Tíminn - 19.05.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1963, Blaðsíða 9
Það tókst - en ég veit eigin- lega ekki, hvernig það tókst verk að vtena, og var8 að leysa þau af hendi umsvifalaust. Það varð að sjá fyrir myndatökustöð umum, leikmunum, myrkraklef- um, flutningum, rafm., athuga veðurskilyrði, S'ólbirtu og margt annað, sem myndatökunni kom við, og fólkinu varð líka að sjá fyrir morgunkaffi, þvotti og öli. En vandamál síðasta atriðisins var aldrei leyst. Svo gekk ég á fund leikar- anna — og satt að segja hafði ég beðið þeirrar stundar með mestri eftirvæntingu. Þegar hóf ust löngu og ýtarleg samtöl, er fyrst einkenndust af gagnkvæm um óróleik, sem þó veik hratt fyrir traustinu, sem stafaði af því. að við fundum, að þrátt fyrir allan mun í orðum, töluð- um við sama málið — mál þess arar listgreinar. Ég hef orðið við þeim til- mælum að skrifa þessar línur, einkum vegna þess, að það gef- ur mér færi á að votta hinum íslenzku leikurum þakkir mínar og aðdáun og fullvissa þá um virðingu mína. f stórum sem smáum hlutrverkum fann ég þarna ljósvakandi og lifandi túlkendur, marga á alþjóðlegan mælikvarða. Ég hitti fyrir dug- andi, þjálfaða leikara, er gagn- stætt því sem ég hafði búizt við, beittu nýtízkulegum afslöppun- um, leikstíl, sem unnt reynist að fella vel að kröfum kvikmynd- arinnar um túlkunarhátt. Eng- hm er svo ofurseldur sem kvik myndaleikarinn. Hann er svipt- ur eðlilegum viðbragðsforsend- um. Hann hefur enga áhorfend ur við að styðjast og hann nýtur ékki Ieiðsagnar samhengisins. Hann getur ekki dæmt um þau áhrif, sem lýsing, 'myndaform, Hlpping og fleira hefur á ár- angur leiks hans. Hann verður að ofurselja sig alveg kvik- myndastjóranum. Hinir ís- lenzku leikarar komu til móts við mig í óskoruðu trausti og störfuðu af skilyrðislausri að- lögun. Heiðurinn af ágætum árangri, sem oft má sjá, er all- ur þeirra, en ábyrgðin á veilun- um öll mín — öll. við málið — viðureign, sem hélzt samhliða allri myndatökunni. Marga næturstund veltu menn tali myndarinnar fyrir sér, grandskoðuðu uppruna hvers orðs, merkingu og hljóm. Maður hlustaði eins og eyrun leyfðu á götum, veitingahúsum og í sölu búðum til þess að finna réttan hljómblæ, hljómfall og tilbrigði — og smátt og smátt opnaðist málið fyrir mér — hið fegursta og hreinasta allra norrænna mála — opnaðist með hljómi og þýðingu í orðum, sem okkar eigin tunga á aðeins veikan óm af. Og samtímis tók maður að skynja fólkið umhverfis sig og varð enn einu sinni að viður- kenna, að málið er lykillinn að mannssálinni. Ég er mjög þakk- látur fyrir það, að starfið við þessa kvikmynd hefur haft það í för með sér, að íslendingum er hollast að tala varlega í ná- vist minni, því að þeir eiga á hættu, að ég skilji þá. Spyrjið mig svo ekki.að öðru leyU um það, hvernig þetta hafi gengið. Ég veit það eitt, að það tókst, en er þó eiginlega ekki ljóst, hvernig því vék við að það tókst. Ef til vill voru töfrar hins hreina og tæra lofts að verki og gæddu okkur þrótti, og mjög örvaði það okkur að finna hinn mikla áhuga, sem beindist að þessari fyrstu, íslenzku kvik- mynd, en þó held ég, að það hafi verið þeir gömlu, sem studdu okkur bezt. Þeir gömlu töluðu um hamlngju, sem kon- ungar og víkingar áttu að búa yfir, ef þeir áttu að komast nokkuð áleiðis. Það er enn mik ið af þessari hamingju á fslandi — og það hlýtur öllum að liggja í augum uppi, því að annars væri lýðveldið ekki til — og okkur gafst ofurlítill skerfur af þessari hamingju. Þess vegna tókst okkur að ljúka verkinu á 28 dögum, sem voru að meðal- tali 17 starfsstundir. Það er að vísu gott út af fyrir sig, að ljúka ætlunarverki á tilsettum tíma og fara ekki fram úr fjárhagsáætlun, en þó er það árangurinn- einn, sem máli skiptir. Ég er að sjálfsögðu ekki réttur dómari um hann, en ég vil þó leyfa mér að segja svo mikið, að í hverri einustu kvik- mynd hlýtur að vera eitthvað, sem maður vildi hafa á annan veg eftir á. Og í þessari kvik- mynd eru þessi atriði færri en í mörgum öðrum. Kvikmyndin hlaut metað- sókn. Af 70 þúsund íbúum Rvíkur fóru 40 þúsund að horfa á hann, þó að aðgangs- eyrir væri tvöfaldur, og það er þegar orðið ljóst, að hún gerir meira en að borga sig innan- lands. Þetta er sagt án nokkurs sig- urhroka, heldur til þess eins að færa sönnur á, að hið ómögu- lega er hægt að gera — að minnsta kosti á íslandi. Einn beiskur dropi er þó í bikamum, og aðsóknina að myndinni má vafalaust að nokkru þakka því, að einstök atriði í myndinni, þau sem lýsa ástarsamlífi aðalpersónanna, hafa vakið undarlega hneykslun sumra manna og orðið orsök ákafrar gagnrýni. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Ég taldi ekki hafa verið stofnað til slikrar hneykslunar. Ég er hatrammur andstæðing- ur þess að vefa inn í kvikmynd ir ástaratriði, sem ekki eiga sér eðlileg tengsl við efnismeð- ferð myndarinnar, enda hafði ég enga ástæðu til slíks í gróða skyni, þar sem hvorki ég né kvikmyndafélag mitt gat haft hag eða óhag af myndinni. Þessi atriði em þama og þau eru svona aðeins vegna þess. að bað var og er enn minnskiln ingur að söguna af Ragnari og Gógó sé ekki hægt að túlka án þeirra. Samhandið milli hins látlausa og hreinhugaða leigu- bílstjóra, sem á rætur sínar í íslenzku bændalífi, og stúlkunn ar Gógó, hins reikula og kleyf- huga borgarbarns með ófull- nægðar hvatir hlýtur að mistak ast. Allt skilur þau að — fé- lagsaðstaða og skapgerð, upp- runi og afstaða. Þítta era tvær manneskjur, sem sífellt farast á mis og ná ekki samstillingu nema í rúminu. Hið eina, sem Framh. á bls. 15. Samtímis hófst viðureignin T í M I N N, sunnudagurian 19. maí 1963. J 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.