Alþýðublaðið - 13.02.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XXII. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGUR 13. FEBR. 1941
37. TÖLUBLAÐ
Franco og Fétain hlttast á
Suður-Frafcklandi í dag.
■ ♦ ----
Frasseo fér frá ifalfo í morgun.
------♦------
'C' RANCO fór frá landpmærabænum Bordighera á Norð-
ur-ítalíu í morgun, þar sem hann átti langar við-
ræður við Mussolini bæði fyrri partinn og seinni partinn
í gær.
Á leiðinni yfir Suður-Frakkland ætlaði hann í dag að hitta
Pétain marskálk og borða með honum miðdegisverð, en viðstadd-
ir fund þeirra verða einnig Suner, utanríkismálaráðherra Francos,
Darlan, flotamálaráðherra Pétains, Peyrouton, innanríkisráðherra
hans, og Pétri, sendiherra Pétains í Madrid.
flotbrýr á norðurl
kr.
Þjóðverjar nndirbúa nn op-
inberlega árás á Búlgariu.
Eru að bjroBja
bökknm Dónár.
FREGNIR FRÁ BALKANSKAGA í gærkveldi og í
morgun herma, að mikill viðbúnaður sé nú hjá þýzka
hernum í Rúmeníu og sé hann byrjaður að byggja flotbrýr
á norðurbökkum Donár, sem ekki geta verið ætlaðar til
annars en til innrásar í Búlgaríu.
Allar járnbrautarlestir í Rúmeníu eru fullar af þýzku her-
liði, og járnbrautarstöðvárnar undir þýzkum herverði.
Frjálsir Frakkar, sem komu frá Sýrlandi til Egyptalands í fyrrasumar og nú berjast við
hlið Breta móti Itölum í Libyu.
. övenjuleg berhvöt
tii frjálsra Frabka.
Franskur herforingi í London
ávarpar fronsku hermennina í
Sííður-Libyu með nöfnum!
F"' RANSKUR hershöfðingi
talaði í útvarpið í London
í gær til frjálsra Frakka um
aiian heim og hvatti þá til þess
að berjast drengilega við hlið
Breta gegn hinum sameiginlega
óvini.
Vákti þessi ræða mikla at-
hygli, því það kom í ljós, að
hershöfðinginn þekkir persónu-
iega marga þá liðsforingja og
hermenn í liði hinna frjálsu
Frakka, sem nú sækja fram frá
Mið-Afríku inn í Suður-Libyu.
Ávarpaði hann þá með nöfn-
um, suma meir að segja með
gælunöfnum og sagði, að þess
væri vænst, að þeir létu áður en
langí um liði sjá sig í Tripolis,
en það er höfuðborgin í Vestur-
Lihyu. sem ítalir hafa enn á
valdi sínu.
Bpnzfear loftárásir frá
Horeol til Abessiaiu.
Bretar gerðu stórkostlegar
loftárásir í fyrrinótt á flugvelli
Þjóöverja viö Catania og Co-
miso á Sikiley og á flugvelli ít-
ala á eyjunni Rhodos. Enn
fremur geröu þeir stórfelída
loftárás á flugvöllinn við Addis
Abeba í Abessiníu.
Norðan Aipafjalla gerðu
Bretar í fyrrinótt ekki aðeins
loftárásir á þýzkar börgir svo
sem Hannover og Bremen,
heldur og á þýzka flugbátastöð
við Thisted á Norður-Jótlandi
og á þýzk flutningaskip undan
Kristiansand í Suður-Noregi.
i__L........ .......
Dr. Síomn Jóh. Ágústsson
flytur X. erindi sitt um uppeld-
jsmál í (útvarpið kl. 19,25 í kböld.
Ekkert hefir verið látið uppi
um árangurinn af fundi þeirra
Mussolinis og Franoos annað en
það, að fullt samkomiilag liafi
veríð með þeim um öll mál,
sem rædd hafi verið. í London'
er þó ekki talið líklegt, að Franco
verði , ginnkeyptur við því, að
ganga í lið með möndulveldun-
um nú, fyrst hann ekki gerði það
í fyrrasumar. Hins vegar er alls
staðar borið á móti orðróminxun
um það, að Mussolini hafi beðið
Franoo að gerast miiligöngu-
maður milli hans og Breta, og
'segja menin í London, að Musso-
lini sé þegar allt of háður Hit-
ler til þess, að geta leyfí sér
það.
Mikil leynd var á fundum þeirra
Mussolinis og Franoos, og fengu
Spánverjar t. d. ekkert að vita
um ferðalag foringja síns fyrr
ea i morgun.
Willkie segir:
Bandaríkin geta sent
Bretun fleiri tund-
Svar við ummæium Knox.
T17ENDELL WILLKIE svar-
* * aði í gær ummælum, sem
Knox flotaforingi Band.aríkj-
anna hafði haft þess efnis, að
Bandaríkin gætu' ekki séð af
fleiri tundurspillum til Breta.
En þau orð hafði Knox látið
falla eftir að Willkie hafði lagt
til að senda Bretum 10—15
tundurspilla á hverjum mánuði.
Willkie sagðist hafa það frá
Frh. á 2. síðu.
Sendiherra Breta sóttur*
af tjrrkneskn shipi.
Rúmenar hafa ekkert fengið
að vita um það, að Bretar væru
búnir að slíta stjórnmálasam-
bandi við landið, fyr en í morg-
un. Þá birtist stutt frétt um það
í blöðunum í Búkarest.
Tilkynnt var í Ankara í
morgun, að tyrkneskt skip væri
á leið til Svartahafshafnarinn-
ar Constanza í Rúmeníu til
þess að sækja sendiherra Breta
og fylgdarlið hans, og myndi
skipið korna aftur til Tyrk-
lands á sunnudaginn.
Stjórnir Hollands og Belgíu,
sem nú dvelja í London, hafá
einnig slitið stjórnmálasam-
bandi við Rúmeníu.
í Sofia, höfuðborg Búlgaríu,
er borið á móti því, að nokkrir
þýzkir hermenn séu komnir til
Búlgaríu og því hefir enn verið
lýst yfir af hálfu stjórnarinnar,
að Búlgaría vilji um fram allt
annað varðveita hlutleysi sitt í
stríðinu.
í Ankara hefir því enn einu
sinni verið iýst yíir, að Tyrkir
séu við því búnir að grípa til
vopna.
Bretar borgaj 5 millj. kr. til
uppbótar á útfluttar afurðir.
—---♦--
Vegna markaðstapsins á meginlandinn.
SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM, sem fjármálaráðherra
gaf einu dagblaðanna í gær, hafa Bretar gengið inn á
að greiða verulega fjárupphæð til verðuppbótar á útflutt-
um afurðum, sem framleiddar voru hér síðastliðið ár, en
sem ekki seldust á erlendum markaði fyrir framleiðslu-
verð.
Hér mun aðallega vera að ræða um þær afurðir, sem áður
seldust á meginlandinu, en ekki var hægt að selja þangað vegna
hafnbanns Breta og heríöku landsins.
Samningar um þetta munu hafa tekizt s.l. haust og munu
Bretar hafa lagt fram í þessu skyni um 200 þúsund sterlings-
pund, eða um 5 milljónir íslenzkra króna.
Ríkisstjórnin hefir skipað 5
manna nefnd til að hafa með
höndum verðjöfnunina, þegar
þar að kæmi og eiga sæti í
nefndinni: Vilhjálmur Þór, Ás-
geir Ásgeirsson, Georg Ólafs-
son, Richard Thors og Jón
Árnason.
Nefndiri hefir hins vegar ekk-
^rt starfað enn sem komið er,
enda er verðjöfnun næsta ó-
möguleg sem stendur, þar sem
ekki er hægt að miða við verð
afurðanna, sem eru óseldar.
Ástæðan fyrir því, að um-
ræður hafa nú hafizt um þetta
mál, er tillaga, sem tveir þing-
menn Framsóknarflokksins
fluttu á Búnaðarþingi og var
svohljóðandi:
,,Búnaðarþingið ályktar að
skora á ríkisstjórnina, að gera
nú þegar ráðstafanir til þess að
greiddar verði verðuppbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir.
Verðuppbætur skulu greidd-
ar jafnóðum og vörurnar eru
fluttar úr landi og séu þær ekki
lægri en svo, að neðangreint
verð fáist fyrir eftirtaldar vör-
ur f.o.b.:
Frosið dilkakjöt: Að verð á
því verði ekki lægra en fyrir
kjöt á innlendum markaði og
sé þó verðjöfnunargjaldið end-
urgreitt.
Gærur: Kr. 4,00 pr. kg.
Garnir hreinsaðar: Kx. 2,00
Frh. á 4. síðu.