Alþýðublaðið - 24.04.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.04.1941, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. APRIU 1941 ALÞYÐUBLAÐIÐ --------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Sumarmál. -4- T GÆR, síðasta vetrardag, feng- Um við heim til okkar fvo skipsbrotsmenn, þá einu, sem b'jörguðust af fimmtán manna skipshöfn, þegar stærsti og mynj arlegiasti togarinn okkar var skot- iinn í kaf. < f dag fagna þeir sumrinu eins og við hin, vi;ð hlið konu og barna. Veturinn hefir reynst okk- !ur dýr; að minnsta kosti sjötíu og fjórir sjómenn hafa farizt, annað hvort í ofviðrum, eða af vöídum ófriðarins, sem nú geis- ar umhverfis strendur landsins. Þegar veturinn gekk í garð, tókum við á móti honum með ugg og kvíða. Við höfðum fengið áþreifanlegar sannanir fyrir því, að ófriðurinn hafði náigast land okkar svo mjög, að við vorum næstum því orðin miðdepiM stærstu orust'unnar, orastunnar Um Atlantshafið. En á úrsiitum hennar veltia, að flestra áliti, endan'eg úrslit þeirra ægilegu styrjaldar, sem nú geisar. í dag fögnum við sumrinu, en þessi fögnuður okkar er blandr 'inn kvíða. Hvað færir sumarið okkur? Við vitum, að það færir okkur gróður og ilm náttúrunnar, en við vitUm lika, |að það Igetur fært okkur ægilegri atburði, en ’við höfum áður kynnst. Öfriðurinn, sem geisar umhverf is okkur hefir þegar höggvið stór iskörð 'í skipakost okkár og sjó- mannastétt, þó að lang flest höf- uni við ekkii verið annað en á- horfendur að honum hér heima fyrir. En við óttumst, aÖ hiann geti færst inn yfir strendur lands- ins, hvern dag, sem vera skal og við búum okkur undir það. Dagurinn i dag er helgaðar börnunum, framtíð þjóðarinnar. Við vinnum að því að koma öil- um börnum burtu úr aðalkaup- stöðunum upp í sveitir, þar sem þau geta lifað örugg og áhyggju- laus í samneyti við náttúruna. Menn af öllum stéttum hindiast samtökum til að geta fengið jiessu framgengt. Skoðanamunur kenrur þar ekki tii greina. Á st'und hættunnar erum viö sameinuð þjóð. Við getum ekki afstýrt því að ófriðuriun berist inn yfir strendur landsins, en við getuni komið bömunum ogmæðr- unum á örugga staði ,þar sem engar hættUr ófriðarins fá grand- að þeim. Og Undanfama daga hefir verið unnið að því. Dagur- íinn í dag er einnig helgaður und- irbúningi þess. Vinnum að því í dag af heil- Urn hug, að starfsemi sumar- dva’.amefndar beri senx beztan á- rangur. Leggjum fram starf og tfé í þágu þeirrar hugsjónar, sem hún stefnir að. Ef við gerum það getium við verið Lviss um, að við vinn'tun að því að gefa rnörg- um gLeðilegt sumar. (»*) GLEÐILEGTSUMAR! Skipaútgerð ríkisins. t GLEÐILEGTSUMAR! LANDSMIÐJAN,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.