Alþýðublaðið - 20.03.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1941, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1941. ALÞÝÐUBLAÐIÐ AIÞÝÐUHÚS REYKJAVÍKUR H. F. AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 30. marz n. k. og hefst kl. 1.30 síðdegis, stundvíslega. — Verkefni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam- þykktum félagsins. Hluthafar, sem hafa rétt til að sitja aðalfund, vitji að- göngumiða í andyri Alþýðuhússins, — gengið inn frá Hverf- isgötu, — kl. 5—7 síðdegis síðustu 7 virku dagana fyrir fundinn. Á sama stað og tíma liggur frammi reikningur félags- ins, til athugunar fyrir hluthafa. STJÓRNIN. BA Hér með er öllum stranglega bannað að fara um borð í „S/s Wirta,“ sem liggur strandað í Skerjafirði, eða að taka nokkurn hlut úr skipinu. Ef út af þessu er brugðið, verða þeir, er slíkt gera, látnir sæta ábyrgð. , Reykjavík, 19. marz 1941. MaraKil i'aalserg. HÚSGAGNASMIÐIR! Möfiina iiá aftaar fesasfið lirasgagiii&-' fjaðrir allar veisjnlegar stærðir. Verslunin BRYNJA Notið tækifærið Niðursett verð! Gúmmískógerðinni Laugavegi 68. „Súðin“ áætluð vestur um til Akureyr- ar n.k. laugardagskvöld 22. þ. m. Viðkomustaðir í báðum leið- um: Sandur, Ólafsvík, Stykkis- hólmur, Flatey, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, ísafjörður, Siglufjörður og auk þess í suðurleið Hofsós, Sauð- árkrókur, Skagaströnd, Blöndu- ós, Hvammstangi, Borðeyri, Bitrufjörður, Hólmavík, Djúpa- vík, Norðurfjörður, Sveinseyri, og Patreksfjörður. Vörumót- taka meðan rúm leyfir fram til hádegis á föstudag. WÚNVÍK^TiiKWNlmm FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 81/2- Skýrsla um sjúkrasjóð. Felix Guðmundsson flytur er- ; indi. Félagar, fjölmennið! — Æðstitemplar. Útbreiðið Alþý&ublaðið! Taogastríð mm Portðgal. Gn pað verður tilgangslanst segja Bretar. ÞJOÐVERJAR hafa hafið taugastríð gegn Portúgal og nota við það allar gömlu að- ferðirnar. Reyna þeir að æsa Portúgala gegn Bretum með því að halda því fram, að Bretar ætli að hernema Azoreyjar, — einnig beita þeir hótunum og smjaðri í þessu taugastríði. ( Otvarpið í Londíom sagði i dag um hádegi, að ekki væri gott að sjá hvað Þjóðverjar ætluðu sér með þessu taugastríði gegn Portúgal, en pað myndi að minnsta kosti verða tilgangslaust, pví að rótgxóin vinátta væri milli Portúgaia og Breta. Stundin, 2. tbl. II. árg. er nýkomið út. Efni: Nótt í Finn- landi, eftir Brodda Jóhannesson, Skeggjaði hvítvoðungurinn, eftir Valentin Katajev, Norðangarri hugarfarsins, eftir S. B., Æfintýr- ið um heiðursmennina, Skipulagn- ing, eftir G. Brockmann, Rúss- neskar konur, II. Hin trygga, Sú ráðkæna, eftir Remisow, Stjórn- arhættir, stjórnskipulag, einræði, eftir Platon o. fl. Viðskiptaskráin 1941 er nýkomin út og er fjórði árg. Nær skráin yfir 21 kaupstað og kauptún í landinu og fylgir henni nýtt kort af Reykjavík. Er þetta stór bók og hefir mikinn fróðleik að færa. Styðjið Bsnaleinil' ið forboðann. Hvarp til almennings frá und- irbúningsnefndinni. UM LEIÐ og við hefjum und- irbúningsstarfið fyrir sum- ardvöil barna á vegum Vorboðaus á komandi sumri, verðum við enn á ný að reyna á höfðmgsilund Reykvíkinga, sem á undanförnum árurn hafa ávallt sýnt starfi okk- ar samúð og skilning og stutt okkur á ’ drengilegan hátt, og vottum við peim okkar innileg- asta pakklæti fyrir pað. Við höfum ákveðið að halda hlutaveltu sunnudaginn 30. p. m. ti,I ágóða fyrir sumarstarfið, og em konur nú á ferðinni að safna munum. Við treystum ykkur, góðir Reykvíkingar, að bregðast vei við, pvt aldrei hefir p&rfin verið meiri en nú, að vél takist og að börnin komist í sveit og pað sem allra fyrst. iTabmarkið er: Öll börn úr bænum í öryggi sveitanna, frá-alls konar hættum á pessum alvarlegu tímum. Rárnaheixni’itnefnd Vorbaðans. Stjðrnarkosning í Féiagi latvörn- kanpmanna. O L. föstudag fór fram O stjórnarkosning á aðal- fundi Félags matvörukaup- manna í Reykjavík. Fráfarandi formaður félags- ins, Guðmundur Guðjónsson, var endurkosinn. Or stjórninni áttu að ganga Simon Jðnssan og Tómas Jóns- son, en voni báðir enidurkoenir. Fyrir voru í stjórninni: Sigurliði Kristjánsson og Sigurbjöm Þor- keisson. I varastjórn v&ru kiosnir Kristján Jönsson, Siguröur Hall- dórsson og Sigurjón Jónssion. Endurskoðendur: Sig. Þ. Jónsson og Gustav Kristjánssion. BAÚKANSKAGI Frh. af 1. Síðu. ast á land pieirra. Hervæðing í landinu) heldur stöougt áfram og er frá pví skýrt, að hermennirniir syngi háðvísur um Hitler og Mussolini. Það er og taiinn vott- ur um vaxandi samúð með Bret- um á Bálkanskaga, að í gær höfðu peir viðræður á eyjunni Cypern, Eden, utanríkismálaráö- herra Breta, og Sarajoglu, utan- ríkismálaráðherra Tyrkja. Bauð Eden Sarajoglu til eyjarínnar, en íbúar hennar eru grískir og Tyrk- neskir. Ræddu peir breyít við- horf, sem orðið hafa sTðan Eden var í Ankara fyrir rúmri viku. I opinberri tilkynningu segir, að fullt samkomuiag hafi orðið. Að viðræðunum loknum hafði blaðamaður frá tyrknesku blaði samtal við Sarajoglu og lét hann svo Um mælt, að hann væri sannfærður um sigur Breta, Grikkja og Tyrkja og að sigrar Grikkja gleddu Tyrki jafn mikið og að þeir hefðu unnið pá sjálfir. -------UM DAGINN OG VEGINN--------------------V ] Vorið er að koma. Hreinsum bæimx undir sumarið. Moldar- I < byrgi Bretanna og sóðaskapurinn. Sagan um tvo sveita- * ] menn, svartadauðaflöskurnar og rónaxm. Umrnæli nazistans ► um íslenzku skipin og kafbátahernað Þjóðverja. | ----— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —r--------- SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON talaði svo vel um vorið og vorhugann s.l. mánudagskvöld, að ég hef eiginlega engu við að bæta, og ætlaði ég þó að rabba svolítið um þetta í dag. Ég veit ekki hvern ig það er, en ég yngist allt af á vorin og batna í skapi. Það er eins og sólskin flæði um menn, þegar sólin hækkar á lofti. En í sambandi við þetta vildi ég fyrir hönd allra borgara í þessum bæ fastlega mæl- ast til þess við borgarstjóra og bæjarverkfræðing, . lögreglustjóra og . heilbrigðisyfirvöld, .að .þau hreinsuðu .svolítið . til í bænum undir sumarið, því að eins og ég sagði síðast, þá hefir sóðaskapur og hirðuleysi aukisí gífurlega í vetur. EN NAUÐSYNLEGAST a/ öllu er þó að gera eitthvað við göturnar, því að þær eru víða al- veg ófærar. Það þýðir víst ekkert að skipa Bretunum á burt með alla þessa moldarhausa af götu- hornunum, en þeir eru þrátt fyrir allt og allt það ógeðslegasta,. sem við verðum að horfa upp á á göt- unum okkar — og þó sérstaklega vegna þess, að pokarnir eru rifn- ir og tættir og moldin fer um allt umhverfið og gerir það mórautt. Má vera að þetta sé þeim að kenna, sem leika sér að því að rífa gat á pokana og ryðja þeim um. ÞESSI atburður gerðist fyrir nokkrum dögum: Tveir sveita- menn, sem eru gestir í hænum ætluðu að skemmta sér og töldu sig þurfa ,,Svaradauða“ til þess að skemmtunin yrði fullkomin. —- Þeir gengu því til Vínverzlunar- innar og er þeir komu að dyrum hennar, sáu þeir skuggalegan flæking standa þar og gefa þeim auga. Hafði annar þeirra o'rð á því, að þessi náungi væri víst ,,róni“, eins og hann hafði heyrt einhverja manntegund kallaða hér í bænum. ÞEIR KEYPTU nú „Svarta- dauðann“ og gengu hreyknir út úr vínbúðinni. En þeim leyst ekki á blikuna, þegar þeir sáu, að „rón- inn“ stóð þar enn fyrir utan og gaf þeim nú hálfu verra auga en áður. Þeir hröðuðu sér fram hjá honum með sína flöskuna hvor í handarkrikunum, — en þá tók „róninn“ upp á því að snúa sér við og elta þá. Nú vandaðist mál- ið. Þeir hröðuðu sér þá líka, og er þeir komu á móts við Lífstykkja- búðina fóru þeir að hlaupa og „róninn" gerði slfkt hið sama. Hraðinn óx og gestirnir komu á móts við lögreglustöðina flúðu þeir inn í ,,portið“. Sá, sem minna átti af hugrekki, fekk nú hinum sína flösku, stakk hann sér síð- an bak við bíl, sem þarna var, en sá sem var með flöskurnar * 1 hljóp upp kjallaratröppurnar, sen® eru þarna að húsabaki. „RÓNINN“ hraðaði sér á eítir honum, en stöðvaðist í þeim miðj- um, benti á hinn lafhrædda mann og sagði eitthvað, en hann skalf svo að flöskurnar duttu og möl- brotnuðu. Lögregluþjónar gægð- ust nú út um bakgluggann og sáu þar majnnfjölda og að eitthvað sérstakt var um að vera. Lauk þessu með því að lögreglan skarst í lfeikinn. — Það er hættulegt a® kaupa „Svartadauða“ í Reykja- vík og vita ekki hversu meinlaus- ir ,,rónarnir“ okkar eru yfirleitt! MAÐUR, seip hefir haft mjög mikla ást á Hitler og þýzka naz- ismanum sagði við mig í haust, að þáð myndi aldrei verða, að þýzkir kafbátar myndu skjóta niður ísl. skip. ,,Og, ef þau gera það,“ bætti hann við, „fullvissa ég þig um það, að Þjóðverjar eru þá sjálfir farnir að halda að þeir muni tapa stríð- inu.“ — Kannske er þarna skýr- ingin á þeim næstum því óskiljan- legu aðförum, sem við höfum orðið fyrir síðustu dagana? Hannes á horninn. —-----------------------:-------i ÁRÁSIN á london Frh. af 1. síðu. síðan létu þeir rigna eld- sprengjum og loks sprengjum af þyngstu gerð. Hittu þeir mörg íbúðahverfi, þar á meðal mörg sjúkrahús, og er talið að tjónið hafi orðið mest á Tham- es-árbökkum. t. - .' I . 'v. \ ODDSEMDING til kanpsRda Alþýðablaðsiits út a« latið. Alþýðublaðið hefir, sem kunnugt er, verið selt lægra verði utan Reykjavíkur og nágrennis. Nú hefir verð blaðsins í Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni, verið hækkað í kr. 3,00 um mánuðinn, vegna sí- vaxandi útgáfukostnaðar. Óhjákvæmilegt er að blaðið hækki nú líka nokkuð út um land og hefir sú hækkun verið ákveðin þannig, að blaðið kostar nú kr. 6,00 um ársfjórðung, í stað kr. 5,00 áður, og kemur þessi hækkun til framkvæmda frá 1. 'apríl n.k. í lausasölu kostar blaðið nú kr. 0,15 hvert einstakt blað. Gjalddagar blaðsins eru þeir sömu og áður og eru kaup- endur vinsamlega beðnir að sénda greiðslur sínar í rétta gjalddaga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.