetta. Sovézk kvikmyndadís Framhald af 16. síðu. aðdáendum frá ýmsum l'öndum. Leilkkonan kvaðst gjarnan vilja faafa faér lengri dvöl en raun væri á, en faún yrði að vera komin faeim eftir vi'ku, því að þar biði hennar að gauga undir próf í leikskólan- urn í Moskvu. Kvikmymdir í Sovétríkjunum eru framleiddar í ýmsum stærstu borgum, þar er engin sérst.ök „faollývúdd“, sumar eru fram- leiddar í kvikmyindaverinu Mos- film í Moskvu, þar sem fratn- leiddar eru um 25 „sögu“-kvik- myndir á ári auk styttri. mynda og fræðslumynda. Leikstjórarnir vinna í kvi'kmyndaverunum til iskiptis, Rjazanov byrjaði kvik- myndastjórn fyrir tæpum tuttugu árum, en Karasik eftir stríð. Þeir töldu sjómvarp ekki hafa haft verul'eg áfarif á aðsókn í kvik- myndafaúsum, þar væri ekki um að ræða fceppni á milli, eins og á vesturlöndum, og yfirleitt væru þar bæði leikhús og bíó alltaf full, þótt sýningar stæðu yfir í borg- um daglangt og langt fram á kvöld, venjulega um sjö sýningar frá kl. 11 árdegis til 11 á kvöldin. Kvikmyndafólkið kom hingað fá Kaupmannahöfn, þar sem stað- ið hefur yfir sams konar kvik- myndavika og hér verður nú haldin. Fréttafölsun Mbl. Framhald af 16. síðu. samningnum létt af og segja að það þýði, að Framsóknar flokkurinn vilji rifta samn- ingnum einhliða. — Líklega hafa þessi blöð aldrei fyrr komizt jafn langt í fölsun- um, útúrsnúningum og rang færslum en í þessu tilfelli. Þau hafa endanlega fest við sig fréttafalsanaorlðið, sem þau eru að reyna að klína á aðra. — Svona mál- flutningur dæmir sig annars bezt sjálfur en er jafnframt góð sönnun um óttann og ráðaleysið í stjórnarherbúð- unum um þessar mundir. Flóttinn frá málefnabarátt- unni er að komast í algleym ing og það er flúið yfir í beinar falsanir og óhróður um Framsóknarflokkinn. — Nánar er rætt um þetta mál í Víðavangi, bl. 2. Landhelgin of sfdr? ] Framhald af 16. síðu. in eru yfirleitt að verða hraðskreið | ari en landhelgisbrjótarnir og geta j siglt auðveldlega fast upp við hlið 1 þeirra, þannig að auðvelt er að j miða byssunni nákvæmlega og ; beina kúlunni á þann stað, þar j sem minnstar og jafnvel engar lík ur eru á, að tjón verði unnið á mönnum, þá segir Bjarni að alls ekki megi skjóta. Bjarni hefur verið að reyna að deila á Tímann fyrir það, að vilja ekki láta bíða með það í lengstu lög, að skotið vaéri föstum skot- um að landfaelgishrjótum. Tíminn er ekki ag finna að því að ekki |sé skotið fyrr en í lengstu lög. Hins vegar mótmælir hann því iharðlega, að ekki sé skotið í lerlgstu lög — eins og átti sér stað í Milwood-málinu, svo sem frægt er orðið. Kveíktu í fötum Framhald af 16. síðu. en strákarnir sneru sér þá að drengnum. Tveir lögðu drenginn á bakið og héldu lionum meðan sá þriðji kveikti á eldspýtu og bar hana logandi að fötum drengsins. Tilraunin misheppnaðist, en sá, sem hafði stokkinn með höndum, kveikti þá í nokkrum spýtum og stakk þeim inn í stokkinn og lagði hann svo við buxur drengsins um hnéð. Eldurinn blossaði upp, en í sömu svifum slepptu þeir drengn um og höfðu sig skjótlega burt._ Drengurin gat slökkt í fötunum með því að leggja hendina ofan á eldinn og kæfa hann. Meðan svipt- ingarnar stóðu yfir heyrði hann strákana segja, að hann væri sá fimmti, sem þeir reyndu við. Sín á milli köliuðu þeir hvern annan þessum nöfnum; Botti, Gunni og Bjössi. Tveir þeirra voru á reið- hjólum og reiddu þriðja; tveir voru Ijóshærðir og ein rauðhærð- ur, samikvæmt frásögn drengsins. Þeir voru allir í dökkum fötum. Rannsóknarlögreglan biður menn að hjálpa tit að finna þessa pilta. Sungiö á Akranesi Framhald aí 2. síðu. blokkflautunemenidur Sigurðar Markússonar; Ragna Björk Krist- mundsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Salvör Aradóttir, Ásgerður Hjálms dóttir, Helga Oliversdóttir, Hrefna Grétarsdóttir og Sigríður Magnús- dóttir. Einleik og tvíleik á klari- nett létu Anna Helgadóttir, Þórir Bergmundsson, Ellert Ingvarsson og Guðjón Guðmundsson, rn-eð undirleik Ásu Valdimarsdóttur. Þá söng Einar Sturluson með undir- leik Hauks Guðlaugssonar fjögur lög úr Ástum skáldsins eftir Schu- mann. Og en,n iéku píanónemendur eitt lag hver; Jóhanna Einarsdótt- ir. Birna Hjaltadóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Ása María Valdi- marsdóttir, Guðný Margrét Magn- úsdóttir, Karl J. Sighvatsson og Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Þóttu tónleikar þessir takast sérstak- lega vel og vera öllum til sóm,a. Ég þakka hjartanlega börnum mínum og vinum er glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 24 apríl s. 1. meS heim- sóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Þórurm Guðmundsdóttir. Fyrir hönd allra aSstandenda þakka ég innilega auSsýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarSarför mannslns míns GUÐBRANDAR GESTSSONAR, Hóli, HörSudal. Margrét Teitsdóttir. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.